Morgunblaðið - 04.02.1965, Page 19
/■ímmtudagur 4. febrúar 1965
MOkGUNBLADID
19
Jón Þorvaldsson skipstjóri
— Minningarorð —
í DAG fer fram í Reykjavík út-
för merkismanns, sægarpsins
Jóns Þorvaldssonar, skipstjóra.
Hann lézt í sjúkrahúsi í Ný-
fundnalandi sl. laugardag, 30.
janúar.
Jón skipstjóri var á leið héðan
til Bandaríkjanna á skipi sínu,
Langjökli, fermdu hraðfrystum
fiski. Skall á skipið mikið hvass-
viðri með stórsjó, er það nálgað-
ist strönd Vesturheims.
Þegar hamfarir lofts og lagar
ganga yfir, yfirgefur skipstjóri
trauðla stjórnpall skips síns með-
an veðrið stendur. Beinir hann
þaðan skarpri sjón sinni út í sort-
ann og þjálfaða athyglisgáfu að
því að hagræða stjórn skips-
ins, þannig að einskis sé látið ó-
freistað til þess að verja það á-
föllum.
í þessum veðraham skeði það,
að Jóni skipstjóra varð fótaskort-
ur og hlaut af byltu mikla, sem
olli því að hann lærbrotnaði. Var
skipinu eftir atburð þennan siglt
til hafnar þess staðar, sem næst
lá, en það var St. John’s á Ný-
fundnalandi. Fékk hann þar
sjúkrahúsvist og gert var þar að
lærbrotinu. Hafðist það vel við
og allt benti til algjörs bata að
þeim tíma liðnum, sem til þess
þarf að um heilt grói. En eftir
tíu daga legu í sjúkrahúsinu stöðv
aðist skyndilega blóðrásin um
æðar hans, og var þess þá skammt
að bíða að dauðann bæri að garði.
Þannig endaði þessi víðförla
sjóhetja, sem siglt hafði áratugi
um höfin á norðurhveli jarðar,
líf sitt í fjarlægri heimsálfu. í
fyrradag var lík hans flutt heim
til fósturjarðarinnar, þar sem
honum er búin hinzta hvíla að
loknu löngu og farsælu dagsverki.
Jón Þorvaldsson var vestfirzk-
ur að ætt og uppruna. Hann var
fæddur í Hjarðardal í Dýrafirði
24. apríl árið 1900. Voru foreldr-
ar hans Þorvaldur Magnússon
bóndi þar, ættaður úr Dýrafirði,
og kona hans, Kristrún Bjarna-
dóttir, ættuð úr Önundarfirði.
Var Jón einn af sjö systkinum,
sem öll komust á þroskaaldur. Að
Jóni standa traustar vestfirzkar
ættir, og var honum ríkulega í
blóð borinn sá manndómur,
kjarkur og karlmennska, sem um
langan aldur hefur þróazt í þess-
um landshluta.
Jón ólst upp í foreldrahúsum.
Fór hann ungur, eins og þá var
títt, að taka til hendinni til heim-
ilisstarfa. Tveimur árum fyrir
fermingaraldur var hann farinn
að róa á opnu áraskipi. Upp úr
fermingu gerðist hann skútusjó-
maður, en jafnrramt sjómennsk-
unni vann hann á þessum árum
að sveitastörfum. Þá var það al-
gengt í fjörðum vestra að bænd-
ur væru jöfnum höndum sveita-
bændur og útvegsbændur. Fór
bændum þessi svískipting í störf-
um vel úr hendi. Var ungu fólki
þroskavænlegt að alast upp við
þessar aðstæður. Fékkst þá brátt
úr því skorið hvert hugur hins
unga manns stefndi. Leið margra
lá á sjóinn og þannig var því var
ið með Jón Þorvaldsson. Heimilis
vist Jóns hjá foreldrum hans lauk
er þau brugðu búi, en þá var
hann 17 ára gamall. Næstu tíu
árin eftir fermingu var Jón skútu
sjómaður og á síðari hluta þessa
tímabils lærði hann sjómanna-
fræði og lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum árið 1923.
