Alþýðublaðið - 15.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er i Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að Icoma í blaðið. Þegar Lenin hlð. (Frh.) Njósnarinn yar nærri dottinn úr stólnum. Hann gleymdi að tæma glasið og stundi upp: „En — en, eruð þér ekki byltingamaður eins Og allir hinirf“ Þá hló Lenin. „Nei, alls ekki, en þér getið skilið, að lítt mundi stoða að af- henda þessum herrum nafnspjald- ið sitt ög segja: „Hér er eg; tak- ið eftir því, að eg er f þjónustu rússnesku leynilögreglunnar og játið hreinskilnislega öll ykkar af- glöp, ef þér viljið sjálfum yður vel.“ Þér hijótið að skilja, að eigi mundi heppilegt að fara svo að ráði sínu. Nei, eg gerðist bylt- ingamaður og eg get hrósað mér af því, að eg lék það hlutverk mun betur en þér yðar, ungi vin- ur. Þegar þér nú sjáið, að eg veit alt saman, þá er yður líklega ekki fjarri skapi, að segja mér aðaler- indi yðar. Ef til vill get eg hjálp- að yður á einn eða annan hátt. Sem stendur hefi eg enga fyrir- skipun frá Bern, en svo getur far- ið, að við verðum samverkamenn áður langt líður. Lögreglumaðurinn kveikti í vindl- ingi og hvíslaði að Lenin: „Það er viðvíkjandi honum Vla- dimir Hjitch Uljanov, sem kallað- ur er Lenin. Hann er hér í Ziirich, þótt mér hafi enn ekki tekist að komast í færi við hann. Einu sinni var eg farinn að halda, að það væruð þér. Lýsingin fer nefnilega nokkuð nærri. Nú verð eg að komast eftir, hvað hann hefst að. Pétursborgatbúar hafa lengi haft augastað á honum, og ef við gæt- um kornið honum fyrir kattarnef, værum við miklu betur staddir." Þá hló Lenin í annað sinn. „já, einmitt það, en eg skal segja yður .nokkuð. Hann er mesti bragðarefur og býr yfir allskonar svikum. Hann er venjulega dulbú- inn, svo að erfitt getur orðið að finna hann, en ef þér viljið kopia með mér á morgun til Café des Banques, skal eg með ánægju vísa yður á hann. Hann situr þar nefniiega við tedrykkju á hverju kvöldi.“ Njósnarinn var frá sér numinn og Lenin eflaust ekki síður. Sam- kvæmt þessari ráðagerð mættust svo þessir herrar í Café des Banques og Lenin benti honum á mann nokkurn, er hann kvað vera hinn hræðilega Uljanov. Frá þeim degi hætti njósnarinn að véra með rússnesku félögunum og flutti til Café des Banques. Eftir því, sem íbúar kaffihússins hafa síðar greint, var hann altaf í hæl- unum á þessum ímyndaða Lenin, og eitt kvöld, er hann var f æstu skapi, réðist hann á hann með fúkyrðum miklum. Afleiðing þess varð sú, að lögreglumaðurinn glað- lyndi þurfti að fara á sjúkrahús, og voru sár hans grædd svo vel sem unt var. Þessi falski Lenin var sem sé hvorki meira né minna en einn mesti hnefleikamaður Norðurálfu. Mjósnarinn fór úr borginni jafn- skjótt og hann var gróinn sára sinna, og sennilega hefir honum seint úr minni liðið, hvernig sá rétti Lenin hafði leikið á hann. Vér víkjum nú sögunni aftur til Lenins, sem nú er orðinn voldugur ræðismaður. Hann lifði, sem fyr er sagt, mjög einföldu lífi. Hann bjó í lítilli götu, Kutelgasse, og leigði þar' tvö lítil og fátæklega búin herbergi. Þau standa enn ósnert, eins og þegar Lenin yfir- gaf þau. í skrifstofunni er fátt annað en óvandað borð og stóll, og svefnherbergishúsgögnin eru mjög léieg. Þegar ég kom til borgarinnar og sá þessi herbergi, voru hús- bændurnir ekki heima, en dyra- vörðurinn var fús til þess að leið- beina mér, og með því að hann hafði verið dyravörður á dögum Lenins, hafði hann frá möigu að seg)ai en auðvitað ekki íyr en 5 frankar höfðu liðkað málbein hans. Öll var frásagan mjög öfga- kend og þegar leið á ræðuna, virtist mér þessi heiðursmaður eiga mjög erfitt með að gera greinar- mun á Guði almáttugum og Lenin „Bolsivíka“-höfðingja. Lenin dvaldi víðar en í Zurich í sinni löngu útlegð. Hann var mörg ár í Lundúnum og á Kaprí, ásamt með Maxim Gorki. Þegar stjórnarbyltingin mistókst árið' 1905, flýði þann, ásamt Sinovjev og Kamenev til Parísar, þár sem þeir áttu við hin mestu eymdar- kjör að búa. Það er frá þessum tíma, að'’ Sinovjev skrifar, að þrátt íyrir alt hafi Lenin haldið gleði sinni og hafi hann setið í „Bibliotéqeu nat- ionale* nótt og nýtan dag og lesið ósköpin öll. Heimsstyrjöldin vakti nýjar von- ir í brjóstum útlaganna rússnesku. En það var ekki fyr en árið 1917, að Lenin fékk tækifæri til að komast heim til ættjarðar sinnar. Sennilega hefir hann þá ekki átt um annað að velja en tignarsæt- ið eða höggstokkirm. Hefði það síðartalda orðið ofan á, hefði hanr. áreiðanlega látið lífið með bros á vörum. Því að Lenin er fæddur ofstækismaður og hefir alla sína æfi brunnið af eldlegum áhuga fyrir því málefni, sem honum er heilagt. Það er ráðgáta, hvort þær stefn- ur er „Bolsivíkar" nú fylgja, séu frá Lenin komnar. Þeð var sagt á sínum tfœa, að árás norðvest- urhersins á Pétursborg hafi mis- tekist af því að Judenitch tók sér alt of marga meðráðendur. Tím- inn mun leiða í Ijós, hvort örlög; Lenins verði hin sömu. Traveller. (íslendingur.) Ui daginn 09 Yspi. Gnllfoss fór í gærdag áleiði& Kaupmannahafnar. Meðal farþegar Árni Sigurðsson cand. theol., Ág- Brynjólfsson stud. med., Gunnar Egilsson skipamiðlari og fjölskylda hans, Nielsen framkvæmdarstj. og kona hans, Pálmi Pálsson yfirkenn- ari og kóna hans, Bogi Ölafsson kennari, Guðm. Hlíðdal, Sigurður Olafsson rakari, v. Mackensen o. fl. Halldór Jónasson fór í gær á Gullfossi, ásamt Franck Frederik- son, til Vestmannaeyja. Ætla þeir að athuga þar lendingarstað fyrir fluguna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.