Morgunblaðið - 20.10.1964, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.10.1964, Qupperneq 20
20 MOKGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. okt. 1964 Frfcmsta röð: Gunnar, Þingeyri í Dýrafirði; Herdis, ijósmynd- ari í Hafnarfirði; Magnúsína, húsfrú, Flateyri i Önundarfirði; Þóra, ljósmóðir, Hafnarfirði; Einar, fyrrv. bóndi (nú í Reykja- vík) Miðröð: Helgi, smiður, Brekku á Ingjaldssandi; Guð- rnunda, húsfiú, Álfadal á Ingjaldssandi; Guðdís, húsfrú, Sæbóli á Ingjaldssandi; Guðríður, húsfrú á Flateyri í Önundarfirði; Guðmundur Óskar, bóndi, Seljalandi í Skutulsfirði við ísafjörð. Aftasta röð: Jón Halldór, skólastjóri í Kópavogi; Ragnar, starfs- inuður njá Kaupfélagi Önfirðinga; Sigríður, í Hafnarfirði; Guð- rún, húsfrú i Fagrahvammi við Isafjörð; Kristján, bóndi á Brekku, Ingjaldssandi, og Halldóra, húsfrú á Sæbóli, Ingjalds- sandi. Guðm. Einarsson — Kveðja refaskytta ,/Útigenginn fslendingur opt í djúpan jarðveg grær“. (Guðm. Friðjónsson) 29. JÚLÍ síðastliðinn var jarð- sunginn að Sæbóli á Ingjalds- sandi einn af hetjumönnum sam- tíðar okkar: Guðmundur Einars- son, íyrrv. bóndi að Brekku á Ingjaldssandi og alkunn refa- skytta á Vestfjörðum, rösklega 91 árs að aidri. Sr. Eiríkur J. Eiríksson, fyrrv. sóknarprestur Núpsprestakails, jarðsöng að viðstöddu fjölmenni. Annars skal hér ekki rakinn æviferill Guðmundar, það hefur þegar verið gjört af glöggum sam tíðarmanni (Samanber „Tíminn“ 22. ág. ’64). Einnig skal minna á bókina: „Nú brosir nóttin", sem Theodór Gunnlaugsson hefur fært í stíl- inn, eftir bréflegum heimildum frá Guðmundi sjálfum. Eru þar birt iitrík ævibrot og minninga- myndir um uppeldis- og ævistörf Guðmundar. Hann var fæddur og uppalinn að Heggstöðum í Andakíl í Borg- arfirði 19. júli 1873. Foreldrar: Einar Guðmundsson og Steinþóra Einarsdóttir, búend- ur þar. Þegar Guðmundur var 11 ára missti hann föður sinn og varð þá að aðstoða móður sína, sem hélt uppi heimilinu í 4 ár, en varð þá að gefast upp við bú- skapinn og leysa heimilið upp. Skörp er myndin af viðureign hreppstjórans og Guðmundar, þá 13—14 ára, er hreppstjóri hafði ráðið drenginn til ákveðins bónda, er drengurinn vildi ekki samþykkja, en með aðstoð vinar síns réðst hann til góðbóndans Tómasar á Skarði í Lundareykja- dal. Kjarkur og sjálfstæðisþrá brann í blóði Guðmundar, enda hans ævifyigja til lokadags. 1899 kvæntist Guðmundur eft- Magnúsdóttur frá Tungufelli í Lundareykjardal; eignuðust þau 17 börn, en af þeim dóu 5 ung. Áður en Guðmundur kvæntist eignaðist hann 4 börn með heit- mey sinni, Katrinu Gunnarsdótt- ur, er hann var samtíða á Skarði (en ekki varð af framtíðarsam- bandi). Öll eru þau börn upp- komin. Útför Guðmundar gaf það sér- stætt svipmót og innihaldsríkan hugblæ að öll börnin 16 að tölu íylgdu föðurnum til grafar (höfðu aldrei áður verið saman í hóp. Öll eru bömin myndarfólk og prýðilegir þjóðfélagsþegnar. Eins og þegar er getið, var bóndastaðan aðalstarf Guðmund- ar. En þekktastur er hann fyrir refaveiðamar og ýtiiegustundir við það starf teljast nokkuð á 7. ár alls, enda banað á þriðja þús- und refum. Og víst er það sannmæli er einn vinur hans kveður um hann: „Mörg var ganga Guðmundar greni á um heiðar. Aldrei skytta betri bar byssu á tófuveiðar". Sendill Piltur eða stúlka óskast fyrir hádgei Ludvig Storr Laugavegi 15. Tilbeð óskost í Volkswagen bifreið árg. 1964. Bifreiðin er skemmd eftir vellu. Selst í því ástandi sem hún er í nú. Bif- reiðin verður til sýnis í Ármúla 16. Tilboð sendist Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „VW — 4138“. Bifvélavirkfar