Morgunblaðið - 26.02.1965, Síða 2

Morgunblaðið - 26.02.1965, Síða 2
MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. fébrúar 1965 Bndæmafærö á Vestfjöröum H ísafirði, 25. febrúar: — r f DAG voru Breiðdalsheiði og Botnsheiði ruddar og fært er nú S Önundarfjörð og Súgandafjörð sem mun vera algert einsdæmi á Jiessum tíma árs. Lítill snjór var á heiðunum, en harðfenni mikið og var nokkuð érfitt að ryðja, ]þegar ýturnar byrjuðu á verkinu í morgun. Að undanförnu hafa verið hlý- indi á Vestfjörðum og þurrviðri. Vegir hafa þornað og gróður tek- . ið við sér í görðum. Heita má, að nær allir fjallveg ir á Vestfjörðum séu nú færir, enda hefur þessi vetur verið á- kaflega snjóléttur og hvergi á öllum Vestfjörðum er snjór í byggð; einungis harðfennisskafl ar hér og þar til fjalla. Þingmannaheiði er talin ófær, vegna snjóa, en þó jeppa-fær, að sögn kunnugra. Síðastliðinn mánudag fór Kristján bóndi Steindórsson á Kirkjubóli i Langadal við þriðja mann á jeppa yfir Þorskafjarðar heiði, alla leið í Króksfjarðar- nes. Tjáði Kristján fréttamanni Mbl., að 70 til 80 metra langur skafl væri vestan við hlið mæði veikigirðingarinnar á heiðinni og smáskafl við brúna yfir Högná, en að öðru leyti hefði heiðin ver ið mjög vel fær. Hins vegar væri vegurinn í Þorskafirði mjög slæmur og seinfarinn. Mun það algert einsdæmi, að fært sé yfir Þorskafjarðarheiði á góu. Fréttamaður Mbl. talaði í dag við Erling Magnússon, vega- verkstjóra í Melbæ í Króksfirði. Sagði hann, að vegir þar um slóðir væru yfirleitt fremur slæm ir og aurbleyta hefði verið mikil, en mjög farið að síga úr þeim. Kvaðst hann ætla upp á Þorska- fjarðarheiði á morgun, til þess að athuga þar aðstæður og hvort fýsilegt væri að ryðja veginn þar. Úr Reykhólasveit hefur verið fær til Reykjavíkur öðru hverju í langan tíma, en vegirnir eru ekki góðir og hefur öxulþungi verið takmarkaður við 7 tonn. Erlingur taldi, að snjólítið væri á hálsunum í Barðastrandarsýslu en vegir þar blautir. Þó mættu þeir teljast jeppafærir. í Stranda sýsiu eru vegir yfirleitt vel fær ir og ekki mjög blautir. — H. T. Hóta að sprengja líkhús og kirkju ' New York, 25. febr. (AP):sem þær standa í líkhúsi í Har- DM TÍU þúsund manns hafalem, þrátt fyrir hótanir um að komið að líkbörum blökku- sprengja líkhúsið í loft upp. mannaleiðtogans Malcolm X þar Framhald á bls. 27 — Inflúenzan Framhald af bls. 1 er sama veirutegund og sú, sem undan farið hefur valdið — í byrjun janúar sl. varð hennar vart í Leningrad og um 20. sama mánaðar breidd- ist hún óðfluga út og náði þá m. a. til Moskvu og víðar um inflúenzu-faraldri í Rússlandi og Austur-Evrópu, og er þessi stofn nefndur A2. Eftir að Asíu-inflúenzán gekk 1957 'hefur þessi sami veirustofn valdið inflúenzu-faröldrum annað veifið hingað og þang- að, meðal annars hér á landi 1963. Austur-Evrópu. Samkvæmt opinberum tilkynningum, sem okkur hafa borizt, hefur veik in síðan breiðst út til Pól- lands og Tékkóslóvakíu og loks Frakklands, Bandaríkj- anna, Finnlands og Svíþjóðar. Ekki er vitað um að aðrar rá'ðstafanir hafi verið gerðar erlendis af opinberri hálfu en héj- hafa verið gerðar, þ.e. einstaka starfshópar hafa ver ið bólusettir. — A2 inflúenza þessi telst vera meðalþungur faraldur, gangur yifirleitt mildur, en mest hafa börn undir 7 ára aldri veikzt. í vissum borgum einkum í Moskvu og Leningr- ad, náði hún geysimikilli út- breiðslu, en ekki hefur verið talað um dauðsföll. Eru þeir, sem áður hafa veikzt eða