Morgunblaðið - 26.02.1965, Side 19

Morgunblaðið - 26.02.1965, Side 19
1 Fostudagur 26. febrúar 1969 MORGUNBLAÐIÐ 19 ÚTVARP REYKJAVfK SUNNUDAG, 14. febrúar, flutti Hannes Jónsson, félagsfræðing- ur, erindi um ástina, makaval- ið og rtúlofunina. Var það, sem vænta mátti, fróðlegt erindi. Hannes gerði glöggan greinar- mun á rómantískri ást og hjóna- ást. Rómantíska ástin „brotnar á skerjum raunveruleikans“, en hjónaást er ástarkennd, sem ræktuð er með aii- langri kynningu, sameiginleg- um áhugamélum og virðingu fyrir sjónarmiðum hvors annars. Til skýringar tók Hannes þessa kunnu vísu Steingríms Thor- •teinssonar: Ást er föstum áþekk tind, ást er veik sem bóla. Ást er fædd og alin blind, ást sér gegnum hóla. l?arna mundu 1. og 4. hend- ing, má ég segja, svara til hjóna- ástar, en nr. 2 og nr. 3, til róm- antísku ástarinnar. — Erinda- flokkur Hannesar er mjög vel valið útvarpsefni og á erindi til allra. Um kvöldið flutti Magnús Gíslason námstjóri mjög fræð- cand. mag. Hann byrjaði á því rænt samstarf“. Um dag og veg að þessu sinni fjallaði Gunnar Finnbogason, cand. mag. Hann byrjaði á því að gagnrýna útvarpið nokkuð fyrir val á mönnum til þessa þáttar. T.d. bæri þar helzt til mikið á blaðamönnum, en hann var allkrítískur út í þá stétt tnanna, hvar hann taldi þó mik- ið velta á, að væri valinn mað- ur í hverju rúmi. Einkum gagn- rýndi hann málfar blaðamanna, sem honum þótti ekki ætíð sem vandaðast. Gunnar sagði ennfremur, að algengast væri þegar skólamál væru rædd, að fjargviðrast út af því, hve íslenzkukennslu væri þar ábótavant, hún væri þurr, og þetta væri ekki annað en málfræðistagl og setningafræði. Svo notuðu menn þetta til af- sökunar því, að þeir væru ekki meiri íslenzkumenn en raun væri á. Sagði hann, að auðveld- ast væri að afsaka sig með því að skeila skuldinni á aðra. „Tungutak máls er list, sem aldrei verður lærð til hlítar,“ sagði Gunnar. Menn þyrftu að viðhalda íslenzkukunnáttu sinni með lestri góðra bóka að skóla- námi loknu, fremur en skella allri sök slæmrar íslenzkukunn- áttu á skólana. Siðar tók Gunnar m.a. skatta- málin til umræðu, þótti skattar þungir, en skattamálin hafa ver- ið svo mikið rædd bæði í þessu blaði og víðar, að ég sé ekki ástæðu til að rekja þær um- aagnir hans. tg vil að endingu geta þess, •ð ég er honum ekki fyllilega aammála um, að blaðamenn troði •f oft upp í þættinum um dag •g veg. Þeirrar stéttar menn hafa oft aðstöðu til að kynnast margvislegustu málefnum frá álikustu hliðum. Útvarpinu þykir •eskilegt, að gripið sé á 4—5 lítt skyldum atriðum í rabbi um dag og veg. Þetta verður því oft •Umikill þeysingur, þar sem •kki vinnst tími til að gera hverju einstöku málefni, sem á •r drepið, nein ýtarleg skil. En þessu eru blaðamenn ekki óvan- ir, þeir verða oft að vinna af hraða miklum og hafa ekki ávalt tima til að rekja mál eins ýtar- lega og margir mundu telja æski- legt. Þetta er eðlislægur ann- marki dagblaðaútgáfu. Mér finnst því alls ekki óeðlilegt, þótt út- varpið leiti alloft til blaða- manna, er það velur menn í dags og vegs rabb, á meðan það ver aðeins 20 mínútum í þennan þátt. Hitt er svo annað mál, eins og ég hef áður minnzt á, að æski- legt væri að lengja tíma dags og vegs manna, svo að þeir þyrftu ekki að viðhafa slíkan ógnar- hraða, sem raun er á, við mál- flutning sinn, því að eins og Gunnar benti á, þá er þetta einn af þeim þáttum útvarpsins, sem mun eiga einna stærstan áheyr- endahóp. Níels Dungal, prófessor, kom fram á blaðamannafundi síðar á mánudagskvöldið. Spyrjendur