Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 24
0 KELVINATOR KÆLISKAPAR Jískls. LAUGAVEGI ,ELEKTROLUX UMBOÐIÐ LAUOAVEGI <9 lími 21Ö00 Aflaleysi og atvinnu- leysi á Vestfjörðum ísafirSi 7. jan. EINDÆMA gæftaleysi hefur verið hér á norðanverðum Vestfjörðum undanfarnar vik ur og afli yfirleitt sáratregur þegar gefið hefur á sjó. Hefur iþetta valdið talsvert miklu at vinnuleysi hjá landverkafólki í ýmsum verstöðvum og má segja að mjög alvarlega horfi ef ekki rætist úr. Jólaverzlun var með minna móti og töluvert bar á því, að fólk tæki út sparifé sitt til jólainnkaupa. Flugsamgöngur hafa verið ákaflega erfiðar að undán- förnu og hafa margir beðið eftir fari, en í dag komu hing að Vicount og Douglasvél frá Flugfélaginu. Hér biðu um 70 manns eftir fari, en hafa nú komizt leiðar sinnar. Skíðamenn gengust fyrir þrettándabrennu í gærkvöldi. Kyndilberar renndu sér niður fjallshlíðina fyrir ofan íþrótta völlián og báru logandi blys og sólir og var það mjög til- komumikil sjón. Mikill mann fjöldi var við brennuna á íþróttavellinum. Hér inni á ísafirði hefur verið ágætis veður undan- farna daga, þótt rosi hafi ver ið úti á miðunum og bátar ekki getað róið. í fyrralag tók að hlýna í veðri og mikill bloti hefur verið síðan og nokkuð þung færð á götum bæjarins og víða krapaelgur. H.T. .....-• - Erfiður sjúkra- flutningur Fréttir ur Snjó tekur upp fyrir vestan Búðardal, 4. jan.: TÍÐARFAR hefur verið slæmt um áramótin. S. I. miðvikudag var hvassviðri og snjókoma. Slotaði veðrinu ekki fyrr en siðdegis á gamlársdag. Var þá færð tekin að spillast sums stað- ar á vegum, en þó minna en ætl- að var, þar sem rokið var svo mikið, að snjó festi ekki nema á stöku stað. Mjólkurflutningar og aðrar ferðir hafa gengið erfið Jega. Á þriðjudagskvöld 29. des. var sjúkrabíllinn kvaddur frá Búð- ardal út á Fellsströnd til þess að sækja veika konu og flytja til Stykkishólms. Hafði Stykkis- hólmslæknir verið kallaður á staðinn. Sjúkrabíllinn lagði af stað um kvöldið, en komst ekki lengra en að Staðarfelli sökum veðurofsa. Var hann um 4 klst. á leið- inn, sem venjulega er farin á tæpri klst. Voru þó 3 vaskir menn innanborðs. Daginn eftir- var veðurofsi mikill, svo að ekki var talið fært að nálgast sjúkl- inginn. Héldu þeir þá aftur til Búðardals við illan leik. Að morgni gamlársdags lagfH bíllinn enn af stað. Var þó veður lítt skárra en áður. í»ó tókst nú að IMý Elding i smíðum Akranesi 7. jan. NÝ Elding er í smíðum, sú þriðja með því nafni. Þetta er stálbátur 60—70 tonn að stærð, knúinn tveim Dodge-vélum og áætlað að skipið muni ganga rúmar 20 sjómílur. Nýi hraðbát- urinn Elding er smíðuð í skipa- smíðastöð í Kópavogi. Eigandi er froskmaðurinn Hafsteinn Jó- hannsson. Fullnaðarsamningar voru undirritaðir um smíðina núna fyrir hátíðarnar. Báturinn er glæsilegur, rammbyggður og á að verða með öllum nýtízku þægindum, öryggis og siglinga- tækjum. Þriggja manna áhöfn verður á bátnum. Elding III. mun fullbúin fyrir næsta síldar- sumar. — Oddur. Dalasýslu brjótast alla leið og flytja sjúkl- inginn til Stykkishólms um kvöldið, ásamt Guðmundi Helga, héraðslækni, sem haft hafði langa útivist að þessu sinni. Skólinn að Laugum í Hvammssveit 20 ára Sunnudaginn 27. des. var minnzt 20 ára afmælis heimavist- arbarnaskólans að Laugum í Hvammssveit. Var fulltrúum fræðsluráðs og