Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. janúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 ☆ VIÐ gengum niður að Tjörn í góða veðrinu í gær svona til að sjá, hversu fugl unum liði eftir allar þreng- ingarnar að undanförnu. — ísinn er nú sem óðast að hverfa af Tjörninni eftir hlýviðrið og rigningarnar að undanförnu. Það var heldur ekki annað að sjá en heimilisfólkið á Tjörn- inni hefði tekið gleði sína að nýju. Það ríkti að minnsta kosti mikið líf og fjör, þegar við komum þangað, og mikill buslu- gangur hjá öndum og grá- gæsum. í annan stað tóku svanirnir „Hún var að teygja brauðmola í áttina til svananna (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Rómantík í jnnúor lífinu með heimspekilegri ró að vanda og syntu um, hnar- reistir og tígulegir. Þeir teygðu úr sér og böðuðu út sínum voldugu vængjum öðru hverju og hefur vafalaust farið hroll- ur um hina minni fugla við þá sjón, því að vængir svana eru sannarlega ekkert smá- ræði. Fyrirferðarmestar voru grá- gæsirnar. Þær voru einatt á þönum með miklu fjaðrafoki og hásum skrækjum, líkt og eirðarlaus smábörn. Þær voru ekkert að skeyta um það, þótt nokkur andartetur væru fyrir, þegar þær hoppuðu út í Tjörn- ina, — þá var eins og þær vildu segja: Hvað eruð þið eig inlega að flækjast þetta alltaf fyrir! Andkrílin tóku öllu saman með jafnaðargeði, enda var sannarlega við ofurefli að etja, þar sem grágæsirnar voru. Þau höfðu líka öðrum hnöppum að hneppa en að karpa við þess háttar leiðinda- skjóður: annars vegar að hafa auga með sínum betri helm- ing — og hins vegar að góma brauðmolana, sem kastað var til þeirra. Endur virðast vera ákaflega rómantískar um þetta leyti árs, a.m.k. fengum við ekki betur séð en að rómantíkin og tilhugalífið væri í algleym- ingi hjá þeim í gær. Steggirnir „dömur" sér við hlið. Kæmi það fyrir, að aðkomusteggur liti kærustuna ásthýrum aug- um eða dirfðist að gogga í hana, fékk slíkur skarfur óblíð „Baráttan um brauðmolana var hafin enn á ný. virtust ákaflega harðir 'í bar- áttunni við að halda því, sem þeir höfðu þegar krækt sér í. Þeir viku vart frá sínum heitt- elskuðu og nutu þess í ríkum mæli að vera til á svona fögr- um degi og með svo fallegar ar viðtökur hjá verndaranum. Öllum þykir vænt um fugl- ana á Tjörninni, og þá ekki hvað sízt börnunum. Víst er um það, að Tjörnin væri vart fegurðarbletturinn á andliti borgarinnar, ef fuglarnir væru „Hvað eruð þið alltaf aW Hækjast fyrfr ofckur", sOgöu gæslrnar við endurnar. ☆ þar ekki. Börnunum þykir líka gaman að gefa öndunum brauðmola og koma, oft með stóra poka að heiman, út- troðna af brauðmat, og það kunna endurnar vel að meta. Hún Matthildur litla Guð- mundsdóttir, sem við hittum við Tjörnina í gær, sagði, að hún staldraði næstum alltaf við hjá fuglunum, þegar- hún kæmi úr skólanum. Hún var að teygja brauðmola í áttina til svananna, þegar við spurð- um hana: — Ertu ekki hrædd um, að þeir bíti þig, Matthildur? — Nei, nei, sagði hún og fltýti sér að kippa að sér hendinni, þegar brauðmolinn var kominn á réttan stað. Ungfrúin litla var 9 ára gömul. Hún sagðist vera í Mið bæjarskólanum, 3. bekk D. — Þú ert hrifin af svönun- um, Matthildur? — Já, þeir eru svo fallegir, sagði hún. — En veiztu það ekki, að þeir geta verið voðalega grimmir, sögðum við. — Stundum, sagði hún. — Hefur þú orðið fyrir barð inu á þeim? — Nei. En einu sinni tók grágæs stígvél frá mér. Þá var ég lítil. — Það hefur nú verið meiri