Morgunblaðið - 20.10.1964, Qupperneq 25
t
f>riðjudagur 20. okt. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
25
Áhugamál Skaftfellinga
Siggeir í Holti svarar nokkrum spurningum
^LDREI sér maður neinar
íréttir að heiman“, segja Skaít-
fellingar stundum við mann,
þegar maður finnur þá á förnum
vegi hér í höfuðstaðnum. „Eitt-
hvað hlýtur þó að gerast þar
eins og annarsstaðar“. Já vitan-
lega. Hvergi á byggðu bóli er
haegt að taka til orða eins og í
eögunni stendur: Hér gerist
aldrei neitt. Allsstaðar er eitt-
hvað að gerast. Daglega lífið er
röð atburða, og þótt þeim sem
taka þátt í þeim finnist þeir ekki
í frásögur færandi, þá er það
einmitt þetta daglega líf, þessir
hversdagslegu atburðir, sem við
viljum heyra sagt frá. í því skyni
eð heyra hvernig daglega lífið
gengi austur í Skaftafellssýslu
um þessar mundir, sendi undir-
ritaður nokkrar spurningar til
Siggeirs í Holti. Hann brást hið
bezta við þrátt fyrir annir við
slátrun og önnur haustverk.
Svör hans eru dagsett 1. okt.
si. Þau birtast í eftirfarandi
grein.
G. Br.
Hvernig hefur árferffi veriff í
Skaftárþingi — austan sanda —
undanfarin misseri?
Sumarið í Vestur-Skaftafells-
6ýslu, austan Mýrdalssands, má
teljast hafa verið gjöfult og gott.
Gróður kom mjög snemma, enda
enginn klaki í jörð. Grasspretta
varð því mjög góð.
Heyskapartið var góð eftir því
6-em við hér eigum að venjast.
Að vísu var óþurrkakafli í júlí,
en ágúst var mjög þurrviðrasam-
tir og nýting heyja því ágæt.
Heyin eru því mjög mikil og
ekki hrakin, en sumstaðar var
ef til vill og seint slegið.
Hvaff er helzt aff gerast í sam-
göngumálum hjá ykkur á þessu
ári?
Byggðar hafa verið brýr á
þrjú vatnsföll í sýslunni. Tungu-
fljót í Skaftártungu, Eldhrauns-
kvísl í Eldhrauni og Landbrotsá
í Álftaveri. Unnið hefur verið að
r-ýbyggingu vega í Eldhrauni og
Keynisfjalli.
Athugun var gerð af hálfu
vegamálastjórnar um brúar-
gerðir á vötnin á Skeiðarársandi
og mun það tæknilega vel
mögulegt. Vonandi verður lögð
áhersla á að flýta því máli og
koma þannig Vestur-Skaftfell-
ingum í vegasamband við Horna
fjörð og Austfirðingum í vega-
samband við Reykjavík er opið
yrði allan veturinn að jafnaði.
Rætt er um að gera varnar-
garð vegna Kötlugosa. En ekki
hafa þeir, er séu hamfarir
hlaupsins 1918 mikla trú hafa á
*ð það hefði mikla þýðingu, ef til
ætti að taka. En gagnsemi slíkra
mannvirkja fer vitanlega öll eft-
ir því hvernig hlaupin í næsta
Kötlugosi haga sér.
Hafa flugferffirnar aff Klaustri
veriff teknar upp aftur?
Engar fastar flugferðir eru nú
í Vestur-Skaftafellssýslu. Sú var
tiðin að bæði flugfélögin, Flug-
félag fslands og Loftleiðir höfðu
áætlunarflug að Kirkjubæjar-
klaustri. Síðan rækti Flugfélagið
þetta flug í nokkur ár, en hefir
nú alveg lagt það niður.
Eru bílferffir þaff tíffar, aff þær
nægi samgönguþörfinni?
Ekki verður annað sagt, en að
vel sé séð fyrir samgöngum á
landi Austurleið h/f hefur
áætlun að Klaustri að jafnaði
þrisvar í viku. Auk þess er í
förum vörubifreið með farþega-
í úm frá V. V. S.
Er nokkuff aff lifna yfir hesta-
mennskunni í Vestur-Skafta-
fellssýslu?
