Morgunblaðið - 29.01.1965, Side 6
f 6
MOfíGUNBLAÐlÐ
F5stu<Jaar»ir 29. Janúar 199.1
MARGIR eig-a eitthvert áhuga
mál, sem þeir vinna að í tóm-
stundum sinum og eru þessi
áhugamál að sjálfsögðu ákaf-
iega mismunandi. Fáir munu
þó stunda sömu tómstundaiðju
og Einar Einarsson vélstjóri,
sem búsettur er að Mávahlíð 8
í Reykjavík. Hann notar sem
sé tómstundir sínar til þess að
teikna bila og flugvélar fram-
tiðarinnar.
Fréttamaður Mbl. hitti Ein-
ar að máli á heimili hans til
þess að komast að því hvað
hann hefði á prjónunum. Á
borði í stofunni stóð líkan af
Jlugvél og nokkrar teikningar.
Flugtaksútbúnaður
— Hvaða flugvél er þetta,
Einar?
— Þetta er líkan af flugvél,
'sem ég hef fundið upp, ef svo
maetti segja. Hún á að geta
hafið sig til flugs af þeim
stað, sem hún stendur á, beint
upp. Hún á að geta numið
staðar í loftinu og flogið á-
fram með talsverðum hraða.
Einnig á að vera hægt að aka
henni um vegi, ef vængirnir
eru teknir upp.
— Og hvað í þes6ari flugvél
er þín uppfinning?
— Mín uppfinning er sá út-
búnaður, sem gerir henni
kleift að fljúga beint upp.
Eins og þú sérð, eru tvær
skrúfur fyrir ofan aðalvæng-
ina. Fyrir framan og aftan
þessar skrúfur eru svo litlir
vængir. Er hægt að breyta
stöðu þess fremri, en á þeim
aftari eru hreyfanlegar blöðk-
ur. I flugtaki er fremri 'væng-
urinn stilltur svo, að framendi
hans snýr niður. Blöðkurnar á
aftari vængnum snúa einnig
niður. Fremri skrúfan blæs
loftinu fram, en hin aftari
blæs því aftur. Þetta gerir það
að verkum að fyrir ofan væng-
ina myndast lofttómt rúm og
flugvélin lyftist upp. Þegar'
hún er komin í hæfilega hæð,
Eikanið af flugvél Einars. Vængirnir eru í sömu stöðu og þeir mundu vera í flugtaki.
Uppfinningar íslenzks vélstjóra
Flugvél, sem hægt er að aka um vegi
og bíll, sem getur ílogið
j“r stöðu vængjanna breytt,
auk þess sem skurði fremri
skrúfunnar er breytt, og flug-
vélin flýgur áfram.
„Flugbíll“
— En hérna ertu með teikn-
ingar af bíl. Hvað er sérstakt
við hann?
— Þetta er bíll, sem á að
geta flogið. Með honum eru
vængir, sem hægt á að vera
að seija á með einu handtaki.
Þetta er endurbætt teikning,
en ég fékk fyrir nokkrum ár-
um styrk frá ríkinu til þess
að smíða bíl, sem jafnframt
gæti flogið. Fyrri teikningin
var dálitið ólánleg, en ég
smíðaði eftir henni verkfæri,
sem gat lyft talsvert miklum
þunga. Báðir bílarnir eru
byggðir á sömu hugmynd og
flugvélin, og eiga þeir að geta
flogið beint upp. Nú þegar ég
hef lokið við seinni teikning-
una, vantar mig aðeins fé til
þess að smíða eftir henni.
— Hvernig stendur á því,
að þú byrjaðir að fást við
svona teikningar?
— Ég hef alltaf haft áhuga
á þessum málum. Ég fékk líka
dálitla reynslu þegar ég vann
við flugvélaverksmiðjur í
Bandaríkjunum.
