Morgunblaðið - 14.08.1964, Page 20

Morgunblaðið - 14.08.1964, Page 20
20 MORGU N BLADIÐ Fðstudagnr 14. Sgust 1964 HERMINA BLACK: Eitur og ást Hinn maðurinn kinkaði kolli og settist á lágan dívan og tók munnstykki tilheyrandi vatns- pípunni, sem stóð á lágu borði við hliðina á honum. Hann stakk því í munninn og fór að reykja. Bretinn stóð kyrr við gluggann og eftir stutta þögn sagði hann: — Ég vona að ekki hafi liðið yfir stúlkuna, sem hann Yacoub Muhammed átti að bjarga. • — Kannske hefur hún ekki verið hæf til að bjóða henni hing að, sagði Ibramin rólega. — Ég sagði honum, að ef þetta væri venjuleg skemmtiferðastúlka gæti hann farið með hana í kvennadeildina og hlynnt að ‘henni þar. í sömu svifum opnuðust dyrn- ar. Corinna kom inn og varð litið á fríða Arabann, sem sat þarna milli svæflanna. Og húm sá líka Bretann við gluggann. Hún tók meira eftir honum. And litið var stórskorið, há kinnbein og stór haka. Augun stálblá og í einkennilegu ósamræmi við sól bakaðað hörundið. Henni fannst hún hafa séð þennan mann áður. Ibramin stóð upp og sagði: — Þér eruð velkomin. Friður sé með yður. — Og með þessu húsi! svar- aði Corinna, sem mundi það sem hún hafði lært í branæsku. — Er það Seyyid Ibramin sem ég tala við? Hann svaraði á ágætri ensku: — Vinur minn leit út um glugg- ann og sá að þér munduð ef til vill lenda í hættu. Svo að við sendum þjóninn minn til þess að bjóða yður inn. Það lá við að Corinna brosti, því að sannast að segja hafi Yacoub Muhammed alls ekki „boðið“ henni inn. En henni létti við þessar móttökur. Nú fyrst gerði hún sér grein fyrir hve hrædd hún hafði verið áður. — Sýnið mér þanh heiður að fá yður sæti, sagði Ibramin og benti henni á dívan. — Og má ég kynna yður landa yðar, Ferguson pasja. Coripna heilsaði honum og röddin var djúp og falleg þegar hún sagði: — Ég get ekki lýst hve feginn ég er, að þér skylduð sjá mig út um gluggann. Ég heiti Corinna Langly. Hann gekk að henni og leit kuldalega á hana. — Má ég spyrja, ungfrú Langly, hvað þér eruð að hugsa að fara fylgdarlaus út í þetta hverfi hérna í Kairo? Corinna hafði verið bæði glöð og þakklát, en þessi kveðja var líkust og köldu vatni væri skvett á hana. Hún roðnaði. — Ég — ég var að leita að húsi gamals kunningja míns, stam- aði hún. — Ég þóttist muna leið- ina, en viltist samt. Hann hló en hláturinn var alls ekki vingjarnlegur. — Hve lengi -hafið þér verið 1 Cairo? spurði hann. — Ég kom í fyrradag. — Frá Englandi? — Já. Corinna kunni alls ekki við þessar spurningar. — Maður skyldi halda að þér lituð einstöku sinnum í blöð? sagði hann. — Vitanlega, svaraði hún kuldalega og nú fór að síga í hana. Þurfti maðurinn endilega að vera svona ónotalegur? — Þá hefðuð þér átt að hafa vit' á að vera ekki ein á ferli í gamla bænum, sagði hann gram- ur. — Þetta er nógu alvarlegt samt. Okkur langar ekki til að það bætist ofan á annað, að ensk stúlka sé myrt á götunni. Það er ómögulegt að vita, hvernig farið hefði, ef ég hefði ekki af tilvilj- un séð yður út um gluggann. Ungfrú Langly hefur ekki verið nægilega kunnug þessu, og það er mjög slæmt, sagði Seyyid Ibramin. Honum fannst sjálfsagt að vera jafn nærgætinn við fallegar stúlkur og viðkvæm blóm. — Stúdentarnir og ofstækis- fyllstu þjóðernissinnarnir ásamt skrílnum sem alltaf er til í áflog — haga sér því miður illa, sagði hann. — Það hefði verið hyggi- legra að þér hefðuð ekki hætt yður út ein. En þetta fór ailt vel, og undir eins og ég fæ að vita að kyrrð sé komin á aftur, skal ég sjá um að þér komist heilu og höldnu til kunningja yðar. — Þakka yður fyrir, sagði Corinna og brosti þakklát til hans. Hún settist milli svæflanna á dívaninum. — Ég bý á Shep- heards. Nú kom Yacoub Muhammed inn með kaffi og aðrar hressing- ar og bauð fólkinu. — Hafið þér verið í Cairo áður? spurði Ibramin. — Ég er fædd hérna. Ég flutt- ist héðan ári áður en stríðið hófst. Því miður verð ég ekki hérna nema einn eða tvo daga og fer svo suður í land. Og ég hafði ekki hugmynd um. . . . — . . . að Bretar