Hestamannafélag er hér starf-
andi. Hélt það sínar fyrstu
kappreiðar á 'Efri-Eyjar-Egg í
júlí í sumar. Hestamennska mun
því vera að lifna við aftur í
héraðinu.
Nú er sláturtíffin hyrjuff?
Slátrun byrjaði hjá Sf. Sl. þ.
21. sept. s.l. Er gert ráð fyrir að
slátrað verði um 15 þús fjár. eða
heldur færra en venjulega. Dilk-
ar eru mun vænni en í fyrra. Nú
(1. okt.) er meðalþungi um 1
kg. þyngri en sl. haust. Kjötið er
allt fryst á staðnum, en slátrið
er flutt daglega til Reykjavíkur.
Við slátrunina vinna um 60
manns. Sláturfélagið hefur tekið
að sér alla flutninga á fé úr rétt-
um í sláturhús. Annast þá flutn-
ina félagar í vörubílstjórafélag-
inu í Vestur-Skaftafellssýslu.
Um daginn var sagt frá því aff
ný aðferff — hringfláning —
hefffi veriff tekin upp í nýju
sláturhúsi Sf. SI. í Biskupstung-
um. Hefir hún ekki lengi tiðkazt
á Klaustri?
Hringfláning hefir verið í
sláturhúsinu á Klaustri í nokkur
ar og gefizt vel. Aðalkosturinn
við þá aðferð er að kjötið verður
hreinna. Flegið er í „félags-
akkorði“ og eru 7 menn í
hringnum.
Fækkar bændum í sveitunum
milli sanda?
Nei, ekki er það nú eins og
stendur. Ég má segja að enginn
bóndi hafi brugðið búi hér í
þessum sveitum nú í ár.
En embættismennirnir koma
og fara?
Á síðasta ári létu af störfum
í sýslunni prestarnir sr. Gísli
Brynjólfsson prófastur og sr.
Jónas Gíslason í Vík. Sr. Sigur-
jón Einarsson var skipaður
í Kirkjubæjarklausturspresta-
kall og sr. Páll Pálsson í Mýr-
dalsprestakalli, báðir að undan-
genginni lögmætri kosningu.
Arnar Þorgeirsson er hefir verið
settur læknir að Kirkjubæjar-
klaustri flutti burt 1. sept sl. og
hefir enginn læknir fengizt í
héraðið. En Vigfús Magnússon
læknir í Vík er settur til að
gegna í Kirkjubæjarlæknishér-
aði.
Þann 1. sept. lét Oddur Sigur-
bergsson kaupfélagsstjóri K. S.
af störfum en við tók Guðmund-
ur Böðvarsson, frá Selfossi.
Er mikiff um hyggingar nýrra
húsa í Vestur-Skaftafellssýslu?
Byggingarframkvæmdir eru
miklar í héraðinu. Byrjað var á
byggingu tveggja íbúðarhúsa. Og
mikið er um byggingu útihúsa.
Fleiri hefðu viljað byggja en
gátu, er hér mikill skortur á tré-
smiðum.
Ferðamannaverzlun og benzín-
og olíusala var rekin í sumar
við Skaftárbrú hjá Klaustri i
nýju húsnæði .Eigandi hennar er
Steinþór Jóhannsson einn af
eigendum Suðurleiða h/f.
Gerist nokkuff í skóla- og
menntamálum?
Nei. Ekkert hefir verið gert í
skólamálinu enn sem komið er.
Framleiðslan vex, en fólkinu
fækkar — er þaff sama sagan hjá
ykkur eins og annarsstaffar?
Jú, þrátt fyrir miklar fram-
kvæmdir og aukna framleiðslu
mun fólkinu heldur fækka.
Hefur ekki áliuginn um veiffi-
mál o\g veiffimennsku náff til
ykkar?
Veiðifélag um Skaftá og þver-
ár hennar var stofnað í vor.
Lítilsháttar af laxaseiðum var
dreift í álitleg vötn á félagssvæð-
inu í sumar. >á hafa eigendur
Tungulækjarár í Landbroti sett
um 60 þús. laxaseiði í lækinn og
rr.un mega vænta árangurs af
því á næsta á vori ef vel tekst
til.
Er svo ekki bezt aff enda eins
og þeir hafa þaff í útvarpinu:
Hvaff villtu svo segja aff lokum?
