Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 17
Föstudagur 8. janúar 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
Bræðrafélag Lang-
holtssafnaðar
NÚ í skammdeginu hefur mikið
verið gert til ánægju og andlegr-
ar uppbyggingar í þessum fjöl-
menna söfnuði, sem kenndur er
við Langholt, bæinn sem Helgi
Magnússon járnsmiður og kaup-
maður byggði árið 1923 á órækt-
uðu mýrarholtinu og gaf nafn
æskustöðva sinna: Syðra-Lang-
holts í Hrunamannahreppi. Þarna
annaðist Helgi um árabil nokk-
urn búskap í frístundum sínum
ásamt börnum sínum, og hafði
um 11 kýr í fjósi, með 1 hesti og
um 100 hænsnum.
1. hátíðarsamkoma Bræðrafé-
lagsins í vetur (en formaður
er Kristján Erlendsson) var
skemmtisamkoma í safnaðarheim
ilinu, sem öldruðu og gömlu fólki
var boðið til á 3. í jólum. Að
loknum nokkrum skemmtiatrð-
um báru kvenfélagskonur fram
rausnarlegar veitingar fyrir alla
samkomugesti sem vel kunnu að
meta þennan höfðingsskap.
■ Nú rak hver framkvæmdin
aðra, því þegar næsta dag 23.
des. var haldin jólatrésskemmt-
un fyrir börn í söfnuðinum og
var aðsókn svo mikil, að endur-
taka varð skemmtunin daginn
eftir, og höfðu þá um 600 börn
notið þessarar ágætu skemmtun-
«r með foreldrum sínum og
venzlafólki. Áður en dansinn
hófst um jólatréð, þótti mest
skemmtun að leikþættinum: Jóla
géstinum sem börn úr barnastúk
unni Ljósinu fluttu undir stjórn
Sig. Gunnarssonar, skólastjóra.
Þó hefur fullorðna fólkinu e.t.v.
þótt meira til koma samleiks
barna á fiðlu og píanó, voru
stúlkurnar sérstaklega ungar að-
eins um 9 og 11 ára, en piltarnir
2, sem einnig léku á samskonar
hljóðfæri voru á fermingaraldri
og var leikið lag eftir annan
þeirra Sigurð Rúnar. Mikla ká-
tínu vaki einnig gamanþáttur-
inn „Tízkusýnngin“, er telpur
úr „Ljósinu" fluttu.
Loks var svo haldin Jólavaka
fyrir fullorðna 1. sunnudag eftir
nýár og var það mjög skemmti-
leg kvöldvaka og fjölbreytt.
Unnu okkar ágætu prestar,
sr. Árelíus Níelsson og sr. -Sigurð
ur H. Guðjónsson í bróðerni að
því að gefa vökunni allri yndis-
legan helgiblæ.
1 Eftir inngangsorð sr. Árelíus-
ar og sálmasöng Kirkjukórsins
flutti dr. Bjarni Benediktsson,
forsætisráðherra stutta ferðasögu
frá landinu helga, en furðu fróð-
lega. Þvi miður er hér ekki rúm
til að rekja þann fróðleik, sem
þessi ágætu hjón urðu aðnjót-
andi í heimboði ísraelsstjórnar,
en geta má eins um útlit þessa
merka, fjarlæga lands, sem at-
hygli vakti þessa nóvemberdaga,
sem hjónin dvöldust þarna
hversu jörðin var áþekk íslenzku
landi á haustdegi, en sá brúni
blær stafaði ekki af kulda, eins
og hér, heldur af of miklum hita
og þurrki. En þegar á þorra verð
ur landið eins ólíkt íslandi og
verða má, allstaðar vafið gróðri
og blómum þar sem nokkur jarð
vegur er, en hann skortir þar
víða, líkt og hér.
1 Að lokinni hinni ágætu ræðu
dr. Bjarna var haldin mjög at-
hyglisverð helgisýning, þar sem
32 unglingar (flest stúlkur) frá
Vogaskóla léku fæðingarsögu
frelsarans við daufa birtu frá
kertaljósum. Hefur Þorsteinn
Eiríksson, skólastjóri æft þessa
eýningu og stjórnað. Er þetta í
3. sinn, sem hann kemur með
þessa sýningu í safnaðarheimil-
ið, auk þess sem hann hefur
stjórnað svona helgisýningu á
hverjum jólum í Vogaskólanum
•íðan hann kom þangað.
