Morgunblaðið - 04.02.1965, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.02.1965, Qupperneq 21
Fimmtudagur 4. febrúar 1965 MQRGUNBLAÐIV 21 Finun af mál verkunum, sem fana til Noregs. Álasund kaupir 7 íslenzk málverk fyrir gamalt gjafafé frá Akureyri Á NÆSTUNNI verða send héðan til Noregs 7 íslenzk málverk eftir ýmsa íslenzka málara. Flest þeirra voru keypt á málverka- uppboði Sigurðar Benediktsson- ar í desember s.l. Þau voru keypt samkvæmt beiðni bæjarstjórnar Álasundsborgar, en Othar Elling- ses, ræðismaður Norðmanna í Reykjavík, var beðinn um að annast kaupin. Féð sem málverk in eru keypt fyrir, eru eftirstöðv- ar af gjafafé, sem Akureyrarbær sendi Álasundi skömmu eftir stríðslok. Málverkin, sem Othar Elling- sen keypti í þessu skyni, eru eftir 7 málara. Þar er mynd úr Þingvallasveit eftir Ásgrím Jóns son; Siglufjarðarmynd, eftir Jón Þorleifsson; Ferjustaður, eftir Kristínu Jónsdóttur; Skjaldbreið, eftir Svein Þórarinsson; Gamall torfbær eftir Guðmund Einarsson og Þingvallamyndir, eftir Sigurð Sigurðsson og Pétur Friðrik. Nú eiga þessi málverk að skreyta byggingar Álasundsborgar, svo sem nýtt elli- og hjúkrunarheim ili; Allþýðubókasafnið O.fl. En stærsti hluti upphæðarinnar, sem Akureyrarbær sendi Álasundi eftir stríðið, var notaður þá til að koma upp íslenzkri bókadeild \fið Alþýðubókasafnið í Ála- sundi. Aðstoð eftir hrunann á Oddeyri 1906. íbúar þessara tveggja bæja, Akureyrar á íslandi og Álasunds í Noregi, hafa lengi sýnt hverj- um öðrum vináttuvott. Það hófst árið 1906. Þá um haustið eða nánar til tekið 18. október, varð stórbruni á Oddeyri og brunnu mörg hús, þ. á. m. tvö stórrýsi. Þetta var einn mesti stórbruni, sem orðið hefur á Akureyri, Og urðu margir húsnæðislausir. Þann 7. nóvember skrifar bæjarstjórnin í Álasundi svo bæjarstjórn Akureyrar, og til- kynnir, að Álasund sendi Akur- eyri að gjöf tilsniðið efni í tvö hús, 500 ullarábreiður, ofna og matreiðsluhöld til notkunar fyrir þá íbúa Akureyrar, sem urðu húsnæðislausir við stórbrunann. Þetta kom allt til Akureyrar. Svo líður ár, en 15. október 1907 samiþykkti bæjarstjórn Akureyr ar að halda uppboð á gjöfinni og stjórn Áskels. ráðstafa andvirðinu skv. tillögum fátækranefndar. Á uppboðinu fengust kr. 2091,17 auk þess sem hafnarsjóður borg- aði 500 kr. fyrir timbur í annað húsið, sem reist var á Torfu- nefi. Af þessu fé var stofnaður gjafasjóður Álasundsbæjar og var skipulagsskrá hans staðfest af konungi 30. nóv. 1908. Er sá sjóður enn til, í vörzlu bæjar- stjórnar, og var í árslok 1963 kr. 4701,51. En í reglugerð hans er svo mælt fyrir að 4/5 hlutar ársvaxta og annarra tekna skuli lagðir í styrktarsjóð eldvarna og slökkviliðs. Gjöf eftir heimsstyrjöldina. í heimstyrjöldinni síðari voru margir bæir í Noregi illa úti. Árið 1943 flutti Erlingur Frið- jónsson tillögu í bæjarstjórn Ak- ureyrar um að Akureyrarbær gefi 20 þús. kr. til Noregssöfnun- arinnar og gangi upphæðin til íbúa Álasundsbæjar, sem viður- kenning fyrir hina vinsamlegu gjöf þaðan handa húsvilltu fólki í Akureyrarkaupstað 'fetir rbun- ann mikla 