Ætli það sé ekki bezt að botna
þetta rabb á þessa leið: Brýnustu
hagsmunamál Vestur-Skaftfell-
inga eru þessi: Höfn viff Dyrhóla-
ey, rafmagn á alla bæi, vegasam-
band viff Austurland.
Sængur — Koddar
Endurnýjum gömlu sæng-
urnar. Eigum dún- og fið-
urheld ver.
Dún og fiffurhreinsunin
Vatnsstíg 3. — Sími 18740.
Þórshafnarbúar vilja
fá síldarverksmiðju
Almennur borgarafundur um atvinnu-
ástandið þar sL sunnudag.
Sl. sunnudag var haldinn al- |
mennur borgarafundur á >órs- ^
höfn. Hreppsnéfndin boðaði til
fundarins, en aðaltil.gangur hans
vaff að ræða ’hið alvarlega atvinnu
ástand í ka_uptúninu. Fjölmenni
var á fundinum og fjörugar um-
ræður. Alger samstaða var um
það, að hið ein'a sem gæti komið
í veg fyrir að fólk flybti brott í
stórum stíl væri að tafarlaust
yrði hafizt handa og reist síldar-
verksmiðja á >órsihöfn fyrir
næstu síldárvertíð. Á >órshöfn
hefir aldrei verið til síldarverk-
smiðja, sem hægt sé að nefna
þvd nafni. Hefir það verið höfuð
orsök þess að aldrei hefir verið
kleift að salta hér síld svo nokkru
nemi, enda þótt staðurinn liggi
einkar vel við helzu síldarmið-
um landsins.
>annig hefir >órshöfn orðið af-
skipf öllu þvi fjöruga atvinnu-
l'ífi sem síldin hefir veitt hlið-
stæðum og nærliggjandi stöðum
eins og t.d. Raufarhöfn og Vopna
firðL
Smábátaútgerðin 1 hefir ekki
verið þess megnug að rísa undir
fullnæjandi atvinnulífi.
Hafnargerðin er nú svo vel á
veg komin og þegar orðin svo
dýr að knýjandi nauðsyn er á
stórauknu athafnalífi við hana,
enda öll skilyrði sem hún bíður
uppá, að kalla ónotuð ennþá.
Tilkoma síldarverksmiðju og
síldarverkunarstöðva við höfn-
ina mundu hinsvegar valda hér
gjörbyltingu.
>á má benda á að við >órs-
höfn er hinn ákjósanlegasti flug-
— Krísfmann
Framhald af bls. 21
og sagnir, ekki sízt Sigfúsar
Sigfússonar. >að er rammur og
ferskur safi í þessum frásögn-
um, málið við hæfi efnisins, og
formið oft snilldarlegt, stutt og
laggott, engar orðalengingar,
margar talsetningar ógleyman-
legar. >etta er heill heimur, sem
birtist á þessum blöðum, fram-
andlegur nokkuð á stundum, en
þó vel skiljanlegur þeim er ól-
ust upp í dölum íslands í byrjun
tuttugustu aldar. Einna skemmti
legast aflestrar er fyrsta bindið,
en í því eru mestmegnis sagnir
um sérkennilegt fólk, sterka
menn, göldrótta presta, ham-
ramma garpa, er ekkert beit á,
en víluðu ekki fyrir sér að fljúg-
ast á við tröll og drauga, og
nenntu ekki að taka tappann úr
fiöskunni, þegar þeir fengu sér
snaps, heldur bitu af stútinn. 1
sögnum þessum eru mörg menn-
ingarsöguleg verðmæti, en frá-
sögnin víða mjög ýkt, þótt oft
sé hún meistaraleg. >etta eru
sagnir, er gengið hafa frá manni
til manns um langan aldur, sum-
ar hverjar. í byggðum Noregs
voru margif góðir sögumenn, og
þótti fólki hin bezta skemmtun
að hlusta á þá, á kvöldvökum og
við hátíðleg tækifæri, þar sem
menn komu saman. >etta hefur
nú breytzt, sögumennirnir
gömlu horfið af sviðinu, og aðr
ar skemmtanir komið í stað
sagnagleðinnar. En Johannes
Skar og fleiri hans líkar björg-
uðu hinum fornu fjársjóðum á
elleftu stundu, og festu sagnirn
ar á bækur. Fyrir bragðið getur
nútímaimaðurinn skyggnzt inn í
þessa liðnu tíð, og tileinkað sér
þau verðmæti, sem hún hafði
upp á að bjóða. Og sökum þess
hve lifshættir norska og íslenzkra
bænda voru skyldir allt fram á
vora öld, geta íslendingar einn-
ig haft gagn og gaman af að lesa
þessar bækur.
völlur og Flugf. íslands heldur
uppi föstum ferðum milli Rvíkur
og >órshafnar allan ársins hrirug.
