Morgunblaðið - 30.01.1965, Page 24
SERVIS
SERVIS
SERVIS
SERVIS
SERVIS
25. tbl. — Laugardagiv 30. janúaf 1965
Stóraukinn frjáls innflutningur
Bjarni Ölafs-
s»n dreginn
til Færeyja
Einkaskeyli til Mbl.
Þórshöfn, Færeyjum 29. jan.
ÍSLENZKI togarinn Bjarni
Ólafsson verður í dag dreginn
til færeyskrar hafnar af fæj--
eyska línuhátnum Tungufossi.
Bjarni ólafsson var staddur
35 mílur sunnan Akrabergs á
Færeyjum í útsynningi er
skipið fékk eitthvað í skrúf-
iiina, og varð að kalla á að-
stoð. Veður er gott og er búizt
irið skipunum til Þórshafnar
i fyrramálið.
BLAÐINU barst í gær frétta-
tilkynning frá viðskiptamála-
ráðuneytinu, þar sem skýrt er
frá því, að ríkisstjórnin hafi
ákveðið að stórauka frjálsan
innflutning frá þvi sem nú er,
og að gert sé ráð fyrir tals-
vert meiri úthlutun á frjáls-
um gjaldeyri til kaupa á þeim
vörutegundum, sem enn eru
háðar innflutningsleyfum. Á
bls. 6 er sagt frá erindi dr.
Gylfa Þ. Gíslasonar í frétta-
auka Ríkisútvarpsins um hið
aukna viðskiptafrelsi.
Eftirtaldar vörutegudir munu
verða á frílista frá og með 30.
janúar: Ávaxtapulpa, gúmmígólf-
dúkur, línoleum, þakpappi, flóki,
prjónaður ytri fatnaður úr baðm-
ull, hlutar til mannvirkja úr
járni og stáli, miðstöðvarofnar og
katlar, málmsmíða- og trésmíða-
vélar og hlutar, leikföng, blýant-
ar, krít og ýmsir smærri liðir.
Þá verður eftirtöldum vörum
bætt við frílistann frá 1. júlí nk.:
Prent- og skriftpappír og pappírs-
vörur, baðmullarvefnaður, borð-
búnaður úrl eir, postulíni og
gleri, naglar og ritvélar.
Richard Taylor enn tekinn,
kærður fyrir landhelgisbrot
Öðinsmenn telja hann 2,9 sjóm. innan
markanna — Taylor harðneitar
Akureyri, 29. jan.
SEINT í gærkveldi tók varð-
skipið Óðinn Hull-togarann Pet-
er Scott H 103, þar sem hann
var að veiðum vestur af Gríms-
ey. Skipstjóri er gamall góð-
kunningi Landhelgisgæzlunnar
sjálfur Richard Taylor. Var
komið með togarann hingað kl.
7 í morgun t»g réttarhöld í máli
skipstjóra hófust kl. 17:45 í
dag.
Taylor, skipstjóri, hefur þrisv-
ar áður sætt ákæru fyrir ís-
lenzkum dómstó'.um. Hann var
fyrst dæmdur fyrir landhelgis-
brot á togaranum Othel’b árið
1960, þá ári síðar til fangavist-
ar fyrir líkamsárás á lögreglu-
þjón á ísafirði, en var sleppt af
Litla Hrauni rétt fyrir jól eftir
skamira dvöl. Að síðustu var
Taylor tekinn í september 1964
ákærður fyrir landhefgisbrot á
togaranum James Barry en sýkn
aður bæði í undirrétti og síðar í
Hæstarétti fyrir 2 mánuðum.
Dómisforseti er Sigurður M.
Helgason, fulltrúi bæj arfógeta,
en meðdómendur skipstjórarnir
Bjami Jóhannesson og Þorsteinn
Stefáixsíján. Fulltrúi saksóknara
er Bragi Stemarsson, hdíl. Vegna
Landihelgisgæzlunnar er Gísli
Einarsson, hrl. og verjandi á-
kærða Gísli ísleifsson, hrl. Dóm-
túlkur er Ragnar Steí'ánsson,
menntaskólakennari.
Samkvæmt skýrslu skipherra
á Óðni, Þórarins Björnssonar,
Richard Taylor (t.h.) ræðir við Jón Egils, umboðsmann brezkra 1
togaraeigenda á Akureyri, í réttarhléi í gær. (Ljósm.: Sv. P.)
Hugðist fú sér
nokkrar bröndur
Samtal við TaySor skipstjóra
AKUREYRI, 29. janúar. —
Richard Taylor gekk hnar-
reistur og rólegur inn í dóms-
sal bæjarfógetaembættisins í
dag, þegar rannsókn hófst í
máli hans. Varð ekki á honum
séður neinn kvíði eða æðra
og svaraði hann einarðlega og
af myndarlegri festu öllum
spurningum sem fyrir hann
voru lagðar, sumum jafnvel
svolítið meinlega.