eru ekki vin- sælir hérna lengur, tók Blake Ferguson fram í. — Ég skil vel að sumir þeirra séu ekki vinsælir, sagði Cor- inna rólega. Það var giettni í augum Ibra- mins er hann leit á vin sinn. Englendingurinn hleypti aðeins brúnum. Ibramin spurði: — Ætluðuð þér að hitta kunningja yðar hér í nágrenninu, ungfrú Langly? — Já, andvarpaði hún. — Og mig tekur sárt ef ég fæ ekki tækifæri til að hitta hann, Hann var mikill vinur föður míns og ég hef þekkt hann síðan ég var barn. Ég er viss um að þér hafið heyrt hans getið og vitið að hann er mætur maður. Hahn heitig Abdulla-Ben-Amin og á heima í silfursmiðagötunni. — Jæja, sagði Ibramin rólega. Það var Abdullah, sem þér ætluð uð að hitta. Ég þekkti hann mjög vel. Hún rak upp stór augu. — Þekktuð hann — hann er von- andi ekki . . . Það var Blake Ferguson sem svaraði: — Þér hittið því miður — Ég kann að nota borðkveikjarann, mamma. ekki Abdulla, ungfrú Langly. Hann dó á stríðsárunum. Þegar hann sá hve nærri hún tók sér þessa frétt, gramdist hon um að hafa sagt henni þetta svona undirbúningslaust. Varir hennar titruðu en eftir stutta stund sagði hún: — Hann var einn af beztu vinum föður míns. Ég — hann — Já. Hann fór hingað aftur. en ég. Ég vonaði að hann gæti- sagt mér nánari atvik að dauða hans. Það var lítið'að græða á þessari opinberu tilkynningu sem ég fékk. Ibramin spurði: — Dó faðir yðar í Cairo? — Já. Hann fór hingað aftur. Hann beið bana við starf sitt. — Ungfrú Langly, ég hefði átt að kannast við nafnið yðar, flýtti Blake sér að segja. — Eruð þér dóttir Johns Langly? Hún kinkaði kolli. — Hann var göfugur maður — og hafði afrekað mikið. Vegna starfs míns hafði ég talsvert saman við hann að sælda á stríðsárunum. . . . Nú var kaldr- aninn alveg horfinn úr röddinni og Corinna fann að þessi maður gat verið heillandi. Seyyid Ibramin hafði líka þekkt John Langly. Hann talaði um hánn með mikilli virðingu og sagði að hann hefði verið maður, sem Egyptar stæðu 1 þakkarskuld við. — Og þér eruð komin hingað til að heimsækja ættingja? spurði hann. B YLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOBEHEAD Kaledin eiria milljón sterlings-1 punda, og skömmu síðar tókust bæði Frakkar og Bandarikja- ! menn á hendur að styrkja hann leynilega. Sir George Buchanan, sendi- | herra Breta í Petrograd, hefur að iíkindum talað fyrir munn Bandamanna, 10. desember, þeg- ! ar hann gaf rússneskum blöðum i skýrslu og sagði, að England j skoðaði viðræðurnar í Brest brot á samningum þeim, sem Rússar hefðu gert við Bandamenn í stríðsbyrjun. Hann kvað Bret- landsstjórn vilja demókratiskan frið, en taldi rangt að gera fyrst vopnahlé og semja síðan friðar- skilmálana. Aftur á móti vildu þeir sjálfir semja friðarskilmál- ana með bandamönnum sínum og síðan samþykkja vopnahlé. Samningarnir í Brest hefðu verið gerðir við Þýzkalandskeisara en ekki við þýzku þjóðina, og keis- arinn mundi ekki undirrita ann- að en heimsveldisfrið. Jafnskjótt sem varanleg stjórn væri komin á laggirnar í Rúss- landi — hélt Buchanan áfram — væru Bretar reiðubúnir að ræða markmiðin með ófriðnum. En í bili'væru Bretar að hjálpa Rússum með því að láta þýzku herina hafa nóg að gera í vestri. Ef Bretland hefði brugðizt Rúss- landi, hefði engin bylting orðið. Bretland væri fúst að hjálpa Rússlandi í núverandi vandræð- um þess, en færi fram á, að Rúss land svaraði í sömu mynt. En eftir rússneskum blöðum að dæma, mætti halda, að Rússland ætti í ófriði við Bretland en alls ekki Þýzkaland. Og loks varaði i hánn bolsjevikana við öllum til- raunum til að koma af stað bylt- ingu í öðrum löndum. Þetta var þá hin opinbera brezka afstaða, en hún var ekki allsráðandi. Á Bandamannafund : inum, sem var nýlega saman- j kominn í París var Clemenceau j gallharður gegn bolsjevíkum og Brestfundinum, en þar voru hvorki House ofursti né Lloyd George fullkomlega ákveðmr. Þeir töldu ýmislegt mæla með því að gefa Rússum frjálsar hend ur í Brest. Jafnvel innan erlendu sendiráðanna í Petrograd voru skoðanir