eða menn vanir bílaviðgerðum óskast. BÍLAMARKAÐURINN Brautarholti 22 — Sími 20986. Önnumst sölu á íbúðum, einbýlis- og sambýlishúsum, iðnaðar- og verzlunar- húsum og hvers konar fasteignum, ásamt fyrirtækjum, bátum og skipum. Opið allan daginn. HÚSA SSÆSS. SALAN Skjólbraut 10 — Símar: 40440 og 40863. Breiðfirðingar fjölmennið á vetrhrfagnaðinn í Breiðfirðingabúð annað kvöld (miðvikudag) kl. 8.30. Fjölbreytt skemmtiatriði. Allir Breiðfirðingar og gestir þeirra velkomnir meðan húsrúm leyfir. SKEMMTINEFNDIN. Þannig gerðist hann ósérhlíf- inn og mikilvirkur bjargvættur sauðfjárbænda jafnhliða og hann „numdi tungur fjalla“ og skaut rótum djúpt í jarðveg íslenzkrar náttúru, með „unaðssæld náttúr- unnar" í bak og fyrir. Drengxu-inn frá Heggstöðum varð að kaupa manndóm sinn dýru verði og hefja sig yfir fá- tækt og basl ungdómsáranna, jafnvel „mýsnar“ létu ekki lær- dómskverið í friði er hann var að búa sig undir „vígslu“ kristins dóms í fjóshitanum. Þannig lauk skólamenningu bernskunnar hjá Guðmundi og færðist yfir á svið æskuáranna, þar sem blasir við hugþekk og mótuð mynd af hugrökkum ungl- ingi, sem þráir það heitast að verða að liði til að bjarga hús- bónda sínum og leggur út i stór- fljót til að ná í liðveizlu læknis og kemur heim sigri hrósandi úr þeirri vatnaglímu; húsbóndi Guð mundar, Tómas á Skarði, verður heill heilsu og unglingurinn frá Heggstöðum er að verða fuli- veðja þjóðfélagsþegn, með hug- arþel mannúðar og manndóms við hún, og þeim fána hélt hann á lofti þar til yfir lauk og hann „steig fyrir dómara allra tíma“. Jafnhliða þessum kveðjuorð- um ber að minnast þess að Guð- mundur stóð við hlið mikilhæír- ar konur og 17 barna móður- í önnum og striti hins daglega lífs er gaf honum fullnægju ástar og umhyggju, ásamt uppeldi mynd- arbarna. Ég var nágranni Guðmundar í 18 ár og flyt minningu hans dýpstu þökk fyrir hugljúf hugð- arefni og samstarf um leið og öllum eftirlifandi ástvinum eru fluttar samúðarkveðjur í fullri vissu þess með skáldspekingnum Stephani G., að: „Sá lendir stundum hæsta hlut sem hefur keypt hann dýrast". Bjarni ívarsson. — Kvikmyndahátíð Framhald á bls. 21 pg föðuriandsins. Tom Court- enay fékk verðlaun fyrir toezta karlmannshlutverkið fyrir leik sinn í þessari mynd. Skáldleg frönsk kvikmynd Frakkland sýnir þrjár ágætar kvikmyndir á hátíð- inni, þeirra á meðal síðasta tromp Jean Luc Godard, kvikmyndina „La femme mariée“. Godard hefur átt erfiða daga uudanfarið og og kvikmyndir hans langt fyrir neðan meðallag, svo það var ekki seinna vænna fyrir hann að rétta úr kryppunni. Kvikmyndin er hjartnæm, hefst á kossi ungrar konu, sem er tízkufréttaritari, og manns hennar, sem er leik- ari Hún lýkur með sams- konar kossi og í upphafi. í þetta skipti lék kona Godards, Anna Marina, ekki aðalhlut- verkið eins og venjulega, heldur ung og hrífandi stúika, Macha Maril. Síðasta kvikmyndahátið ársins Kvikmyndahátíðin í Fen- eyjum er síðasta stórhátíð kvikmyndanna á þessu ári. Nú eru allar þær kvikmyndir komnar fram, sem sýndar verða í kvikmyndahúsunum í vetur, og þær eru ekki af lakara taginu. Kvikmyndahátíðin í Fen- eyjum hefur verið nefnd há- tíð ástarinnar. Ástæðan er sú, að flestar kvikmyndirnar sem sýndar voru, fjalla um ást. Aðeins ein þeirra fjallar um stríð. Segir það sína sögu, því fyrir nokkrum árum síðan snerust flestar kvikmyndanna um stríð og aftur stríð. Það hefur slaknað á stríðsspenn- unni í kvikmyndaiðnaðinum, og ástin heldur innreið sííia í kvikmyndahúsin í vetur. Feneyjum í september, Gunnar Larsen. i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.