Morgunblaðið - 30.01.1965, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 30. janúar 1965
Victoria Holt:
HöföingjasetriÍ
Amma var við dyrnár þegar
við komum að kofanum. Ég stóð
á öndinni, þegar ég var að segja
henni, hvað gerzt hafði, en Kim
bar Jóa inn og lagði hann á
gólfið.
.— Ég held, að hann sé fót-
brotinn, sagði hann.
Amma kinkaði kolli. Svo hjálp
uðust þau að því að binda spelku
við fótinn. Það var eins og
draumur að sjá Kim þarna í kof-
anum og taka við skipunum frá
ömmu. Hann beið meðan hún
þvoði sárin og rauð á þau smyrsl
um.
Þegar hún hafði lokið því,
sagði Kim. — Ég held nú samt
sem áður, að það væri betra að
leita læknisins.
— Það er bezt svona, sagði
amma einbeitt. Kim yppti öxlum
og fór.
Við amma vöktum yfir Jóa
alla nóttina. Um morguninn viss-
um við, að hann myndi lifa þetta
af. En hættan var enn ekki úti.
í hvert skipti sem við heyrðum
fótatak, hrukkum við upp, af
hræðslu við, að Kim hefði sagt
frá þessu hjá Larnston og að ein-
hver væri að koma til að taka
Jóa fastan.
Undir hádegi var barið að dyr
um. Við opnuðum skjálfandi.
Mellyora Martin stóð þarna og
brosti til okkar. Á handleggnum
bar hún körfu með hvítum dúk
yfir.
— Góðan daginn, sagði hún
blíðlega. — Ég kem hérna með
dálítið handa sjúkiingnum.
Við gláptum á hana, og amma
sagði órólega: — Handa Jóa . . .?
. Mellyora kinkaði kolli. — Ég
hitti hr. Kimber í morgun. Hann
sagði mér, að drengurinn hefði
dottið niður úr tré. Og ég hélt,
að hann myndi hafa gott af
þessu . . . Hún rétt fram körfuna.
Amma tók við henni. — Þakka
yður fyrir, ungfrú. . .
Mellyora brosti. — Ég vona,
að honum batni fljótt.
Við stóðum við dyrnar og
horfðum á eftir henni þegar hún
fór, en svo bárum við körfuna
inn. Undir dúknum voru egg,
smjör, hálfur kjúklingur og eitt
brauð.
Við litum hvor á aðra. Kim
ætlaði ekki að segja frá neinu.
Við höfðum ekkert að óttast af
réttvísinnar hálfu.
Ég hef sjaldan verið eins ham
ingjusöm og á þessari stundu og
og seinna þegar ég hugsaði til
þess, sem ég átti Kim að þakka,
vissi ég, að ég myndi aldrei
gleyma því.
Jói var lengi að ná sér, og
þegar hann loksins fór að ganga,
sáum við, að þetta áfall hafði
gert hann farlama.
Hann var lengi daufur í bragði
og aðeins ef ég kom með meidda
kanínu til hans, var eins og bráði
ofurlítið af honum. Ég sá, að ég
yrði alltaf að útvega honum ein-
hverja skepnu til að hugsa um.
Veturinn kom og hann var
harður, með byijum og stormum.
Amma varð veik og það var
eins og henni ætlaði ekki að geta
batnað. Hún fékk óráð og kallaði
á Pedro og ég varð dauðhrædd
um, að hún mundi deyja. Jafn-
vel eftir að hún komst á fætur,
hafði hún þrálátan hósta, sem
var henni til ama. Ég bannaði
henni að fara út og fór heldur
sjálf í hennar stað, til að safna
jurtum og rótum, sem hún notaði
í meðölin sín.
En það komu nú annars held-
ur ekki svo margir, hvbrt sem
var, til að spyrja hana ráða. Ég
heyrði suma vera farna að efast
um hæfileika hennar. Gat hú.n
kannski læknað sjálfa sig?
Þessi drengur hennar var haltur,
og hafði þó bara dottið niður úr
tré- Nei, Bea amma var alveg
hætt að vera neitt dásamleg!
Þessi lystugu kjötstykki komu
ekki lengur til okkar. Nú komu
engir þakklátir viðskiptamenn
til að skilja eftir kartöflu- eða
baunapoka við dyrnar. Brauð og
undanrenna, sem við sníktum hjá
nágrönnunum, voru aðalfæða
okkar og stundum var meira að
segja það af skornum skammti.
