Morgunblaðið - 20.10.1964, Side 6
0
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 20. okt. 1964
Aí æfingu á Forsetaefninu. Talið frá vinstri: Gía'i Alfreðsson, Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyjólfs-
son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Róbert Arnfinnsson, Anna Guð mundsdóttir, Kiemenz Jónsson,
JLárus Ingólfsson og Jón Júlíusson.
Forsetaefnið frumsýnt
á miðvikudag
Góðar markaðshorf-
ur fyrir fiskimjöl
GTJÐLAtJGUR Rósinkranz, þjóð-
leikhússtjóri, hélt á laugardag
fund með fréttamönnum og
skýrði frá því, að Forsetaefnið,
nýtt leikrit eftir Guðmund
Steinsson, verði frumsýnt næst-
komandi miðvikudag. Þetta er
fyrsta verk höfundar, sem sýnt
er á sviði. Guðmundur hefur
samið tvær skáldsögur, Síld,
sem kom út árið 1954, og Maríu-
myndin árið 1958.
Forsetaefnið er að sögn Guð-
laugs paródía, ádeila á stjórn-
málabaráttu. Aðalpersónu, Úlf
Úlfars, leikur Róbert Arnfinns-
son. Önnur hlutverk leika Rúrik
Haraidsson, Gísli Alfreðsson,
Gunnar Eyjólfsson Oig Kristbjörg
Kjeld. Leikstjóri er Benedikt
Árnason.
Þá minntist Guðlaugur á næsta
verkefni Þjóðleikhússins, Hver
er hræddur við Virginiu Wolf,
eftir Albee, sem Baldvin
Halldórsson mun setja á svið,
jólaleikritið Stöðvið heiminn,
eftir Anthony Newley og Leslie
Bricusso og Arthuro Ui, eftir
Brecht, sem pólski leikstjórinn
Axer mun stjórna.
Þjóðleikhússtjóri kvað nýja
sýningarsalinn handan við
Lindargötu bráðum verða til-
búinn. Þar verða aftur teknar
upp sýningar á Kröfuhöfum eftir
Strindberg, sem sýndir voru í
leikhúsinu í sambandi við Lista-
hátíðina í vor. Næsta verk í litla
leikhúsinu verður svo Sköllótta
prímadonnan eftir Ionesco. í
nýja salnum mun verða rúm
fyrir 120 áhorfendur. Sviðið
verður 6 metrar á breidd og 5 á
dýpt.
Þjóðleikhúsið hefur samið um
að taka til sýningar 4 íslenzk
leikrit. Hið fyrsta er Forseta-
efnið, Þá Sannleikur úr gipsi
eftir Agnar Þórðarson, sem einn-
ig verður sýnt í vetur. barna-
leikrit eftir Ingibjörgu Jónsdótt-
ur ásamt tónlist eftir Ingibjörgu
Þorbengs og loks leikrit eftir
bræðurna Jónas og Jón Múla
Árnasyni, sem Guðlaugur kvað
enn í smíðum.
TVÖ alþjóðlag félagssamtök,
sem íslendingar eru aðilar =ð,
héldu hina árlegu nðalfundi
sína í Vín dagana 29 sept. t.d
2. október. Félög þessi eru A1-
þjóðafélag fiskmjölstramleið-
enda og Samband útflutnings-
landa fiskmjöls, en þau voru
bæði stofnuð á árunum 1959 og
1960, þegar verðhrunið varð á
fiskmjöismörkuðunum vegna
hins ört vaxandi fiskmjölsiðnað-
ar Perúmanna, og þó se’ stakiega
vegna hinnar skipuisgslausu
sö-ustefnu þeirra.
Markmið þessara félaga er
auka samskipti með fbkimjöis-
framleiðendum í hinum ýmsu
framleiðslulöndum og scuðla á
þann hátt að því. að þeir fái
réttlátt verð fyrir afurðir sinar.
Fundi þessa sóttu lOír fuUtrí—
ar og áheyrnarfulltrúar frá n?;r
20 framleiðslulöndum, en auK
þeirra tcku 70 umboðs nenn o?
innflytjendur. sem verzla með
fiskmjöl þátt í nokkrum funduni
sem þeir voru sérstakiega boðn
ir á. Að hálfu íslenzkra fravn-
leiðenda mættu þarna þeir Or
Þórður Þorbjarnarson, Svei’.ui
Benediktsson, franikvæmda-
stjóri Jónas Jónsson, fram-
kvæmdastjóri, Sigurður Jons-
son, framkvæmdastjóri og Ingv
ar Vilhjálmsson, útgerðarmaður.
