Morgunblaðið - 26.02.1965, Blaðsíða 17
Föstudagur 26. febrúar 1965
MORGU N BLAÐID
17
11 ísspanginiar þéttast er austur með landi kemur. Þessi mynd
tekin skammt frá Grímsey.
(Ljósm.: Emil Ágústsson).
Skjaldbreið varð að brjóta
sér rennu í gegn um ísinn
f GÆRMORGUN brauzt
strandferðaskipið Skjaldbreið
í gegn um ísbreiðuna við
Hornbjarg og hér á eftir fer
lýsing skipstjórans á því, svo
og símtal við Óskar Aðalstein,
vitavörð á Galtarvita:
Blaðið átti í gær tal við Guð
jón Guðmundsson á Eyri í
Ingólfsfirði, en hann er um-
boðsmaður Rikisskip þar á
staðnum. Skjaldbreið var þá
nýfarin frá Ingólfsfirði áleið-
is til Ólafsfjarðar en hafði um
morguninn farið fyrir Horn-
bjarg.
Guðjón á Eyri hafði rætt
við Magnús Einarsson, skip-
stjóra á Skjaldbreið, um ferð
skipsins fyrir Hornbjarg og í
gegnum ísinn þar.
Samkvæmt frásögn skip-
stjórans var ísinn allt upp
undir landi við Hornbjarg, en
þegar Skjaldbreið kom þang-
að sá skipstjórinn, að auður
sjór var hinum megin við ís-
breiðuna, sem var um 600 m
breið þar sem skipið var.
Skipstjóri tók það ráð, þar
sem bezta veður var, logn og
blíða, að reyna að ýta jökun-
um frá með því að sigla skip
inu á ísinn og mynda þannig
rennu í gegn. Tókst þetta vel
og komst Skjaldbreið leiðar
sinnar án áfalla eða skemmda.
Skipstjóri sagði, að góða veðr-
j Jakaspðngln, sem nær upp i landsteina við Horn — og Skjald-
breið „stjakaði“ sér í gegnum í gær. — (Ljósm.: I>. Sigtryggss.)
inu hefði mátt þakka, hversu
vel þetta tókst, því ekki hefði
verið þorandi að reyna að
brjótast í gegn hefði eitthvað
verið að veðri.
Skjaldbreið er nú á leið til
Ólafsfjarðar, þar sem hún
snýr við. Skipstjórinn taldi
vafasamt, að hann kæmist til
baka, því ísinn væri svo ná-
lægt landi og ekkert mætti
bera út af með v&ðrið til þess
að hann yrði landfastur.
Guðjón á Eyri sagði Morg
unblaðinu, að hrein leið væri
til Ólafsfjarðar sem stjgði, en
oft hefði mikill ís verið á
Húnaflóa áður fyrr. Meira að
segja hefði verið haegt að
ganga milli Hornbjargs og
Skaga árið 1918, því þá hefði
íshellan náð langt út á haf.
Þá átti blaðið símtal við
Óskar Aðalstein, vitavörð á
Galtarvita, og spurðist fyrir
um hafísinn, sem er ekki langt
undan þar vestra.
Óskar sagði, að úr vitanum
sæist ekki til íssins, þótt sæmi
legt skyggni væri Og fallegt
veður. Hann kvaðst stundum
hafa orðið var við ísjaka, en
ekki síðustu daga.
Hann sagði, að ísinn væri
skammt undan og gerði norð
anátt yrði hann ekki lengi að
reka upp að landi. „>að er
ekkert grín að fá hann hér
upp undir. Það er hálfgerður
kvíði í mér út af því“, sagði
Óskar.
„Það er meiri ís hér um
slóðir en verið hefur allt frá
því ég byrjaði sem vitavörð-
ur“, sagði hann, „en ég hef
ekki farið hér upp á fjöllin til
að gá að honum, þótt öruggt
megi teljast að sjást mundi til
hans. í vetur hef ég stundum
farið upp á Öskubak og stund-
um séð til íssins, en þaðan er
góð sýn langt út“, sagði Óskar
Aðalsteinn.
„AnnarS hefur þetta verið
undarlegur vetur“, sagði
hann, „því skiptzt hafa á mik
il norðanveður og fannfergi
og sumarblíða. Nú er meira að
segja farin að koma upp smá-
vegis gróður".
Að lokum bað Óskar Aðal-
steinn fyrir kveðjur til ætt-
ingja og vina og sagði að öll-
um hans þar vestra liði vel.
— Mesti is
Framhald af bls. 1.
Þröstur Sigtryggsson skipherra,
sem stjórnaði fluginu, sagði tíð-
indamanni blaðsins að bátarnir
yrðu við þessar aðstæður að
gæta mikillar varkárni og mætti
ætla að á siglingu inn í jaka-
hrönglið og út fengju bátarnir
„pústra“ og högg álíka og er þeir
leggjast að bryggju.
