Morgunblaðið - 12.02.1965, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.02.1965, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ 27 Föstudagur 12. februar 1965 Bítillinn Ringó gifti sig í gær London, 11. febr. — AP: TROMMULEIKARI hinna heimsfræsu Bítla, Ringo Starr, sem verið hefur í giftingarhug leiðingum um langt skeið hef ur nú gert alvöru úr öllu sam an og gengið að eiga unnustu sína, Maureen Cox. Hún er frá Liverpool eins og Ringo og hinir Bítlarnir, 18 ára að aldri. Sjálfur er Ringó 24 ára. Maur een kynntizt Ringo um það leyti, er hann gekk í lið með Bítlunum. Nú eru aðeins tveir Bítl- anna lausir og liðugir, Georg Harrison og Paul McCartnny. Reyndar hefur lengi ríkt kær leikur milli Paul og leikkon- unnar Jane Asher, en hún er systir söngvarans Peter Ash- er (Peter and Gordon). Hjónavígsla Rino og Maur- een fór fram í kyrrþey, en að henni lokinni fóru hjúin í brúðkaupsferð, sem vart get- ur þó varað lengi, því Ringo þarf að vera mættur til skrafs og ráðagerða I London á mánu daginn vegna nýrrar kvik- myndar, sem er á döfinni hjá Bítlunum. Viðbrögð unglinganna, er þessi tíðindi bárust voru ærið mismunandi. Sumir töldu, að þessi ráðstöfun Ringo yrði ekki til að draga úr vinsældum Bítlanna — aðrir sögðu, að þetta þættu alls engin tíðindi. — Hefði Mick Jagger hjá Rolling Stone hins vegar átt í hlut, liti málið öðruvísi út, sagði 15 ára gömul stúlka, þegar leitað var álits hennar á málinu. Hin hamingjusama Maur- een Cox var áður lærlingur í andlitssnyrtingu á snyrti- stofu, en líklega mun hún láta af því starfi, þar eð Ringo á ótaldar milljónirnar. Fulltrúar I.oftleiða og Canadair, sem sömdu um kaupin. — Talið frá vinstri: P. E. Heybroek, sölusérfræðingur frá Canadair; Max Helzel, sölustjóri Lockheed;R. F. Conley, lcgfr., forstjóri söludeildar Canadair; F. C. Lasicr, lögfræðiráðunautur Canadair; R. Agar, forstjóri verkfræði- deildar Canadair; R. Delany, lögfræðiráðunautur Loftleiða í B rndaríkjunum; Einar Árnason, flugstjóri, í stjórn Loftleiða; E. K. Olsen, flugdeiidarstjóri, i stjórn Loftlciða; Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri Loftleiða; Kristján Guðlaugsson, hrl., stjórnarformaður Loftleiða og Sigurður Helgason, forstjóri, varaformaður stjórnar Loftleiða. — Loftleiðir Framh. af bls. 1 ar með haustinu, en ekki hefði endanlega verið afráðið um það enn. Verð á þeim vélum væri um 350 þúsund dollarar og hefði það heldur farið hækkandi. Þá upp lýsti hann, að þegar hefði verið samið um leigufiug sumarsins að mestu. Viðhald hinna nýju véla mun fara fram hjá Lockheed-verk- smiðjunum í New York. Bæta þarf við áhöfnum hjá félaginu og er gert ráð fyrir þvi, að þær verði alls 40 í sumar, en voru 24 á sl. sumri. Gert er ráð fyrir, að ráða þurfi erlenda menn á vél- arnar að einhverju leyti á með- an íslendingar eru þjálfaðir. Canadair verksmiðjurnar hafa alls smíðað 39 vélar af þeirri gerð, sem Loftleiðir hafa keypt, og eru þessar tvær nýjustu þær síðustu, sem smíðaðar hafa verið af verksmiðjunum. , Með þessum kaupum eiga Loft leiðir alls 9 flugvélar og taka þær alls um 1260 manns, farþega og áhafnir. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing félagsins urri hina nýgerðu samninga: „Að undánförnu hafa staðið yfir samningaumleitanir milli stjórnar Loftleiða og fulltrúa frá kanadisku flugvélaverksmiðjunni Canadair um kaup Loftleiða á tveim flugvélum til viðbótar þeim tveim, sem félagið keypti í fyrra af gerðinni Rolls Royce 400. Einnig fóru fram viðræður um stækkun á farþegarými flug- vélanna. Samningar hafa nú verið und- irritaðir um þetta, en samkvæmt þeim kaupa Loftleiðir nú tvær Roils Royce 400 flugvélar, og verða þá alls fjórar vélar af þess- ari gerð í eigu Loftleiða. Er þess rétt og skylt að geta, að ein meg- inástæða þess, að stjórn Loft- leiða tók nú þessa ákvörðun er sú, að reynslan af þeim tveim RR-400 flugvélum, sem