Hin byggilegustu landlbúnaðar
héruð liggja að >órshöfn og i
byggingu er hér mjól'kurvinnslu-
stöð, því er það einsynt að al.lit
mælir með því að hér muni byggð
in hríðvaxa á næstu árum ef skil
yrði skapist til síl-dgriðnaðar.
Hreppsnefndin bar fram eftir
farandi tillögu sem sam/þykkt
var einróma:
„Almennur borgarafundur hald
inn á >órshöfn sunnudag 4. okit.
1964, telur horfur í atvinnumál-
um hér i hreppnum mjög alvar-
legar og ekki útlit fyrir að úr
rætist með þeim atvinnutækjuim
sem starfrækt eru hér nú. Telur
fundurinn því mjög nauðsynlegt
að skapa möguleika á fjölbreytt-
ara atvinnulífi en nú er fyrir
hendi hér í byggðarlaginu.
Fundurinn telur að hverskon-
ar síldariðnaður, svo sem síldar-
bræðsla og síldarsöltun væri lík-
legust til að skapa hér rnikla
og alhliða atvinnu og verði sú
iyftistöng fyrir >órshöfn og
nærliggjandi sveitir sem svo
brýn þörf er fyrir.
Fyrir því vill fundurinn beina
þeim eindregnu áskorunum til
þingmanna kjördæmisins að þeir
vinni að því að ríkið láti reisa
allt að 5000 mála síldarverk-
smiðju á >órshöfn, sem tilbúinn
sé til þess að taka til starfa á
komandi síldarvertíð.“
Einnig var á fundinum sam-
þykkt einróma tillaga borin
fram af hreppsnefnd >órshafnar,
þar sem átalinn var „seinagang-
ur sem er á hafnargerðinni hér.
Fundurinn vill benda á að hafn-
armannvirki sem eru hér í bygg-
ingu hafa þegar kostað offjár,
án þess að hafa skapað verulega
aukningu á athafnali.fi við höfn-
ina.--------
Fundurinn leyfir sér að skora
á þingmenn kjördæmisins að þeir
vinni að því við viðkomandi
yfirvöld að hafnargerðinni yerði
lokið á næstu tveimur árum.“
— Fréttaritari.
Varðhald og
mannréttindi
MANNRÉTTINDANEFND
Evrópu hefur nýlega ákveðið að
taka til rannsóknar mál Austur-
ríkismanns nokkurs, Stögmiiller*
að nafni. Hefur hann kært ausfcur
rísku ríkisstjórnina fyrir brot á
Mannréttindasáttmála Evrópu,
m.a. með því að halda sér í varð
haldi um tveggja ára skeið.
Stögmúller var handtekinn 1
marz 1958, en sleppt í apríl sama
ár. Var hann sakaður um svik
og okur. í ágúst 1961 var hann
enn á ný hnepptur í varðhald og
sat í því í tvö ár. Rí'kisstjórn
Austurrí'kis heldur þvi fram, að
óhjákvæmilegt hafi verið að
halda Stögmúller í haldi þennan
tima, þar sem hætta hafi verið
á, að hann flýði land ella, enda
hafi kærurnar á hendur honum
verið mjög alvarlegar. Ennfrem-
ur er því haldið fram, að Stög-
múllér hafi sjálfur átt sök á því,
hve lehgi hann var í haldi, þar
sem hann hafi borið fram kær-
ur á hendur dómurum fyrir hlut
drægni og mótmælt lögsögu
vissra dómstóla.
Mál þetta er enn á frumstiigi
rannsóknar hjá mannréttinda-
nefndinni. Sem kunnugt er á ís-
lenzkur lögfræðingur, Sigurgeir
Sigurjónsson hrl., sæti í nefnd-
inni, enda er ísland aðili að
Mannréttindasáttmála Evrópu og
bundið a£ ákvæðum hans.