Morgunblaðið - 20.10.1964, Síða 30
30
MOR GU N B'L'AO IÐ
Þriðjudagur 20. okt. 1964
Valbjörn 13.
eftir fyrri dag
Þjóðverjar hafa forystu og linka heistts-
methafans kemur á óvart
HIN mikla geta Þjóðverjanna
þriggja og slakur árangur
heimsmethafans í tugþraut
komu mest á óvart er fimm
fyrri greinar þrautarinnar
fóru fram í Tókíó.
Eftir fyrri daginn hefur for
ystu 24 ára gamall Þjóðverji,
Willi Holdorf, með 4090 stig.
Hann hefur þó aðeins 16 stiga
forskot á landa sinn, Hans
Joachim Walde og þriðji Þjóð
verjinn er í 4. sæti með 3910
stig.
Tang, heimsmethafann frá
Formósu, sem nú er 31 árs, er
að finna í 9. sæti listans eftir
fyrri daginn með 3803 stig,
287 stigum á eftir Holdorf. Og
þó Yang eigi eftir tvær sínar
heztu greinar, stangarstökk og
110 m grindahlaup — svo og
spjótkast, sem hann er góður
í — þá verður hann að ná
toppárangri í hverri grein til
að hreppa gullið, sem allir
töldu hann vissan um.
Valbjörn Þorláksson hefur
farið vel af stað og er með
einn bezta árangur sem hann
hefur náð í tugþraut. Hann
varð 12. í 100 m hlaupi á 11.1,
18. í langstökki með 6.43, 14. í
kúluvarpi með 13.10 og 10. í
hástökki með 1.81 og loks 12.
í 400 m hlaupi með 50.1. — 21
keppandi er í þrautinni.
Þessi árangur Valbjamar
jaðrar við það bezta sem hann
á. Nær hann nú betra í kúlu,
ívið betra í hástökki, álíka í
400 m, en aðeins lakar í 100 m.
Samanburður í stigum við
hans fyrra afrek er ekki frám
kvæmanlegur nú, þar sem
keppt er eftir nýrri stigatöflu
og eina intakið, sem til var
af henni á íslandi, fannst ekki
í gær. Er raunar ekki fullvíst
að Valbjörn eigi áfram fs-
landsmetið í þrautinni eftir
breytinguna á töflunni og
gæti svo verið að Örn Clau- I
sen eigi það enn — en um j
þetta er ekkert vitað, þar sem
taflan er ekki fyrir hendi hér.
Holdorf tók forystu þegar í
100 m með langbeztum tíma kepp
enda, 10.7. Hann átti 4. lengsta
langstökkið, með 7.00, og var
annar í kúluvarpi með 14.95. Þó
hann yrði aðeins í 6. sæti í há-
stökki með 1.84 er það gott stökk
hjá honum. Og hann lauk keppn-
inni með sigri í 400 m með 48.2
sek.
Árangur Yangs, heimsmethafa,
í greinunum 5 var þessi: 11.0 í
100 m, 6.80 í langst., 13.23 í kúlu-
varpi, 1.81 í hástökki og 400 m á
49.0.
Heildarstigatala keppenda
eftir fyrri dag er þessi:
1. W. Holdorf Þýzkal. 4090 st.
2. H. J. Walde Þýzkal. 4074 —
3. Rein Aun Sovétr. 4067 —
4. Horst Beyer, Þýzkal. 3910 —
5. M. Storojenko, Sovét 3908 —
6. Paul Herman USA 3876 —
7. Duttweiler Sviss 3837 —
8. R. Hodge Usa 3813 —
9. Chuan-Kwang Yang
Formósu 3803 —
10. V. Kuznesov Sovét 3793 —
11. R. Emberger USA 3719 —
12. Thomas Venezuela 3704 —
13. Valbjörn Þorlákss. 3640 —
14. Buchel Lichtenstein 3631 —
15. W. Gairdner Kanada 3568 —
16. E. Kamerbeek Holl. 3522 —
17. F. Sar Ítalíu 3454 —
18. S. Souzuki Japan 3415 —
19. K. Kiprop Kenya 3288 —
20. D. Sereme Mali 3277 —
21. G. Moro Kanada 3261 —
Þessa mynd fékk Mbl. símsenda frá Tókíó í gær. Valbjörn Þorláksson sigrar í sínum riðli i 100 m
hlaupi tugþrautarinnar á 11.1 sek. Hann er lengst til vinstri. Síðan koma frá vinstri: P. Herman,
Bandaríkjunum, A. M. Wu frá Formósu og H. Beyer, Þýzkalandi.