106, og var tillagan samþykkt. Auk þess tóku Akur- eyringar svo þátt í hinni al- mennu Noregssöfnun. Söfnuðust þar á þriðja hundrað þúsund krónur. Karlakór Akureyrar 35 ára Akureyri, 30. janúar. KARLAKÓR Akureyrar er 3i5 ána um þessar mundir og minnist afmælisins með veglegu hófi í Sjálfstæðishúsinu hér í kvöld. Fyrsti söngstjóri hans og jafn- framt fyrsti formaður var Áskell Snorrason, tónskáld, en helzti hvatamaður að stofnun kórsins var Þórir Jónsson, málari, sem lézt á sl. ári. Áskell Jónsson hefur stjórnað kórnum sl. tvo áratugi. Þeir Sveinn Bjarman, Jakob Tryggva- son, Jóhann Ó. Haraldsson, Jón Þórarinsson og Guðmundur Kr. Jóhannsson hafa einnig verið söngstjórar skamman tíma hver. Kórinn hefur allt frá stofnun æft af kappi og haldið reglulegar söngskemmtanir, oft tvisvar á ári, og sett mikinn svip á söng- líf bæjarins. Auk þess hefur hann farið margar söngferðir, ibæði um nágrenni Akureyrar og til Austur-, Suður- og Vestur- lands, síðast til Vestfjarða á sl. vorL Árið 1951 tóku margir söng- menn hans þátt í söngför Kantötukórs Akureyrar til Norð- urlands, en söngstjórar í þeirri för voru þeir Áskell Jónsson og Björgvin Guðmundsson, tón- skáld. í þeirri för hreppti Kant- ötukórinn silfurverðlaun í söng- keppni norrænna samkóra, undir Þrír heiðursfélagar Karlakórs Akureyrar eru nú á lífi Áskell Snorrason, Þorleifur Þorleifsson og Jóhannes Jóhannesson. Oddur Kristjánsson, byggingarmeistari, er sá eini af stofnendum korsins, sem enn er virkur félagi. Núverandi undirleikari er Guð mundur Kr. Jóhannsson, en af öðrum undirleikurum má nefna Guðrúnu Kristinsdóttur, Þór- gunni Ingimundardóttur, Þyrí Eydal og Kristin Gestsson. Margir einsöngvarar hafa kom- ið fram með kórnum, m. a. Jó- hann Konráðsson, Eiríkur Stef- ánsson, Sverrir Magnússon og Jóhann Daníelsson. Fyrir nokkrum árum keypti kórinn ásamt Lúðrasveit Akur- eyrar húseign við Laxagötu, þar sem kórinn æfir og á sér félags- heimili. Eiginkonur söngmanna hafa stofnað með sér félagið Hörpuna. Markmið þess er að efla félagslíf og búa hús kórsins húsgögnum og öðrum búnaðL Núverandi formaður kórsins er Jónas Jónsson. kennari, og gjald- keri hefur verið um langt skeið Steingrímur Eggertsson. — Sv. P. Eftir að farið var að efna til vinabæjatengsla milli ýmissa bæja á Norðurlöndum urðu Akur eyri og Alasund vinabæir. Og nú eru sem sagt á förum 7 is- lenzk málverk, keypt fyrir gjafa fé frá Akureyri, en Eimskipafé- lag íslands hefur tekið að sér að flytja þau frítt til Noregs. Þar verður þeim komið upp í opin- berum byggingum. 10 sýningar í þessari viku ALDREI fyrr mun Þjóðleikhúsið hafa haft jafnmargar sýningar á einni viku og gert er ráð fyrir að verði þessa viku, eða alls 10 talsins. Leikhúsið er með 5 leik- rit í gangi og er það óvenjumik- ið. f vikunni verða þrjár sýningar á Nöldri og Sköllóttu söngkon- unni í Lindarbæ, tvær sýningar á Virgíníu Wolf, Stöðvið heim- inn og Kardemommubænum og loks eins sýning á óperettunni I Sardasfurstinnan. Olíugeymarnir taka alls 134 Jbijs. rúmm. UM síðustu áramót gátu olíu-1 geymar í Reykjavík