Morgunblaðið - 29.01.1965, Side 12

Morgunblaðið - 29.01.1965, Side 12
12 M0RGUNBLAD1Ð i Fostudagur 29. janúar 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriítargjald kr.. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. LAUSN VERK- FALLSINS ¥ ausn sjómannadeilunnar hefur dregizt lengur en menn höfðu ástæðu til að ætla. Eins og áður hefur verið rætt um hér í blaðinu eru hagsmunir útvegsmanna og sjómanna svo samofnir, að unnt á að vera að leysa ágrein ingsefni ef fyllsti vilji er fyrir hendi. Þess er svo einnig að gæta, sem Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, vék að í ræðu sinni á Varðarfundi í fyrra- kvöld, að ríkisstjórnin átti hlut að því að samkomulag náðist um fiskverðið, sem ákveðið hefur verið með sam- þykki bæði sjómanna og út- vegsmanna. Eftir að báðir þessir aðilar höfðu samþykkt fiskverðið fyrir aðgerðir stjórnarinnar, hefði mátt ætla að þeir gætu komið sér saman um skipt- ingu fengsins. Ef deila hefði hins vegar verið um fiskverð- ið, hefði málið allt verið flókn ara og erfiðara viðfangs.. Þótt það kostaði nokkur framlög úr ríkissjóði, fögn- uðu menn því að samkomu- lag skyldi nást um fiskverðið milli sjómanna og útvegs- manna. Var það líka mikil- vægur árangur, þótt fisk- vinnslustöðvarnar að vísu væru á móti úrskurðinum. Híkisstjórnin leysti þennan vanda og menn ætlast til þess að sjómenn og útvegsmenn leysi ágreiningsefni sín. Hér ríkir samningsfrelsi og þess vegna hefur ríkisstjórn- in ekki skipað aðilum fyrir verkum. Hún gerði það, sem hægt var að ætlast til af henni, að leysa ágreininginn um fiskverðið, en nú verða aðilarnir að sjómannadeil- unni að vinda bráðan bug að því að leysa hana. Auðvitað vinna ákveðin öfl að því að hindra lausn deil- unnar, nú eins og ætíð áður, og má greinilega sjá það á kommúnistamálgagninu, sem sýknt og heilagt er að reyna að æsa til óeiningar og óbil- girni, en samningaaðilar mega ekki láta það á sig fá, ábyrgð þeirra er of mikil til þess. SVÖR JÓNS HELGASONAR Cvör Jóns Helgasonar pró- ^ fessors, við fimm spurn- ingum frá dönsku þingnefnd- inni, sem fjallar um frum- varpið um afhendingu hand- ritanna, virðast hafa vakið allmikla athygli í Danmörku. ----------------------------<$, Jón Helgason er máli þessu gjörkunnugur og orð hans þungvæg. Hann hefur um árabil starfað að rannsókn ís- lenzku handritanna í Árna- safni sem danskur vísinda- maður. Eins og kunnugt er hafa margir danskir vísindamenn lagzt eindregið gegn afhend- ingu handritanna og notað í baráttu sinni öll þau vopn, sem þeim hafa verið tiltæk. Höfuðröksemdir þeirra hafa ávallt verið þær að dönsk vísindi mundu bíða óbætan- legt tjón ef handritin væru send aftur heim til íslands. Hafa þeir notað margvísleg og allblendin rök til að sann- færa þá, sem ekki þekkja að- stæður hér á landi. Margar fullyrðingar þeirra hafa væg- ast sagt verið svo haldlitlar, að kunnugum hlýtur að detta í hug að sumir þeirra a.m.k. mundu bæta drjúgum við menntun sína, ef þeir heim- sæktu það land og þá þjóð sem hefur varðveitt tungu handritanna. En einmitt nauð syn þess að dveljast hér á landi um skeið og læra ís- lenzku vel og rækilega, hitta fólk, sem hefur