Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. janúar 1965 ic Örlagarikir dagar f>að var raunar lítill munur á árnaðaróskum milli manna í Ólafsfirði á nýjársdag 1944, frá því sem verið hafði á nýjársdög- um á liðnum árum. En í hugum margra, og ekki sízt þeira, er faíin hafði verið forsjá byggðarlagsins, var áreið- anlega djúptækari ósk um giftu- drjúgan framgang mála en oft áður, sem stafaði af þeirri vit- und margra, að á næstu mánuð- Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri; Ólafsfjörður kaupstaður í 20 ár um réðist mjög um framtíð Ólafsfjarðar. Á undanförnum árum hafði verið haldið uppi harðri baráttu fyrir framgangi mesta hagsmuna- máls Ólafsfjarðar, hafnargerð, er allir voru sammála um að væri mál málanna. Hreppsnefndin stóð einhuiga að þVí máli, svo og hafnarnefnd, sem hafði unnið ósleitulega að framgangi þess, bæði innan sveit- ar og utan. Margsinnis höfðu Ásgrimur Hartmannsson bæjarstjóri Á fundi hreppsnefndar daginn eftir, upplýsti oddviti, að þeir þingmenn, sem hann hefði átt 'tal við, teldu rétt að reyna þessa leið, og meiri likur væru fyrir því, að samþykkt yrði að Ólafs- fjörður fengi bæjarréttihdi, ef farið væri fram á það. Samþykkti því hreppsnefnd að boða til almenns borgarafundar um málið. I>ann 26. febr. var svo samþykkt á almennum borgara- fundi að óska bæjarréttinda, með 99 atkv. gegn 2, en 2 sátu hjá. Síðar var svo þingmönnum kjör- dæmisins falið að flytja frum- varp þar um. Einhugur Ólafsfirðinga var sér- stæður um þessi baráttumál, hafnarmálið, og síðar bæjarrétt- indamálið, ekki sízt þegar þess er gætt, að vitaí var, að bæjar- réttindi myndu auka útgjöld sveitarsjóðs, og byggðarlagið verða af ýmissi fjárhagslegri að- stoð sýslu- og ríkis, sem hrepps- félög nutu. En þótt einhugur ríkti um bæði þessi mál hjá almenningi, hér og innan hreppsnefndar og hafnar- nefndar, þá þurfti meira til. Nauðsynlegt var að fylgja fram- gangi þessara mála fast eftir á æðri stöðum, og það hygg ég að hafi verið gert af dugnaði mikl- um og hyggindum, af fyrrnefnd- um Þorsteini og Magnúsi, og svo auðvitað oddvitanum, Þórði Jónssyni, og eiga þeir sérstakar þakkir skildar fyrir, svo og þing- menn kjördæmisins, er veittu margvislega fyrirgreiðslu fyrir framgangi þessara mála, og þá einkum þeir Bernharð Stefáns- son og Garðar heitinn Þorsteins- son. •Á Fyrsta árið Þórður Jónsson tók að sér að vandasama starf, að verða fyrsti bæjarstjóri Ólafsfjarðar- kaupstaðar. Átti það vel við, bæði vegna þess að hann hafði áður verið oddviti, svo og vegna þess að hann bjó á Þóroddsstöð- um, en eftir nafni þeirrar jarðar hét hreppurinn áður Þórodds- staðahreppur. ár Já eða nei Þegar ég nú minnist þeirra tuttuigu ára, sem Ólafsfjarðar- kaupstaður á að baki, kemur margt fram í hugann um menn og málefni er vert væri að minn- ast og hollt að rifja upp, en mér mun ekki ætlað rúm til þess nú, og því bíður það betri tíma. Eftir að Þórður lét af bæjar- stjórastarfinu eftir eitt ár, féll það í min hlut að taka við, gerði ég það með hálfum huga, því mér var ljóst, að erfiðleikar marg- víslegir voru framundan, en ég var hvattur til þess og lét til- leiðast. Fyrsta minnisstæða afgreiðsla mín sem bæjarstjóra, var skömmu eftir að ég tók við, og var í sambandi við fyrirhugaða skólahúsbyggingu. Form. skóla- nefndar, Jóhann Kristjánsson, héraðslæknir, kom