Morgunblaðið - 09.10.1964, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.10.1964, Qupperneq 18
18 MORGU NBLAÐIÐ Föstudagur 9. okt. 1964 „Hver noidur sitt handklæði“ STEiNER hr ndþurrkuskáparnir með pappírsþurrkunum. Tryggja fyllsta hreinlæti. Lækka handklæðakostnaðinn. Gjörið svo vei að leita upplýsinga. TKmmmmi APPIRSVORUR"* SKÚLAGÖTU 32. — SÍMI 21530. Lokað til kl. 14 í dag. ' * * AscfeSr ölafsson heildverzlu.n t Systir mín JÓ.NÍNA HANNESDÓTTIK Freyjugötu 5, andaðist 7. þ m. ; Borgarspítalanum. F. h. systkina og annarra vandamanna. Jón Hannesson. Öllum þeim er sýndu vinsemd og vinarhug með nær- veru sinni og minningargjöfum við andlát og jarðarför fósturföður míns ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR frá Hjörsey, íæri ég innilegustu þakkir. Hjörleifur Sigurðsson. Innilegar þr.kkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar og tengdamóður SOFFÍU ÞÓRÐARDÓTTUR Magnea Sjöberg, Friðrik Jesson. Hjartanlega þckkum við auðsýnda samúð við andlát og jarðarför EINARS GÍSLASONAR trésmiðs. Gísli Einarsson, Sigurjón Einarsson, og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa LÁRUSARJÓNSSONAR Sólvallagötu 60. Sveina Lárusdóttir, Jón Lárusson, Pétur Lárusson, tengdabörn og barnabörn. Fimintugtir i gær: Jakob V. Hafstein ÞAÐ var eldsnemma vors, árið 1921, að Havsteensfjölskyldan steig á land á Húsavik og hasl- aði sér starfsvöll í ókunnum akri. Hjónin, þrír drengir o>g þrjár stúlkur, sú yngsta reifabarn, voru leidd til stofu heima hjá mér. í stofunni ríkti vandræða- þögn ókunnugra. Heim.afólk horfði feimið á feimið aðkomu- fólk og allir voru lagðir á kvarða. Fimm ára heimamaður áttaði sig fyrst á hlutunum og sneri sér að 5 ára aðkomumanni og mælti: „Viltu koma út og at- ast?“ Þá brast ísinn og þá hófst áratuga vinfengi og samfylgd þessara tveggja stóru fjölskyldu hópa. Jakob og Jóhann voru á aldur við mig og frá þessari stundu fylgdumst við að í leik, í starfi og í skólabekk um 14 ára skeið. Á háskólaárum skildu leiðir í bili og lítil voru bein samskipti okkar í milli í ólgusjó lífsbarátt- unnar, er fótfestu var ieitað, enda vettvangir óskildir. Aldrei slitn- aði þó þráðurinn, er í frumæsku var bundinn og nú eftir aðal lífssprettinn, erum við að finn- ast aftur í blómagarði minning- anna frá æsku- og skólaárunum. Jakob Hafstein var góður æsku félagi og skólafélagi. í engum manni einum héfi ég fundið jafn marga og fjölbreytta þræði and- iegra og líkamlegra íþrótta. í æsku var hann síiðkandi knatt- spyrnu, frjálsar íþróttir, skíða- og skautaíþróttir og yfirleitt all- ar íþróttir, sem reyndu á líkam- legt algervi Og manndóm, og fram á síðustu ár var hann starf andi í stærsta íþróttafélagi höfuð staðarins. Hann var hvatamaður og frumherji að stofnun og starfi Völsunga á Húsavík. Hann gaf því félagi nafn og þá veit maður hvaða bókmenntir hann las þau árin. Snemma fór Jakob að kemba Búðarána og Botnsvatn með öngli eftir litlum lontum og stærri. Bryggjan á Húsavik var hans leikvangur einnig með bambusstöng í hendi og á litlum kænum var oft farið á handfæri út fyrir bökuna og stundum var beitt línu með mörgum önglum lögð í sjó. Hræddumst við stund- um í bjarta hrefnuna, er hún í torfum klauf yfirborð sjávar- ins með horni sínu og ávölu baki, en ekki fékk heimurinn að vita um þann beig og lífróður að landi var skýrður á annan hátt. Áhugi Jakobs á veiðiskap batt hann órjúfandi böndum við þann helming