alizt upp með sögum handritanna og á anda þeirra í blóðinu, hefur verið talin ein ágætasta röksemdin fyrir því að hér skuli þau vera. Jón Helgason, prófessor, hefur ekki látið mikið að sér kveða í handritadeilunni, eins og' kunnugt er, enda hefur hann átt erfitt um vik; hann er sambland af íslendingi og dönskum embættismanni. Ekki alls fyrir löngu bárust þær fregnir hingað, að hann hefði lýst yfir 'því að hann, vegna stöðu sinnar, kysi að vera hlutlaus í handritadeil- unni, og þótti ýmsum hér á landi þá nóg um. Samt var litið á afstöðu hans með þeim skilningi, sem hann átti rétt á. Það er því ekki að undra þó að svör hans við spurning- um dönsku þingmannanefnd- arinnar nú veki allmikla at- hygli. Þau eru svör hlutlauss manns, sem þekkir hvað bezt hina vísindalegu hlið handritamáisins. Og hveriar eru niðurstöður hans? Rétt er að láta danska blaðið „Information" svara þeirri spurningu, en það hefur ver- ið okkur einna þyngst í skauti nú að undanförnu. „Informa- tion“ segir: „Eftir þessi um- mæli ágætasta sérfræðings okkar (þ. e. Jóns Helgasonar) Franska olíuflutningaskipið „Port Manech“ eyðilagðist af eldi rétt utan við höfnina í Le Havre nú í vikunni. Tveir af áhöfninni fórust í eldinum. Skipið var 2,600 tonn. 16 mi!lión dala rannsóknir — 780 millj. dala fjárfestingar I SKYRSLU frá Framkvæmda stjóra Sameinuðu þjóðanna er frá því skýrt að rannsókn- ir á auðlindum og aðstæðum í vanþróuðu löndum, sem sam tals kostuðu 16 milljón doll- ara (688 millj. ísl. kr.)> hafi lokkað fram innlendar og er- lendar fjárfestingar sem nárnu 780 milljón dollurum (33,5 milljarðar ísl. kr.). Ár- angurinn hefur orðið aukin raforkuframleiðsla, hagnýting jarðmálma, betri og greiðari flutningar og stórauknar iðn- aðarframkvæmdir í þessum löndum. Framkvæmdastjórinn leitast vi’ð að hjálpa vanþróuðu lönd unum til þess að £á fram nákvæma og áreiðaniega .vitn- eskju um náttúruauðiindir og aðrar auðlindir, til þess að tileinka sér vísindalegar og lokkað fram innlendar og er- ungar og til að hagnýta sér þessar aðferðir í eigin þágu Íjafnframt því sem þær þjálfa menn til að tryggja sér næg- an mannafla. Forstjóri Fram- kvæmdasjó’ðsins er Paul G. Hoffman. Síðan sjóðurinn var stofn- aður fyrir sex árum, hefur stjórn hans tekið ákvarðanir um 421 verkefni í 130 lönd- um. 34 þessara verkefna er lokið. 255 þeirra eru í fram- kvæmd, en á hinum verður byrjað innan skamms. Sjóður- inn og löndin, sem þiggja hjálp hans, deila með sér kostnaði af framkvæmd um- ræddra verkefna. Fram til 30. júní 1964 var búið áð leggja fram 233,3 milljónir dollara til þessara verkefna og af þeirri upphæð höfðu móttöku löndin greitt 149 milljónir, en sjóðurinn 84.3 milljónir fyrir milligöngu Sameinuðu Þjóð- anna og níu sérstofnana þeirra. í, skýrslunni kemur fram, að 56.000 manns ha.fa fengið eða eru að fá aukna skólun og tækniþjálfun í 124 stofn- urium, sem Framkvæmdasjóð urinn styður. Yfir 1500 alþjó’ð legir sérfræðingar starfa að verkefnum sjóðsins ásamt 17.000 manns frá móttöku- löndunum. Af sérfræðingun- unum eru 13 frá Danmörku, 10 frá Finnlandi 2 frá íslandi, 25 frá Noregi og 31 frá Svi- þjóð. Mannekla. í skýrslunni er lögð