Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 31
Awjó.f i: 4 i !Á- urju.'-u
í’Kstudagur 9. okt. 1964
(:t *
MORGUNBLAÐIÐ
íslendÍRgar til náms í
hagræðnitækni I Noregi
Sjö samtök velja menn til fararinnar
1 FRÉXT, sem Mbl. barst í gæ«r
frá norsku fréttaistofunni NXB,
segir, að Sveinn Björnsson,
framkvæmdastjóri Iðnaðarmála-
stofnunar íslands, ha.fi nýlega
verið í Noregi, og rætt þar mögu
leika á ]>ví að íslenzkir ráðgjaf-
ar í hagræðingartækni yrði
menntaðir í Noregi. Segir að
niðurstöður viðræðna Sveinis í
Noregi muni að líkindum verða
þær, að sjö eða átta menn verði
sendir frá íslandi til Noregs tif
náms við Tæknifræðistofnun rík
isims (Statens Teknologiske
Institut) og víðar í samráði við
Framleiðnistofnun norska ríkis-
ins (Norsk Produktivitetsinsti-
tut). Auk þessa, segir NTB, er
vonazt til að Norðmaður geti far
ið tii íslands á vegum Efnahagis
og framfarastofnunar Evrópu
(OECD),
Leikskóli á
Akranesi
Akran.esi, 8. okt.
FRÚ Steinunn Bjarnadót'tir,
leikkona, hefur áformað að setja
ó stofn leikskóla hér í bænum.
Hún hefur nýlega auglýst, og
þegar eru komnir nokkrir um-
saekjendur, piltar og stúlkur.
Leikskólinn verður til húsa' í
Hótel Akranesi. — Oddur.
— Tshombe
Framh. af bls. 1.
Szeles, sem er líflæknir Tshom
bes, forsætisráðherra, fékk að
heimsaekja hann í Crouba-höll-
ina í gærkvöldi. Saigði læknir-
inn, að forsætisráðherrann hefði
ekkert borðað undanfarna tvo
daga og væri hann mjög mátt-
farinn. Blöð í Kairó segja, að
Tshombe þori ekki að borða af
ótta við að eitur sé í matnum.
Segja blöðin, að forsætisráðherr
ann hafi sagt: „Lumumba var
vinur þeirra og ef til vill blanda
þeir einhverju í ma.tinn, sem
sendir mig inn í eilífðina.“
— Leifur heppni
Framhald af bls 32
sem ákváðu hver hreppa
skyldi hnossið.
Leif Erikson er sonur tann-
Iæknis, og aðaláhugamál hans
eru skíðaíþróttir, lyftingar,
frímerkja- og peningasöfnun.
Hann hefur stærðfræði sem
aðalgrein í skóla.
Johnson forseti hefur sem
kunnugt er lýst 9. október
„Dag Leifs heppna“ að tillögu
Bandaríkjaþings, en að henni
stóðu m.a. Hubert Humphrey,
Öldungadeildarþingmaður, og
John Blatnik, þingmaður frá
Minnesota.
í fréttaskeyti AP til Mbl. í
gær sagði ennfremur svo um
mál þetta, ugglaust byggt á
norskum heimildum:
„Árið 1000 sendi Ólafur
*Fryggvason Noregskonungur,
Leif Eiríksson til Grænlands,
og í þessari ferð er álitið að
hann hafi náð ströndum Norð-
ur-Aineríku.
Norðmaðurinn dr. Helge
Ingstad, sem stýrði leiðangri
á vegum Bandaríska land-
fræðifélagsins hefur nýlega
skýrt svo frá, að hann hafi
fundið óræk merki um vík-
ingaby.'æ;' í L’Anse aux Mea-
dows í norðurhluta Nýfundna
lands“.
Þá segir í fréttinni að Sveinrj-.
Björnsson hafi m.a. rætt við
fulltrúa frá norsku Tæknifræði
s-tofnuninni, norsku vinnuveit-
endasamtakanna og alþýðusam-
takanna. Hfi Sveinn snúið sér
til Noregs, þar sem hann teldi að
Noregur væri kominn mjög
langt á þessu sviði.