— Ég vann fyrst hjá Sik-
orski-verksmiðjunum, en þar
byrjaði ég í deild, sem hafði
það verkefni að endurbæta
skrúfublöðin á þyrlunum. —
Eftir stuttan tíma var ég
hækkaður í tign og komst í
deild þá, er hafði með að gera
allar nýjungar, sem komu
fram í byggingu flugvéla. Þá
bauðst mér betur launuð
staða hjá Republic Aviation
Corporation og fór ég þangað.
Þá fékk ég styrk frá íslenzku
ríkisstjórninni til þess að
byggja bíl, sem gæti flogið,
svo ég kom hingað og hef ver-
ið hér undanfarin 4 eða 5 ár.
Vinnur að endurbótum
— Hvað ætlar þú svo að
gera við þessar uppfinningar
þínar?
— Ég hef haft samband við
Lockheed-verksmiðjurnar í
Bandarikjunum og boðið þeim
teikningarnar, en bíð nú eftir
svari frá þeim. Einnig hef ég
sótt um einkaleyfi á uppfinn-
ingu minni í Bandaríkjunum.
— Ef þú færð einkaleyfi á
þessari uppfinningu, og hún
verður notuð í byggingu far-
artækja, mætti þá ekki búast
við því, að þér áskotnaðist
talsvert fé?
— Það mætti búast við því
og mundi það ekki saka.
— Setjum svo að þessi upp-
finning þín fengi viðurkenn-
ingu. Hvað ætlar þú þá að
gera í þessum málum í fram-
tíðinni?
— Ég er að vinna að endur-
bótum á þessari uppfinningu,
en sem stendur eru þær að-
eins í höfðinu á mér. Ég á eftir
að festa þær á blað og lag-
færa þær smátt og smátt.
Bátafréttir
frá Akranesi
AKRANESI, 28. jan. — Vb. Anna
S1 fór af stað á slaginu kl. tólf
á miðnætti í nótt i hálfhring
kringum landið til síldveiða á
Austurmiðum.
í dag eru héðan á sjó vb Haf-
örn og þilfarstrillurnar Andey
og Kristleifur. — Oddur.
Skozkur
togari
týndur
í GÆRMORGUN sendi Loft-
skeytastöðin hér út neyðartil
kynningu til skipa hér við
land, innlendra sem erlendra,
um að brezka togarans Blue
Crusader A 251 væri saknað.
Skipið fór frá Aberdeen hinn
13. janúar, en síðan hefur ekk
ert til þess spurzt. Á að gizka
18—20 manna áhöfn er á botn
vörpungnum. Óttazt er, að eitt
hvað hafi komið fyrir togar-
ann, sennilega á milli Skot-
lands og Færeyja eða Fær-
eyja og íslands.
Hundleiðinlegir
foreldrar
Ein, sem ekki er orðin 16 ára,
skrifar okkur:
„Hvers konar sauðir eru allir
þessir karlar? Hvar eiga ungl-
ingarnir að vera? Lidó virðist
vera eini skemmtistaðurinn,
sem ætlaður er unglingum á
aldrinum 14—16 ára. En maður
verður bara að vera í einþverri
klíkunni til þess að geta
skemmt sér þar — allt fullt af
klíkum. — Og svo loksins,
þegar æskulýðshreyfingin kem-
ur einhverju almennilegu af
stað fyrir okkur, þá útilokar
hún helming þeirra, sem ættu
að fá að njóta þess, með því að
setja ströng aldurstakmörk.
Þetta finnst okkur ekki hægt.
Krakkar, sem orðnir eru 16 ára
geta komizt allt, sem þau vilja.
Eitthvað annað en hinir, sem
eru á aldrinum 14—16 ára. Þeir
eru í miklu meiri vandræðum
með sjálfa sig. Hvar eiga þeir
að vera? Sjoppurnar lokaðar.