allra Húsvíkinga, sem sjóinn stunduðu og vinfengi þetta hefzt nú í þriðja ættlið meðal sjómanria frá Húsavík. Þegar æðri skólaganga hófst tóku sprotar andlegra íþrótta að festa ræitur í brjósti Jakobs og þar var hann næsum jafnvíg<ur á öllum sviðum. Hann er meist- ari í meðferð íslenzkrar tungu í bundnu og óbundnu máli. Hendur hans handleika ritstílinn, svartkrítina, vatnslitaburstann og olíulitakústinn með þeim hag leik og snyrtimennsku að ávalt hefur valdið mér öfund. En vel hefi ég unnað Jakobi þessara hæfileika, enda hefur hann jafn- an miðlað mér nokkru af „produ kti“ sínu af meðfæddu örlæti. Jakob var ávalt góður skékmað- ur, allt frá drengjakeppni miili Stangbekkinga og Beinbekkinga á Húsavik fyrir 1930, gegnum símakeppnir menntaskólaáranna allt til einmennings- og fjöl- keppna við alþjóðameistara síð- ari ára. Þá minnist ég glöggleiga fyrsta sigurs Jakobs í Thaliu- heimi í leikfimissal barnaskól- ans á Húsavík um 1924, en þar var þá af ungu fólki í Ung- mennafélagi Húsavíkur flutt íeik ritið „Strikið" eftir Pál J. Ár- da.1, skáld. Jakob kemur hlaup- andi inn á sviðið með fasi miklu: „Skipið kemur, skiipið kemur, kaupmannsins vörur með.“ Kaup maður svarar: „Þú lýgur** og Jakob svarar aftur með miklum þjósiti: „Og þú lýgur, ég hef skipið séð“. Lerngra var ekki það hlutverk, en vel fannst mér hon- um takast túlkun þess. Auk nefndra andlegra íþróta, þá held , ég að Jakob hafi bezt gert skil sönglist, tónlist og lagasmíði, enda tvitugur landskunnur fyrir þátttöku í MA-kvartettinum. Þessari upptalningu læi ég nú lokiðt þótt mörgu fleira mætti hreyfa. Eflir nýafstaðna endurfundi við æskuvin er mér ljóst, að Jakob er hamingjumaður. Jakob á innri sálarfrið, tákn lífsham- ingju. Jakob er alltaf í góðu skapi, þótt blæða kunni innri und. Það sýnir karlmennsku hans. Jakob á alltaf holl ráð og telur ekki eftir sér handtök til liðsinnis þeim, sem til' hans leita. í ólgusjó lífsbaráttunnar hefur hann ávalt verið hinn glaði og gleðiveitandi, þótt á bæði borð innri sálarstyrk. Það er hans arf leifð frá els-kulegum og göfug- um foreldrum. Jakobi vini mín- um, samhentri konu hans frú Birnu og mannvænlegum og elskulegum börnum þeirra færi ég óskir vel-farnaðar og heilla á þessum degi frá mér og mínum og frá öllum þeim vinum Jakobs, sem ekki ná að þrýsta hönd hans á þessum tímamótum. Vale, vale, vinur kær. Stefán Bjarnason, verfr. IMauðungaruppboð annað og síðasta, á neðri hæð húseignarinnar nr. 107 við Bústaðaveg, hér í borg, talin eign Þóru Ásgeirsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðviku- daginn 14 október 1964, kl. 2.30 siðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Lokað frá kl. 9—3 vcgna jarðarfarar. Guðrúnarbúð m Verkamenn óskast til starfa hjá Kópavogskaupstað. Uppl. hjá verkstjórunum í síma 40955 og 40584 frá kl. 7—8 næstu kvöld. Konur — Kópavogi Kona óskast í vinnu hálfan daginn, fyrir hádegi. — Uppl. að Mnghólsbraut 36. Tíl sölu Falleg 5 herb. íbúð í tvibýlishúsi í Hliðunum. Selst tilbúin undir tréverk. * Olafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður. Austurstræti 14 — Sími 21785. Upplýsíngafóórcusta Bandaríkjarcna óskar eft.ir að ráða starfsfók. Góð kunn- átta í ensku og vélritun nauösynleg. Æskilegt, að umsæjandi hafi dvalið í Bandaríkjunum. Umsóknareyðublöð af- hendast í Upplýsingaþjónustunni, Haga- torgi 1, frá k. 9—18 næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.