Morgunblaðið - 20.10.1964, Side 17

Morgunblaðið - 20.10.1964, Side 17
Þriðjudagur 20. okt. 1064 MORG UNB LAÐIÐ 17 10 skólaþroskabekkir í Reykjavík í vetur Tilraun sem vakti athygli norrænna fræðslustjóra JÓNAS B. Jónsson, fræðslustjóri Keykjavíkur, er nýkominn heim *f móti fræðslustjóra höfuð- bonganna á Norðurlöndum. Er mótið haldið til skiptis í höfuð- foorgum Norðurlandanna, í Stokkhólmi í fyrra, nú í Kaup- mannahöfn og næst í Reykjavík. Kemur ætíð margtyfróðlegt fram varðandi kcnnJ^ii^Bi. þvi fund- írnir hafa tveniísTconar viðfangs- efni. í fyrsta lagi skýra fræðslu- stjórarnir hver fyrir sig frá því 6em gerzt hefur í kennslumálum fojá þeim og tekin eru ákveðin mál til umræðu. Hálfur dagur- tnn er svo notaður til að skoða stofnanir viðkomandi umræðu- efninu. Fréttamaður Mbl. gekk því á fundi Jónasar og spurði á'rétta. Fyrst spyrjum við hvort skóla- kerfið sé hliðstætt á öllum Norðurlöndum og skólaskylda á- iíka mikil. — Að höfuðstefnu eru skólakerfin hliðstæð. Skólaskyld- an er svolítið misjöfn, en stefnan er yfirleitt sú að hún verði 9 ár og það er hún í Svíþjóð. Hér skipt ir þetta ekki máli, því við höfum svo háa hundraðstölu nemenda ríunda árið. Annars er dálítið erfitt að bera þetta svona sam- an. í Danmörku er t.d. talað um íræðsluskyldu ekki skólaskyldu, þ.e.a.s. unglingum er skylt að efla sér fræðslu sem reglugerðin segir til um, en hann er ekki skyldaður til að sækja skóla ákveðið árabil. En um þetta var ekki rætt á fundinum, sagði Jónas B. Jónsson. Og þegar hon- um var sagt frá uiwnælum um iengingu á skólaskyldu á íslandi. sem eftir honum voru höfð ytra, sagði hann að þar hlyti að hafa gætt einhvers misskilnings. Hann kannaðist ekkert við slíkt. — Hvaða nýjungar höfðuð þið *ð segja hverjum öðrum, fræðslu ítjórarnir? Ég skýrði t.d. frá notkun skólaþroskaprófa hér í Reykjavík, en þau voru s.l. vor lötgð fyrir Ibörn, sem urðu skólaskyld nú í foaust. Foreldrum var frjálst að eenda börnin á tveggja vikna rámskeið, sem stofnað var til í «naí s.l. og að því loknu gengu þau undir skólaþroskapróf. Fleiri börn tóku prófið en foúist var við, eða um 90% af sjö ára börnum og þótti það góðs viti. Slíkum prófum sem þessum er eetlað að finna börn, sem af ýmsum ástæðum eru vart fær um að stunda venjulegt nám, þ.e.a.s. hafa ekki náð eðlilegum skólaþroska. Rætt var við foreldra þessara foarna að loknu prófi og þeim bent á að snúa sér til Sálfræði- deildar Skóla, til þess að fá nán- sri athugun á barninu. — Er slíkt ekki gert annars •taðar á Norðurlöndum? — Nei, ekki á þennan hátt, en skólaþroskapróf eru notuð á ýmsan hátt og í mismunandi inæli víða um heim. Jafnframt þessu hefur skóla- stjórum verið heimilað að mynda ■ vetur fámenna bekki við skól- wa, sem kallast skólaþroska- foekkir og fylgist sálfræðingur sérstaklega með þessari starf- cemi. Sálfræðideild skóla hefur ■amband við kennara þessara skólaþroskabekkja, sem eru 10 talsins og hefur fundi með þeini foálfsmánaðarleaa. Svíar víkka svið menntaskól- anna. Annað athyglisvert kom fram frá Svíþjóð. I>ar eru miklar breytingar í skólamálum að komast í framkvæmd. Svíar eru að víkka svið menntaskólanna naeð því að taka inn miklu stærri hópa unglinga. Þetta er stórt átak. Fyrir nokkrum árum var hundraðstala stúdenta