_Það þykir sýnt að aðalkeppnin
verði milli Þjóðverjanna og Rúss
anna og þykir Aun líklegastur til
stórræða. Svo er enn sett spurn-
ingarmerki við heimsmethafann,
Yang. Tekst honum að vinna upp
i síðari daginn það sem hann af ó-
skiljanlegri linku tapaði fyrri
daginn?
• r
22 ára Breti "stal" sigri i
langst. frá 2 heimsm.höfum
EINN óvæntasti sigirvegari
þessara Ol-leikja verður án efa
brezki íþróttakennarinn Lynn
Davies. Hann skákaði öllum ó-
vænt tveim heimsmeisturum í
senn og enginn bjóst við öðru en
annar hvor þeirra færi með gull-
ið. Nei, Walesbúinn 22 ára var
ekki á því að láta fulltrúa austurs
og vesturs keppa um gullið. í
5. stökki sínu náði Lynn Davies
bezta stökki sínu á ævinni, 8.07
metrum — og með því skákaði
iúitatrn ' '
Wilma Rudolph þótti mesta feg-
urðardís Rómarleikanna. „Hina
nýju Wilmu“ kallar eitt blað
þessa mynd af Thus, USA, sem
nú vann 100 m hlaupið.
Lynn Davies Bandaríkjamannin-
um Boston og Rússanum Ter-
Ovensjan sem eiga heimsmetið
saman, sem er 8.31 m. Ol-met
Bostons er 8.12 m frá 1960.
Þeir Bostcxn og Ter-Ovensjan
áttu báðir eitt stökk eftir er
Davies svo óvænt tók forystuna.
En það nægði þeim ekiki. Þeir
náðu í síðustu umferð báðir sín-
um beztu stökkum í keppninni,
en ekki Lynn Davies. Boston
stökk 8.03 m og hreppti silfrið,
en Ter-Ovensjan 7.99 m og
hreppti bronsið. 4. var West
Nigeriu 7.60, 5. Coahard Frakkl.
: =
| Hver sigrar \
I í knatt-
spyrnu?
| ÁTTA liða úrslit í knatt-1
| spyrnukeppni OL-Ieikjanna \
í fóru fram á sunnudag.
1 Úrslit urðu:
1 Þýzkaland-Júgóslavía 1-0 ;
| Unigverjaland-Rúmenía 2-0 :
| Tékkóslóvakía-Japan 4-0 \
\ Egyptaland-Ghana 5-1
| Þár með eru Júgóslavar, |
: gullverðlaunahafar frá 1960 5
I úr keppninni. Fjöigurra liðai
i úrslit verða í dag, þriðjudagi
| og leika þá:
| Ungverjaland-Egyptaland |
| Tékkóslóvakía-Þýzkaland =
Landar börðust um gull
Bandaríkjamennirnir í 110 m
grindahiaupi áttiu vart í erfið-
leikum í keppni sinni. Megin-
keppni stóð á milli þeirra
tveggja — þó að Lindgreen væri
óvænt ógnað í úrslitum.
H. Jones sigraði með því að
ná frábærum spretti í lok hiaups
ins, en Lindgreen hafði haft for-
ystu fram á síðustu grindur. Og
þó Rússinn Mikhailov nálgaðist
ört — var silfrur Lindgrens ör-
uiggt.
