Alþýðublaðið - 14.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ H.Í ræður nokkrar stúlkur til síldarvinnu á Reykjaríirðí næst komandi síldarútgerðartímabil. — Upplýsingar því viðvíkjandi á skrifstofu félagsins á Vesturgötu 5. Reykjavík 12. júlí 1920. Hi. Eg-g-ert Ólafsson. Xili konangnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konnngs. (Frh.). „t seytjánda bás. Þeir voru þar «llevu — Rafferty, Flanagan gamli og Svíinn Jóhannson. Þeir eru nær dauða en lífi •— gátu ekki talað, segja þeir. Þeir vilja eng- um Ieyfa að koma nálægt þeim“. Fleiri raddir heyrðust; en sú sem svarað hafði, vakti eftirtekt Jessie. „Þeir hafa þá inni í vogarskýl- inu, og konurnar heimta að fá að vita, hvernig mönnum þeirra líð- ur, en þeir vilja ekki segja það. Þeir reka þær aftur eins og hundal' Hávaði og grátur heyrðist úti fyrir, Hallur fór út, og kom augnabliki síðar inn með unga stúlku í slitnum bómullarkjól og mjög greinilega rautt hár. Hallur studdi hana, og hún hné niður á stól, huldi andlitið í höndum sér og grét. Jessie horfði á hana. Hún sá, hve unga stúlkan var æst, og kendi í brjóst um hana, en þó var það einhver innri rödd, sem andæfði. Hún kærði sig ekkert um það, að taka nærri sér það, sem hún gat ekki ráðið bót á. Auðvitað þjáðust þessir veslingar, en allir urðu að þjást, við því varð ekki gert. Æsing ungu stúlk- unnar var að nokkru leyíi sprott- in af reiði, það fann Jessie, og gremja hennar óx. Það var eins og persónuleg ákæra á ungu stúlk- una. Ekki ósvipað jafnaðarmensku- ástríðu Halls, sem kom henni bæði í vandræði og gerði hana ráðþrota. „Mary", sagði Hallur og reyndi að sefa hana, „læknarnir munu gera það, sem þeir geta, fyrir mennina. Þeir geta ekki látið konurnar vera að flækjast fyrir sér". „Ef til vill geta þeir það ekki, Joe, en það er ekki þaðl Þeir hafa komið upp með lík, sem fundust þar, sem sprengingin varð — í smá bútum. Og enginn fær að sjá þau. Er það líka vegna læknanna? óaei, það er til þess, að þeir geti iogið til um það, hve margir hafi farist. Þegar þeir telja þá gera þeir einn mann úr þrem- ur til fjórum mönnum. Og afþví, verða konurnar æfar. Eg sá kon- una hans Zamboní reyna að kom- ast inn í skúrinn, en Pete Hanún greip í bringu hennar og hratt henni aftur á bak. Eg vil fá bóndann minn, æpti hún. Hvað ætlarðu að gera með hann? Hann er í smábútum. Komdu þá með bútana! Hvaða ánægju ætli þú hefðir af þeim? Ætlarðu að éta þá?“ Rósa, og jafnvel Jessie, æptu upp yfir sig af hryllingi og reiði. Hallur studdi hendinni vingjarn- lega á handlegg Maryar. „Það er ekkí svo ilt, Mary, þeir ná að minsta kosti mönnunum upp úr námunni". „Já, ætli það nú? Ef til vill loka þeir sumum námuhlutunum neðanjarðar. Æ, þið hefðuð átt að heyra frú Zamboni æpa, ves- linginn, hálf stund er liðin, og hún hefir ekki einu sinni fengið að vita, hvort, maður hennar er lífs eða liðinn!" Við Elliðaárnar. (Klakahöggið.) Eg er að mylja mold og klaka, moka og höggva ailan daginn, starf mitt verður alt að engu, erfiða eg fyrir bæinn. Verkfræðinga valin þekking í vetur hefir orðið úti — afturgengin er hún orðin aðdáun hans Jóns á Knúti. i af /<?. Lítil lóð við eiiwiverja aðalgötuna óskast til kaups. — Upp- :: lýsingar í síma 951. :: Nýkomnar tvöfaldar harmonikur. Hlióðfærahús Rvíkur. Kaupakona óskast á fyr- irmyndarheimili í Árnessýslu, Uppl. á Vitastfg 16. Vill nokkur lána fátækum húsnæðislausum en áreiðanlegum manni 6000 kr.? til að koma upp yfir sig skýíi. Tilboð merkt: Skýli, sendist Alþbl. fyrir 20. þ. m. Budda með peningum tap- aðist í miðbænum. Skilist á aígr. Alþbl. gegn fundarlaunum. Einhleypur maður óskar eftir herbergi nú þegar. Upplys- ingar á afgreiðslu Alþbl. Tómar kjöttunnur kaupir Kaup- félag Reykjavíkur (Gamla bank- anum). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. PreatsmiójaH Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.