svipuð og hér eða 8-9% af aldursflokki, en nú eru stúdentar yfir 20% af aldursflokki og Svíar miða við að taka 40%-50% inn í menntaskól- ana á næstu árum. Jafnframt hafa þeir innlimað menntaskólana í skólakerfi borganna, en þeir eru reknir með háum styrk frá ríkinu. Svíar stefna semsagt að því að námið sé samfelld leið, þar sem ekki er um að ræða fall milli stiga, heldur hægt að taka nám- ið á lengri tíma ef með þarf, án þess að sitja áfram í bekk. Þeir róa semsagt að því öllum irum að fá sem flesta nemendur mn í skólana og veita þeim sem bezta menntun. Fjölþætt hjálpartæki við kennslu — Og hvað sáuð þið svo merkilegt í Kaupmannahöfn í skoðunarferðunum síðdegis? — Aðalverkefni þingsins varð- aði hjálpartæki við kennslu. Við kynntum okkur t.d. kennslu- mynda- og segulbandasafn Kaupmannahafnarborgar, sem er mjöig fullkomið. Skólaútvarpið er notað þannig, að efnið er tek- ið upp á segulbönd, gerð af því nokkur eintök og skólunum lán- uð böndin, svo að hver kennari geti notað efnið, þegar honum hentar bezt í sambandi við kennsluna. Danir telja lika að skólasjónvarp komi að betri notum ef efnið er tekið i mm | ffj ■ ■ , iÍi Jónas B. Jónsson upp á segulbönd og þannig hægt að nota það þegar það hæfir námsefninu. Þetta er hægt, en það er enn sem komið er of dýrt. Þó hefur kostnaður lækkað svo mjög, að menn gera sér vonir um að það verði bæði svo ódýrt og einfalt í notkun, að hægt verði að nota hin nýju tæki almennt í skólum innan tíðar Þá skoðuðum við náttúru- gripasafn skólanna í Kaup- mannahöfn,- sem er stórt og skemmtilegt og mikið notað af skólunum. Yftirleitt kynntum við okkur skólana og skólastarfið í Kaup- mannahöfn. Borgin er betur sett en Reykjavík, því nemendum fer fækkandi, svo ekki þarf að hafa áhyggjur af húsnæðinu. Árið 1956 voru 87 þús. nemencU ur í barna- og gagnfræðaskólum i borginni, en 1962 voru þeir komnir niður í 70 þús. Við Reyk- víkingar höfum aftur á móti mjög háa barnatölu miðað við nágrannabæi og tala skólabarna hækkar mikið. Einnig var fróðlegt að sjá leikskólabekkina, sem Danir eru að gera tilraun með á 5 stöðum í borginni. Þar eru tekin börn ári yngri en skólaskyld börn. Danir eru með þessu að kanna hvort slík starfsemi henti í sambandi við skólana Og fara hægt af stað. Okkur þótti lær- dómsríkt að sjá þetta og höfum áhuga á að fylgjast með tilraun- inni næstu árin og sjá hvarju fram vindur. f lok samtalsins sagði Jónas B. Jónsson um fræðslustjóraþinigið í Kaupmannahöfn: — Allir virt- ust sammála um nauðsyn þess að veita nemendum tækifæri til að halda eðlilega áfram námi. Ef skörp skil eru á milli stiga í skólakerfinu, þá beri að minnka muninn. Það er einmitt þetta sem Svíar eru að gera núna. Næsta fræðslustjóramót höfuð- borga Norðurlanda verður í Reykjavík. Venjulega eru fund- irnir haldnir í september, eftir að skólarnir eru byrjaðir. En fund- urinn í Reykjavík verður í júlí ræsta sumar, því um svipað Ieyti verður norrænt kennaramót hér og þykir heppilegt að haf^ það á líkum tíma. Auk þess þykir mönnum gott að geta tekið sér nokkurra daga frí, er þeir koma hér. / .vlí ■:í h'imsf'tí s>j:'íí hfUH >:!