Úrslit urðu:
Ol.meist. H. Jones USA 13.6
2. Lindgreert USA 13.7
3. Mikihailov Sovétr. 13.7
4. Ottoz ítaiíu 13.8
5. Randhawa Indlandi 14.0
6. Duriez FrakkL 14.0
7.44 og 6. Areta Spáni 7.34 m.
Það var orðiö kalt og dimmt
á Olympíuleikvanginum er
síffustu umferffir langstökksins
fóru fram. En honum hefur
áreiffanlega ekki veriff kalt á
verfflaunapallinum, Lynn Dav
ies. Fréttin spurffist fljótt
heim í fjallabæinn í Wales
þar sem hann býr. Hvert
mannsbarn í þessum 4000
manna bæ fagnaffi vel og
einn gamall maður sagði:
„Þetta er mesta gleffifrétt sem
viff höfum fengið síffan frétt-
in um lok heimsstyrjaldarinn-
ar barst“.
I annarri grein á sunnudag urðu
úrslitin jafn óvænt og í lamg-
stökkinu — þó þveröfug. Það
var í sleggjukastinu. Þar
höfðu flestir ætláð heimsmethaf-
anum Harold Conolly Bandaríkj-
unum sigrinn — en það fór á
annan veg. Hann varð að láta
sér nægja 6. sætið í keppninni,
marga metra frá sínu bezta.
Úrslit urðu: Ol-meist. Klim Sovetr. 69.74
2. Zsivotsky Ungv.l. 69.09
3. Beyer Þýzikal. 68.09
4. Nikulin Sovetr. 67.69
n u. Bakarinov Sovetr. 66.72
6 H. Conolly USA 65.65
Verðlaun
EFTIR keppni laugardags,
sunnudags og mánudags hef-
ur verðlaunalistinn breytzt
mikiff. Svona lítur hann út.
nú; |
G S B
Bandaríkin .... 31 21 19
Sovétríkin .... 16 13 19
Ungverjaland .. 7 5 3
Japan 6 5
Ítalía 5 6 2
Ástralía 5 2 8
Þýzkaland 3 13 11
Bretland 3 9
Pólland 3 4 5
Búlgaría 3 4 1
Finnland 3
Tyrkland 2 3 1
Tékkóslóvakía .. 2 2 3
Rúmenia 2 2 3
Belgía 2
Holland 1 3 3
Kanada 1 1 1
Júgóslavía 1 1 1
Danmörk 1 1
Nýja Sjáland . . 1
Frakkland 3 4
Svíþjóff 1 3
Trinidad 1 1
Kúba 1
Argentína 1
Kórea 1
Túnis 1
Iran 2
Kenya 1
Sviss 1
Dömurnar í senti-
metrastríði i Tókíó
KVENÞJÓÐIN háði harða bar-
áttu á Tokíóvöllum í gær. Fóru
fram úrslit í þremur greinum
kvenna og skiptu stórveldin þrjú,
Bandaríkin, Sovétríkin og Þýzka-
land bróðurlega gullverðlaunun-
um. Úrslit urðu þessi:
80 m grindahlaup:
Olympíumeistari
Blazer, Þýzkalandi 10,5
2. Ciepla, Pólland 10,5
3. Kilborn, Ástralíu 10,5
4. Press, Sovétríkjunum 10,6
5. Yoda, Japan 10,7
6. Piatkowski, Póllapd 10,7
200 m hlaup:
Olympíumeistari
McGuire, Bandaríkin
2. Kirszenstein, Póllandi
3. Black, Ástralíu
4. Morris, Jamaica
5. Samotesova, Sovétríkin
6. Simpson, Bretlandi
Kringlukast:
Olympíumeistari
T. Press, Sovétríkin
2. Lotz, Þýzkalandi
3. Manoliu, Rúmeníu
4. Angelova, Búlgaríu
5. Kuznetsova, Sovétr.
6. Kleiber, UngverjaL
23,0
23,1
23,1
23,5
23,9
23,9
57,27
57,21
56,97
56,70
55,17
54,87