skiptar. Frönsku, brezku og amerísku sendiherrarnir höfðu ekkert formlegt samband við bolsjevíkana.'og síðari samn- ingar voru að mestu gerðir fyrir milligöngu Raymond Robins frá Rauða-Krossdeild Bandaríkj- anna í Rússlandi, Bruce Lock- hart, fulltrúa Breta, og Jaques Sadoul úr hermálanefndinni frönsku. Allir þessir þrír menn voru þeirrar skoðunar, að bezta aðfeð Bandamanna til að bjarga málinu við, væri að semja við bolsjevíkana, og efla þá nægi- lega til að geta staðið gegn Þjóð- verjum. Að koma af stað borgara styrjöld í Rússlandi með því að styrkja Kaledin og óháð ríki í Ukraníu, fannst þeim heimska þar eð það yrði til þess, að Þjóðverjár flæddu yfir landið. Ástandið hjá Þjóðverjum var álíka flókið. Þeir voru að eyða of fjár í byltinguna í Rússlandi — það varð að lokum um 50 milljónir marka — og nú yildu þeir fá eitthvað fyrir snúð sinn. En yrði Lenin nógu lengi við völd til þess að koma í kring sér friði? Og var honum að treysta? Bolsjevíkarnir voru þegar teknir að koma vandræðum af stað: vinahót voru aftur byrjuð yfir víglínuna, og sú hætta var yfir- vofandi, að stofnað yrði til beins sambands við þýzka sósíal- ista. Parvus stoð að baki hreyf- ingu til að koma í kring þýzk- rússneskri friðarráðstefnu í Stokkhólmi, ráðstefnU, sem mundi koma í stað fundarins í Brest, sem var opinber og form- legur — og hópur þýzkra þing- manna var hlynntur þingmanna- fundi með Rússum. Yfirher- stjórnin þýzka var ekkert hrifin af þessari þróun mala. Hún vildi ekki neinn vingjarnlegan silki- hanzkafrið við Rússland, og hún vildi heldur ekki nein afskipti sósíalistanna þýzku. Hún vildi harðneskjulegan hermannafrið og algjöra eyðingu rússneska hersins, svo að Þjóðverjar gætu beint öllum hernaðaraðgerðum sínum gegn Bandamönnum í vestri. Hinsvegar vakti það fyrir bol- sjevíkunum að snúa sig út úr sinni veiku afstöðu með tvö- feldni. Lenin hafði sitt samband við Þjóðverja — þeir höfðu sent hann til Rússlands, til að hrifsa þar völdin og semja frið, og þeir höfðu kostað hann. Hann þarfn- aðist líka friðar, í eigin þágu, og það í hæsta máta, til þess að geta bælt niður andbolsévisku hreyfinguna, sem var að magnast, hvert sem litið var. En flokks- menn hans vildu ekki nærri allir kaup friðinn hvaða verði sem væri. Þeir vildu „réttlátan, demó kratiskan frið, án landvinninga og skaðabóta", og þeir vonuðu þess heitast, að bylting yrði í Þýzkalandi. „Við hófum friðar- samninga“, segir Trotsky, „í þeirri von að æsa upp verka- mannaflokkana í Þýzkalartdi, Austurríki—Ungverjalandi og löndum Bandamanna“. Það er nokkuð til í þessu. Bolsjevíkarnir gátu gert sér talsverðar vonir um þýzku sósíal istana og miðflokkana, og með samtökum við þá flokka hefðu þeir hugsanlega getað borið yfir- herstjórnina ofurliði. Þannig var það, að þótt Lenin vildi þröngva fram tafarlausum friðarsamning- um, vildu margir flokksmenn hans fara sér að öllu hægt og teygja úr samningunum eins og hægt væri, til að gefa þýzkum verkamönnuir tóm til að gera uppreist. Öllum þessum sundurleitu skoðunum var sem óðast að auk- ast fylgi, þegar sendinefndir Rússa og Miðveldanna komu aftur saman í Brest, 13. desem- ber. Þar var haldinn stuttur en ekki óvinsamlegur fundur; eitt helzta áhugamál Hoffmans hers- höfðingja, á þessu stigi málsina var að taka fyrir öll vinhót, sem áttu sér stað á víglínunni, og þegar þetta atriði og önnur ágreiningsmál voru sett niður, var vopnahléssamingurinn undir ritaður. Hann skyldi ganga í gildi 17. desember, og haldast til 14. janúar — en það var talinn nægur tími til að ganga frá friðarsamningum — og báðir aðilar lofuðu að hreyfa ekki heri sína þaðan sem þeir voru nú staddir. Reyðarfjörður j KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. A öllum helztu ánlngastööum----------- FERÐAFÓLKI skal á það bent, að Morgunblaðið er til sölu á öllum helztu áninga- stöðum á hinum venjulegu ferðamannaslóðum, hvort heldur er sunnan lands, á vesturleiðum, norðan lands eða austan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.