Alþýðublaðið - 15.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Greiið út af A.lþýðuflokknum. 1920 Fimtudagirm 15. júlí 159. tölubl. j^Ianðsmálln. Khöfn, 15. júlf. Símað er frá London, að Þjóða- sambandsráðið hafi ákveðið að út- nefna nefnd lögfræðinga til þess, að ákveða vald ráðsins í Álands- málunum. Spa-juitðmam jrestai. Khöfn, 15. júií. Símað frá Berlín, að fundum Spafundarins sé frestað. Ástæðan til þess sú, að ósamkomulag er um kolamálið og sjálfsákvörðunar- rétt þjóðanna. Foch og Wilson hafa verið kvaddir til Spa. jtfel jtjóðverjum. Khöfn, 15. júlí. Berlínarfregn hermir, að við þjóðaratkvæðagreiðsluna í Austur- og Vesturprússlandi, hafi mikill meiri hluti verið Þýzkalandi fylgj- andi. > FriðurmiLÉáaogRiíssa. Khöfn. 15. júlí. Fregn frá Kovno hermir,' að friðarsamningar muni nú vera und- irskrifaðir í Moskva milli Lithá og Sovjet-Rússlands. Stjirnbylting í golivíu. ----- \ Khöfn 15. júlí. Símað er frá Chili, að|stjórn- i>ylting hafi orðið í Bolivíu. Hafa forsetinn og ráðherrinn verið hneptir í varðhald. Smyrna í Röuáuia Brykkja. Khöfn 15. júlí. Aþennufregn hermir, að Grykkir hafi tekið Smyrna herskyldi. Vinnan og anðurmn. Árið 1867 byrjaði Karl Marx að gefa út höfuðrit sitt »Das Kapitalc, sem viðurkent hefir verið um allan hinn mentaða heim, sem eitthvert allra merkasta og rökstuddasta hagfræðisrit, sem enn hefir verið birt á nokkuru tungumáíi. En Marx hafði þegar árið 1848 verið aðalhöfundur hins svo kallaða: »Kommistiske Mani- fest«, sem kom út rétt fyrir stjórn- arbyltinguna frönsku, og var í raun og veru ekki annað, en samandregin sú kenning, er hann síðar setti fram í »Das KapitaL, og var í stuttu máli þessi: Núverandi þjóðfélag er þjóðfélag borgarastéttarinnar, »kapitalist- anna« (auðmannanna); með hjálp hinna »frjálsu« samkepni hvertur hin , gamla millistétt, þjóðirnar skiftast meira og meira í lítinn flokk auðmanna, þá sem ráða yfir »Kapitalinu« (það er: öllum framleidslutœkjum: Jörð, húsdýr- um, verksmiðjum, vélum, skipum o. s. frv.), og á hinn bóginn í hinn mikla fjölda öreigalýðs; auð- mennirnir safna altaf meiri og meiri framleiðslutækjum; fleiri og fleiri úr miðstéttinni verða öreigar (Proletarer, 0: eignalausir og mögu- ieikalausir menn). Þetta ástand verður óþolandi þegar til lengdar lætur; það hlýtur að fara svo að lokum, að öreigarnir taki völdin af auðmönnunum og láti ríkið taka í sínar hendur öll framleiðslu- tæki, alla framleiðslu og alia stjórn vinnunnar; þetta verður því auð- veldara, vegna þess að þjóðfélags- skipun auðmánnanna hefir þegar safnað stjórn fyrirtækjanna á fáar hendur og undirbúið þar með það, að rfkið taki framleiðsluna í sínar hendur. Það fellur svo í skaut ríkisins að skifta arðinum: neyshe- v'órunum, öllum þeim vörum, setn menn þurfa að nota. En fyrst og fremst kemur til greina, kenningin um arðinn — sú . kenning, að þegar verkamaðurinn hefir fengið útborguð laun sín, sem eru nauð- synleg tii þess, að hann og fjöl- skylda hans geti haldið í sér Iíf- inu, tekur auðmaðurinn arðinn af vinnu hans og stingur í sinn vasa, eða notar hann frekara í sína þágu. Af þessari kenningu og staðreynd, leiðir svo það, að vinnan er uþpspretta auðsins. Enginn, hvorki fyr né síðar, hefir rökstutt þessa kenningu eins kröftuglega og Marx. Rodbertus, þýzkur lögfræðingur og jafnaðar- maður, kom fram með hana í fyrsta ritverki sínu árið 1842. En hann drap að eins lauslega á hana. Það var Marx, sem gaf henni líf, ef svo mætti að orði kveða. Marx og fylgismenn hans halda því fram, sem eðliiegri afleiðing framþróunarinnar, að jafnaðar- menskan verði ofan á. Þeir prédika því engan nýjan fjármáia- og þjóðfélagsnáðarboðskap — heidur vilja þeir útskýra og flýta fyrír hinni óhjákvæmilegu framþróun þjóðfélagsins, svo yfirdrotnun auð- valdsins hverfi á brautu fyrir hinu göfugra og betra kerfi, sem hljóti að koma. (Framh.) Gnllfundnr. Fullyrt er að gull hafi fundist að ElbowV Loke í Manitoba fyrir nokkuru síðan. Er það talið all- mikið og gott að ná því.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.