Fréttamaður Mbl. hitti hann
skamma stund að máli þegar
hlé varð á réttarhaldinu.
— Hefur skoðun yðar á ís-
lenzku réttarfari nokkuff
breytzt frá því að þér voruð
síðast fyrir rétti?
— Nei, ekki ennþá, en ég
skal játa, að það fer nokkuð
eftir niðurstöðu þessa máls.
Ég hef enga ástæðu til að
Framhald á bls. 23
sásf to'gari í ratsjá varðskipsins
kl. 21:08 í gærkveldi og mældist
hann vera 2,9 sjómílur innati
fiskveiðitakmarkanna suður af
Framh. á bls. 2,
Jafnframt hefur viðskiptamála-
ráðuneytið auglýst innflutnings-
kvóta fyrir vörur, sem enn eru
háðar innflutningsleyfum, og
gilda þeir fyrir þetta ár. Er þar
gert ráð fyrir talsvert meiri út-
hlutun á frjálsum gjaldeyri til
kaupa á þessum vörum í ár held-
ur en í fyrra.
íþrótta-
fréttirnar
eru á bls. II
'i dag
Skozks togara saknað
á INIorðurslóðum
Fór frá Aberdeen 13. janúar — Neyðarkall
til skipa á íslandsmiðum
SÍÐASTLIÐNA 2 daga hefur
Loftskeytastöðin hér sent út
neyðarkall til allra skipa hér við
land um að skozka toigarans Blue
Crusader A 251 sé saknað. Um
18 til 20 manns eru um borð.
Blue Crusader fór frá heima-
höfn sinni Aberdeen 13. janúar
síðastliðinn og hefur ekkert til
hans spurzt síðan. Búizt var við
að togarinn mundi halda á mið-
in við Færeyjar eða ísland. AP-
fréttastofan skýrði Morgunblað-
inu svo frá í skeyti í gær, að
flugvél frá RAF, brezka flug-
hernum, hafi farið frá Wick i
Skotlandi í gær og framkvæmt
víðtæka leit að Blue Crusader
og haft samband við togara á
þessum slóðum, en allt án árang-
urs.
Flugvélar Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli , hafa um
hálfs mánaðar skeið svipazt um
eftir togaranum.
Leitinni mun verða haldið
ófram í daig, ef veður leyfir.
Kaupmannahöfn, 29. janúar. (Nordfoto). Þessi mynd var tekin af Jarlinum seint í dag. — Aðeins
þrír menn eru eftir um borð.
600 lítrar af genever
í Jarlinum í K-höfn
YfirmerRn og 2 hásetar
í gæzluvarðhaldi
SKIPST J ÓRI, 1. og 2. vél-
stjóri og 2 hásetar af íslenzka
flutningaskipinu Jarlinum fró
Flateyri hafa verið hnepptir í
gæzluvarðhald í Kaupmanna-
höfn, sökum þess að 600
flöskur af genever fundust í
skipinu við leit, sem gerð var,
þegar tollyfirvöldin komust á
snoðir um það að skipverjar
vseru að bjóða smyglað áfengi
til kaups.
Hér fer á eftir skeyti frá
Rytgaard, fréttaritara Mbl. í
Kaupmannahöfn:
Fimm menn af flutninga-
skipinu Jarlinum sitja í
gæzluvarðhaldi meðan toll-
yfirvöldin rannsaka smygl-
mál, sem upp er komið. Skip-
ið er í Kaupmannnahöfn til
viðgerðar. Brytinn og 1. stýri-
maður eru farnir af skipinu
og munu þeir ekki liggja
undir neinum grun svo að vit-
að sé. Þrir menn eru enn um
borð. Toliyfirvöldin vilja
ekkert láta hafa eftir sér ann-
að en það, að mennirnir fimm
séu hafðir í haldi grunaðir
um brot á tollalögunum.
Það mun hafa verið af ein-
skærri tilviljun, að Jarlinn
kom til Kaupmannahafnar.
fundust
Hann varð fyrir 2 vikum fyr-
ir vélarbilun á leið frá Sví-
þjóð og þurfti að leitá hafnar.
Lagðist skipið að Löngulínu
og lá þar lengi. Þar kom, að
skipverja tók að skorta fé, og
reyndu þeir að koma ein-
hverju af ólöglegum áfengis-
farmi skipins í peninga. Farm-
urinn var 600 heilflöskur af
hollenzkum genever, sem
komið hafði verið fyrir i
50 kössum. Tollyfirvöldin
munu 26. janúar hafa fengið
grun um þennan varning, sem
ekki mun í samræmi við anda
laganna og voru þá 4 mann-
anna handteknir og hinn 5.
í gær. Ekki er vitað með vissu,
hvort eitthvað hafði verið selt
af áfengi úr Jarlinum, áður
en skorizt var í leikinn.
Jarlinn er mjög eyðilegur
síðan handtökurnar fóru fram
og hafa menn tekið eftir því,
að íslenzki fáninn hefur ekki
verið dreginn niður, þótt
Framhald á bls. 23