— Amma, sagði ég einn dag-
inn. — Ég sé ekki annað en ég
verði að fara að vinna okkur
eitthvað inn.
Hún hristi höfuðið, en ég mis-
skildi samt ekki augnaráðið hjá
henni. Ég var nú orðin þrettán
getið um telpu af mínum aldri,
sem lifði óhófslífi eins og fín
dama. Jói gat ekki unnið, en ég
var sterk og hraust.
— Við skulum athuga málið,
sagði hún.
— Ég er búin að hugsa það,
sagði ég. Ég verð að svipast um
eftir atvinnu.
Ég nefndi það ekki við hana,
hve mjög hugur minn gerði
uppreisn gegn tilhugsuninni um
að verða vinnukona hjá einhverj
um og hve mig hryllti við því
að verða að yfirgefa hana og Jóa
og fara eitthvert annað, til ókunn
ugra. En hún las tilfinningar
mínar án þess að ég léti þær
í Ijós.
— Þetta yrði nú ekki nema
í bili, sagði hún. — í sumar verð
ég komin á fætur aftur.
— Ég ætla að bjóða mig fram
á Trelinketmarkaðnum í næstu
viku, sagði ég einbeitt.
Þessi markaður var haldinn
tvisvar á ári í þorpinu Trelinket,
sem var röskar tvær mílur frá
Larnston. Við höfðum alltaf farið
þangað áður fyrr, bæði til að
skemmta okkur og svo til að
selja meðölin hennar ömmu. En
þetta ár höfðum við ekkert til
að selja, og þar sem Jói gat held
ur ekki gengið þangað, var þetta
allt orðið breytt.
Ég lagði af stað ein, og höfuð-
ið á mér var eins og úr blýi, og
stolt mitt troðið niður. Hversu
oft hafði ég ekki áður er ég
gekk gegn um markaðinn, horft
á mennina og konurnar, sem
stóðu á ráðningarpallinum, og
þakkað guði fyrir að vera ekki
eins og þetta fólk? Mér fannst
þetta alveg eins og þrælamark-
aður. En hjá þessu varð ekki
komizt, ef maður þafnaðist at-
Vinnu, því að húsbændurnir
komu þarna til að ráða vinnu-
fólk, sem þeim leizt líklega á.
Nú átti ég að verða ein í þeim
hópi.
Þetta var bjartur vordagur, en
einhvernveginn gerði sólskinið
bara illt verra. Allsstaðar var
kæti, fyrirgangur og hávaði.
Þarna var heit nautasteik og
gæsasteik til sölu við sölupall-
ana og haugarnir af bökuðum
baunum. Þarna voru sölumenn
að selja allt milli himins og jarð
ar — gamla skó og fatnað, söðla-
smíði, potta og pönnur og jafn-
vel skartgripi. Þarna voru spá-
menn og skottulæknar — sem
öskruðu upp ágæti meðalanna
sinna. Sumir þeirra höfðu verið
viðskiptamenn Beu ömmu.
Og skammt frá stað þar sem
verið var að steikja gæs yfir
opnum eldi, var ráðningarpall-
urinn. Ég fann til blygðunar,
þegar ég horfði á hann. Nokkrar
ára. Hver hafði svo sem heyrt I manneskjur stóðu þegar á hon-
Blaðburðarfólk
óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi
pitrgwMalíili
Sími 22-4-80
Me5filholl
Lindargötu
Háteigsveg
Skólavörðustíður
Húrra! Það er hætt að rigna.
um. Að hugsa sér, að ég, Ker-
ensa Carlee, ætti að fylla þenn-
an hóp. Mér datt í hug, að ég
mundi hata ilminn af steiktri
gæs héðan í frá. Allir þarna1 í
kring virtust vera hlæjandi; og
ég varð reið öllum og öllu.
En ég gat ekki farið heim og
sagt ömmu, að ég hefði gefizt
upp og gugnað á síðasta augna-
bliki. Ég gat ekki farið heim og
verið þeim til byrði — ég, sem
var heilbrigð og sterk.
Ég nálgaðist pallinn einbeitt og
gekk upp trétröppurnar öðru
megin, og svo stóð ég þarna
ásamt hinum.
