Morgunblaðið - 04.02.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.1965, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID Fimmtudagur 4. febrúar 1965 meistaratitil í knattspyrnu 68 iið berjast um heims- og Englendingar leggfa allt kapp á að sigra á heimavelli HEIMSMEISTARAKEPPNIN í knattspyrnu — eða undanrásir hennar — eru stærsta viðfangs- efni beztu knattspyrnumanna heims á þessu ári. Landslið 68 landa eru skráð til keppninnar og barátta þeirra stendur um 14 laus sæti í úrslitakeppninni sem fram fer i Englandi 1966. Tvö sæti þar eru þegar skipuð. Komast Brasilíumenn, núverandi heimsmeistarar og Englendingar Guðmundur fjórfuldur meisturi og Hrafnhildur þrefaldur SUNDMEISTARAMÓT Reykjavíkur var haldið í gær- kvöldi. Keppni var hörð og 1 jöfn í ýmsum greinum ekki sízt hjá unglingunum. Keppt var í 8 meistaragreinum karla og kvenna. Guðmundur Gísla son ÍR varð fjórfaldur meist- ari, sigraði í 100 m skriðsundi, 200 m bringusundi, 100 m flug sundi og 100 m baksundi. Hjó hann hvergi nálægt metum í sínum en er þó hvergi ógnað / enn nema í flugsundi þar sem 1 hann tapaði fyrir Davíð Val- garðssyni ÍBK sem keppti á Rvíkurmótinu sem gestur. Hrafnhildur Guðmundsdótt ir ÍR varð þrefaldur meistari í 200 m bringusundi, 100 m skriðsundi og 100 m baksundi kvenna og í síðasttöldu grein- inni var hún 1.1 sek. frá meti sínu. Logi Jónsson KR varð t meistari í 400 m skriðsundi / karla. Nánar um mótið síðar. » í úrslitaieik Rvíkurmótsins \ í sundknattleik vann Ármann ( KR með 8—4. Z sem sjá um keppnina í úrslitin án þátttöku í undankeppninni. Hinum löndunum 66 hefur verið skipt í riðla og ræður þar mestu hnattlega landanna. í flestum riðlanna eru 3 lönd en 4 í sumum þeirra. Sigurvegari í hverjum riðli kemst í loka- keppnina. Ef af líkum má ráða kemur lokabarátta nú sem fyrr til með að standa mi’lli beztu liða Evrópu og Suður-Ameríku. Ýmis lið eru í keppninni sem ekki hafa nokkrar vinningslíkur og má þar benda á t. d. lið Kýp- Ur, Sýrlands og Surinam (hol- lenzk nýlenda). Keppt er um bikar sem gefinn var 1930 og keppt er um á 4 ára fresti. Til þessa hafa Brasilía, Uruguay og Ítalía unnið bikar- inn tvívegis hvert land og Vestur Þjóðverjar einu sinni. Riðlar Evrópulandanna eru þannig skipaðir: 1. riðill: Búlgaría, Belgía, ísrael. 2. riðill: Kýpur, V-Þýzkaland, Svíþjóð. 3. riðill: Júgóslavía, Frakk- land, Luxemborg. 4. riðill: Tékkóslóvakía, Portú gal, Rúmenía, Tyrkland. 5. riðill: Sviss, N-írland, Hol- land, Albanía. 6. riðill: Ungverjaland, Austur ríki, A-Þýzkaland. 7. riðill: Rússland, Danmörk, Wales, Grikkland. 8. riðill: Ítalía, Skotland, Pól- land og Finnland. 9. riðill: Spánn, frska lýðveld- ið, Sýrland. Englendingar leggja mikið kapp á undirbúning keppninnar og undirbúa sitt lið af kappi. Úr- slit þessarar keppni hafa aldrei áður verið í Englandi og Eng- lendingar leggja stolt sitt í að standa sig í lpkakeppninni. Alf Ramsey þjálfari enska liðsins hefur fengið fullt vald til að velja hvaða leikmenn sem er ti'l æfinga. Hann er bjartsýnn á að honum takist að koma sam- an liði sem vinni bikarinn. í S-Ameríku eru riðlarnir þrír. 1. riðill: Uruguay, Peru og Venezuela. 2. riðill: Chile, Colombía og Ecuador. 3. riðill: Argentína, Paraguay og Bolivia. Mexico er talinn viss sigur í riðli Mið- og N-Ameríku og loks skipa 19 lönd í Afríku, Asíu og Ástralíu aðra riðla. KONUR víða um heim sína óvenjulegan ílþróttaáhuga og gefa karlmönnum þar sízt eft- ir. I hópi kvenna sem stærstu Með tvíburana á æfingu afrekin vinna eru margar kon ur sean hafa um heimili að hugsa og fyrir börnum að sjá — en gefa sér samt tíma til að stunda sitt áhugamál og nota frístundir dagsins til íþrótta- æfinga. Ekki er óalgengt að kon- urnar hafi þá börnin með sér á æfingarnar og krakkagreyin taka þátt í æfingunum af lífi og sál. Margar konur hafa við slíkar æfingar unnið mikil og stór afrek og má þar t. d. nefna Fanny Blankers-Koen frá Hollandi, Mary Rand Eng landi, sem