Að prófi loknu lá leið Jóns á
togara, sem á þeim tima voru að-
sópsmestu fiskveiðitæki fslend-
inga. Var Jón togarasjómaður um
aldarfjórðungsskeið, fyrst háseti,
bátsmaður og síðar stýrimaður og
skipstjóri. Það var hlutverk Jóns
á þeim árum, semh ann var á tog-
urum, að sigla með fisk til Bret-
lands öll striðsárin. Voru þessar
siglingar þrekraun mikil. — Á
hverju augnabliki vofði hættan
yfir úr lofti frá árásarflugvélun-
wn, í sjónum frá kafbátunum. Of
an á þetta bættist að sigla varð
um úthöfin, ljóslaus í kolamyrkri.
Var því ásiglingarhættan gífur-
ieg á þeim fjölförnu siglingaslóð-
um, sem leið þeirra lá um. En
Jón var sá lánsmaður að sleppa
framhjá öllum þessum ógnunum
og bar gæfu til að sigla jafnan
skipi sínu heilu og höldnu í höfn
í þessum lífshættulegu ferðum.
Reyndi á þessum árum mjög á
karlmennsku og hugrekki sjó-
manna vorra, sem óx ásnlegin við
að bjóða hættunum byrginn og
koma styrkari úr hverri raun.
Árið 1947 .lét Jón af sjó-
mennsku á togaraflotanum. En
þótt svo væri var það mjög fjarri
því að hann sneri baki við sjó-
mennskunni. Sjómannsblóðið
svall áfram í æðum hans. Þá var
sú þróun í hröðum vexti að fs-
lendingar önnuðust á eigin skip-
um alla flutninga til og frá land-
inu. Óx kaupskipaflotinn ár frá
ári. Skipafélagið Jöklar hf. hóf þá
göngu sína og gekk Jón Þorvalds
son í þjónustu þess, fyrst sem
stýrimaður. en síðar skipstjóri,
en skipstjórn hefur hann haft þgr
á hendi um árabil, lengst af á
Drangajökli, sem ber heiti eldra
skips, sem helltist úr lestinni frá
félaginu fyrir alllöngu síðan..
Jón Þorvaldsson skipstjúóri er,
eins og fyrr segir, fæddur alda-
mótaárið 1900. Hann er í heim-
inn borinn á þeim tímamótum í
sögu þjóðar vorrar, þegar segja
má að fyrsti morgunbjarmi hins
nýja dags; framtaks og framfara
brýst fram úr skýjaþykkninu,
sem byrgt hafði oss sýn um alda-
raðir inn í land framtíðarinnar,
land vaxtar og þroska. Þessi
straumþvörf 20. aldarinnar fóru
hægt á stað, en stefnan var mörk-
uð, og til réttrar áttar var stefnt.
Þegar Jón Þorvaldsson óx úr
grasi á hinni nýju öld og hafði
tekið út þroska sinn, biðu hans
sem annarra uppvaxandi manna
í landi hér, mikil verkefni að
reisa á nýjum grunni allt athafna
líf vort á sjó og landi, jafnframt
því sem hafist var handa um
aukna fræðslu og menntun í
landi voru, svo að allt héldist í
hendur er gengið var með oddi
og egg að hinu nýja viðreisnar-
og uppbyggingarstarfi með þjóð
vorri.
Það, sem sagt er hér að framan
um lífsstarf Það sem Jón Þor-
valdsson kaus sér, sjómennskuna,
sýnir að hann hefur komið við
sögu á öllum þróunarstigum fisk-
veiða og siglinga í landi voru á
þessari öld, og haldið þar með
dugnaði sínum og árvekni í störf-
um, uppi merki umbóta og fram-
fara. Jón Þorvaldsson byrjar korn
ungur þátttöku ‘í fiskveiðum á
árabátum, frumstigi útgerðar á
landi hér. Þegar skútuöldin renn-
ur upp, þá er hann mættur þar
og þegar togaraútgerðin hefst,
sem mestum straumhvörfum olli
í fiskveiðum hér á sínum tíma, þá
fylgdist hann með þeirri þróun
og loks þegar efling kaupskipa-
floatans hefur innreið sína, þá
leggur hann þar ótrauður hönd á
plóginn. Þetta sýnir að þjóð vor
hefur vaxið með verkefnunum og
aldrei orðið úrræðavant til þess
að fylgjast með í þróuninni og
marka þar djúp framfaraspor.