Mbl. átti í gær tal við Svein
Björnsson, og staðfesti hann
frétt hinnar norsku fréttas-tofu.
Kjvaðst han.n hafa dvalið í Nor-
egi í nokkra daga oig komið
heim fyrir 10 dögum eða svo.
Sveinn sagði, að ríkisstjórnin
hefði veitt hagsm.unasamtökum
vinnum.árkaðsins, sem semja um
kaup og kjör, fjárhagslegan
stuðning til að koma þessari hug
mynd í framkvæmd, og á fjár-
lögum þessa árs væiru 2,2 millj.
króna veittar í þess-u sambandi.
Sveinn sagði, að sjö samtök
væru um þessar mundir að veija
menn til þjálfunar á sviði hag-
Kvikmyndasyning
Germaníu
MEÐ vetrarkomu hefjast kvik-
myndasýningar félagsins Germ-
anía að nýju, og verða þær með-
svipuðu sniði og undanfarin ár.
Fyrsta sýningin verður á morg-
un, laugardag, og verða sýndar
írétta- og fræðslumyndir.
Fréttamyndirnar eru um mark-
verðustu viðburði í Þýzkalandi
mánuðina júlí og ágúst s.l.,
þ.á.m. um heimsókn dr. Erhards,
kanzlara, til Bandaríkjanna, sér-
kennilegar lífsvenjur í Múnchen,
kosningu forseta sambandslýð-
veldisins, merkar stofnanir í
Berlín og veðreiðum.
Fræðslumyndirnar verða tvær.
Er önnur um einn fremsta mál-
ara Þýzkalands á síðustu öld,
Carl Spitzweg, og eru fjölda-
margar mynda hans sýndar í lit-
um. Hin fræðslumyndin er einn-
íg í litum og sýnir landslag í
íjalllendi Schwabens í Suður-
Þýzkalandi, eitt fegursta land-
svæði Þýzkalands, svo unun er
á myndina að horfa.
Sýningin verður í Nýja bíó og
hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill
aðgangur, börnum þó einungis í
fylgd með fullorðnum.
(Frá Germaníu)
Daniél Safran.
Fi ■ægur sellóleik-
ari leikur hér
Fraagur selloleikari ..... 5
EINN kunnasti tónlistarmðar
Sovétríkjanna, sellóleikarinn
Daníél Safran, mun koma við
hér á íslandi á leið sinni í tón
leikaför um Bandaríkin. Hefur
MÍR fengið hann til að halda
hér .eina tónleika, og verða þeir
í Austurbæjarbíói 4. nóvember
n.k. kl. 7 síðd. — Á þessum
tónleikuim mun Safran leika tón
smíðar eftir Brahms, Sehubert,
Sostairovitsj oig Proikoifév.
ræðingar. Væri ætlunin að þessi
þjálfun hæfist hér heima seinna
í þessum mánuði, en síðan haldi
mennirnir til Noregs til þess að
öðlast frekari þekkinigu og
reynslu þar. Ofangreind samtök
eru þessi: Vinnuveitendasam-
band íslands, Alþýðusamband ís
lands, Iðnrekendafélag íslands,
Vinnumálasamband samvinnufé
laganna, Fulltrúaráð verkalýðs-
félganna í Reykjavik, Verka-
mannasamband íslands og Iðja,
félag verksmiðjufólks í Reykja-
vík.
Tveir varnarliðs-
menn í haldi
vegna þ jófnaðar
SAMKVÆMT upplýsingum frá
lögreglu varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli eru tveir varnar-
liðsmcnn nú í gæzluvarðhaldi í
sambandi við þjófnað, sem fram-
inn var hér í Reykjavík, 2. sept-
ember s.l.
Varnarliðsmennirnir voru
handteknir í gær aðeins 24
stundum eftir að lögreglan í
Reykjavík hafði tilkynnt yfir-
völdum á Keflavíkurvelli þjófn-
aðinn.