Að sýningunni lokinni söng
Gerður Hjörleifsdóttir nokkur
falleg lög.
Þá hófst samleikur hinna mjög
efnilegu drengja, sem áður er
getið, lék Sigurður Rúnar á
fiðlu, ea Sigurg«úr Sigurðssoa á
píanó, allt valin lög og viðeig-
andi. Áttu báðir drengirnir
þekkta afa, var Sigurður Z.
skáld afi Sigurðar, (sem lögin
samdi), en Sigurgeir biskup var
afi nafna síns.
Enn söng kirkjukórinn sálma-
lög, undir stjórn enn eins æsku-
mannsins hér, sem gefur góð
fyrirheit um bjarta framtíð, en
það er hinn 18 ára gamli piltur,
sem ráðinn er fastur orðanleik-
ari í sókninni. Hann hefur m. a.
lært orgelleik hjá dr. Páli ísólfs-
syni, enda leikur á við ágæta
reynda orgelleikara og stjórnar,
„eins og sá er vald hefur.“ Þessi
efnilegi tónlistarmaður heitir
Jón Stefánsson. Einsöng með
kórnum söng fr. Inga Markús-
dóttir með mjög þíðri röddu.
Loks annaðist séra Sig. Hauk-.
ur látlausa, en áhrifaríka helgi-
stund.
Var ánægjulega að sjá hversu
mikill hluti þeirra, er fylltu
„kirkjuna“ á þessari minnis-
stæðu jólavöku, var börn og ungl
ingar, því þeirra er framtíðin.
Er þessari ágætu kvöldvöku
var lokið þótti mörgum kirkju-
gestinum gott að geta keypt sér
kaffi í innri salnum, með úrvals
tertum og öðru kaffibrauði, sem
kvenfélagskonur gáfu af mikilli
rausn, til ágóða fyrir kirkjubygg
ingarsjóðinn, eins og oft áður.
Að ólöstuðum hinum mörgu
ágætu skemmtiatriðum jólavök-
unnar, hygg ég að minnisstæðust
verði helgisýning Þorstein Ei-
ríkssonar, einkum meðal barna
þeirra, er. ekki hafa séð hana
áður.
G. Ág.
Finnbogi Kjartansson
IViinning
í DAG er til moldar borinn
Finnibogi Kjartansson, stórkaup-
maður. Finnbogi var fæddur í
Prestsibúsum í Mýrdal 27. nóv.
1910 og var því nýlega orðinn
54 ára að aldri. Foreldrar hans
voru Kjartan Finnibogason og
Ingibjörg Jóihannsdóttir. Finn-
bogi rnissti föiður sinn fyrir rúm-
um 30 árum en móðir hans er
enn á lífi.
Finnbogi stundaði nám við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði
og við Menntaskólann á Akur-
eyri. Síðan fór hann til Póliands
og stundaði framhaldsnám við
Verzlunarháskólann í Varsjá.
Jafnframt námi vann hann við
Verzlunarbanka.
Nokkru fyrir síðari heimstyrj-
öldina, þegar Fritz Kjartansson
kom til Póllands á vegum síldar-
útvegsnefndar hóf Finnbogi við-
skipti við Pólverja en á'ður voru
öll viðskipti við Pólland gerð
gegn um dönsk umboð. Aðallega
var það timbur sem keypt var.
Finnbogi, bjó meira og minna í
fimm ár í Fóllandi fyrir strið.
Hann kom til íslands snemma á
árinu 1939 og undirbjó viðskipti
milli landanna og var í þann
veginn að fara til Póllands aft-
ur, þegar styrjöldin skall á. Hann
stundaði síðan umiboðssölu og
skipamiðlun í stórum stíl. Eftir
styrjöldina fór Finnbogi aftur til
Póllands, þegar fyrsti viðskipta-
samningurinn var gerður milli
landanna. Finnbogi gerðist þá
m.a. umboðsmaður fyrir Pólsku
kolanámurnar.