LÝSING ASTANDSINS
Bezt lýsing ferðarinnar og á-
standsins er hið greinargóða yfir-
lit sem Jón Eyiþórsson gaf blaða-
mönnum í vélinni eftir að ís-
kortið hafði verið teiknað sam-
kvæmt sjónflugi eða mælingum
með fullkomnum radartækjum
landhelgisvélarinnar. Jóni fórust
svo orð:
Við komum að ísröndinni 54
sjómílur vestur af Grænu-
hlíð og flugum síðan með henni
fyrir mynni ísafjarðardjúps'. Þar
liggur gisin ísbreiða, þar sem
skip komast í gegn í björtu. ís-
rastir ná alveg upp að Straum-
n'esi og Kögri en eru mjóar og
færar í birtu sem fyrr segir.
Er austar dregur fjarlægist ís-
inn landið, einkum er stór vík
norður í ísbreiðuna norður af
Húnaflóa, en út af Skagafirði
þverbeygir hún að landinu og
er 4 sjómílur út af Siglunesi.
Þar á kafla liggur hún með land-
inu, en fjarlægist aftur og eru
einstakir ísjakar vestur af Gríms-
ey en norður af eynni er sam-
hangandi og alllþétt ísbreiða eins
langt og séð verður.
ísinn liggur svo til austurs,
með landinu, en norður af Hraun
hafnartanga á Sléttu gengur ís
tunga til suðurs og er aðeins 12
sjómílur frá landi.
ísinn liggur svo í boga 60 km
NA af Langanesi og beygir þar
til suðurs og syðsta tungan nær
suður á móts við Gunnólfsvíkur-
fjall og er þar 150 km undan
landi.
FÆRIST AUSTUR
Isinn hefur yfirleitt færzt
austur á bóginn síðan í gær
og tungan austur af Langa-
nesi bendir sérstaklega til þess
að Austur-íslandsstraumurinn
sé farinn að hafa áhrif á ís-
rekið, enda eru áberandi marg
ar mjóaT en þéttar rastir í
þessari tungu með aðeins jafca
stangli á milli. Þessar ísrast-
ir virðast stefna þvert á
strauminn og að óbreyttri
vindstöðu er mjög hætt við
að ísinn haldi áfram að reka
suður með Austfjörðum og er
ekki eins og sakir standa hægt
að sjá fyrir afleiðingarnar af
því.
— Hverjar eru hættuleg-
ustu afleiðingar þess, spiutt
tíðindamaður Mbl.?
— Að Austfirðir kunna a0
fyllast af ís, ef straumur o*
vindur leggjast á sömu sveiL
Það sem við þyrftum nú afl
fá, hélt Jón áfram, er kröftug
SA-átt til að keyra isinn tU
baka norðu'r og vestur.
SAGA FYRRI ÁRA
I miklum ísárum hefur þaS
komið alloft fyrir að ís reki
allt suður fyrir Hornafjörð og
siðar vestur með suðurströnd-
inni hjá Eyjum allt fyrir
Reykjanes og inn á Faxaflóa.
1914 var ís fastur við Langa
nes og var að flækjast þar
frám í júnímánuð.
1911 var is við Austfirði og
fyllti Austfirði alla suður tíl
Beruf jarðar.
1902 í marzlok voru hafþök
af ís fyrir Austfjörðum og rak
íshroða allt vestur fyrir Ing-
suður undir Papey.
Á 19. öld skeði það oft að
ís ræki suður í Beruf jörð, suð-
ur í Lón og í önnur skipti
suður ndii Papey.
Árin 1821, 1826 og 1835 bar
ís fnamhjá Vestmannaeyjum
og skeði það alltaf í maimán-
uði.
EKKI ÞÉTTUR YFIRLEITT
— Aðspurður um eðli íss þess
sem sást í könnunarfluginu í gær
svaraði Jón:
— ísinn er ekki þéttur né
þungur út af Vestfjörðum og
verður ekki landfastur nema í
hvassri norðanátt. Hættan er.
meiri við Austfirði, því straum-
urinn þar er svo áhrifaríkur;
ísjaðarinn er mjög brotinn,
einskonar kurlís og yfirleitt alls
staðar sundurlaus — eins og
hellulagt sé. ísrastir eru hins
vegar margar samfellJar og eru
þessi rastabelti mest áberandi er
austur með landinu dregur.
En ístungurnar eru þannig að
ef frost gerir þá er hætt við að
ekkert skip komizt í gegn nema
ísbrjótar.
Isinn virðist 80—100 sm. Þykk-
ur. Stöku jakar sína að þeir hafa
riðlast og að í sumum tilfellum
hafi ísinn hrannast upp. En yfir-
leitt virðist þetta vera vetrarís,
sem hefur brotnað upp. Hann er
allur smágerður, engir borgarís-
jakar sjást.
Þéttleiki íssins er þetta 2/8 og
upp í 4/8 út af ísafjarðardjúpi
en er austar dregur er þéttleik-
inn víða 8/8 og mundi kallast
hafþök ef hann næði yfir stærri
svæði en spangirnar eru.
ísinn sást í dag illa fyrir þoku
en þar sem ísinn var þéttastur
létti þokunni en yfir lónunuiii
á milli grúfði þoka, sagði Jón
Eyiþórsson að lokum.
í jakahrönglinu. —
vissara að fara að
Það er hrollvekjandi að sjá Djúpbátana inn
Hér er einn djúpt inn í hrönglinu. Það er
öllu með sát. En vogun vinnur — vogun tapar.
— (Ljósm.: Þröstur Sigtryggsson).