Líf og starf Jóns Þorvaldssonar
er gott dæmi um þetta og stað-
festing á því. Og aldrei lét hann
merkið falla fyrr en dauðinn brá
brandi sínum og tók af skarið.
Jón Þorvaldsson var greindur
maður og hygginn, hann var bók-
hneigður mjög og fjölfróður.
Hann hafði stálminni og sagði
vel frá, svo unun var á hann að
hlýða. Hann var viðræðugóður og
margt mátti af honum læra. Hann
var sjálfstæður í hugsun og hafði
góða dómgreind til þess að leiða
.að því rök, sem honum lá á
hjarta. Hann var maður mjög dul
rænn og í innri meðvitund hans
fólst hugboð og jafnvel vissa um
ýmislegt, sem öðrum er annars
dulið. Einn þáttur í hinu dulræna
eðli Jóns var draumalíf hans.
Hann dreymdi áþreifanlega fyrir
daglátunum sem • kallað er, og
kom honum engan veginn á ó-
vart ýmislegt, sem skeði á leið
hans. Hann hafði áður fengið
fyrirboða um þetta í draumum
sínum. Jón komst nokkrum sinn-
um í lífsháska í sjóferðum. En í
öll skiptin birtist honum í draumi
áður ábending og viðvörun við
því sem í vændum var.
Ég, sem þessar línur rjta, sigldi
með Jóni Þorvaldssyni skipstjóra
til ísrael, landsins helga. Ég
minnist þess æ síðan að sunnu-
dagsmorgun einn snemma er hann
j reis úr rekkju og gekk til stjórn-
palls, ávarpaði hann mig, en ég
bjó með honum í farrými hans, er
hann gekk fram hjá þessum orð-
um: „Nú hvessir hann í dag“.
Lengra var samtalið ekki. Kvöld-
ið áður hafði ekki borizt í Ríkis-
útvarpinu nein spá um veðra-
brigði, og eigi varð merktur á
hafinu neinn fyrirboði þess. En
hvað skeði, laust fyrir hádegi
þennan dag var skollið á fárviðri
og sjórinn umhverfðist í einu vet
fangi. Meðan ofviðrið stóð vék
Jón aldrei af stjórnpalli. Þá þótt-
ist ég sjá og skilja þá snilli sjó-
farandans, sem beita þarf til þess
að halda litlu og þrauthlöðnu
skipi ofansjávar á Atlantshafinu
í slíkum hamförum.
Eigi alls fyrir löngu
var rætt um drauma í
Ríkisútvarpinu. Leiddu nokkrir
draumspakir monn þar saman
hesta sína. Ég sagði við sjálfan
mig: „Jón vinur minn Þorvalds-
son þyrfti að vera kominn til
slíks móts“. Það var ekki langt
um liðið frá því er ég steig á
skipsfjöl hjá Jóni Þorvaldssyni og
ferðin til ísrael væri hafin að þar
yrði sezt að manntafli. Sýnilegt
var að almennur áhugi var hjá
skipverjum á taflíþró'ttinni.
Þessi þjóðlega list skipaði
þarna háan sess. Það leið heldur
ekki á löngu að ég yrði þess var,
að sjálfur skipstjórinn var lífið
og sálin í því að hvetja til iðkun-
ar á íþrótt þessari. Þegar ég kynnt
ist þessu nánar þurfti ég reyndar
ekki að láta þetta koma mér á
óvart, því að skipstjórinn var
enginn viðvaningur á taflborðinu,
því hann væri talfmeistari flot-
ans. Og ekki nóg með það, held-
ur hefði hann gert tveimur heims
meisturum í tafli heitt í hamsi er
hann gerði við þá jafntefli er þeir
voru hér á ferð og tefldu fjöltefli.