Finn.bogi var skipaður vara-
ræðismaður Pólverja fyrir styrj-
öldina og aðalræ'ðismaður, þegar
Hjalti Jónsson, frændi hans féll
frá. Sem þakklætisvott fyrir vel
unnin störf, var hann sæmdur
heiðursmerki af Pólsku stjórn-
inni.
Ég kynntist ekki Finnboga fyrr
en árið 1957 á ferðalagi í Pói-
landi. Hann orkaði strax á mig
sem aðlaðandi per9Ónuleiki gáf-
aður og vel að sér í flestum mál-
um. Hann var tungumálamaður
mikill, vel ritfwr, mælskumaður
Og ÍMMiKMksU hitui mesti. Hann
var vinmargur og eitt áttu þeir
sameiginlegt, að öllum þótti
vænt um manninn. Finnbogi var
gle'ðskaparmaður og hrókur alls
fagnaðar í samkvæmum. Hann
var einnig drengskaparmaður og
mátti ekkert aumt sjá.
Þegar við ræddum einu sinni
sem oftar saman, minntist ég á
það, að persónulega ihéldi ég að
hann væri á rangri hillu. Hann
hefði í æsku átt að verða stjórn-
málamaður. Hann viðurkenndi
að vi'ðskiptalífið væri of slóttugt
fyrir hans viðkvæmu lund, en
jafnframt að oft hefði hann haft
gaman af því, einkum og sér í
lagi, þegar það gæfi vel í aðra
hönd.
Finnbogi var trúaður maður.
Hann fann mikla fróun í trúnni
og þegar hann gerði sér grein
fyrir, að hann gengi með ólækn-
andi sjúkdóm, þá sýndi sig
hversu mikill styrkur var í trú
hans.
Hann varð ekki gamall máð-
ur, en hann lifði fjölskrúðugu
lífi og sá og reyndi meira en
almennt gerist. Þessu kynntist
ég og naut þess oft að hlusta á
hann segja frá, en hann var gædd
ur miklum frásagnarhæfileikum.
Sérstaklega hafði ég gaman af
að heyra hann segja frá frænda
sínum og kunningja, Hjalta Jóns
syni (Eldeyjar Hjalta), en hann
bar djúpa virðingu fyrir þessum
frænda sínum. Líklegast hefur
hann einnig mótast mikið af
Hjalta, þeim sæmdar manni.
Finnbogi er nú horíinn af
sjónarsviðinu. Hans verður sakn-
að af mörgum. Hann setti svip
á þennan bæ og maður gat ver-
fð viss um að tekið var eftir
honum hvar sem hann fór.
Ég færi eftirlifandi ástvinum
hans mína dýpstu samúð. Þor-
gerði Elíasdóttur, konu hans,
Ingibjörgu, móður hans, Þresti,
syni hans og systkinum hans,
Önnu, Sigríði, Ásdísi, Matthíasi
og Jóhanni.
Það er sárt að missa góðan vin
og góðan dreng en minninguna
er ekki hægt að taka burtu. Far
þú í friði og blessuð sé minning
þín.
Haraldur Gíslason.
*
Utsalan
stendur yfir
15% - 100%
afsláttur
íLmiÖRK
— Sölusamtök
Framhald af bls. 8
1. Umboðssalar hafa ekki
jafn góða aðstöðu til að sam-
ræma framleiðslugetu frysti-
húsanna og nýta þær fisktegund-
ir sem aflast jafn vel eins og
heildarsamtök.
2. Umboðssalar geta ekki nema
að mjög takmörkuðu leyti byggt
upp eigin vörumerki á erlendum
mörkuðum. En sala undir eigin
vörumerki er lykillinn að árviss-
um og tryggum sölum til neyt-
endanna.
3. Til þess að byggja upp neyt-
endamarkað undir eigin vöru-
merki, þarf mikið fjármagn, sem
einstaklingar hafa ekki yfir að
ráða. Sameiginlegir sjóðir sterkra
sölusamtaka geta aftur á móti
staðið undir slíkri framkvæmd.