félagið keypti í fyrra hefir verið svo góð að hyggilegt þótti að tryggja Loft leiðum þær tvær flugvélar af þessari gerð, sem enn voru ó- seldar, áður en fyrrgreindir samn ingar voru undirritaðir. Fyrri flugvélin af þeim tveim, sem nú hefir verið samið um, verður notuð til þjálfunar áhafna frá miðjum nk. aprílmánuði, en hin verður fullbúin til farþega- flugs 15. maí nk. Gert er ráð fyr ir að önnur flugvélin verði not- uð til áætlunarflugferða, og kem ur hún I stað þeirra Cloudmaster flugvéla, sem fara út úr áætlun arflugi frá þeim tíma, en hin einkum til leiguferða, og er fyrir hugað að auka nú verulega þann þátt í starfsemi félagsins. Samanlagt kaupverð flugvél- anna beggja nemur um 10 millj. Kanadadollara, en það samsvar- ar rúmum 400 milljónum ís- lenzkra króna. Eigi eru varahlut ir þar innifaldir, heldur hefur sér stakur samningur verið gerður um þá. Kaupverð á að fullgreiða á næstu sjö árum. Seljendur hafa hvorki krafizt banka- né ríkis- ábyrgðar, en Loftleiðir gera ráð fyrir að greiða andvirði vélanna af eigin gjaldeyristekjum. Yitað er að mörg flugfélög hafa nú í huga að festa kaup á flug- vélum af stærri gerðum en þeim, sem nú eru algengastar, og hafa nokkur þeirra til athugunar að lengja sumar þeirra tegunda, sem nú, eru í notkun til þess að auka farþegarými þeirra. Stjórn Loftleiða hefir, að vandlega í- huguðu máli, talið nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að félagið geti á næstunni orðið samkeppn isfært við hinar nýju gerðir flug véla, en fyrir því hefir nú verið samið við Canadair flugvélaverk smiðjurnar um lengingu á öllum fjórum flugvélunum af gerðinni Rolls Royce 400. Þess má geta, að burðarmagn Rolls Royce 400 flugvélanna er nú miklu meira en farþega- og farangursrými þeirra. Þess vegna hefir það all- lengi verið á döfinni hjá Canadair að lengja þessa gerð flugvéla, og auka þannig farþegarými þeirra úr 160 sætum í 189. Við þetta lengist bolur flugvélar um 5 m. Er áætlað, að lengingu allra flug vélanna fjögurra verði lokið árið 1967. Sumaráætlun Loftleiða verður senn fullgerð, og verður hún í öll um aðalatriðum svipuð og I fyrra, og verður þar ekki um neina verulega aukningu að ræða á sætaframboði. Cloudmasterflug vélarnar verða í förum milli fs- lands, Bretlands og Norðurland- anna, en þar að auki munu sumar þeirra notaðar til leiguflugs, sem fyrr segir. Viðhald Rolls Royce 400 flug- vélanna verður fyrst um sinn i New York, þar sem Loftleiðir hafa enn ekki fengið aðstöðu til þess að framkva&ma það á Kefla- víkurflugvelli, en félagið hefir lengi leitað leiða til þess að fá þar flugskýli til afnota, og hefir engin viðunandi úrlausn enn fengizt á því máli“. — Veturliði Framhald af bls-. 8 hvað? Flestar þessar myndir eru málaðar fyrir áhrif frá fjörunni, skerjum og fjöru- grjóti — og klettum, meðal annars Hljóðaklettunum og Dimmuborgum. Ég hef dvalizt mikið við Breiðafjörð og Barðaströnd. Þar í fjörunni eru möng undurfalleg mótív. Áður fyrr málaði ég mikið frá litlum þorpum út um landið, hús og fugla — en hef nú fært mig ofan í fjörurnar. Þær eru ævintýraheimar, með alls konar mótívum og myndum. Mér finnst mönnum hætta til að gleyma fjörunni, — þeir eru alltaf uppi í fjöllum — sem er ágætt líka. En ég mála aldrei fjöll — það gerðu gömlu mennirnir og Scheving málar sjóinn og sjómennina, Engilbert ástina og ég fjör- una. — Og hvað verður sýningin lengi opin? — Eina viku, daglega frá kl. 1 til 10 síðdegis — það er að segja, ef húsið heldur. Nokkrir af forystumönnum Loftleiða, er þeir skýrðu í gær frá samningsgerðinni. — Talið frá vinstri: Þórarinn Jónsson, flugáhafnastjóri; Einar Árnason, flugstjóri; Kristján Guðlaugsson, hrl, stjórnarformaður; Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi; Alfreð Elí;isson, framkvæmdastjóri og Martin Pedersen, deildarstjórL - (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Kosygin