í hópi umboðsmanna var auh
þess einn fslendingur, Hörður
Albertsson, lögfræðingur.
í Allþjóðafélaginu eru 17 ineð
limalönd, og eru meðal þe-rra
öll þau lönd, sem framieiða
fiskmjöl að nokkru raði, nema
Japan. Rússiand og önr .u komori
únistalönd standa líka wtan þess
ara samtaka.
í Sambandi útflutnh'.gslanda
fiskmjöls eru hinsvegui eir
göngu lönd, sem fyrst og fren.st
framleiða fiskmjöl til .'.tflutnings
Sem stendur eru 6 lönd aðtlr.r
að því, þ.e. Chile, íslard, Nor-
egur, Portugal, Suður-Atríka og
Perú. Áætlað er, að þe':si 6 lönd
framleiði um 2.4 milljónir tonna
af fiskmjöli á þes.su ár- en það
verður um 72% af heimuran.-
leiðsltmni. LangLum mestur
hluti af framleiðsiu útf'.utmngs-
landarma fer til útflutnlngs, eea
2.25 milljómr tonna, e.i það er
sem næst 95% af öllu bví fisk-
mjöli, sem neyzlulöndu flytji
inn.
Á Vínarfundunum voru flest
hagsmunamál fiskmjölsdramæ I-
enda til umræðu, jafnt pau, sem
varða markaðsmál og verz.u n
með fiskmjöl, og hin, sem snerta
hina tæknilegu og ví'.jndal -gu
hlið framleiðslunnar. Eins og á
undanförnum aðalfuncium var
samið yfirlit yfir fra nleiðsiu,
sölu og neyzlu físknijOls í hei-n-
inum á árinu 1964, og áætianir
gerðar um þessi efni ryrir ár-
ið 1965. Niðurstöður fundanna
voru þær, að markaðshorfur fyr’
ir fiskmjöl væru góðar og fram
leiðsla og neyzla fiskm'ois
myndi í náinni framtíð halda á-
fram að vera í jafnvægi Þá var
einnig rætt um mark'.ðshoi fur
fyrir lýsi, og var það skoðua
fundarmamva, að m arka ðshoi'r ur
fyrir það væru einnig góðar.
Það hefir verið venja í þess-
um tiveimur samtökum, -.ð hai in
ir væru tveir aukafun.iir á án
milli aðalfundanna tii þess a?
brúa bilið milii þeirra. Var á-
kveðið á VínarfundinuiTi, að ann
ar þessara aukafur.da skyidi
haldinn í Reykjavík um man-
aðamótin júní og júh á suir.ri
komandi.
(Frá Félagi ísl. fískimjöls-
framleiðenda.)
Margir hafa skrifað um
hjúkrunarkvennaskortinn, því
hér virðist vera um allmikið
vandamál að ræða. Hér kem-
ur bréf frá hjúkrunarkonu,
giftri, sem ekki finnst ómaks-
ins vert að vinna, eins og hú.i
orðar það. Það er auðvitað að-
eins ein hlið málsins, sem fram
kemur í bréfinu — og verður
það að segjast, að vandamálið
getur ekki verið jafnmikið og
af er látið, ef það eru ekki
nema nokkur hundruð krónur,
sem um er deilt. Ef fólk hleyp-
ur úr landi vegna ágreinings
um 370 krónur, þá ætti ekki
að þurfa annað en lipurð og
svolítinn gagnkvæman skiln-
ing til að leysa vandann. En
hér er bréfíð, eða öllu heldor
hluti af því:
„Það er varðandi hjúkrun-
arskortinn og skrif og tal þar
um, þetta mál horfir til stór-
vandræða og nú eru í bygg-
ingu ný sjúkrahús, en þau sem
fyrir eru geta ekki haft fu la
starfsemi vegna hjúkrunar-
kvennaskorts, t.d. er sjúklinga-
fjöldi innan handlæknisdeild-
ar Landspítalans skorinn nið-
ur um nær helming og óvíst
nema þurfi að fækka sjúkling-
um enn meir, ef ekki úr ræt-
ist og allir vita hvaða áhrif
þetta mun hafa þar sem sjúkl-
ingar þurfa að bíða mánuðum
saman eftir plássi. Það sem
ber hæst í þessu er stækkun
Hjúkrunarskólans og er það
knýjandi nauðsyn, en það tek-
ur nokkurn tíma og námið er
3 ár, svo það verður ailtaf að-
dragandi að það leysi vand-
ann, það sem þarf að gera er
að gera ráðstafnir til að fá þær
hjúkrunarkonur sem til eru
núna til vinnu, með t.d. hag-
anlegum og styttum vinnutíma
og byggingu bamaheimila við
sjúkrahúsin. Eins og Velvak-
andi veit fengu hjúkrunarkon-
ur töluverða launabætur á síð-
asta ári, þó það væri hvergi
nærri nóg í hlutfalli við aðrar
stéttir, en þær höfðu um lang-
an tíma verið mjög lágt laun-
aðar, svo þær- unnu jafnvel
við önnur störf. Síðan þessi
launamál komust í betra horf,
hafa stjórnarvöld spítalanna a.