4. Umboðssalar taka fast-
ákveðna þóknun fyrir þjónustu
sína. Þeir taka enga áhættu með
framleiðendunum, ef markaðir
kynnu að bregðast. Þénusta
þeirra þarf ekki alltaf að vera
fólgin í því, að ná sem hæstu
verði heldur hið gagnstæða, að
selja sem mest magn við tiltölu-
lega lægra verði, með því getur
umboðsgróðinn orðið mestur.
5. Umboðssalar eru háðir sín-
um fáu erlendu heildsölukaup-
endum. Þeir hafa ekki styrk til
að bíða með vöruna eftir því að
verðlag hækki, heldur hafa þeir
tilhneigingu til að selja eins fljótt
og unnt er. Samningsaðstaða
þeirra er veik.
í vel uppbyggðum og heil-
brigðum sölusamtökum, er mik-
ill ávinningur fyrir framleiðend-
ur. í skjóli þeirra er m.a. unnt:
1. Að verja miklu fé úr sam-
eiginlegum sjóðum í sölu- og
markaðsmál og leita nýrra mark-
aða og byggja þá upp.
2. Að selja afurðirnar undir
eigin vörumerkjum.
3. Að treysta samningsaðstöðu
framleiðenda innanlands sem
utan.
4. Að samræma framleiðslu
mikils fiskmagns þörfum mark-
aðanna.
5. Að koma í veg fyrir undir-
boð og hafa áhrif á verðmyndun
einstakra markaða.
6. Að hafa öflugt gæða- og
framleiðslueftirlit.
7. Að gera tilraunir með nýj-
ungar, sem leiða til betri af-
komu þeirra, sem í framkvæmd-
inni starfa, eins og t.d. við ákvæð
isvinnu í frystihúsum o.fl.
Hér að framan er fátt eitt upp-
talið um kosti samtakanna. Fyrir
þjóðarheildina eru samtökin
mikil trygging fyrir því, að ein-
stakir tækifærissinnar leiki sér
ekki að því fjöreggi, sem útflutn-
ingsverzlunin er, sjálfum sér til
ávinnings, en öðrum til tjóns.
Samtökin aga, að vissu marki, fé
lagsmenn sína til góðra verka.
Ýmsir af hæfustu og merkustu
mönnum þjóðarinnar hafa látið
í ljósi skoðanir sínar um þýðingu
útflutningssamtaka og nauðsyn
þess, að staðið sé saman í sölu-
og markaðsuppbyggingu erltnd-
is. Orð þeirra ættu samtímis að
vera varnaðarorð og ábending
um, hverjar leiðir skuli fara í
þessum málum, vegna þjóðar-
hags. Skal því að lokum vitnað
í ummæli þessara manna því til
stuðnings, að halda beri vörð um
frjálst uppbyggð og heilbrigð
sölusamtök, sem vinna fyrst og
fremst í þágu heildarinnar, en
ekki einstakra sérhagsmuna-
manna.
ÖLAFUR THORS,
fyrrv. forsaetisrðherra:
„Með þessa sölu (þ.e. á hrað—
frystum fiski), fara nú aðallega
tveir aðilar, Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna og Sambandið. Hef
ég reynt að efla samstarf þeirra
á milli og vernda söluréttindi
eftir getu. Eru þó dæmi þess að
samkeppni þeirra hefur leitt til
tjóns fyrir íslenzka hagsmuni. —
Hygg ég því fremur, að þróunin
gangi í þá átt, að þeir taki hönd
um saman en hina, að útflytjend
um fjölgi.“
(Úr ræðu, fluttri á Lands-
fundi Sjáifstæðisf kíkksios
árið 1953).
