Alþýðublaðið - 15.07.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.07.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 :: " Yanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 716 eða 880. :: :: Suðurland fór til Vestfjarða í gærkvöid með margt farþega. Bæjarstjórnarfandur er í dag 5- Húsaleigulögin meðal ann- ars til umræðu. Botnía fór í gær frá Færeyjum er væntanleg hingað úr hádegi á morgun. Upsi allvænn var að stökkva hér á ytri höfninni í gærkvöldi, hafa’drengir veitt nokkuð af hon- um á dorg undanfarið. E. s. Yucca, 1744 ton netto, kom í nótt með kol til landsstjórn- arinnar, frá Ameríku. Botnvörpungurinn Geir fer til Englands í dag með ísfisk. Yeðrið í dag. Vestm.éyjar . . . SA, hiti io,o. Reykjaviík . . . . NA, hiti 11,6. ísafjörður j. . . . NA, hiti 9,4. Akureyri . . . . ' N, hiti 10,0. Grímsstaðir . . . logn, hiti 9,5. Seyðisijörður . . logn, hiti 8,2. Þórsh., Færeyjar SA, hiti 11,5. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvog lág, lægst um mitt ísland og fallandi á Suðurlandi. Norðlæg átt á Vesturlandi, suðlæg á Austurlandi. „Dé fyrir oss.“ Við lestur greinar í Aiþbl. í gær um steinolíumálið, rifjaðist upp fyrir mér staka, sem kveðin var þegar danska steinolíufélagið skildi við oss að sýnilegri návist. Sendi eg nú blaðinu stökuna til gamans, Hún er svona: D. D. P. A. dó fyrir oss, dýrð sé því fyrir ómakið; reis upp aftur fslenzkt hnoss, en — alveg sama tóbakið. Er ekki ósennilegt að ýmsum fiönist reynslan hafa staðfest það sem sagt er í seinustu hendingunni. Ea það þótti svo sem fengur á síöum tíma, samkvæmt kenningu vissra blaða hér, að fá þetta nýja íslenzka steinolíufélag. Það átti að vera mesta þjóðþrifafyrirtæki, stofnað vegna hagsmuna almenn- ings og betur treystandi en sjálfri landssljórninni til að sjá þeim borgið. — „Bara ef lásin íslenzk er, er þér bitið sómi." — Nú er eftir að vita hvort íslenzk alþýða er nógu gáfuð til að beygja sig undir þessa kenn- ingu, eftir að hafa átt kost á að reyna hana. Það sannast nú seinna. En þökk sé Alþbl. fyrir að hreifa málinu nú, það er ekki í ótíma gert. Árangrinum ræður alþýðan ef hún vill. Hún hefir vald og mátt til þess, að sjá um að ríkisstjórnin taki málið í sínar hendur á hag- kvæman hátt og til að styðja hana í því starfi. Væri það og alþýðunni betur samboðið, en að láta andlegar horkindur .og leigu- leppa auðvalgsins ginna sig eins og glópa til þess, að rísa öndverða gegn nauðsynlegum bjargráðum, svo sem því miður hafa sést dæmi til hér áður. Við sjáum nú hvað setur. 11/7. Kaupandi. Telpa fæst til snúninga. Uppl. á Hverfisgötu 90 A. Regnkápa fundinn. Af- greiðsla vísar á. Kartöflur ,og Iaukur ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur (Gamla bankanum) annars er það nú að undirbúa til myndtöku og leiks hina spreng- hlægilegu sögu Dickens: »The Píckwick .Papersc, sem margir munu kannast við undir danska nafninu »Pickwick Klubben*. Cramall Ameríkumaðar. Indíáni nokkur, sem kallaður er Cherokee Bill, varð nýlega 123 ára gamall. Hann er fæddur 6. júnf 1797 og barðist í stríði við Breta 15 ára gamall árið 1812 (á dögura Jörundar hundadagakon- ungs). Hann hefir nú í tvö síðustu skiftin verið elsti maðurinn á manntalsskýrslum Bandaríkjanna. Cherokee Bill er orðinn hrumur„ en hefir samt einkar góða matar- lyst ennþá. Utlenðar jréttir. Fjörugir krenstMentar. Á kvenstúdentabústað einum í \ Edinborg heimtuðu 23 kvenstúd. leyfi til að hafa útidyralykil og mega nota hann eftir venjulegan lokunartíma á kvöldin. Þær þykj- ast geta séð um sig sjálfar, en teija farið með sig sem skólabörn, er þær séu lokaðar inni á vissum tíma á kvöldin. Árangurinn af þéssari uppreisn þeirra varð ekki annar en sá, áð þeim var skipað að fara burtu, er yfirstandandi misseri væri úti, ef þær létu ekki af kröfunni um útidyralykilinn. Minnisblöð Pickwick á kvikmynd. Enska kvikmyndafélagið »Ideal Fiim Co.c hallast meir og meir að því, að sníða kvikmyndir upp úr frægum skáldsögum. Meðal Skip brennur. ix. júní kom upp eldur í skip- inu Pacifico og brann það tii kaldra kola. Það var á leið tll. Brazelfu. 22 menn fórust af skips- höfninni, en hún var alls 36 manns. Frjáls aðgangur. Fregn frá Moskva hermir, að allir skemtigarðar í Pétursborg séu nú opnir almenningi endur- gjaldsiaust. Innan skamms verða leikhúsin einnig opin öllum án endurgjalds. Áðilatningsbann á vörum til Frakklands. Franska stjórnin hefir lagt að- flutningsbann á óþarfa vöru og eru teknar þar fram 187 tegundir; þar á meðai er leður, perlur ilm- vötn, útlendar vfntegundir, mynda- vélar, allskonar silki, gullstáss, hljóðfæri, ýmsar tegundir járnvöru o. s. frv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.