>:■.: Untfk. \>'» >':<(> • Y»> > htiWtSÍ UÚ> t /:(: <>h tifry<h \f. Akureyrarkirkja Litlar athugasemdir við útvarpserindi ÞAÐ ER sunnudagsmorgun og sól yfir Norðurlandi. M.s. Esja er að renna fyrir Oddeyrartang- ann. Á dekkinu eru margir far- þegar, þeir eru að virða fyrir sér Akureyri og umhverfi. Hinn n.ikli trjágróður setur sinn sér- staka svip á bæinn og gefur hon- um einhvern sjarma, sem aðrir kaupstaðir hafa ekki. Uppi á hryggjunni er slangur af fólki, sem bíður eftir að Esjan renni sér þar að. Fólkinu á Esju verð- ur starsýnt á kirkjuna sem stendur á höfðanum sunnan við Kaupvangsstraeti, en það liggur beint upp frá bryggjunni. Þegar skipið er lagzt við bryggjuna þá slær klukkan á kirkjunni tíu. Þessi klukka er gjöf frá gömlum Akureyrinigi Kristjáni Halldórs- syni úrsm. en lagið sem gefur til kynna hvern stundarfjórðung, er samið af Björgvin Guðmunds- syni tónskáldi, og á það að tákna mannsæfina. Nú er kirkjuklukkunum hringt til messu, hljómur þeirra berst út um bæinn og vekur þá sem morgunsvæfir eru. Nokkur hluti farþeganna ákveða að fara í kirkju og hlýða messu, en aðrir ákveða að skoða sig fyrst um í hjarta bæjarins, en fara síðar að sjá kirkjuna, eftir hádegi. Undanfarin sumur hefur Akureyrarkirkja verið opin al- menningi til sýnis 3 mánuði með- an ferðamannastraumurinn hef- ur verið mestur um Norðurland. Á þessu sumri, sem nú er að líða, var mjög mikil umferð um Akureyri og margir lögðu leið sína í kirkjuna. í gestabók henn- ar hafa skrifað sig tæp fjögur púsund manns, bæði innlendir og útlendir. Þá daga sem m.s. Esja kom hér við á hringferð kring um land, kom æfinlega stór hóp- ur af farþegum til að skoða kirkjuna. Einn af farþegum m.s. Esju í hringferð umhverfis land- ið á þessu sumri, lét birta í Ríkisútvarpinu ferðasögu úr þessari hringferð með Esjunni. Þar minnist þessi kona á heim- sókn sína í Akureyrarkirkju. Ég hlustaði á þetta útvarpserindi og þó seint sé þá langar mig til að gera nokkrar athugasemdir við það. Ég vil þá fyrst geta þess að kirkjutröppurnar, sem mörgum finnast erfiðar, eru 112 en ekki 101 eins og konan segir. Þá segir hún einnig að myndarúðurnar í kórnum séu 3, en þær eru 5 allar frá Englandi. Miðrúðan var gefin kirkjunni af hjónum hér á Akureyri, en þau fengu hana úr enskri kirkju, sem var eyðilögð í loftárás á stríðsárunum. Þessi eina mynda- rúða var um langt skeið, (líklega 18 ár) sem altaristafla í kirkj- unni, og voru allir mjög hrifnir af henni og fannst hún vera mik- ið listaverk. Árið 1959 var svo ákveðið að fá samskonar mynda- rúður í hina kórgluggana og var listamaðurinn Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal fenginn til að annast um útvegun á mynda- rúðunum, í sama stíl og munstri eins og sú sem fyrir var. Það tókst mjöig vel og árið 1960 setti Guðmundur nýju rúðurnar í gluggana. Ótal margir kirkju- gestir hafa látið aðdáun sína í Ijósi yfir fegurð þessara sam- settu rúðna. Þá finnst konunni að skírnarengillinn (skírnar- fonturinn) vera mjög illa stað- settur þar sem hann er, og telur að hann hefði átt að vera inni í kórnum. Þessi skírnarengill er gjöf frá hjónum, sem um fjölda ára voru búsett hér. Það eru 12 ár síðan þetta listaverk var sett í kirkj- una. Þá var kirkjan 12 ára og í kór hennar hafði enginn staður verið ætlaður fyrir svo stórann skírnarfont. Úr þessu var bætt með því að smíða upphækkaðan pall undir skírnarengilinn