JÓN GUNNARSSON,
fyrrv. sölustjóri S.H.:
„Öflun neytendamarkaða er
hin eina örugga leið í markaðs-
málum hraðfrystihúsanna. Til
þess að geta aflað neytendamark
aða, verður að styrkja samtök
framleiðendanna og skipuleggja
útflutninginn þannig, að neyt-
endamarkaðurinn verði fyrst af
öllu tryggður. —
Að leysa upp útflutningssam-
tökin og koma á algjöru frjáls-
ræði í útflutningsverzlun með
freðfisk, myndi leiða til hreinnar
upplausnar, stórskaða þjóðina og
lífsafkoma hennar versna.“
(Úr viðtali, sem birtist f
dagbl. Vísi, 22. febr. 1962).
ELfAS ÞORSTEINSSON,
stjórnarformaður S.H.:
„í skjóli samtaka stöndum við
(þ.e. íslenzkir fiskframleiðend-
ur) sterkar gagnvart utanaðkom
andi aðilum, ekki hvað sízt fjár-
magnssterkum erlendum aðilum,
sem hafa á undanförnum mánuð-
um verið að teygja sig inn í hrað-
frystiiðnað nágrannalandanna.
Okkur stafar öllum mikil
hætta af þessari þróun, ef við
höfum ekki þroska og skilning til
að standa saman í endurskipu-
iögðum samtökum, sem gera okk
ur enn hæfari til stórra átaka
fyrir hvern einstakan og heild-
ina.
f dag er enn meiri nauðsyn
fyrir samheldni og samstöðu
þeirra aðila, sem standa að S.H.**
(Úr aðalfundarræðu í S.H.
í júní 1962).
EINAR SIGURHSSON,
varaformaður S.H.:
„En frystihúsin myndu ekkl
standa samtakalaus til lengdar
ein og óstudd í samkeppninni
(innskot greinarhöf. þ.e. sam-
keppninni við Samband ísl. sam
vinnufélaga um frystihúsin).“
(Úr grein í Mbl. í ág. 1964)
„Fyrir þjóðina í heild tel ég,
að það skipulag, sem farið er
fram á í tillögunni (innskot; þ.e.
að aðeins tveim stærstu fram-
leiðslu- og söluaðilum jájóðarinn-
ar sé veitt leyfi til útflutninga
frystra sjávarafurða), færi henni
betra verð fyrir fiskinn, þar sem
ekki þarf að óttast undirboð, sem
alltaf gerir vart við sig, þegar
margir eru á markaðnum með
sömu vöruna.“
(Úr viðtali í Mbl., 5. des.
1964).
Viðhorf íslenzkra útgerðar-
manna á aðalfundi L.Í.Ú.
í nóvember 1964.
„Fundurinn telur, að sala á
íslenzkum sjávarafurðum eigi að
vera í höndum framleiðendanna
sjálfra í hverri framleiðslugrein,
og telur það mjög varhugavert,
að í þeim greinum útflutnings-
ins, þar sem slík sölusamtök fram
leiðendanna eru starfandi, sé ein-
stökum aðilum veitt aðstaða til
að sitja að beztu mörkuðunum
og vera lausir við að selja á óhag
stæðari mörkuðum og taak þátt
í kostnaði við að vinna nýja
markaði. Reynslan hefur og sýnt,
að framboð frá mörgum aðilum
á útflutningsafurðum hefur oft
haft áhrif til óeðlilegs verðfalla
þeirra.“
Ofanskráð ályktun var sam-
þykkt samhljóða á aðalfundi
L.Í.Ú., sem haldinn var í nóv.
1964. Ályktunin var lögð fyrir
fundinn af afurðasölunefnd, en i
henni voru nokkrir helztu for-
ystumenn sjávarútvegsins á
íslandi.
Nefndin var skipuð eftirtöld-
um mönnum:
Sverrir Júlíusson, form. LÍÚ
Loftur Bjarnason, form. FÍB
Sveinn Benediktsson, form.
stjórnar Síldarverksm.
ríkisins.
Tómas Þorvaldsson, útgerðar
maður, Grindavík.
Jóhann Pálsson, útgerðar-
maður, Vestmannaeyjum.
Hreiðar Valtýsson, út-
gerðarmaður, Akureyri.
Ölver Guðmundsson, út-
gerðarmaður, Neskaupstaft.
Sigurður Pétursson, útgerðar
maður, Reykjavík.
Guðmundur Guðmundsson,
framkv.stj., ísafirði.