frekjudósin að stela stígvélinu þínu! — Við marnma vorum að gefa öndunum og grágæsun- um brauð, og þegar gæsin fékk ekki meira brauð, tók hún bara stígvélið mitt. — Fékkstu það ekki aftur? — Nei, hún synti með það út á Tjörn. — Ja, sú var aldeilis góð, sögðum við. Matthildur samsinnti því og hélt áfram að gefa fuglun- um. Barátta anda og gæsa um brauðmolana var hafin enn á ný. Utanveltu baráttunnar voru svanirnir, en enginn vissi, um hvað þeir voru að hugsa. — a - STAKSTEISVAR Ölaf sf j ar ðaikaup- staður 20 ára 20 ár eru um þessar mulidtr liðin frá því, að Ólafsfjörður fékk kaupstaðarréttindi. Af því tilefni hafa Sjálfstæðismenn í Ólafsfirði gefið út myndarlegt blað, sem helgað er afmæli kaup- staðarins. Eru þar birtar margar ágætar greinar um Ólafsfjörð og framfaramál byggðarlagsins. í forustugrein blaðsins er m.a. frá því sagt, að í Ólafsfjarðar- höfn hafa nú verið varið um 30 milljónum króna. Samt sem áður má segja, segir í greinni, „að hafnleysa sé hér fyrir stærstu bátana, þar sem þeir þurfa jafnan að flýja héðan, ef veður versnar að ráði. Þetta er óviðunandi fyrir þá sem við þetta þurfa að búa, og gera verður öllum ljóst, sem við þetta mál eru riðnir, finnist ekki lausn þess, er úti um útgerð stærri báta héðan.“ Þá er skýrt frá því, að 70 ár séu liðin frá upphafi barnfræðslu í Ólafsfirði. Sðan er komizt að orði á þessa leið: „Þannig er nauðsyn að byggja nútímabæ. Hver þáttur sífellt margbrotnara mannlífs þarf að leysast með framsýni og dugn- aði, Þannig að fólkið fái jafna aðstöðu til hvers konar starfa, félags- og menningarlífs, eins og bezt gerist með öðrum. Vandinn er sá, að fámennið leyfir ekki fjárfrekar framkvæmdir á mörgum sviðum í senn. Því ber að miða að því að leysa þau verkefni sem tekin eru fyrir hendur til frambúðar, og velja fremur þann kost, að bíða með þá þætti, sem unnt er“. Mikið hefur á unnizt Undir lok greinarinnar um Ólafsfjörð segir á þessa leið: „Mikið hefur unnizt á 20 árum, en mörg eru þau verkefni, sem bíða úrlausnar. „Afmælismálin", hafnargerð, skólamiál, þatrfnast enn dugandi forystumanna og starfsmanna. Svo er um fleiri framfaramál. Það er því sérstakt fagnaðarefni nú, að búast má við auknum likum til þess að ungir menn fáist til að starfa hér, þegar skilyrði batna til sam- skipta við fjölbýli í grenndinni. Við þurfum einmitt til starfa við hlið okkar gagnmenntaða unga menn, tæknifræðinga, kennara og svo framvegis. Þegar nú eru 20 ár að baki, getum við þvi sagt að starf okkar hafi borið ávöxt, byggðin hefur vaxið, fólk- inu hefur fjölgað og skilyrði fara batnandi og framtíðin gefur góð fyrirheit. Þau fyrirheit þarf þ« að sækja, og sækja fast. Því þurfa allir að leggjast á eitt í sókninni að því yfirlýsta marki, að stækka þennan stað, sem mest á öllum sviðum mannlegs Iífs.“ Á móti Háskóla á Akureyri Lárus Jónsson skrifar Uppsufá bréf í Tímann í gær, og ræðir þar m.a. um skólamálin. Lýsir hann þar andstöðu sinni við það hugmynd að nýr háiskóli verði reistur á Akureyri. Kemst hann m.a. að orði á þessa leið: „Að stofna nýjan Háskóla á Akureyri í náinni framtíð, sýnist mér varla raunsætt. Það myndi tæplega gagna æðri menntun i landinu, og varla Akureyringum til frambúðar. Þar með er ekki sagt, að ekki sé hægt að kenna einstakar námsgreinar, eða vissa hluta námsefnis á svipaðan hátt og fjórðungssjúkrahúsið tekur á móti læknanemum. Þaðan og til Hátskóla er stökkið langt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.