Morgunblaðið - 29.01.1965, Blaðsíða 2
á
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 29. janúar 1965
V
Fyrsti áfangi Sundahafnar boðinn út Ný rang-
Ný höfn í Vatnagörðum fullgerð 1967 stöðuregla
í FRÉTTAAUKA í ríkisútvarp-
inu í gær skýrði Valgeir Björns
son, hafnarstjóri svo frá, að á-
kveðið hefði verið að leita til-
boða í fyrsta áfanga Sundahafn-
ar. Gert er ráð fyrir að hafizt
verðt handa um hafnargerð i
Vatnagörðum á næsta ári og
fyrsta áfanga verði lokið á árinu
1967. Þarna er gert ráð fyrir 380
metra viðlegulengd og má þar
iosa og ferma um það bil helm-
ing þess vörumagns, sem nú fer
um innri höfnina.
í fréttaaukanum í gær sagði
Valgeir m.a.:
„Á fundi hafnarstjórnar
Reykjavíkur í gær var ákveðið
að leita tilboða í 1. áfanga Sunda
hafnar, en með orðinu Sunda-
höfn er átt við þau hafnarmann-
virki, sem gert er ráð fyrir að
verði í Viðeyjarsundi frá Páis-
flaki, sem er framundan Laugar-
nesi rétt við olíustöð BP, og inn
að Gelgjutanga í Elliðaárvogi,
og svo ennfremur í Grafarvogi.
Árið 1957 samþykkti bæjar-
stjórn að láta hefja undirbúning
að stækkun Reykjavíkurhafnar
með það fyrir augum, að hún nái
yfir svæði, sem takmarkast af
Örfirisey að vestan, Engey að
norðan, Laugarnesi að austan >g
að sunnan af strandlengjunni fná
Laugarnestanga til vesturs.
Bæjarstjórn fól hafnarstjórn
og hafnarstjóra að vinna að þess
ari ályktun, þar sem augljóst var
að til tæknirannsókna þurfti
meiri mannafia en hafnarstjórn
hafði yfir að ráða, var hafnar-
stjóra heimilað að leita til Al-
menna byggingafélagsins um
Ácjæt síldveiði
í gærkvöldi
AFLI LÍNUBÁTA í Eyjum var í
gær svipaður og daginn áður, eða
frá 6—9 tonn á bát.
Klukkan 8 í gærkvöldi höfðu
þær fréttir borizt af síldarmiðun
um, að fyrstu bátarnir voru
lagðir af stað til Eyja með ágæt
an afla af góðri vinnslusíld.
Meðal þeirra, sem lagðir voru
þá af stað, voru Kristbjörg með
1000 tunnur, Ófeigur II með 900
tunnur og nokkrir fleiri voru
búnir að fá 800—1000 tunnur,
en ætluðu að kasta aftur, m.a.
Jón Finnsson með 1000 tunnur
og Hannes Hafstein með 800
tunnur. Veiðiveður var gott.
■pu ■1 ,<!»■ *m*m*m*>'mmi’:?****- ***?*!■
Valgeir Björnsson
verkfræðilega aðstoð við rann-
sóknir haustið 1958. Veturinn
1959 voru fyrstu áætlanir gerðar
og leiddu þær í Ijós, að full á-
stæða væri til að álykta, að betri
hafnarskilyrði væru austan við
Laugarnestangann en fyrir vest
an, og var því tekið fyrir að rann
saka allt svæðið austan Laugar-
ness. Sjómælingar á þessu svæði
höfðu sýnt, að austan Vatna-
garða og inn í Elliðaárvoginn var
dýpi ekki nægilegt til hafnar-
gerðar, en boranir sem gerðar
voru á þessu svæði sýndu, að auð
velt var að ná því dýpi við ból
verk, sem æskilegt þœtti. Efni
það sem fengist við dýpkunina
mætti svo nota til uppfyllingar
ofan við bólverkið.
Fyrstu rarmsóknum Almenna
byggingafélagsins lauk árið 1961,
og skilaði félagíð greinargerð um
hafnarrannsóknir í júní það ár.