ánerzla á hinn tilfinnanlega skort sérfræðinga sem starfað geti fyrir sjóðinn. Níu verkefni hafa orðið fyrir alvarlegum skakkaföllum af þessari á- stæðu. Einkanlega hefur reynzt torvelt að útvega sér- fræðinga í greinum eins og fis'kveiðum, skógrækt. vatna- jarðfræði og landbúnaði. í ein um tuttugu löndum hefur ver ið leitað til stórra verktaka, en það hefur ekki bætt úr skák, þar sem þessi fyrir- tæki verða að útvega sér sér- fræðinga á sömu stöðum ög stofnanir Sameinuðu þjóð- anna. Aukin innkaup á Norður- löndum. Til hinna ýmsu verkefna sjóðsins hafa verið keypt á- 'höld og annar útbúnaður í 75 löndum fyrir upphæð sem nemur 37 milljónum dollara. í skýrslunni segir, að á liðnu ári hafi innkaup á Norður- löndum aukizt verulega. Fram til 30. júní 1964 námu innkaup sjóðsins í Danmörku 290.000 dollurum, í Finnlandi 58.000 dollurum, í Noregi 236.700 dollurum og í Svíþjóð 857.000 dollurum. 1 I I I 'í j í | 1 ' um íslenzku handritin, hljóta andstæðingar afhendingar handritanna að gera sér ljós- an ósigur sinn. Jón svarar spurningum þingsins alger- lega málefnalega, en skoðun hans á aðalatriðum handrita- málsins getur ekki komið greinilegar í ljós. Það eru ekki fyrir hendi vísindalegar hindranir, sem úrslitum geta ráðið um afhendingu handrit- anna. Og þar sem baráttan gegn afhendingu hefur fyrst og fremst verið háð með til- vísun til þess tjóns, sem hún gæti haft í för með sér fyrir vísindin, eru höfuðrök and- stæðinganna fallin um sjálf sig“. Að gefnu tilefni nefndar- innar lýsir Jón Helgason því einnig yfir, að upplýsingapési sá, sem andstæðingar afhend- ingarinnar gáfu út á sínum tíma sé áróðursrit, eins og hann kemst að orði „og í hon- um er að finna ýmsar villandi og ýktar fullyrðingar.“ Þó að ritlingur þessi hafi vafalaust haft einhver áhrif á þá, sem ekki þekktu til, sáu íslend- ingar strax í hendi sér og hafa alltaf vitað, að hann var ekki hugsaður sem upplýs- inga- eða kynningarrit, held- ur áróðursplagg. Vegna afstöðu Jóns Helga- sonar í handritamálinu und- anfarið eiga svör hans við spurningum dönsku nefndar- innar áreiðanlega eftir að vera þung á metaskálunum og auðvelda þeim róðurinn, sem barizt hafa fyrir því að hand- ritin yrðu afhent íslending- um. Vísindamaðurinn og mál- svari Árnasafns Jón Helga- son, virðist ekki bera neinn kvíðboga fyrir því að dönsk vísindi bíði hnekki af afhend- ingu. Það er höfuðatriði máls- ins. Þetta hafa íslendingar að vísu alltaf vitað, og einnig þeir Danir, sem hafa viljað kynna sér málið hlutlaust og án æsinga. Svör Jóns Helga- sonar eru okkur ekkert sér- stakt nýmæli, en þau eru kærkomið framlag í barátt- unni fyrir endurheimt hand- ritanna. Ástæðan er einfald- lega sú, að svo virðist, sem ákveðnir aðilar í Danmörku sjái ekki kjarna málsins nema með gleraugum danskra vís- indamanna. Það er af þeim sökum, sem ummæli Jóns Helgasonar eru sterkari en annara íslendinga. Jón Helga- son veit að Br0ndum-Nielsen situr ekki einn uppi með all- an sannleika í þessu máli. Og hann þorir að segja það. Með því hefur hann sýnt að hann hugsar ekki eins og „dansk- ur“ vísindamaður — heldur vísindamaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.