Tilvonandi húsbændur skoðuðu
okkur með áhuga. Meðal þeirra
sá ég Pengaster bónda. Ef hann
réði mig, væri það ekki sem
verst. Hann var talinn sann-
gjarn maður og almennilegur við
fólkið sitt.
En þá sá ég tvennt, sem kom
mér til að hopa á hæl í örvænt-
ingu. Þetta var brytinn og ráðs-
konan í Klaustrinu. Þau gátu
ekki átt nema eitt erindi á mark-
aðinn og nú nálgðustu þau óðum
pallinn. Nú fór ég að verða alvar
lega hrædd. Það hafði lengi ver-
ið óskadraumur minn að búa í
Larnstonklaustrinu og þann
draum ætlaði ég að láta rætast.
En bara ekki verða þar vinnu-
kona. Aldrei vinnukona! Þá auð-
mýkingu hefði ég aldrei getað
þolað!
Hundruð mynda þutu gegn um
huga minn. Ég hugsaði til Justin
Larnston skipandi fyrir með
hroka, Johnny, sem hló að mér
og minnti mig á, að ég væri
vinnukind, Mellyoru og Kim,
sem kæmu til tedrykkju hjá fjöl
skyldunni og sjálfrar mín stand-
andi með kollhúfu og svuntu að
stjana kring um þau. Ég brann
af reiði og blygðun við tilhugs-
unina.
Ætti ég að stökkva af pall-
inum og hlaupa heim? Ég sá
sjálfa mig vera að segja ömmu
alla söguna. Hún mundi skilja
þetta. Hafði ég ekki sjálf — en
ekki hún — fundið upp á að fara
þetta?
á þeirri stundu gat ég ekki dulið
kvíða minn. Hún kom strax til
mín, og augnaráðið var órólegt.
— Kerensa! Hún talaði lágt
og horfði spyrjandi á mig.
Ég varð reið yfir því, að hún
skyldi hafa séð mig svona auð-
mýkta og hvernig gat ég annað
en hatað hana, þar sem hún stóð
þarna svona fín — og frjáls?
— Ertu að ráða þig?
— Hvað sýnist þér? svaraði ég
og var önug.
— En . . þú hefur ekki gert
það fyrr.
— Það eru erfiðir tímar, taut-
aði ég.
Hjónaleysin frá Klaustrinu
voru að nálgast. Brytinn var
þegar farinn að horfa á mig og
augun ljómuðu, heit og hugsandh
Mellyora leit á mig og sá,
hvernig mér varð við þetta, og
hún varð æst á svipinn. Hún
greip andann á lofti og flýtti sér
að taka til máls.
— Við erum að leita að
stúlku, Kerensa. Heldurðu, að
þú vildir koma á prestsetrið?
Þetta var alveg eins og náðun.
Draumurinn ætlaði ekki að ræt-
ast á versta veg. Ég átti ekki að
fara í Klaustrið og inn um bak-
dyrnar þar. Ef ég gerði það,
vissi ég, að hinn raunverulegí
draumur minn mundi aldrei
rætast.
— í prestsetrið? stamaði ég,
og gat enn ekki trúað þessari
heppni minni.
Hún kinkaði kolli ákaft. — Já,
okkur vantar stújku.
Haggety var nú kominn rétt
að okkur. Hann sagði: — Góðan
daginn, ungfrú Martin. Gaman
að sjá yður á markaðnum. Við
frú Rolt erum hér að svipast
um eftir tveim stúlkum í eld-
húsið. Hann leit til mín og litru
augun ljómuðu.
— Þessi lítur líklega út, sagði
hann. — Hvað heitirðu?
Ég lyfti höfði og var hroka-
full. — ^Þér komið ofseint, sagði
ég. — Ég er ráðin.
En þá kom ég auga á Melly-
oru, fína og frísklega í bómull-
arkjólnum slnum með ljósa
hárið niðurundan stráhattinum.
Við sáumst á sama andartaki og
KALLI KUREKI
wTek byssu hans af steininum. Af
hveriu. hendur hans eru bundnar“.
Skyndilega sparkar Kalli byssunni
inn í eldinn....
,...og skotin byrja að sprynga
hvert á fætur öðru.
Carðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, sími
51247.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunbiaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
uriand allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
iandi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allan Eyjafjörð
og víðar.