Jón Þorvaldsson var mikill
smekkmaður um val fallegra
hluta til heimilisprýði. Tók það
jafnt til útlits þeirra og efnis-
gæða. En eigi er mér Ijóst hvers
gætti meira á slíku vali, hans eig-
ið listrænt eðli, eða áhrif hans frá
hans ágætu konu, Ingibjörgu
Þórðardóttur frá Laugabóli við
ísafjarðardjúp, sem hefur næmt
auga fyrir því sem listrænt er. En
hið vistlega og fallega heimili
þeirra ber þess ótvírætt merki að í
sama farveg hefur fallið hjá þeim
báðum að prýða það fögrum og
verðmætum málverkum og ýms-
um gripum úr góðmálmum og
kjörviði sem farið hefir verið um
snilldarhöndum.
Eins og fyrr greinir var Jón
Þorvaldsson kvæntur Ingibjörgu
Þórðardóttur, sem lifir mann
sinn ásamt þremur dætrum þeirra
og stjúpsyni.
Dætur þeirra eru: Kristrún, gift
Nirði Tryggvasyni verkfræðingi,
Halla og Ingibjörg, sem lýkur
stúdentsprófi í vor, báðar ógiftar,
og Þór Halldórsson viðskiptafræð
ingur, fulltrúi í Seðlabanka ís-
Selfossi, 2. febrúar.
UM þessar mundir er Leikfélaig
Selfoss að æfa gamanleikinn
Jeppa á Fjalli, sem frumsýndur
verður föstudaginn 12. febrúar
hér á staðnum.
Leikstjóri er Gísli Alfreðsson,
en með aðalhlutverkið fer Valdi-
mar Lárusson, sem er jafnframt
— íslenzk tækni-
menning
Framhald af bls. 15.
ina. Hvað skyldu nú þessi seinu
.viðbrögð hafa kostað?
7) Þrátt fyrir framangreind
dæmi og ótal önnur ónefnd hefi
ég víst ekki enn lært nóg af
reynslu þeirri, sem ég hefi öðl-
ast á Islandi, því að enn er ég
að berjast við að finna upp og
innleiða nýjar vélar oig tæki. Á
ég þar fyrst og fremst við „mall-
arann“ sem svo er nefndur og
gerður er til að gegnumsjóða
síldina, eftir að hún hefur verið
hituð upp í hinum venjulega lá-
rétta sjóðara.
Tveir mallarar eru nú til taks
í síldarverksmiðjum: annar í
Sandgerði og hinn á Eskifirði.
Er nú .svo komið, að ég tel byrj-
unarörðugleika yfirunna og ár-
amgurinn mjög eftirtek tarverðan
og jákvæðan.
En þetta er búið að taka mig
þrjú ár og geysilega vinnu og
útgjöld. Að maður ekki tali um
áhyggjur og heílabrot.
En ég hlýt að þakka mjög
styrkveitingar frá Fiskimálasjóði
og aðstoð oig skilning bæði Lands
banikans og Framkvæmdabank-
ans. Án þessara aðila og góðs
vilja Guðmundar frá Rafnkells-
stöðum oð Aðalsteins Jónssonar á
Eskifirði, hefði ég lent í strandi.
Umleitun um tilraunastyrk til
Rannsóknarráðs var aldrei svar-
að og Vísindasjóður reyndist of
léttur til þess að hjálpa, þrátt
fyrir góðan skilning og vilja í
orði kveðnu.
8) Nú hefi ég allra síðast gert
teikningu af nýrri gerð sjóðara,
sem er lóðréttur og ávallt sneisa-
fullur af síld oig sem eykur suðu-
tímann fram yfir það, sem nú
gerist í hinum láréttu sjóðurum,
sem oft eru ekki nema hálffullir
og minna en það og því mjög dýr
ir og óhagkvæmir miðað við af-
köst.
Á ég von á að þessi sjóðari
myndi marka talsverðar fram-
farir frá núverandi sjóðurum, af
fleiri en einni ástæðu. En hvar
er fyrir hendi fjármagn og að-
staða til að byggja slíkt tæki? Og
er svo nokkursstaðar mögulegt
að fá það reynt — fremur en
mallarann, þeigar til átti að taka.