Á böll má ekki fara — nema þá
Lidó. En hvað um þá, sem ekki
eru í neinni klíkunni. Skóla-
böll eru lítil uppbót. Þau eru
svo fá. Á maður að hanga heima
hjá hundleiðinlegum foreldr-
um, sem tala ekki um annað en
spillingu æskunnar? Gæti ekki
einhver af þessum frómu sálm-
um, sem einhvers mega sín,
kippt þessu í lag með ein-
hverju móti — veitt okkur svip
aða úrlausn og Æskulýðsráð
veitti útvöldum helming ungl-
inga í Reykjavík — R.V.K.“
Örvahríð
Kona ein í Hafnarfirði
hringdi hingað og sagðist ekki
þora að láta börnin sín ú.t fyrir
dyr þessa dagana því strákarnir
í hverfinu væru að gera allt
vitlaust með bogum sínum og
órvum. — Örvar geta verið stór
hættulegar eins og allir vita,
þegar óvarlega er farið með
þær. Foreldrar ættu að sjá til
þess að börn þeirra léku ekki
með slíka hluti.
■Jr Misræmi
Sjö konur í saumaklúbb
skrifa og kvarta yfir því, að tölu
verðs misræmis gæti í verð-
lagningu hjá hárgreiðslustof-
um í bænum. Segja þær, að
engar tvær þessara sjö í klúbbn
um sæki sömu hárgreiðslustof-
una — og þar af leiðandi borgi
engar tvær sama gjaldið fyrir
hárlagningu. Mismunurinn sé
allt að 25 krónur.
-£■ Útvarpið
Bréf hefur borizt með hrósi
um útvarpsþáttinn „Hvað er
svo glatt“, sem fluttur var á
sunnudagskvöldið. Úr því rætt
er um útvarpið langar mig
sjálfan til þess að hrósa út-
varpinu fyrir fréttasendinguna
í hádeginu á sunnudaginn,
þ.e.a.s,- andlátsfregn Churchills
og þann hátt, sem hafður var
á, er hans var minnzt.
★ Póstafgreiðsla
Á dögunum lýsti bréfritari
einn yfir óánægju með af-
greiðslutíma pósthússins við
Langholtsveg. Fleiri hafa*
hriiigt og tekið undir þetta.
Einn sagðist t. d. vinna vestur
í bæ og sér væri lífsins ómögu-
legt að nálgast sendingar í póst
húsinu nema með því að fá frí
úr vinnunni. Eitt sinn hefði
póstafgreiðsla þessi verið opin
til kl. 1 á laugardögum — og
það hefði verið mun skárra.
Nauðsynlegt væri að breyta af-
greiðslutímanum og færa hann
í það horf, að íbúar hverfisins
gætu nálgazt sendingar , sem
sækja ætti í þessa póstaf-
greiðslu. — Umræddur maður
sagðist hafa fært þetta í tal
við starfsmenn póstafgreiðsl-
unnar og voru þeir á sama málL
Sögðu, að þeir væru oft í vand-
ræðum vegna þess hve mikill
póstur safnaðist þarna saman
af því að fólk hefði ekki tök á
að ná í hann fyrr en seint og
síðar meir.
^ Slökkviliðið
Bílstjóri einn hringdi og bað
mig að koma því áleiðis til
slökkviliðsins, að staðsetningin
á rauða ljósinu á Mercury-
Comet fólksbílnum, sem slökkvi
liðið notaði, skapaði oft stór-
hættu. „Rauða ljóskerið á að
vera á þakinu á bílnum. Þegar
þessum bíl liggur á í umferð-
inni og yfirmenn slökkviliðsins
þurfa að komast á brunastað,
sjá ekki allir ökumenn rauða
ljósið — og alls ekki næstu bíl-
ar fyrir framan, sem fylgjast
um afturgluggann. Jafnvel
út um afturgluggann. Jafnvel
þótt hvíti bíllinn hafi sírenuna
gangandi er oft erfitt að átta
sig á því hvaðan hljóðið berst,
þegar setið er inni í bíl á ferð.
Og þegar hvíti bíllinn er að
skjótast fram úr öðrum bílum
með rauða ljósið „falið“ getur
oft skapazt stórhætta.“
6 v
12 v
24 v
BOSCH
ílautur, 1 og 2ja tóna.
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Vesturgötu 3. — Sími 11467.