Morgunblaðið - 31.07.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ^ Fostu'dagur 31. júlí 1964 yt • -r.if; .....• •••■■ .......“r/jWf-M'tfS'-S- • ■»>' ■ • iMW* '■•■•■M-X■.-■•.:■ .■.^.■.•.■.V^<.-^.-. Úbyggðirnar heilla „ÓBYGGÐIRNAR heilla alltaf til sín hvern þann, sem einu sinni hefur fundið öræfa- þögnina, sem hljómar í eyrum hans, eins og hún ætli að æra hann,“ sagði Einar Magn- ússon, menntaskólakennari. „Að hugsa sér hvílíkt djúp er staðfest milli þessa hluta íslands og Reykjavíkur, þar sem er ys og þvarg vélamenn- ingarinnar og tjörn, sem á að fara að fylla af steinsteypu og kalla ráðhús.“ „Ég vil eggja alla unga og hrausta menn til öræfaferða. Skömmu eftir að ég kom úr Sprengisandsferðinni um dag- inn, hitti ég kunningja minn, sem var að koma úr ferð kring um hnöttinn ásamt konu sinni. Hann sagðist skammast sín dálítið fyrir að vera að koma úr hnattferð og hafa aldrei Einar Magnússon. farið inn á Sprengisand." „Þegar ég var í síldinni á Siglufirði sumarið 1918 heyrði ég að Kristinn tunglspekingur og Bjarni beykir hefðu geng- ið hvor í sínu lagi frá Reykja- vík norður í land. Um haustið lagði ég land undir fót og gekk heim til Reykjavíkur. Þótti þetta á þeim tíma hið mesta ferðalag. Ég fór auð- vitað þjóðveginn, því að á þessum árum datt engum í hug að fara um miðhálendið fremur en að fara til annara hnatta, nema einstaka sérvitr- ingi á nokkurra áratuga fresti. Á suðurgöngunni hélt ég dagbók, eins og allir and- ans menn gera. Dagbók þessi birtist 25 árum seinna í Ár- bók Ferðafélagsins." „Öræfin þóttu um þessar mundir einhvers konar undra- heimur, þar sem varla nokkur maður hafði stigið fæti. Það þótti því hreint ævintýri, er við Jón Víðis fórum ríðandi kringum Langjökul árið 1924. Ekkert kort var til af þessu svæði nema það sem Þorvald- ur Thoroddsen hafði gert. Á þessum árum var enginn ferða útbúnaður til og enginn kunni að ferðast. Svefnpokarnir birtust ekki á sjónarsviðinu fyrr en um 1930.“ „Svo komu bílarnir til' sög- unnar og Siggi heitinn á Laug. Hann var kunnugur á Kili og Jóhann á leið upp i Atlaskarð. í baksýn er Hornbjarg og Hornvík. hélt því fram, að hægt væri að aka um miðhálendið, ef hægt væri að komast upp úr byggð. Þess vegna fórum við Siggi, Ásgeir á Fróðá og Jón Víðis inn að Hvítárvatni 1930. Það varð til þess að vegurinn var lagfærður. Nokkrum ár- um síðar var gamla Sogsbrú- in við Þrastarskóg flutt inn að Hvítá og lögð yfir hana skammt fyrir neðan vatnið, þar sem hún er enn.“ „Siggi hélt að bezt væri að fara Sprengisand. Fórum við því af stað 1932 með Hirti á Skálabrekku og Vaidimari Sveinbjörnssyni. Lagði Siggi aleigu sína, gamla Ford ’27 módel í ferðiina. Hjörtur var kunnugur á fjöllum og skáld gott. Við komumst yfir Tungnaá á Haldi með bílinn í báti. Er yfir kom, tókst ekki að koma bílnum upp brekk- urnar á Búðarhálsi, þar sem við eyddum einhverri verstu Viðtöl við ferðafólk nótt, sem ég hef lifað, í grenj- . andi rigningu og illviðri. Sá- um við nú fram á benzínleysi og snerum til baka en höfð- um lært sitt af hverju og vor- um staðráðnir í því að reyna aftur næsta ár.“ „Þegar við vorum að koma niður að Tungnaá, keyrðum við fram á þrjá Þjóðverja, sem voru að koma fótgang- andi að norðan. Voru þeir heldur en ekki heppnir, að við skyldum hafa verið á ferð- inni, því að báðir bátarnir höfðu verið sunnan árinnar, er við fórum um daginn áður. Sé ég ekki annað en að Þjóð- verjarnir hefðu orðið til á árbakkanum annars. Árið eft- ir, þegar við fórum alla leið norður, voru bátarnir aftur báðir sunnan árinnar. Holta- menn, sem verið höfðu að flytja fé innan af.afrétti höfðu greinilega ekki nennt að fara aftur yfir og skilja eftir bát- inn.“ „Það var ógnþrungin til- finning að ferðast þarna inn- frá, þar sem enginn vissi eða þekkti neitt til. Við vissum, að við gátum alveg eins lent í snjó þarna, og það gerðum við reyndar árið eftir, og bíll- inn gat auðvitað bilað.