auk dr. Gunnars Schram, voru Indriði G. Þorsteinsson og Valdi- mar Jóhannesson. Til umræðu var krabbamein og þá einkum lungnakrabbi í sambandi við reykingar. Dungal upplýsti, að fyrst eftir að ameríska nefndin, sem sann- aði beint samband á milli reyk- inga og lungnakrabbameins, birti niðurstöður sínar — en síð- an er rúmt ár liðið — hefði dreg- ið mjög úr sígarettureykingum hér á landi. Þannig seldust um 18 milljón sígarettur í febrúar 1963, en ekki nema 12—13 millj- ónir í febrúar 1964. En smátt og smátt virðist fólk hafa farið að jafna sig eftir hin vofeiflegu tíð- indi, sem bárust frá Ameríku, því að í desember 1964 seldust 17,585,000 á móti 18,330,000 í des. 1963. Á öllu árinu 1964 var þó allmiklu minna reykt en 1963. Heildarsalan á sígarettum 1963 var 243 milljónir, en 202 milljón- ir 1964. Hafði þannig minnkað um 41 milljón. Taldi Dungal vafa laust, að þetta stafaði af niður- stöðum amerísku nefndarinnar. Nokkuð hefur píputóbaksnotkun og vindlareykingar aukizt á þessu tímabili en það er þó hverf andi á móts við minnkun sígar- ettureykinganna. Dungal var ekki mjög svart- sýnn, þótt tölur þessar sýni, að sígarettureyking ar hafa aftur færzt í vöxt. — Hann sagði, að haldið væri uppi fræðslustarfsemi til að vara fólk við afleiðingum reykinga. Skipti þar mestu máli, að hafa áhrif á börnin í skólunum. í leiðinni gat hann þess, að það væru helzt heimskustu böm í skól- um, sem hneigðust til reykinga. Enn fremur sagði hann, að kven- fólki virtist ganga ver að hætta að reykja en körlum. Dungal taldi vindla litlu hættuminni en sígarettur, en pípu hins vegar meinlausari. Úr öllu jurtaefni. sem brennt er, myndast krabbameinsvaldur, upplýsti prófessorinn síðar. Síðar beindust umræðurnar að magakrabbameini, en það er langalgengasta krabbamein hér á landi. Athyglisvert var, að Dungal sagði, að magakrabba- mein væri mun algengara í sveit en við sjó hérlendis. Orsakir þess taldi hann mundu liggja í nokkuð ólíku mataræði. Var I hann tortrygginn út í reyktan mat, en taldi fiskmeti hollara. Miklar líkur taldi Dungal til þess, að næmi fyrir krabbameini gengi í ættir, en hann áleit, að menn væru misjafnlega móttæki- legir fyrir sjúkdóminn. Þá var enn fremur athyglis- vert, að prófessorinn taldi, að magakrabbi væri misalgengur eftir sýslum og landshlutum. Þannig væri hann allalgengur í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslu svo og í Vestmannaeyjum. Hins vegar fremur sjaldgæfur t.d. í Rangárvallasýslu. Lengra eða ýtarlegar verður þessi fróðlegi fundur ekki rak- inn hér. Má að endingu geta þess, að prófessorinn sagðist vera vondaufari nú en fyrir einu ári eða svo, um það, að lyf fynd- ist gegn öllum tegundum krabba meins í náinni framtíð. Því bæri að leggja ríkasta áherzlu á, að koma í veg fyrir sjúkdóminn. „Byrjið ekki að reykja“ voru lokavarnaðarorð Dungals. Andrés Björnsson Iauk lestri Kjalnesingasögu á miðvikudags- kvöldið. Andrés hefur mjög snyrtilega og áferðarfagra út- varpsrödd, en við lestur íslend- ingasagna kemst hann ekki með tærnar, þar sem Helgi Hjörvar hafði hælana. Þetta stafar ekki af því, að tær Andrésar séu aft- an við normalstöðu, heldur námu hælar Helga við útlínur hins mögulega. í vísnaþætti Guðmundar Sig- urðssonar á kvöldvökunni kom fram eftirfarandi vísu fyrrihluti, sem við eigum öll að reyna að botna og senda útvarpinu fram- leiðsluna, ef við teljum hana frambærilega: Birtir daginn, borgin rís brátt af vetrardvala. Þátturinn „Raddir skálda“ á fimmtudagskvöld var helgaður Steingrími