Vestmannaeyingur einn hafði
tilkynnt Reykjavíkurlögreglunni,
að hann hefði hitt tvo varnar-
liðsmenn, og grunaði hann þá
um að hafa stolið af honum, með-
an þeir voru í heimsókn í her-
bergi hans í Reykjavík. Vest-
mannaeyingurinn vissi aðeins,
að annar varnarliðsmaðurinn
var kallaður Bill.
Lögregla varnarliðsins fann
lúna grunðu á fáeinum klukku-
stundum og hafði upp á hluta
þýfisins, og hinir grunðu játuðu
á sig þjófnaðinn.
Islenzk og amerísk lögregla
halda áfram rannsókn málsins.
(Frá Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna).
AKRANESI, 8. okt. — Sl. laugar-
dag var búið að slátra 3,000 fjár
hjá kaupfélaginu hér í slátur-
húsi þess við Breiðgötu 2. Önnur
slátrun á 1000-2000 fjár hefst
rnánudaginn 12. þ.m. Strax þar
á eftir hefst stórgripaslátrun.
Sláturhússtjóri er Ólafur J.
Þórðarson. — Oddur.
Kennsla í norshu
o{> sænshu í Há-
shólanum
SENDIKENNARINN í norsku
við Háskóla fslands, Odd Didrik
sen cand. mag., og sendikennar-
inn í sænsku, Sven Magnus
Orrsjö fil. mag., munu hafa nám
skeið fyrir almenning í vetur.
Vænta"nlegir nemendur eru beðn
ir að koma til viðtals sem hér seg
:ri í sænsku: mánudaginn 12.
okt. kl. 8.15 e.h. í VI. kennslu-
stofu.
í norsku: fimm.tudaginn 15.
okt. kl. 8.15 e.h. í VI. kennslu-
stofu.
Tónlistarshólinn
á Ahranesi settur
AKRANESI, 8. okt. — Tónlistar-
skólinn var settur í kirkjunni
íimmtudaginn 1. október. Hauk-
ur Guðlaugsson skólastjóri flutti
ræðu og lýsti tilhögun kennsl-
unnar í vetur. Kennt verður
píanóleikur, orgelleikur, á blokk-
flautu og kórstjórn, Hljómfræði
og tónlistarsaga. Kennarar auk
skólastjóra verða frá Anna
Magnúsdóttir o.fl. — Oddur.
— Minning
Framhald af bls. 10
dagar hans hafa því miður orðið
allt of fáir, þar sem hann hverf-
ur af sjónarsviðinu á bezta
aldri. Hefði mátt mikils af
honum vænta við lausn marg-
háttaðra vandamála, sem leysa
verður á næstu árum á sviði
fiskeldis, ef honum hefði enzt
aldur til. Er þar skarð fyrir
skildi.
Erik Mogensen var kvæntur
Helgu Stefánsdóttur frá Akur-
eyri, hinni ágætustu konu. Voru
þau hjón samhent og hjónaband
þeirra farsælt. Eignuðust þau
fjögur börn, Kjartan, 17 ára,
garðyrkjunema; Stefán, 14 ára;
Sigrúnu Ingu, 3 ára og Guðrúnu
eins árs. Þungur harmur er
kveðinn að fjölskyldunni við frá
fall eiginmanns og föður. Er
missir þeirra mikill. Votta ég
þeim innilega samúð. Við sam-
starfsmenn Eriks Mogensen
kveðjum hann með söknuöi.
Þór Guðjónsson.
— A-Þjóbverjar
Framh. af bls. 1
samskonar fyrirtæki í A-
Þýzkalandi.
Erich Mende, varakanzlari,
sem einnig fjallar um alþýzk
málefni, hitti fulltrúá a-
þýzku lögfræðiskrifstofunnar
í V-Berlín í vor. Lagði full-
trúinn þá til, að skipt yrði á
föngum og neyzluvörum.
Mende ráðfærði sig við stjorn
ina í Bonn og samkomulag
náðist við A-Þjóðverja um að
800 fangar yrðu látnir lausir,
en í staðinn fengju A-Þjóð-
verjar matvæli o. fl. vöruteg
undir.