og nágrenni | alls tekið 134.641 rúmmetra af eldsneyti. Stærst var birgðastöð Oluverzlunar Islands í Laugar- nesi, alls 50.240 rúmmetrar. Olíustöð Olíufélagsins í Örfiris ey tók alls -20.713 rúmmetra, Olíu félagsins í Hafnarfirði 32.700 rúm metra, Skeljungs við S'kerjafjörð 15,833 rúmmetra, Olíuverzlunar íslands, Klöpp, 2.780 rúmmetra, Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Eliðaárvóg 3.795 rúmmetra, Flug- málastjórnarinpar við Öskjuhlíð 3.780 rúmmetra og Faxaverk- smiðjunnar í Örfirisey 4.800 rúm metra. Innflutningur landsmanna á brennsluolíum árið 1963 nam alls 441.010 rúmmetrum og þá tonnamagnið verið umreiknað í rúmmetra. Á 11 fyrstu mánuð- um ársins 1964 var heildarinn- flutningur á brennsluolíum alla 383.040 rúmmetrar. Ölluþi innflutningi á olíum mun vera landað í 4 birgðastöðv- um, þ.e. í Laugarnesi, Örfirisey, Skerjafirði og Hafnarfirði, en frá þessum stöðvum er olíunni dreift um allt land. Fyrr.nefndar fjórar aðalbirgða- stöðvar gátu tekið mest við 4 mánaða notkun landsmanna af olíum árið 1955, en um 314 mán- aða notkun á árinu 1963. Niðursuðuverksmiðjan í Borgurnesi tekin til sturfa Úr húsakynnum Niðursuðuverksmiðju Borgarfjarðar hf. í Borgarnesi. Eyvindur Ásmundsson lætur vél loka dósum með niðursoðnu saltketi og baunum. Til hliðar við hann stendur Sigurður Pétursson, gerlafræðingur. (Ljósm. Mbl.: H. Jóh.) Borgarnesi, 28. jan. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA Borgarfjarðar hf. tók tii starfa hér í Borgarnesi nú í vikunni, en fyrirtækið var stofnað í ágúst- mánuði síðastliðnum. Meðal hlut- hafa eru Verzlunarfélag Borg- firðinga hf., Gróðrarstöðin að Laugalandi hf., Ó. Johnson & Kaaber hfM Sturla Friðriksson, erfðafræðingur, og Sigurður Pét- ursson, gerlafræðingur, en hann er formaður hlutafélagsins og prókúruhafi. Verksmiðjan mun sjóða niður bæði landbúnaðar- og sjávaraf- urðir, en sérstakt kapp verður lagt á að nýta hráefni, sem áður hafa farið til spillis, verið verð- lítil eða ekki hirt. Má þar nefna ýmsar sláturafurðir og krækling. Enn fremur er ráð gert fyrir þvi að sjóða niður verðmæt matvæli, eins og sveppi og humar. Þrjár úr starfsliði verksmiðjunnar, frá vinstri: Þórhildur Bach- mann, Ingiriður Gunnlaugsdóttir og Ásgerður Helgadóttir. Fjölmenni við útför Kozlovs Moskvu, 2. febr. (AP) • Mikill mannfjöldi var við- staddur, er aska Frol Koslovs — sem eitt sinn var hæfjri hönd Nikita Krúsjeffs og liklegastur talinn eftirmaður hans — var jarðsettur við Kremlmúrinn. Meðal viðstaddra voru Alexei Kosygin, forsætisráðherra og Leonid Brezhnev, aðalritari sov- ézka kommúnistaflokksins. Enn- íremur Anastas Mikoyan, for- seti, Nikolai V. Podgorny, Mik- hail Suslov og fleiri framámena flokksins. Minningarræðuna hélt Vitaly Titov, einn af fulltrúum mið- stjórnar flokksins. Fór hann lof- samlegum orðum um störf Koz- lovs, sagði hann hafa unnið ötul- lega að lausn vandamála komm- únismans og viljað styrkja land sitt á allan hátt. „Við hörmum allir hið ótímabæra fráfali hans," sagði Titov.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.