m.k. ríkisspítala, gert það sem
í þeirra valdi hefur verið, að
með smámunaskap og slíku,
hrakið burtu margar hjúkrun-
arkonur, sumar til annarra
spítala eins og t.d. Landakots,
sem viðurkennt hafa hæfileika
hjúkrunarkvennanna með því
að borga þeim það sem þeim
ber, er bara gott til þess að
vita, en svo em hjúkrunarkon-
ur sem þeir hafa alveg misst
frá sér vegna þess arna, ég
vil taka fram að í þessum til-
fellum er ekki um svo stórar
fjárhæðir að ræða, kannske ör-
fá hundruð í mánuði, en ör-
lætið sem sýnt er þessu, það
gerir það að fjöldi hjúkrunar-
kvenna t.d. giftra, sem eru að
reyna að vinna , viija heldur
láta það vera, en að standa í
þrasi og til sönnunar máli
mínu vii ég nefna dæmi: Með
síðustu samr.ingum var vinnu-
tími hjúkmnarkvenna styttur
úr 48 í 44 stunda vinnuviku,
þar sem skorturinn er mikill
hefur þetta elcki getað komið
til framkvæmda og því hafa
hjúkrunarkonur fenigið þessa
tíma borgaða, þótt þeim þætti
æskilegast að fá þetta í frí-
um, því starfið er mjög erf-
itt. En nú er fjöldi gifrta
hjúkrunarkvenna í vinnu t.d. á
Landssptíalanum, ráðnar upp á
Vz vinnutíma þ.e.a.s. 22 stundir
á viku, en þær vinna 24 stund-
ir í viku og er neitað um
greiðslu fyrir þessa 2 tíma og
einnig er vinnunni þannig hag-
að að það er gjörsamiega ó-
mögulegt fyrir þær að láta
vera að vinna þessa 2 tíma.
Þar við bætist að hjá öllum
hjúkrunarkonum, sem vinna á
sjúkradeildum er óhjákvæmi-
legt að þær séu alltaf fram
yfir sinn vinnutíma, því það
tekur alltaf tíma að gefa þeirri
sem við tekur, skýrslu yfir
bæði sjúklinga og annað. Með
þessu hefur aldrei nokkur
reiknað við skipulagningu
vinnutímans. Það væri kannske
ekki svo lítil upphæð sem spít-
alar þyrftu að greiða hjúkr-
unarkonu, sem unnið hefur t.d.
í 15 ár, ef hún kæmi með Vi
tíma yfirvinnureikning fýrir
hvern unninn dag. Annað
dæmi get ég nefnt, þar sem
þeir þeir misstu hjúkrunar-
mann burt úr landinu fyrir ein
ar 370 kr. á mánuði, sem í
sjálfu sér skipti engu máli
fyrir hann, heldur óréttlætið
sem honum var sýnt. Hjúkrun-
arkona sem vann nákvæmlega
sömu störf og með sama sér-
nám fékk hærri greiðslu og
fékk hann þetta fyrst leiðrétt
þegar hann sagði upp. En þá
var það þeigar of seint. Þá var
hann búinn að ráða sig í góða
framtíðarstöðu í Danmörku,
svo það var fyrir eintómann
klaufaskap, að hann tapaðist
úr landinu.1*
RAUÐU
RAFHLÖÐURAIAR
fyrir transistor viðtæki.
Bræðurnir Ormsson hf
Vesturgötu 3. — Sími 11467.