verið bólusettir við veikinni, ónæmir fyrir henni, úr því að um sömu veiruteg- und er að ræða og áður hefur valdið inflúenzu hér? — Talið er, að um 60% þeirra, sem bólusettir eru, verði ónæmir fyrir veikinni. Verulegt ónæmi endist vetrar langt, en fer úr því dvínandi, en helzt að nokkru leyti í nokkur ár. Þurfa þá þeir, sem tóku veik ina fyrir tveimur árum eða voru þá bólusettir, áð iáta bólusetja sig á nýjan leik? — Já, ef menn vilja tryggja sig gegn veikinni. Þó er talið, að þeir sem hafa verið bólu- settir í Asíu-inflúenzunni 1957 og síðar gegn þessum sama veirustofni, þurfi aðeins eina bólusetningu. Aðrir þurfa að fá tvær bólusetningar með nokkurra vikna millibilí. Hafa ber þó í huga. að ein- ungis 60% .þeirra, sem bólu- settir eru, mynda móteitur. Því miður er ekki hægt að vita hverjir þessir 60% eru, því að svörun einstaklinganna vi'ð bólusetningunni segir ekki örugglega til um það. — Bólusetningunni fylgja stundum eymsli og roði á bólusetningarstað og oft einn ig slappleiki og væg sjúkdóms einkenni og einstaka menn fá hita, en þessar aukaverkanir geta stafað af eggjahvítuefn- um, sem í bóluefninu eru. Eru fyrirhugaðar opinberar ráðstafanir vegna veikinnar um fram það, sem þegar hefur verið gert? — Nei, búið er að bólusetja þá starfsmannahópa, sem mest koma í snertingu við er- lenda ferðamenn, og þá, sem sízt má án vera, ef veikin skyldi brei'ðast út hér á landi, svo sem hjúkrunarlið, slökkvi liðsmenn, lögreglumenn o.fl. Viljið þér ráðleggja ein- hverjum sérstökum að láta bólusetja sig? — Já. Lasburða gamal- menni, sjúklingar með asuna, lungna- og hjartasjúkdóma og þeir, sem á einhvern hátt eru sérstaklega veiklaðir ættu að láta bólusetja sig. Enn frem- ur tel ég ráðlegt, að bændur og sjómenn láti bólusetja sig og aðrir þeir, sem hætta er á að verði að sinna störfum sínum þótt veikir yrðu. Frá undirritun samninga í skrifstofum Fiugfélags íslands í gær. Frá hægri: Örn Johnson, for- stjóri, Mr. Switzer frá Fokkerverksmiðjunum, Guðmundur Vilhjálmsson, forma-ður stjórnar FÍ, Bergur G. Gíslason og Kjartan Tliors, stjórnarmeðlimir FÍ. (Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.) Samningar undirritaðir um kaup á annarri Fokkervél FÍ tryggar sér íorkaupsrétt að þriðju véSinni KLUKKAN hálfsex í gær undirritaði Örn Johnson, for- stjóri Flugfélags íslands, samning við Fokker-flugvéla- verksmiðjurnar í Hollandi um kaup á annarri Fokker Friend ship-fluvél fyrir FI, sem af- hendast skal í lok marz 1966. Fyrri Fokkervél FÍ verður af- hent í lok apríl eða í byrjun maí nk. Samninginn undirrit- aði fyrir hönd verksmiðjanna Mr. Switzer frá söludeild þeirra. I samningnum er Flug- félagi Islands jafnframt tryggður forkaupsréttur að þriðju Fokker Friendship-vél- inni, ef félagið tæki ákvörðun um að kaupa þá vél. Örn Johnson ræddi við blaða- menn á fundi í gær í tilefni samn- ingsgerðarinnar. Hann sagði að eftir nána yfirvegun hefði Flug- félag íslands talið að Fokker Friendship-vélarnar hentuðu bezt til þess að endurnýja innanlands- flugvélakost félagsins. Þær væru í notkun víða um heim, og hefðu gefið mjög góða raun í hvívetna. Hann kvað samninginn um seinni vélina gerðan með þeim fyrirvara að ríkisábyrgð fengist fyrir láni, sem næmi 80% af kaupverði hennar. Þegar hefði verið leitað til ríkisstjórnarinnar vegna þessa, og hún hefði sýnt mikinn skilning á málinu. Það yrði lagt fyrir Alþingi einhvern næstu daga, og kvaðst Örn John- son vona, að þingmenn myndu sýna