9) Um sæslöngur til síldar-
flutninga er svipaða sögu að
segja. Mun ég fyrstur eiga hug-
mynd að því að flytja bræðslu-
síld í slíkum slöngum, en fé til
tilraunanna hvergi fengist.
10) Hér er ég kominn að
merg málsins: það er ekki nóg
að tala um tækniframfarir og
lands, kvæntur Svönu Davíð*-
dóttur og eiga þau eitt barn.
Línum þessum lýk ég með þvi
að færa hinum látna heiðurs-
manni hinztu kveðju mína og
þakklæti fyrir það sem okkur
hefur farið á milli.
Pétur Ottesen.
gestur félagsins. Alls eru leik-
endur átta.
Við litum inn á æfingu hjá
félaginu á dögunum og voru þá
allir í óða önn við æfingar og
virtust þær vel á veg komnar.
Leiktjöld gerir Lárus Ingólfs-
son. — Ó.J.
nauðsyn þeirra. Einhverjir verða
að standa fjárhagslegan straum
af þeim.
Hér verður að veita stórfé tH
ýmiskonar tilrauna og nýsmíða,
ekki síst vegna fiskveiða og fisk-
vinnslu og til hverskonar iðn-
áðar og styrktar nýjum hugmynd
um og hugvitsmönnum. Þá þarf
að koma upp fullkomnum verk-
námsskólum, eins og ég ritaði
um fyrir ca. 20 árum, til að auð-
velda t.d. iðnnámið, þá við dauf-
ar undirtektir. Loks þarf og að
sjá stofnunum eins og rannsókn-
■ardeild Fiskifélagsins fyrir nægu
og vel þjálfuðu starfsliði og
borga því vel.
11) Að skera Iaun vísinda-
manna og verkfræðingá við negl
ur sér, verður ekki til góðs fall-
ið. Má nefna, að með þeirri ár-
legu fjölgun íslenzkra verkfræð-
inga, ca. 5-6%, seni gilt hefur
undanfarin ár, verða íslendingar
ekki búnir að ná hlutfallstölu
verkfræðinga miðað við hverja
1000 íbúa eins og hún var í Rúss
landi fyrir 5 árum, fyrr en alda-
mótaárið 2000!
En í Bandaríkjunum líta menn
svo á, að útskrifa þúrfi ca. 100-
200 doktora í raunvísindum ár-
laga á hverja milljón lands-
manna, er svaraði til 20 doktora
árlega hér á landi og um það bil
10-falt fleiri verk- og tæknifræð-
inga en hér gerist nú, miðað við
fólksfjölda.
Er um þetta athyglisverð grein
í síðasta hefti tímarits verkfræð-
ingafélagsins.
í Bandaríkjunum, þar sem ég
starfaði í mörg ár, sem yfir-
verkfræðingur og rannsóknar-
stjóri við þekkt vélsmíðafyrir-
tæki, er geysileigum fjárfúlguim
varið til tilrauna og þykir marg-
borga sig.
Þannig get ,ég nefnt, að t.d.
Pfizer International fyrirtækið,
sem hafði hug á að fá mig sem
verksmiðjustjóra til Chile, selur
framleiðslu fyrir um 400 milljón
ir dollara á ári, en eyðir ca. 10%
eða 40 milljónum dollara til rann
sóknarstarfsemi, ár hvert.
Athugandi væri hvort ekki
mætti örva íslenzk fyrirtæki til
að styrkja rannsóknarstarfsemi 1
þeirra hag, með því að ívilna
þeim í sköttum og skyldum uom
samvarandi upphæðir og til rann
sóknanna var eytt.
Hvað sem því líður þarf að
örva þá, sem eitthvað geta lagt
af mörkum til framfara í tækni
og vísinum landsmanna, til þes*
að liggja ekki á liði sínu.
Þeir eru þjóðinni sízt ónauðsyn
legri en aðrir þeir sem atvinnu
stunda í landinu, hvort seim þeir
erfiða með hug eða höndum.
Frá kaffihléi á æfingu hjá Leikfélagi Selfoss. Á myndinni mi
m.a. sjá Lárus Ingólfsson. (Ljósm. Tómas Jónsson).
Leskfélag Selfoss
æiír Jeppa á Fjalli