Morgunblaðið - 20.10.1964, Side 10
■'V.
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 20. okt. 1964
Minnir á Munchausen I
ÚTBÝTT var á Alþingi í dag, en það var minna en eitt 1
frumvarpi Framsóknarmanna kvartil Oig fór svo að fikra ■
um lækkun skatta. Höfuð- sig niður kaðalinn. En sér til P
atriðið er að lækka tekjuskatt skelfingar uppgötvaði hann,
allra tekjuskattsgreiðenda um að er kaðalspottann þrýtur,
7 þiis. kr. ef skatturinn nær er enn hátt til jarðar. En hon-
því marki, ef hann er lægri um verður ekki ráðfátt. Hann
fellur hann niður ög lækka sker spottann í sundur fyrir
öll útsvör um 20%. Ríkissjóð- ofan sig og hnýtir við fyrir
ur á svo að bæta sveitarfélög- neðan og með því að endur-
unum útsvarslækkunina í taka þetta nógu oft, komst
gegn um jöfunarsjóð. hann þannig til jarðar. Loka-
Ég man eftir því, að er ég þátturinn skiptir ekki máli
var uniglingur að ég las sögur hér.
Múnchausens. Mér kom í hug Þessi saiga rifjast upp fyrir
ein þessara sagna, er ég sá mér er ég sá frumvarp fram-
þetta frumvarp. Einu sinni sóknarmanna, og minna úr-
lenti Múnchausen á tunglinu, ræði þeirra mjög á Múnc-
komst víst í það er það var hausen. En það er athyglis-
niðri við jörð! En tunglið vert að tvo neðrideildarmenn
hefir þá náttúru að færa sig framsóknar vantar á frum-
öðru hvoru upp í loftið. varpið sem flutningsmenn, þá
Múnchausen rankaði við sér Gísla Guðmundsson, sem oft
er tunglið var hátt á lofti. er nefndur Njáll þeirra fram-
Sýndist honum óvænkast sitt sóknarmanna og Björn Páls-
ráð, en þá var hann svo hepp- son. Skyidi þá skorta ráð-
inn að finna kaðalspotta í snilli á við Múnchausen?
vasa sínurn. Batt hann enda
hans við annað horn tunglsins Jónas Pétursson.
BÓKAFREGN
Skaganesti á A kranesi.
Skaganesti44 ný-benzín-
stöð og söluturn á
Akranesi
Akranesi, 17. okt.: —
f MORGUN opnaði Olíufélagið
Skeljungur h.f. nýja benzínaf-
greiðslustöð að Skagabraut 43
hér í bæ. Stöðin er staðsett á rúm
góðri hornlóð við innkeyrslu bæj
arins eða nánar til tekið í horn
inu þar sem Skagabraut og Still
holt mætast.
Gert er ráð fyrir að auk benz
ínafgreiðslustöðvarinnar verði
starfræktur söluturn með svo
kölluðu „nestisfyrirkomulagi“
þ.e. afgreitt verður í gegnum
lúgu beint í bifreiðir. Er þetta
fyrsta afgreiðslustöð með þessu
fyrirkomulagi hér á Akranesi.
Afgreiðsluhúsið er byggt úr
við og gleri og er það að öllu
leyti smíðað með það fyrir aug
um að mæta ströngustu kröfum
sem gerðar eru til slíkra húsa-
kynna. Lóðin öll umhverfis hús-
tó hefur verið upplýst á smekk-
legan hátt, en þar er þvottastöð
fyrir 5—6 bifreiðar í einu, auk
benzín- og dieselolíu afgreiðsl-
unnar.
Teikningar hússins annaðist
Jóhannes Ingibjartsson, bygginga
fulltrúi, tréverk sá Steindór Sig
urðsson um, raflagnir annaðist
Ármann Ármannsson og málari
var Hreinn Árnason. Rekstur
stöðvarinnar mun Hallgrímur
Árnason annast og hefur hann
valið þessari starfsemi nafnið
SKAGANESTL — G.S.
UM hádegi í gær var stillt og austur fyrir landið. Mun síð-
gott veður um allt land og hiti ar verða tvíátta, ýmist V- eða
4—8 stig. Grunn lægð (um N-átt, og nokkru kaldara, en
1000 millibar) var yfir land- fremur aðgerðalítið veður.
inu og mundi þokast hægt
FYRIR nokkrum vikum kom á
markaðinn yfirlætislaus bók í
litlu broti, og var gert miklu
minna veður út af henni en venja
er, þegar ný bók kemur út, enda
var hér hvorki um að ræða
endurminningar né sjálfsæfisögu.
Samt hafði fjöldi manna beðið
eftir þessari bók, og nú í haust
munu þeir verða ófáir, sem fagna
henni af heilum hug og spyrja,
hvers vegna svona bók hafi ekki
verið til fyrr. Bókin, sem hér er
átt við, er íslenzk-þýzk og Þýzk-
íslenzk orðabók eftir Ingvar G.
Brynjólfsson, yfirkennara í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Útgefandi er hið heimsþekkta,
þýzka útgáfufyrirtæki Langen-
scheidt, Berlín og Múnchen, sem
hefir gefið út orðabækur á fjölda
mála, bæði stórar og smáar. Sam-
tals er bókin 426 síður og báðir
hlutar nokkurn veginn jafnstór-
ir. Bókin er í l»tlu broti, 11x8 sm,
en letrið er smátt, svo að furðu
mikið efni er í henni. Uppflett-
ingarorð eru um 30,000. Auk þess
| er í formála gerð grein fyrir
framburði íslenzkunnar, og aft-
ast í bókinni er skrá um helztu
skammstafanir í þýzku og ís-
lenzku og ýmis algeng orðatil-
tæki úr daglegu máli. Frágangur
er að sjálfsögðu mjög smekkleg-
ur og prentun með ágætum.