í postullega reisu til ISI-Kóreu Pyongyang, N-Kóreu, 11. febr. — NTB: — ALEXEI KOSYGIN, forsætisráð herra Sovétrikjanna, kom til Py- ongyang í Norður-Kóreu í morg- un. Hann lýsti því yfir í kvöld, að Sovétríkin væru mjög fylgj- andi sameiningu kommúnista- rikjanna. í veizlu, sem forsætis- ráðherra Norður-Kóreu hélt Kosygin í kvöld sagði sá síðar- nefndi, að það skipti höfuðmáli að fullkomin eining næðist með kommúnistum, því að „heims- valdasinnar" reyndu nú allt hvað þeir gætu til þess að sundra þeim. Áður en Kosygin fór frá Pek- ing á fimmtudag, ræddi hann við Mao tse tung, leiðtoga kínverskra kommúnista, Liu Shaou Chi, for- seta, og fleiri ráðamenn kín- verskra kommúnista. Hin opin- - ÚTVARPIÐ Framhald af bls. 6 á Italíu, þar sem hann stundaði nám frá 1929—1935. Sú fjárfest- ing hins kunna athafnamanns hef ur skilað þjóðinni í heild góðum arði. Stefán starfaði síðan lengst sem fastur söngvari hjá Konung- lega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn og vann sér mikla frægð. Á sl. ári lét hann af störfum þar, en er nú vinsæll söngkennari i Kaupmannahöfn. TJm kvöldið voru leiknir þættir úr „Faust“ eftir Goethe í þýðingu Bjarna frá Vogi. Allt í ljóðum. Það var „taxtinn“ í þá daga. Og harðrímað. Ekki veit ég hve marg ir hafa sett af sér böll og bíó, til að hlusta á brot úr þessu heims- fræga listaverki hins þýzka skáld jöfurs. Kannske Mefistoteles sé farinn að tapa fylgi meðal yngri kynslóðarinnar? Við reynum þá að líta til með honum gömlu mennirnir. Svelnn Krlstlnsson. — Ólafsvik Framhald af bls. 26 félagið notið mjög góðs af veru Sævars hér. Ráðgert er að sýna leikinn á nærliggjandi stöðum, svo sem Grafarnesi, Stykkishóimi og sennilega í Borgarfirði. Þeir sem leika eru Sigurdís Egilsdóttir, Kristín Sæmundsdótt ir, Lúðvík Þórarinsson, Hinrik Konráðsson, Gunnar Eyjólfsson og Emanuel Ragnarsson. — Hinrik. bera tilkynning, sem út var gefin í Peking um fund kommúnista- leiðtoganna, var mjög stuttara- leg, og gaf ekki einu sinni til kynna, að viðræðurnar hefðu far ið fram i „andrúmslofti vináttu“ sem venja er þó að geta um. Er Kosygin kom til Pyongyang var á móti honum tekið af for- sætisráðherra Norður-Kóreu, Kim II Sung, og mörgum þúsund um manna á flugvellinum. Blað höfuðborgarinnar lagði áherzlu á samstöðu kommúnistalandanna við komu hins sovézka forsætis- ráðherra. I stuttri ræðu, sem Kosygin hélt á flugvellinum, kvaðst hann vona, að heimsókn sín mundi stuðla að auknum sam skiptum Norður-Kóreu og Sovét ríkjanna. Þeir sem með málum fylgjast í Moskvu telja að heimsókn Kosy gins til hinna þriggja Asíulanda marki nýja tíma í samskiptum Kína og Sovétríkjanna. Talið er að Kínverjar og Rússar hafi fyrst og fremst rætt áætlanir um fund 25 kommúnistaríkja, sem hefjast eigi í Moskvu 1. marz, en áður höfðu Kína, Norður-Vietnam og Norður-Kórea gefið til kynna, að þau mundu virða þann fund að vettugi. Talið er, að rússneska sendinefndin hafi reynt að telja fyrrnefnd lönd á að taka engu að síður þátt í fundinum. — N-Viet-Nam Framh. af bls. 1 af árásum flugvéla frá banda- rísku flugþiljuskipunum, en í þeirri seinni voru sprengju- og nrrustuvélar frá flugvöllum í ( S-Viet Nam. Þar voru einkum á ; ferðinni Douglas Skyraider flug vélar. Engin þeirra vð!a var ; skotin niður. Hinsvegar er sex flugvéla stjórnar S-JViet Nam saknað. Tali'ð er að hinar fjórar banda- rísku flugvélar, sem saknað er, hafi verið skotnar niður í fyrri árásinni, sökum þess að þær urðu að fljúga lágt vegna lélegra veð , urskilyrða. Flugvélar þær, sem þátt tóku í seinni árásinni. voru velflestar , staðsettar í Da Nang, sem er mik- , ilvæg flugstöð, og er varin banda rískum flugskeytum af gerðinni Hawk. Flugvélar Bandaríkjamanna og stjórnar S-Viet Nam vörpuðu 80 tonnum af sprengjum á hern a'ðarstöðvar N-Viet Nam við Chap Li i dag. :

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.