skólanefnda sýslunnar boðið á samkomu í skólanum þetta kvöld. Ræður og ávörp fluttu: Benedikt Gíslason, formaður skólanefndar, Einar Framhald á bls. 2 Flateyri, 7. jan. í HAUST hafa róið héðan fjórir bátar og aflinn verið rýr, enda tíðin erfið og umhleypingasöm. Þessir fjórir bátar verða einnig gerðir út á vetrarvertíðinni. Um jólin var hér gott veður, en dálítið frost. Milli hátíða gerði mikla snjókomu með frosti. Lokuðust þá vegir hér innfjarða. Nú er komin hláka og í dag eru ýtur að byrja að. ryðja veginn, enda hefir snjóa tekið nokkuð upp. Er álitið að innfjarðaveg- urinn verði orðinn fær öllum bílum í kvöld. Fjallvegirnir hér beggja megin Önundafjarðar verða lokaðir áfram, því ekki verður ráðist í að ýta þá. Á jólum var talsvert af ljósa- skreytingum, er settu mikinn hátíðasvip á staðinn. Mikil kirkju sókn var og dansleikir um jól og gamlárskvöld voru vel sóttir og fóru vel fram. Mkil brenna var á gamlárskvöld að venju og flugeldum skotið bæði á staðn- um og einnig af skipum, sem hér lágu vegna veðurs. Jólatrés- skemmtanir verða á morgun og laugardag og fá börnin þannig framlengingu á jólagleðinni. VEGNA hækkunar á söluskatti hefur Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins ákveðið verðhækkun á sterkum drykkjum og sígarett- Vélstjórar á ísa- firði fá leiðrétt- in«u ísafirði 7. jan. MISHERMT var í frétt hér í blaðinu á þriðjudag að vélstjór- ar hér á ísafirði hefðu aftur- kallað kröfur sínar. Hið rétta er, að vélstjórar kröfðust þess að staðið yrði við ákvæði samnings þeirra við út- vegsmenn um að kaupgjaldslið- ir hækkuðu í samræmi við Júní samkomuiagið. Féllust útvegs- menn að reikna út hundraðs- hluta þann, sem hækka beri kaupgjaldsliðna um á þessu tíma bil. — H. T. Tókíó, 6 jan. (AP) • PEKINGSTJÓRNIN hefur sent indversku stjórninni harðorð mótmæli fyrir meint- an yfirgang indverskra her- manna á landamærunum í Sikkim. Eldur í Selási f fyrrinótt kl. 1:28 kom upp eldur í verzluninni Ásbúð á Selási. Slökkviliðið fór á vett- vang og er að var komið log- aði i sjoppu, sem er áiföst búð inni og upp úr þakinu. Á snyrtingu þar var eldur mest- ur. Eldurinn var slökktur á Z rúmium klukkutima. Tals- J verðar skemmdir urðu á hús- I inu og vörum þeim er roru | í sjoppunni, en í verzluninni j sjálfri urðu litlar skemmdir. 7 um. Heilflöskur hækka um 10 krónur og hálfflöskur um 5 kr. og útsöluverð á sígarettum hækk- ar um 1 krónu. Létt vín hækka hins vegar ekkert og hafa ekki gert að ráði um nokkurra ára skeið. Engin hækkun verður á vindlum, nef- tóbaki eða reyktóbaki. Eigin framleiðsla ÁTVR á vökvum hækkar, en ekki ilro- vötn, ger eða bökunardropar. Manns saknað í Eyjum í GÆR var leitað að manni, sem saknað var í Vestmanna- eyjum. Hafði hann síðast sézt á þriðjudagskvöld. Hér er um að ræða miðaldra heimilisföð- ur, sem búsettur er á staðnum. í gær var gerð leit að mann- inum og að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum i gærkvöldi verður henni haldið áfram i dag. Þrettándabrenna Þessa mynd tók Ól. K. M. á þrettándakvöld á Seltjarnarnesi er stofnað var þar til brennu einnar mikillar. Margt fólk hugðist skemmta sér og börnum sínum við að horfa á brennuna, en hafði af henni litla ánægju vegna skrílsláta unglinga. — — Kristján. Flaskan hækkar um 10 kr - sígarettur 1 kr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.