Thorsteinssyni. Las Hannes Pét.ursson fyrst úr bók sinni um skáldið, en síðan voru lesin kvæði, ljóðaþýðingar og ævintýri úr „Þúsund og ein nótt“, sem Steingrímur þýddi. Steingrímur Thorsteinsson er eitt af þeim skáldum, sem sætt hefur endurmati hjá skarp- skyggnum ljóðaunnendum síð- ustu árin. Er hann þannig kom- inn á nýjan leik upp á öldutopp mannlegrar við- urkenningar. — Sem kunnugt er naut Steingrím- ur mikillar hylli í lifanda lífi hjá flestum íslenzk- um ljóðaunnend- um og var jafn- vel af fjölmörgum metinn til jafns við . skáldtröllið Matthías Jochumsson. En siðar dalaði orð- stír Steingríms, líklega mest fyr- ir áhrif lærðra bókmenntafræð- inga, þótt langsótt reyndist að myrkva þann ljóma, sem jafnan stóð um skáldið í augum íslenzkr ar alþýðu. Var hann þó' meðal annars sakaður um skort á hag- mælsku! — Svo fór, að alþýðan sigraði, og Steingrímur hefur á ný hlotið verðugan sess meðal höfuðskálda okkar. Mun Halldór Laxness eiga drjúgan hlut að þeirri endurreisn og fleiri bók- mennta-„autoritet“, en íslenzk alþýða þó drýgstan, sem ávalt hélt tryggð við skáldið jafnt í velgengni og mótgangi. — Og hafi Hannes Pétursson þökk fyrir sitt myndarlega framlag. Þeir Björgvin Guðmundsson og Tómas Karlsson hafa með þættinum „Efst á baugi“ gefið gott sýnishorn af því, hvernig byggja skal upp skemmtilega fréttaþætti. Því miður verður ekki það sama sagt um erlendar fréttir í útvarpinu almennt. Þær eru oft næsta handahófskennd- ar ekki nægur munur gerður á aðal- og aukaatriðum. Fréttir, sem lítið gildi virðast hafa, eru endurteknar í tíma og ótíma, en annað látið ósagt, sem hlustend- ur bíða kannski í ofvæni eftir. Þannig væri fréttastofan vís með að slá því upp sem aðalfrétt, að Erhard, kanzlari Vestur-Þýzka- lands ætlaði að heimsækja, segj- um Túnis“ einhvern tíma á næsta ári“ eins og oft er komizt að orði. Væri nú ekki nóg að bíða með slíkar fréttir, þar til svona 1—2 vikur væru til heimsóknar- innar. — Þá má naumast nokk- ur konungborin persóna hreifa sig úti í löndum, svo að þær hræringar komi ekki fram á stór viðburðamælum fréttastofu út- varpsins og séu kannski síendur- teknar. En djúptækum hræring- . um í atvinnu-, fjármála-, lista- og menningarlífi þjóða er oft helzt til lítill gaumur gefinn. Það má líka ljóst vera af þeim stutta tíma, sem fréttalestri út- - varpsins er ætlaður, að frétta- þjónusta útvarpsins er ekki gizka yfirgripsmikil. í aðalkvöldfrétta- tíma útvarpsins fara kannski ekki meira en 5 mínútur í er- lendar fréttir og oft litlu meira í innlendar, ef fréttaaukar eru fráskildir. En um fréttaaukana verður það að segjast, að þeir eru afar misjafnir, og oft dreg- ur hátíðleiki og formfesta úr fréttnæmum áhrifum þeirra að miklum mun. Sumir þeirra eru auðvitað ágætir. — En hvað er- lendu fréttunum viðvíkur, þá fyndist mér ekkert óeðlilegt, þótt í aðalkvöldfréttatíma væri um 15 mínútum varið í. erlendar fréttir. Og þær mættu gjarnan vera í svipuðu formi og þætt- irnir „Efst á baugi.“ Vegna þess hve mikið af frá- bæru efni kemur fram í útvarp'- inu, þá finnst mér það ekki eiga minni rétt en Stephan G. Steph- ansson ætlar brezka heimsveld- inu, er hann gagnrýnir það og segir meðal annars: „þá áttu helga heimting á tun höfuðgiæp þinn nið að fá.“ Sveinn Kristinsson. Súkkulaðikex frá CARR er komið á markaðinn — ljúffengt og ódýrt. Biöjið um LUNCH frá Carr. CAKR er í fremstti róð hrezltra kex-fmmleiðenda Carr-kex af ýmsum tegundum. Fæst í öllum matvöruverzlunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.