í greinargerðinni eru teknar fyrir
fjórar tillögur:
Stofnað Félag
blaðaljósmyndara
STOFNAÐ hefur verið Félag
tolaðaljósmyndara í Reykjavík,
og var stofnfundurinn haldinn
laúgardaginn 16. janúar s.l.
Á stofnfundinum voru mættir
átta starfandi blaðaljósmyndarar
við dagblöð og vikublöð í Reykja
vík. í fyrstu stjórn voru kosnir:
Ingimundur Magnússon, formað-
ur, Guðjón Einarsson, gjaidkeri,
og Jóihann Vilberg, rítari-
‘HÆIG norðanátt var komin
um allt land í gær, smáél á
NA-landi, en léttskýjað og
blíðveður sunnanlands. Kald-
ast var kl. 14 á Raufarhöfn,
fjögurra stiga frost, en fimm
stiga hiti á Kirkjubæjar-
klaustri. Búizrt var við nætur-
frosti í Reykjavík.
Veðurspá kl. 22 á fimmtu-
dagskvöld fyrir næsía sólar-
hring:
SV-Iand og miðin: N-kaldi,
léttskýjað.
Faxaflói til N-lands og mið-
in:'NA-goIa og síðar hægviðri,
léttskýjað. Vægt frost.
NA-land, A-firðir og miðin:
N-kaldi, sums staðar él.
SA-land og miðin: N-kaldi,
léttskýjað.
Austurdjúp: N-stinnin(gs-
kaldi, éljagangur.
Veðurhorfur á laugardag:
Hægviðri um allt iand og
víðast þurrt. Þíðviðri SV-
lands, en vægt frost á Norð-
ur- og Austurlandi.
Engeyjarhöfn I
Þessi tillaga gerir ráð fyrir
hafnargarði frá Örfirisey og út
í Engey um \Vz km að lengd, og
á vatnsdýpi, sem er að miklu
leyti 15 metrar við lægsta sjáv-
armál. Þá var að austan gert ráð
fyrir 700 metra löngum varnar-
garði á Engeyjartagli og loks 1,6
km. löngum varnargarði frá
Laugarnesi í stefnu á Engeyjar-
tagl. Milli þessara síðustu garða
var svo innsigling um 300 metra
breið. Þá var gert ráð fyrir minni
skjólgörðum og bólverkum við
Örfirisey, framundan Skúlagötu
og framundan Kirkjusandi. Áætl
aður kostnaður var 1205 millj.
kr. og þá miðað við verðlag í
júní 1961, eu bólverkslengd 8,6
kílómetrar.
Engeyjarhöfn II
Þessi tillaga var mjög svipuð
fyrstu tillögunni að öðru leyti
en því, að ekki var gert ráð fyr
ir að hafnargarðurinn næði alla
leið út í Engey, og þá innsigling
in óbreytt að vestanverðu frá
því sem nú er. Gert var ráð fyrir
að þessi höfn mundi kosta 1097
millj. kr. og að bólverkslengd
yrði 8,4 km.
Þess skal þó getið, að ef önnur
hvor þessara tillagna hefði kom
ið tU framkvæmda hefði óhjá-
kvæmilega orðið að breyta hol-
ræsakerfi borgarinnar, þannig að
skolp úr stórum hluta hennar
færi til sjávar vestan við Granda
garð. Fyrir því var hinsvegar
ekki gert ráð í kostnaðaráætlúh
hafnarframkvæmdanna, en það
er augljóst að þetta hefði aukið
mjög verulega áætlaða kostnað-
arupphæð.
Kirkjusandshöfn
Gert var ráð fyrir, að Kirkju
sandshöfn næði frá Defensor að
Laugarnesi, og var svipuð því
sem gert var ráð fyrir í fyrstu
tveimur tillögunum. Áætlaðux
kostnaður við þessa höfn var 352
millj. kr. og lengd bólverks 3,5
km. Til samanburðar má geta
þess, að bólverk í núverandi höfn
Framfaald á bls. 17
SAMKVÆMT fregn frá NTB
og AFP fréttastofunum mun
enska knattspyrnusambandið
hafa í huga að biðja alþjóða-
knattspyrnusambandið leyfis
til að reyna nýja reglu varð-
andi rangstöðu leikmanna á
leikvellL
Samkvæmt fréttinni (sém
virðist harla ótrúleg) segir að
ákvörðun um þetta hafi verið
tekin á fundi í Glasgow á
fimmtudag.