til mín og innti mig eftir því, hvort tryggt væri að bæjarsjóður gæti greitt þær 80 þús. kr., sem skráð væri í bæjarreikningi, sem skólabygg- ingarsjóður. Ég vissi, að á svari mínu mundi velta, hvort byrjað yrði á bygginigu skólans það ár eða ekki, en jafnframt var mér ijóst, að engir peningar voru til í bæj- arsjóði og hvergi lán að fá, en sagði þó já. Vissulega olli það mér lengi kvíða, hvernig til tækist að standa við þetta loforð, en ein- hvern veginn tókst það, og bæj- arstjórn fann aldrei að þessari ábyrgðarlitlu afgreiðslu minni. Á Og svo liðu árin Á hverju ári í ævi þessa 20 ára bæjar hefur verið háð hörð barátta fyrir lífi hans Oig sigrar og ósigrar skipzt á. Sérstaklegat voru fyrstu árin erfið, afkoma al~ mennings léleg, aflaleysi og at- vinnuleysi oft tímunum saman. Oft mátti varla á milli sjá hvort sjálfstæði bæjarins yrði bjargað eða ekki. En þrátt fyrir allt verður þvl . ekki neitað, að miklar fram- kvæmdir hafa orðið hér sl. 20 ár, bæði á vegum bæjarins og ein- staklinga. Tel ég að einhugur íbúanna og óbilandi trú þeirra á bæinn sinn, hafi miklu ráðið uxn ákjósanlegan framgang mála. Á Hvað er framundan? Enn stöndum við um þessi áramót á örlagatímamótum, og enn er framtíðin hvað mest háð framvindu hafnarmálsins. Fæst það langþráða skjól inn- an hafnarinnar, sem vonir standa til um, með þeirri framkvæmd, sem nú stendur yfir? Og vitað er, að þrátt fyrri það, þótt nokkur bót fáist með nefndri aðgerð, þá er aðalátakið eftir, svo við- unandi hafnaraðstaða fáist hér fyrir útgerð hinna stærri fiski- báta, sem fara stækkandi. Og svo er spurningin: hvenær léttir af því aflaleysi, sem lengi hefur verið og sem stöðugt herð- ir meir og meir að öllu atvinnu- lífi hér og þrengir kost atvinnu- rekenda. En við skulum vona það bezta, en loka þó ekki augunum fyrir því, að vá er fyrir dyrum, en ef við stöndum áfram saman um helztu hagsmunamál bæjarins og missum ekki trúna á byggðar- lagið og okkur sjálf, þá munum við sem fyrr hrósa sigri að lok- um, og „þá mun aftur morgna."' Við munum sjá þróttmikinn og vaxandi útgerðarbæ, iðnaðar- bæ, derðamannabæ og bæ menn- ingarskilyrða, menntunar oig fé- lagslega séð, og umfram allt, baa einstaklinga og drengilegra ibúa. Ég vil svo að endingu, í tilefni 20 ára afmælis bæjarins, færa öllum Ólafsfirðingum innileg- ustu þakkir fyrir allt, sem þeir hafa vel gert fyrir byggðarlags- ins hag. Sérstaklegar þakkir færi ég þeim, sem á þessu 20 ára tíma- bili hafa starfað í bæjarstjóm og nefndum bæjarins, ég þakka Framhald á bls. 21 þeir Þorsteinn heitinn Símonar- son, sem var formaður hafnar- nefndar, og nefndarmaður hans þar, Magnús Gamalíelsson, farið til Reykjavíkur og dvalið þar langtímum, til að vinna þessu máli fylgi og fyrirgreiðslu hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar. Að tilstuðlan hafnarnefndar höfðu þegar verið samin hafnar- lög fyrir ólafsfjörð, fengin kostn- aðar- og byggingaráætlun, sam- þykki vitamálastjóra, loforð um 15 þús. kr. fjárveitingu og láns- loforð til byrjunarframkvæmda, ef áskildar ábyrgðir fengjust. En svo kom reiðarslagið, sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu synjaði um ábyrgð. __ Á" Hvað var nú til bjargar? Á fundi hreppsneíndar 22. febr. 1944, var rætt á víð og dreif um þetta alvarlega viðhorf, og hreyfði ég þá því, hvort ekki væri