vann bæði gull- og silfurverðlaun í Tokíó s.l. haust o.fl. Hér á íslandi er þetta sama ekki óáþekkt fyrir brigði. Er skemmst að minnast að „Iþróttamaður ársins 1964“, Sigríður Sigurðardóttir á fyr- ir heimili að hugsa og á eina dóttur. Samt vinnur Sigriður fulla vinnu utan heimilis — og gefur sér samt tíma til að æfa íþrótt sína með þeim frá- bæra árangri sem allir vita um. Hér á myndinni er eitt dæmi um eina slíka afreks- konu og reyndar sjaldgæft dæmi. Þýzka stúlkan Zenta Kopp-Gastl hefur náð frábær um árangri í 80 m. grindahl. og var í Olympíuliði Þýzka- lands í Tokíó. • Á árunum 1955, 1956, 1958, 1959 og 1960 var hún i fremstu röð í sinni grein í heiminum. Síðan kom hlé meðan hún fæddi tvíbura og hugsaði um þá fyrstu árin. En ekki gleymdi hún íþróttum og hóf að æfa á ný þegar tækifæri gafst. Og hér er hún á æfingu með tvíburana, sem una glað- ir og kátir við grindurnar sem móðir þeirra æfir sig að stökkva yfir. Hún gerði sér vonir um mikinn frama í Tokíó — jafn vel verðlaun. Sú von brást, en svo framarlega stendur þessi þrítuga tvíburamóðir í sinni grein að hún var meðal þeirra fyrstu kvenna sem vald ar voru í Olympíulið Þýzka- lands. Skotar hindra ekki innrásina FÉLAG knattspyrnumanna sem atvinnu hafa af íþróttinni í Skotland hélt fund á dögunum og ræddi um „innrás“ norrænna leikmanna í skozka knattspyrnu. Fundurinn ákvað að aðhafast ekkert að svo stöddu til að hindra þennan innflutning norrænna leikmanna. Framkvstj. félagsins, Johnny Hughes sagði að fundar- lokum. — Málið var rætt frá öllum hliðum og stjórn félagsins samþykkti einróma, að aðhaf ast ekkert að svo stöddu til að koma í veg fyrir að skozk félög getið tekið norræna leik- menn í sína þjónustu. Máli ”- millibili og skoðað í ljósi j eirrar þróunar sem á sér stað á hverjum tíma. Johnny Huges bætti við, ð sjónarmið félagsstjórnarinn- ar málið varðandi yrðu t. nd skriflega til atvinnumála- ráðuneytis Breta. Enska knattspyrnan Úrslit leikja í ensku bikar- keppninni, sem fram fór fyrri hluta þessarar viku, urðu þessi: Middlesbrough—Charlton 2—1 Everton—Leeds 1—2 Rotherham—Wolverhamton 0—3 Rurnley—Reading 1—0 Dregið hefur verið um, hvaða lið mætast í 5. umferð bikar- keppninnar, sem fram fer 20. febrúar n.k. Liðin eru þessi: Peterborough—Swansea Chelsea—Tottenham Crystal Palace — N. Forest Middlebrough—Leicester Leeds—Shrewsbury Aston Villa—Wolverhampton Stoke eða Manch. U.— Burnley Bolton—Liverpool eða Stockport 6. umferð keppninnar fer fram 6. marz, undanúrslit hinn 27. marz og úrslitaleikurinn 1. maí. Aðalleikurinn í 5. umferðinni verður án efa milli Ohelsea og Tottenham. Báðum þessum lið- um hefur verið spáð sigri í bik- arkeppninni að þessu sinni og má vel vera að hér verði um að ræða úrslitalik keppninnar, þótt leiðin til Wembley verði erfið fyrir sigurvegarann. BDUARD Matusevich 27 ára gamall verkfræðingur rússnesk- ur varð Evrópumeistari í skauta- hlaupi. Mótið var haldið í Gauta- borg um helgina. Þetta er fyrsta sinn sem hann sigrar á alþjóða- móti. — Útlitið hefur oft á undan- förnum árum verið gott á mót- um, en alltaf hefur einhver kom- ið og tekið sigurinn frá mér. Ef það hefði ekki gengið nú, held ég að ég hefði bara hætt, sagði hinn nýbakaði EvrópumeistarL Matusevich var í sérflokki í GÆRKVÖLDI fóru fram auka- leikir í 4. umfarð ensku bikar- keppninnar. Manch. Utd. vann Stoke City með 1—0 og mætir Manch. Utd. næst Burnley. Liverpool vann Stockport County 2—0 og mætir næst Bolton. eftir 500 og 5000 m hlaupið á laugardag og virtist ekkert ógna sigri hans. En í 1500 m hlaupinu á sunnudag kom Per Ivar Moe á óvart og nú óx tvisýnan fyrir síðustu grein mótsins, 10 km hlaupið. En Rússinn hafði kraftinn og skipulagið og sigraði örugglega. Per Ivar Moe hlaut silfurverð- launin eftir samanlögð úrslit. Rússinn Kositsjkin varð nr. 3 og Hollendingurinn Liebrechts varð fjórði Sigraði / fyrsta sinn og varð EM-meistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.