skilning sinn og Velvilja í þessu máli. Örn Johnson gat þess, að fyrri vélin, sem kemur í vor, verði tek- UM NÆSTU helgi, 27. og 28. febrúar, efnir Varðberg í Reykja vík til ráðstefnu um „KJARA- MÁL í ATLANTSHAFSRÍK J - UNUM“. Verður þar fjallað um nokkra þýðingarmikla þætti í violleitni þsssara ríkja til að bæta kjör þegna sinna. Meðal 4 j fyrirlestra, sem fluttir verða á ráðstefnunni, mun Olav Brun- j vand, aðalritstjóri frá Osló og fyrrv. aðstoðarráðherra, flytja erindi um „Efnahags- og kjara- þróun í austri og vestri“, en þeim málum er hann sérstaklega kunnugur, m.a. af ferðalogum 1 sínum, bæði austan tjalds og vestan. Fjórir fyrirlestrar og umræðu- hópar. Ráðstefnan verður sett af for manni Varðbergs, Herði Einars- syni, laugardaginn 27. febrúar kl. 13:30 í Glaumbæ við Fríkirkju veg og verður fyrirlestur Olav Brunvand sfðan fyrst á dag- skránni þennan fyrri dag ráð- stefnunnar. Þá mun einnig Sveinn Björnsson, framkvæmda- stjóri Iðnaðarmálastofnunar ís- lands, flytja erindi um „Hlut hagræðingar í efnahagsþróun og kjarabótum“. Síðari dag ráðstefnunnar munu þátttakendur snæða saman há- degisverð í Sigtúni við Austur- völí, en að honum loknum verð- ur störfum ráðstefnunnar haldið áfram þar á staðnum. Mun Ósk- ar Hallgrímsson flytja erindi um „Vinnutíma hér og erlendis — leiðir til styttri vinnutíma" og Framhald á bls. 27 Olav Brunvand in í notkun á helztu innanlands- leiðunum, til Akureyrar, ísafjarð ar og Vestmannaeyja. Er seinni vélin kæmi, yrði fleiri leiðum bætt við, en þetta væri þó að nokkru háð hvaða framkvæmdir yrðu í flugvallarmálum innan- lands. Þá kvað hann einnig mundu verða athugað hvort ekki væri hægt að nota aðra vélina til Færeyjaflugs, en það yrði þó h’ð því, hvað gert yrði í flugvallar- málum þar. Fokker Frienship-vélarnar eru mun hraðfleygari en DC-3-vei- arnar, sem FÍ notar nú innan- lands. Meðalhraði þeirra er 440 km á klukkustund, og styttist flugtíminn til Akureyrar um hálfa klukkustund frá því sem nú er. Nú tekur 1 klst. og 20 mln. að fljúga þessa leið, en með Fo’-k er Friendship mun það ekki taka nema 50 mínútur. Örn Johnson gat þess, að kaup- verð seinni vélarinnar væri nær hið sama og þeirrar fyrri, eða 40 milljónir króna fyrir hvora vél. Þar við bættist að FÍ legði til Rolls Royce Dart hverfihreyfxa, sem félagið ætti, og kostuðu beir 4 milljónir kr. fyrir hvora vél. Örn Johnson sagði að undir- búningur að því að taka nýju vél- ina í notkun væri löngu hafinn. Nú stæði yfir í Reykjavík nám- skeið fyrir flugmenn, og kenndu þar tveir menn frá Fokker-verk- smiðjunum. Þá hafa flugvirkjar frá FÍ farið til Hollands og setið námskeið hjá verksmiðjunum. Mr. Switzer kvað Fokker-verk- smiðjunum mikla ánægju að því að eiga viðskipti við Flugfélag Islands. Hann sagði að síðan fyrsta Fokker Friendship-vélin var pöntuð 1958 hafi verksmiðj- urnar fengið 315 pantanir á þess- um flugvélum, að sölunni til FÍ I gær meðtalinni. 265 flugvélar hafa verið afgreiddar og eru þær í notkun um allan heim, m.a. Japan, Ástralíu og víðar. Vélarn- ar hafa verið seldar til 32 landa. Þær væru framleiddar í Hollandi. en Fairchild-flugvélaverksmiðj- urnar bandarísku framleiddu einnig Fokker Friendship-vélar, en aðeins fyrir Bandaríkjamark- að. — Hæðin yfir Grænlandshafi og Grænlandi var ekkert far in að láta sig í gær og má Evrópu. gera ráð fyrir aðgerðarlausu veðri áfram hérlendis, en í hægri norðanátt og kuldum í ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.