Morgunblaðið - 30.01.1965, Page 5

Morgunblaðið - 30.01.1965, Page 5
Laugardagur 30. janúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 5 4 - Eyborg sýning á Bogasal - í dag er opnuð í Bogasaln- um í Þjóðm.injasafninu mál- verkasýning Eyborgar Guð- mundsdóttur. Sýningin ver'ð- ur opin frá 30/1. — 7/2, og alia dagana frá ki. 2 — 10. Þegar komið er inn í sýn- ingarsalinn blasa við manni björt og hrein málverk, sem öll eru byggð á geometriskum formum. Á sýningunni eru 35 verk, sem flest heita ærið torkennilegum nöfnum. Sýn- ingarskráin, sem að hálfu levti er á frönsku, er hin mesta gersemi, prýdd fjöimörgum myndum Eyborgar. Þar er að finna fróðlegt ávarp Georges Foimer um geometriska mynd list, en hann segir þar m.a. um myndlist Eyborgar: „f myndbyggingunni er jafnvægi og dirfska, og hún leiðir aldrei til þess, sem við bjugg- umst við, heldur til annarrar og öruggari lausnar, sem við föliumst á.“ Þá skrifar Henri Ghopin, ritstjóri þekkts listatímarits i París, bréf til Eyborgar, þar sem kennir margra fróðlegra og forvitnilegra grasa. Tímarit Monsiur Chopins, ......... ^ segir Eyborg, að fjalli um hin ar nýju listastefnur, Avant Garde, bæði í rituðu máli og myndlist. Henri Chopin segir í lok bréfsins: „Farið yðar eigin leiðir, leikið yðar og verið klaufsk, látið vísindunum eft- ir að skjátlast ekki. Satt að segja, já, ég hef það vissulega á tilfinningunni, þegar ég horfi á það, sem þér gerið, að þér séuð ein af þeim, sem munu taka þátt i arkitektúr framtíðarinnar.“ Sem fyrr segir verður sýn- ing Eyborgar opin í Bogasaln- um frá kl. 2 — 10 dagana 30. janúar til 7. febrúar. GAMALT og gott Blight skipstjóri á Bounty, |>ótti harður í horn að taka, jafn- vel á þeirra tíma mælikvarða. Hann notfærði sér hin ströng- ustu ákvæði sjólaganna út í ystu sesar, ef svo bar undir, þar á meðal refsaði hann með „níu hala kettinum“, en þó var honum ekki alls varnað í mannúð. Hann var nefnilega sá fyrsti, er fram- kvæmdi hugmyndina um þrjár vökur, á skipi sínu, og þótti slíkt mikill „luxus“ me'ðal sjó- manna. Ekki var þetta þó gert af einskærri mannúð. Blight sá nefnilega, að með þessu fyrir- komiulagi náði hann meiri vinnu út úr skipverjum, meirf reglu og betri skipsstjórn. Smdvarningur •Á-; • ■ Agræðsla hornhimnu heppnast belur ef gefandi og sjúklingur eru í bló'ðflokki, sem eiga saman. eru í blóðflokkum, sem eiga saman. 25. des. voru gefin saman af séra Óskari J, Þorlákssyni ung- frú Sigurbjört Gunnarsdóttir og Örn Sigurðsson. Miklubraut 72. (Studio Guðmundar, Garðastræti 8. Rvík). 65 ára var í gær Guðlaugur G. Guðmundsson, bóndi Stóra-Laug ardal, Tálknafirði. Spakmœli dagsins Peningarnir eru þér vinnu- kona, ef þú kannt með þá að fara, annars eins og hjákona. Horaz ((65—8 f.Kr.). Rómverzkt skáld. Laugardagsskrítlan Dómarinn: „Lögregluþjónninn ber, að þér hafið verið drukkinn og reynt að klífa upp í ljóskers- staur.“ Sökudólgur: „Já, sannarlega, yðar velborinheit, sannarlega gerði ég það, en það höfðu nú verið þrír krókódílar á hælunum á mér næstum alla nóttina, og satt að segja voru þeir farnir að fara déskoti í taugarnar á mér.“ VÍSIJKORiM Eg þekki mína mörgu galla, mér þeir fylgja allar stundir. Ég er alltaf fús að falla í freistni, ef að svo ber undir. Stefán Stefánsson, Siglufirði. ÍFrá VERND: Skrifstofa fé-1 lagssamtakanna er flutt á 4 Smiðjustíg 7, gengið inn frá/ Hverfisgötu. * 10 ára afmæli sœnudagaskóla Sunnudagaskólinn við Holtaveg á 10 ára afmæli nú um helgina. Hann hóf starf sitt 30. jan. 1955 og voru þá mætt 200 börn. Fjöldi barna hefur lagt þangað leið sína á liðnum árum. Sunnudagaskól- inn býður öll börn velkomin kL 10:30 Uh. á morgun tsunnudag). Myndin sýnir sunnudagaskóla- börnin 20. marz 1955. Árshátíð Stangveiðifélags Reykjavíkur verður haldin í Sig- túni við Austurvöll laugardaginn 6. febrúar 1965 og hefst kl. 18:00. — Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu félagsins, Bergstaðastræti 12B, 30. og 31. janúar frá kl. 14:00—18:00. Sanikvæmisklæðnaður. Skemmtinefndin. Félag Snæfellinga og Hnappadæla Reykjavík minnir á 25 ára afmœlishót félagsins að Hótel Borg í kvöld kl. 7. Nokkrir óráð- stafaðir aðgöngumiðar verða til afhendingar í dag kl. 9—13 í klæðaverzlun Þorgilsar Lækjargötu 6a. Kona óskast TIL EIDHÚSSTARFA FRÁ KL. 5 E.H. Kjötbúð Vesturbæjar Bræðraborgarstíg 43. MATSVEIIMIM óskast strax á m/b Sæúlf frá Tálknafirði, sem er 155 rúmlestir að stærð. Upplýsingar hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna. Flutningstilkynning Viðskiptavinir vorir athugið að við höfum flutt verzlun og verkstæði okkar að Hverfisgötu 37. BALDUR JÓNSSON S.F. Hverfsgötu 37 — Sími 18994. 4—5 herb. og eldhús óskast 14. maí. — Fernt fullorðið í heimili. Upplýsingar í síma 16510 og 14434. Starfsstulka óskast nú þegar. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Rennismíði Getum bætt við okkur rennismíði. Vélsm. [ysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17 — Sími 18662. Stálskip til sölu Dieseltogari 220 brt, smíðaár 1963. Dieseltogari 200 brt. tilbúinn í febrúar, 600 ha. vél. Dieseltogari 114 brt. smíðaár 1960, togveiðarfæri fylgja. — Ennfremur fragtskip og olíuflutningaskip af öllum stærðum á hagkvæmu verði og til afhend- ingar strax. — Upplýsingar í símum 19950 og 19251.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.