“ „Við Hald skildum við eftir benzínbrúsa. Síðan fórum við úr Rangárbotnum inn undir Landmannahelli og sönnuðum að sú leið væri fær. Næsta ár var sótt hrafntinna úr Hrafn- tinnuhrauni í Þjóðleikhús- bygginguna eftir þeirri leið.“ „Næsta ár komumst við alla leið norður Sprengisand. Sendi Siggi þá bréf til Al- þingis, þar sem hann bauðst til að gera bílfæra leið frá Galtalæk norður yfir Sprengi- sand að Mýri í Bárðardal fyr- ir 20 þúsund krónur, sem þá voru um það bil ferföld árs- laun ménntaskólakennara. — Undanskilin var þó auðvitað brú á Tungnaá. Svar við þessu bréfi hefur ekki borizt enn- þá. Ég hef margoft bæði rætt og ritað um brú á Tungnaá. Á fundi Ferðafélagsins árið 1950 minntist ég á þá nauð- syn, en einn merkur maður stóð þá upp og sagðist ekki vilja.sjá nein bílspor á öræf- unm. Nú er kominn bílasleði á Tungnaá, loksins eftir 31 ár. Er verið að setja stikur á alla leiðina, en það hefði mátt gera fyrir 30 árum.“ „Að lokum vil ég minna á það, að kapp er bezt með for- sjá. Það er orðið óþolandi, hvernig hinir og aðrir glóp- ar láta leita að sér á öræfun- um, stundum fyrir stórfé. Er þetta ýmist fólk, sem er að eltast við blásaklausar rjúpur eða er þarna statt fyrir ein- skæran asnaskap. Blöðin eiga þarna sína sök fyrir að gera þetta fólk að þjóðhetjum, þeg ar það annað hvort finnst eða villist til byggða. í staðinn ætti að stinga því í tugthúsið fyrir vikið og gera því að greiða leitarkostnað. Ég var snemma vaninn af öllu slíku flani. Sumarið 1921 sítlaði ég að fara fótgangandi suður yf- ir Alpafjöll, en var tekinn fastur í Sviss. Þeir höfðu bitra reynslu þar af slíkum flökk- urum og til að spara sér leit- arkostnað, stöðvaði mig lög- reglumaður með sína pístól- una í hvorri hendi og ég varð að gera svo vel að taka járn- brautarlest.“ Ferðist fótgangandi „FÓLK ætti að gera miklu meira að því að fara fótgang- andi í ferðalög," sagði Jóhanna Guðmundsdóttir, kona Gunn- ars Einarssonar loftskeyta- manns, Birkimel 8A. „Ég er svo sem engin sérstök ferða- kona, en fékk þó snemma fjallgöngubakteríuna. Fyrsta gönguferð mín var þegar ég var stelpa heima á ísafirði. Þá fór ég með skátahópi yfir til Súgandafjarðar til að vera við vígslu nýju sundlaugar- innar þar. Síðar fórum við einnig gangandi frá ísafirði til Flateyrar. Þegar ég kom suð- ur til Reykjavíkur og giftist, lagði ég ekki gönguferðir á hilluna, því að Gunnar er ekki síður áhugasamur en ég. Mitt fyrsta verk hér syðra var að ganga á Esjuna.“ „Við hjónin fórum í dásam- legt ferðalag fyrir 3 árum, fótgangandi um Hornstrandir. Við fórum með Djúpbátnum til Grunnavíkur og gengum síðan austur um Leirufjörð og Hrafnsfjörð til Furufjarð- ar og þaðan norður að Horn- bjargsvita. Þar vorum við í 2 daga í góðu yfirlæti hjá vita- verðinum, Jóhanni Péturssyni, og fjölskyldu hans.“ „Var ekki erfitt að bera allan útbúnaðinn á bakinu?“ „Jú, þetta voru heilmiklar klyfjar. Jóhann ráðlagði okk- ur að skilja eftir tjaldið hjá sér og það gerðum . við. Það var svo sent með vitaskip- inu til Reykjavíkur, en við gistum í skipbrotsmannaskýl- um og yfirgefnum húsum, það sem eftir var ferðarinnar til Aðalvíkur.“ „Hvernig var veðrið?“ „Við vorum mjög heppin með veður, það var milt, en sólarlítið. Dagleiðirnar voru venjulega milli fjarða. Varð á flestum stöðum að ganga yfir fjallgarða, sem víðast hvar ganga þverhnýptir í sjó fram. Hins vegar eru fjöllin ekki há. Eina dagleið fengum við glampandi sólskin. Það var frá Hornvík til Hlöðuvíkur. Náttúrufegurðin þarna á Horn ströndum er stórkostleg. Landslagið er afar tilbreyt- ingaríkt og gróðursæld mikil. Þorvaldur Thoroddsen nefnir Hornstrandir sem annan þeirra staða, þar sem gróður- sælast sé á íslandi. Einkum er Furufjörður grösugur. Þar veður maður gróðurinn víða í hné. Svo er einn undurfag- ur staður, sem nefnist Leiru- fjörður. Hann er eins og Framh- á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.