Ekki er tilkynnt hvaða breyt
ingar á að reyna en samkvæmt
óstaðfestum fregnum mun
það vera að framlengja víta-
teigslínuna (16 m línuna) allt
út til hliðarlínanna og enginn
verði dæmdur rangstæður
nema sem er rangstæður sam
kvæmt núverandi regluin inn
an þeirrar linu.
Kópavogur
SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag>
anna er í kvöld kl. 20:30 í Sjáif
stæðishúsinu í Kópavogi.
Rústir vinnuskúrsins. Til vinstri á myndinni er haugur af eyðilögðum skúlptúrmyndum.
Stórtjdn á listaverkum
er vinfiusicúr Jóhanns EyfeSls bresiutir
VINNUSKÚR Jóhanns Ey-
fells, listamanns, við Elliða-
vog brann mánudaginn 18.
þ.m. í honum voru ýmis tæki,
sem Jóhann notar við málm-
skúlptúr, og eyðilögðust þau
öll. Auk þeirra munu hafa
verið um 15 skúlptúr í skúrn-
um, sum fullgerð, en önnur
meira eða minna á veg kom-
in. Listaverkin bráðnuðu í
eldinum og gereyðilögðust.
Þau voru úr blöndu af kopar,
jámi OfX aluminium. Eldsupp-
tök hafa trúlega verið
íkveikja af yfirlögðu ráði, þar
sem kartöfluskúr í næsta
nágrenni brann einnig á sama
tíma. Rannsóknarlögreglan
hefur málið til meðferðar.
Morgunblaðið hafði í gær
tal af Jóhanni Eyfells. Hann
kvað tjónið vera mjög mikið.
Tækin ein hefðu verið u.þ.b.
50 þúsund króna virði. Ómögu-
legt væri að segja til um
verðgildi listaverkanna, en
a.m.k. 5 þeirra hefðu verið
fullgerð. Jóhann satgðist ekki
hafa vátryggt neitt, sem í
Jóhann Eyfells með fullgert
skúlptúr á heimili sínu í gær.
skúrnum var, enda aldrei hafa
dottið í hug að brunatryggja.
Hins vegar hefði hvarflað að
honum að tryggja gegn þjófn-
aði, þar sem margoft hefði
verið hnuplað úr skúrnum í
sumar. Þá hefðu oft verið
brotnar rúður og rafmagns-
kapall, sem lá að skúrnum,
hefði tvisvar verið skorinn
sundur og honum að síðustu
verið stolið, svo að eftir það
hefði hann orðið að nota raf-
magnsmótor við suðu sína og
bræðslu.
Einu sinni í sumar kvaðst
Jóhann hafa komið að báti
nokkrum í fjörunni fyrir neð-
an skúrinn, og hefði verið eld-
ur í honum. Gat Jóhann slökkt
eldinn og gerði lögreglunni
viðvart um atvikið.
Hjónin Kristín og Jóhann
Eyfells hafa undanfarin ár
dvalizt í Bandaríkjunum, þar
sem Jóhann hefur kennt við
listaháskóla í Flórída. Þau
komu til íslands síðastliðið
vor og héldu samsýningu í
Listamannaskálanum í októ-
ber. Jóhann kvað þau hyggj-
ast fara aftur til Flórída næsta
haust, en hann væri að undir-
búa sýningu um það leyti,
annaðhvort í Evrópu eða
vestanhafs. „Ég lifi nú þenn-
an bruna af“, sagði Jóhann
að lokum brosandi. „Ég verð
bara að taka til óspilltar mál-
anna og byrja upp á nýtt“.
1
!