reynandi að sækja um bæj- arréttindi, en upplýst hafði verið að þá_ nægði ríkisábyrgð ein sér, og að hún myndi fást. Engar ákvarðanir voru teknar, en odd- vita, Þórði Jónssyni, falið að spyrja um álit þingmanna kjör- dæmisins þetta varðandi. ÍC TOL/LURINN AFNUMINN ÞÁ hafa hinar erlendu kon- ur, sem hafa verið að skrifa mér að undanförnu, loksins fengið ósk sína uppfyllta. Eitt dagblaðanna upplýsti það sem sagt í gær, að í framtíðinni yrðu jólabögglar ekki tollaðir, ef innihald þeirra færi ekki fram úr fimm hundruð krónum að verðmæti. Og sé verðmætið meira leggst tollurinn einungis á það, sem er umfram tilgreinda upphæð. Erlendar ömmur barna á íslandi geta því farið að prjóna og sauma til næstu jóla — áhyggjulausar. * EKKI MEÐ PÍPUHATT Ég sá það í einu New York blaðanna á dögunum, að John- son forseti ætlar að varpa öll- um tepniskap fyrir borð, þegar hann tekur formlega við em- bætti við upphaf nýs kjörtíma- bils í lok þessa mánaðar. Þetta á að verða mjög óformleg at- höfn og ekki er ætlazt til að fólk mæti þar í sínu stífasta stássi, eins og oft áður. Sjálfur ætlar Johnson að mæta í gráum fötum með við- eigandi hatt, en ekki fara í kjól og hvítt Oig bera pípuhatt, eins og forsetarnir hafa oft gert við þetta tækifæri, síðast Kennedy fyrir fjórum árum. Kennedy bar endranær aldrei pípuhatt, en fyrir innsetningarathöfnina var honum gefinn hattur til þess að bera þennan dag. Hann kunni samt ekki betur við hatt- inn en svo, að hann hélt á hon- um lengst af. * HVAÐ GERIR JOHNSON? Ástæðan til þess að fréttin um hina „óformlegu“ athöfn Johnson hefur vakið athygli vestra, er sú, að í Hvíta húsinu var tilkynnt, að nú væri ráð- gert að hverfa aftur til And- rew Jacksons-tímabilsins, til gamalla og góðra bandarískra erfðavenja, eins og það var orðað. Og nú er vitnað til þess, að þegar Andrew Jackson hefði á sínum tíma tekið við for- setaembætti, hefði hann að at- höfninni lokinni farið ríðandi gæðingi sínum, berhöfðaður, frá þinghöllinni til Hvíta húss- ins. Fólk er að velta því fyrir sér, hvort Johnson ætli að gera hið sama, því hestamaður er hann mikilL Svo mikið er vist. ★ SJÓNVARP Frá því var greint í gær hér í blaðinu, að sjónvarpstæki væru á a.m.k. fimm þxisund íslenzkum heimilum. Sjónvarp er orðið allalgengt og sjón- varpsloftnetin eru tilsýndar eins og skógur í sumum hverf- um Reykjavíkur. — Ég hef stundum verið að velta þvl fyrir mér hve mikil notkun væri að meðaltali á sjónvai'pi á íslenzkum heimilum, hvert hlutfallið væri milli íslenzka xitvarpsins og sjónvarpsins þar. Ýmsir óttast (eins og mang- sinnis hefur komið fram) að hlutur útvarpsirxs sé harla lítill þar sem sjónvarpið er á annaff borið komið inn og væri ekki óeðlilegt, að útvarpið léti kanna þetta í framhaldi af talningu sj ón varpslof tneta. Tvennar sögur fara af vin- sældum sjónvarpsins. Heyrt hef, ég, að sumar fjölskyldur sætu stjarfar fyrir framan sjónvarp- ið kvöld eftir kvöld — a.m.k. þar til nýjabrumið fer af þesa ari tækninotkun. Ég hef líka hitt fóik, sem orðið hefur fyrir vonbrigðum, er hætt að horfa — að mestu — og vill gjarna selja apparatið aftur. B O S C H rafkerfi er í þessum bifreiðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við höfum varahlutina. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. 'Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.