innst að sunnanverðu í kirkjunni. Yfir englinum hangir altaris- taflan úr gömlu kirkjunni, sem stóð inni í Fjörunni. Þetta finnst konunni mjög ósamstætt. Alt- aristaflan er mynd af Kristi á krossinum, og við krosinn stend- ur móðir hans. Nú eru öll börn skírð með tákni hins heilaga kross, og til nafns heilagrar þrenningar. Þessi mynd hlýtur því að eiga vel við þá athöfn sem þarna fer fram. Þá finnst konunni að mynda- rúðurnar í kórnum og lágmyndir Ásmundar Sveinssonar á svala- bríkinni beint á móti eigi ekki vel saman. Ef við ' athugum þetta nánar, þá fær þetta ekki staðizt. Aðalmyndirnar á sam- settu rúðunum eru allar um fæðingu Krists og þroskaár hans. Hinar steyptu myndir Ásmundar Sveinssonar eru 7; tvær þær fyrstu eru endurtekning á því sem myndarúðurnar túlka; næstu 4 myndir eru tákn um störf og líknarverk Jesú Krists og sú síðasta táknar dauða hans og upprisu. Myndirnar allar hljóta því að vera samstaæðar. Ein af hinum góðu gjöfgum til kirkjunnar er krossinn, sem hangir yfir kórdyrunum, hinar sterku ljósaperur í honum lýsa um allan kórinn og þá sérstak lega á myndarúðurnar. Margir hafa horft á þennan kross með mikilli hrifningu, en engan hefi ég heyrt minnast á að hann færi illa þarna. Eflaust var það eitthvað fleira sem stóð um Akureyrarkirkju í þessu útvarpserindi en ég man ekki eftir fleiru sem ég vildi gera athugasemd við. Af öllum þeim fjölda, sem í kirkjuna komu í sumar, voru ótal margir sem létu í ljósi hrifn- ingu sína bæði um ytra útlit kirkjunnar, staðsetningu og sér- staklega látleysi hennar og stíl- fegurð innan. Margir voru mjög hrifnir af hinu nýja pípuorgeli, og gaman hefði verið að geta lof- að söngelsku fólki að heyra í því. En þvi miður var ekki hægt að veita þá þjónustu, nema því fólki, sem gat verið við guðs- þiónustu á sunnudögum. Akur- eyringar kunna vel að meta sitt guðshús og þá sem við það starfa. Eftir skýrslum kirkjuvarðar, þá var meðalaðsókn að almennum guðsþjónustum síðastliðið ár 205 manns á hverja almenna messu. Auk þess eru svo guðs- þjónustur fyrir börn, þar sem oftast eru mætt 500-600 börn. í skammdeginu sem nú er framundan, munu ungir og gaml- ir gleðjast yfir að sjá ljós kross- ins milli kirkjuturnanna, upp- lýstar kirkjutröppurnar, og flóð- ijósin kasta geislum sínum á turnar sem gnæfa til himins. Bjarni Halldórsson. Námsstyrkir frá British Coimeii EINS og á umliðnum árum, mun brezka menntastofnunin British Council nú veita tveim- ur íslendingum skólastyrki. Gilda næstu styrkir skóiaárið 1965—1966. Að venju verður annar styrkurinn veittur ensku- kennara en hinn til háskóla- náms. Umsóknareyðublöð er hægt að fá í brezka sendiráðinu, Laufás- vegi 49. Fylla verður þau út og skila þeim fyrir 15. desember næstkomandi. Styrkþegar 1964—1965 eru Þorvaldur V. Guðmundsson, sem leggur stund á efnafraeSi- lega sjúkdómafræði undir hand- leiðslu Wottons, prófessors i Lundúnum, og Ásmundur Jóns- son, B. A., sem nemur við há- skólann í Leeds. * Viðar Alfreðsson, sem leikur nú, við Sadlers Wells í Lundún- um, hlaut sex mánaða námsstyrk frá British Council (frá októ- ber 1963 til marz 1964), og Guð- bjartur Gunnarsson, kennari, lagði stund á ensku í eitt ár við háskólann í Leeds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.