Þegar blaðað er í bókinni, er
strax auðséð, að höfundur hefir
lagt sig fram um að gera hand-
ritið sem bezt úr garði, og er í
henni að finna ekki svo fá orð,
sem ekki eru í öðrum orðabók-
um. Auðvitað hefði verið æski-
Flugmálastjóri
kominn til Lomlon
London, 19. október.
Einkaskeyti til Mbl. frá AP
AGNAR Kofoed-Hansen, flug-
málastjóri kom til London í dag,
mánudag, til viðræðna við brezk
flugmálayfirvöld. Hélt hann til
flugmálaráðuneytisins skömmu
eftir komuna ag hófust þá viðræð
ur hans og sendinefndar hans,
sem skipuð er islenzkum em-
bættismönnum, við embættis-
menn brezka flugmálaráðu-
neytisins.
Sagði talsmaður ráðuneytis-
ins, að á fundum þessum yrði
rædd umsókn Loftleiða vegna
flugs félagsins yfir N-Atlants-
hafið méð endastöð í Glasgow.
Ekki lét talsmaður ráðuneytisins
neitt uppi um það, hvenær við-
ræðunum myndi Ijúka.
Kvikmynd
um morð
Kennedys ,
INNAN SKAMMS mun kvik
myndafélagið United Artists
senda frá sér kvikmynd, sem
nefnist „Fjórir dagar í nóv-
ember“ og fjallar um morðið
á Kennedy Bandaríkjaforseta,
dagana á undan og eftir. Þetta
er söguleg kvikmynd, sem
framleiðendur .segja, að byggð
sé á staðreyndum.
Það hefur verið mjög erfitt
verk, að safna efni í myndina,
en það hafa framleiðendur
m.a. fengið frá öðrum kvik-
myndafélögum, vikublöðum
og áhugaljósmyndurum. —
Myndin er í samræmi við nið
urstöður Warren-nefndarinn-
ar um morðið. Maðurinn, sem
hafði yfirumsjón með fram-
leiðslu hennar, dregu enga dul
á þá skoðun sína, að Oswald
hafi framið morðið. Hann seg-
ir, að í kvikmyndinni verði
Oswald ekki sýndur, en kvik-
myndavélin látin vera hann.
Húii sér allt frá hans sjónar-
hóli, „hleypir af byssunni“,
ekur í strætisvagni, fer inn í
herbergi hans o. s. frv.
Framleiðendurnir segja, að
þrátt fyrir hinn gífurlega
fjölda mynda, sem birzt hafi
af atburðunum fyrir og eftir
Jacqueline og John Kennedy
koma til Dallas.
morðið, hafi um það bil 60%
kvikmyndarinnar ekki komið
fyrir almenningssjónir. Gert
er ráð fyrir að kvikmyndin
verði frumsýnd áður en ár
verður liðið frá forsetamorð
inu, 22. nóvember nk.
legt, að sýndar væru beygingar
orða, en það mun vera föst regla
hjá útgefanda, að beygingar séu
ekki sýndar í orðabókum af þess-
ari stærð, svo að ekki er við höf-
und að sakast um það.
Að sjálfsögð.u ber bókin þess
merki, að hér er fyrsta útgáfa á
ferð. Prentvillur koma fyrir, en
þó færri en búast mætti við, því
að það er alls ekki auðvelt verk
að lesa prófarkir af orðabókum.
Sums staðar hefði maður óskað
betri þýðinga. Þannig efast ég
um, að allir átti sig á því, að
þýðingin á Túte, bréfstilkur, er
það, sem kallað er í daglegu tali
bréfpoki eða pappírspoki. Wild-
leder er þýtt með hjartarskinn í
stað „rúskinn"; Pendel er þýtt
með hengill í stað pendúll o. s.
frv. En þetta eru misfellur, sem
auðvelt er að laga í næstu útgáfu.
Það er algengt í orðabókum á
tveimur málum, að verði að nota
þýðingu, sem er ekki fyllilega
nákvæm, vegna þess, að önnur
Unnið er nú að útflutningi
^síldar á höfnunum á Austur-
landi og fara daglega þús-
undir tunna um borð í flutn-
ingaskip. Mynd þessa tóik
Gunnar W. tSeindórsson á
Eskifirði s.l. laugardag.
er ekki til, þar sem hlutur eða
hugtak, sem allir þekkja í landi
annars málsins, eru lítt eða ekki
þekkt í landi hins. Hér má nefna
Presskohle, sem er þýtt með
kolþviti, móþviti, eða lýsingar-
orðið frech, sem þarf alls ekki
að vera lastyrði, en er þýtt með
frekur, blygðunarlaus.
Það, sem hér er talið, eru þó
mest smámunir, og á Ingvar
mikla þökk skilda frá öllum
þeim, er þýzkri tungu unna, og
svö frá þeim mörgu nemendum
og kennurum, sem þurfa á bók-
inni að halda við störf sín, því
að hún bætir úr brýnni þörf.
Vonandi verður þess ekki langt
að bíða, að við fáum stærri ís-
lenzk-þýzka orðabók frá hendi
sama höfundar.
Reykjavík, í október 1964.
Baldur Ingóllsson.