Talsmaðurinn, sem skýrði
frá afhendingu fanganna í dag
sagði, að V-Þjóðverjar hefðu
hvorki greitt A-Þjóðverjum
reiðufé né veitt þeim ný lán.
Hann lét að því liggja, að
samningaviðræður um afhend
ingu fleiri fanga frá A-Þýzka
landi væru þegar hafnar.
Fyrstu fangarnir, sem af-
hentir voru samkvæmt ofan-
greindu samkomulagi, komu
til Warta í S-Þýzkalandi í
sumar. Allar fangarnir 800
voru við góða heilsu, þegar
þeir komu til V-Þýzkalands.
Leiðrétting
í FRÉTT í blaðinu í gær um
messu í Kotstrandarkirkju í Ölf-
usi vegna 100 ára afmælis séra
Ólafs Magnússonar, misritaðist
brottfarartími bíla frá BSÍ vegna
messunnar. Bilarnir fara kl. 12:30
en ekki kl. 1:30, eins og stóð í
fréttinni.
É Kl. 17 £0 í gær var slökkvi ?
i liðið kvatt að trésmíðaverk- :
1 stæðinu Húsgögn og innrétt-1
[ ingar að Ármúla 20. Þar hafði É
\ komið eldur upp í þurrkofni, 1
I en að öðru leyti er ókunnugt É
: um eldsupptökin. Töluverðar É
\ skemmdir urðu á efni, unnui
j og óunnu, og ennfremur i
É nokkrar á vélum, en litlar i
| skemmdir urðu á sjálfu hús- \
f inu. Slökkviliðsmenn voru um \
\ klukkustund að ráða niður- \
i lögum eldsins, og sýnir mynd 1
i in þá að starfi. \
i (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) :
— Árnasafn
Framh. af bls. 1.
hlynntir eru afhendingunni.
Ég er þeirrar skoðunar, að
við verðum að athuga þetta
mjög gaumgæfilega vegna
þess hve mikilvægt er að sam
komulag náist um málið á
breiðum grundvelli. Það rpá
engu leyna“.
„Við heimsókn mína í safn
ið“, hélt Thyregod áfram,
„var ég mjög undrandi, þegar
Jón Helgason prófessor sagði
okkur, að listinn yfir handrit
in, sem ráðgert er að afhenda,
hafi enn ekki verið birtur,
þótt þrjú ár séu liðin frá því
að frumvarpið var lagt fram i
þinginu, og vísindamönnun-
um, sem afhendingin snertii
mest hafi heldur ekki verið
skýrt frá innihaldi hans. Þetta
mál munum við einnig ræða
í nefndinni. En hins vegar ei
ég þeirrar skoðunar, að málið
sé nú komið á það stig, að
ekki verði unnt að breyta því.
Það er ein af ástæðunum til
þess að ég hef endurskoðað af
stöðu mína til frumvarpsins".
„Hvað segið þér, sem lög-
fræðingur um málshöfðun-
ina, sem boðuð hefur verið?"
„Það er vafasamt lögfræði-
legt atriði hvernig haga skai
málshöfðun. Árnasafnsnefnd-
in er að vísu forstöðunefnd
einkasjóðs, en safnið er hins
vegar ríkisstofnun”, sagði
Thyregod að lokum.
• MÁLSHÖFÐUNIN.
Málshöfðunin er enn til
umræðu í blöðunum. f dag
bendir Information á, að nefnd
in ætli ekki að höfða mál fyr
ir peninga, sem safnið hafi
fengið frá ríkinu. Hún hafi
nú til umráða um 100 þús. d.
kr., sé hluti þess fjár kominn
Úr sjóði Árna Magnússonar,
en hluti þess séu gjafir, sem
borizt hafi. Ennfremur segir,
að nefndin telji, að unnt verði
að hefja fjársöfnun málshöfð
uninni til stuðnings vegna
þess hve mikla athygli hand-
ritamálið hafi vakið.