Morgunblaðið - 26.02.1965, Side 21
' Fðstudagur 26. febröar 196?
MORCUNBLAÐIÐ
21
SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN
RITSTJÓRAR: GUNNAR GUNNARSSON, JÓN E. RAGNARSSON
OG RAGNAR KJARTANSSON
r ^
Amælisverð iromkomo veitingahússins Glaumbæjar —
Reka ungt iólk undir 21 úrs aldri irú borðum kaupi
það ekki úiengi — Tíðkast slíkt víðar?
|Er aukið eitirlit með
| veitingahúsum nauð-
| synlegt?
ATVIK það, sem lýst er her á
síðunni, úr Glaumbæ og er
vafalaust ekkert einsdæmi þar
og jafnvel víðar er slíkt reg-
inhneyksli, að ekki verður yf-
ir þagað né við unað. Að
eitt veitingahús skuli leyfa sér
að hleypa inn ungu fólki á
aldrinum 18—21 árs og setja
áfengiskaup þess undir lög-
aldri sem skilyrði fyrir því
að fá borð og geta þar með
haldizt við á staðnum er óaf-
sakanlegt og vissulega til þess
að koma ungu fólki upp á
ótímabæra áfengisdrykkju,
svo ekki sé meira sagt.
I framhaldi af þessu hafði
Æskulýðssíðan samband við
Lúðvíg Hjálmtýsson, formann
Sambands veitinga- og gisti-
húsaeigenda og sagði honum
af fyrrnefndu atviki. Sagði
Lúðvíg þetta slæmar fréttir og
harma að slíkt gæti átt sér
stað því atburðir sem slíkir
væru síður en svo í hag þeirra,
er reka veitingahúsin, og sem
yfirleitt reyna að stuðla að
góðri þjónustu við gesti sína.
Lúðvíg benti á það, að eftir
að söluverð gosdrykkjaflösk-
unnar er komið upp í 25—30
kr. væri gosdrykkjasalan ekki
síður ábatasöm en sala áfeng-
is. Hins vegar væru þjónar
yfirleitt upp á söluprósentu
og hefðu því mest upp úr
áfengissölunni. Sagiðst Lúð-
víg ekki trua þvi að oreyndu
að slíkt væri gert að undir-
lægi forráðamanna hússins.
Aðspurður hvort hann teldi
nauðsynlegt að auka eftirlit
með veitingahúsum vegna
þess, sem áður hefur verið
minnst á og einnig í sambandi
við önnur atriði, sbr. yfirfyll-
ingu húsanna, taldi Lúðvíg
að vissulega bæri að viðhalda
eftirliti og framfylgja þeim
reglum, sem fyrir væru en
vandinn lægi ekki síður í því
„móral“-Ieysi, sem vart verð-
ur hjá almenningi og þá um
leið hjá hluta af gestum veit-
ingahúsanna.
Þessi atburður svo og um-
mæli formanns Sambands veit
inga- og gistihúsaeigenda und-
irstrikar betur en fyrr mikil-
vægi þess, að eftirliti með vín-
veitingahúsum af hálfu hins
opinbera sé framfylgt til hins
ítrasta, svo og að forráðamenn
veitingahúsa veiti starfsliði
sínu að sama skapi slíkt að-
hald að staðirnir fái ekki á sig
slæmt orð að óþörfu.
Sé á stöðum þessum hins
vegar ekki farið eftir lágmarks
kröfum er það skylda hins
opinbera að grípa fram í með
því að taka af brotlegum stöð-
um vínveitingaleyfið — annað
og minna dugar ekki, ef ósam-
anum á ekki að líðast að vaða
uppi í f"Ilum herklæðum.
R. Kj.
Fró fjöllefli Friðriks Ólaissonor
við unga Sjólistæðismenn
SUNNUDAGINN 7. febrúar
tefldi Friðrik Ólafsson, stór-
xneistari, fjöltefli á vegum Heim-
dallar F.U.S. í Valhöll. Teflt var
á nær 20 borðum og vann Frið-
rik öll utan 4 jafntefli. Fjölmarg-
ir áhorfendur voru að fjölefii
þessu, sem var einn liður í tóm-
stundastarfsemi Heimdallar. Var
félagsmönnum mikill fengur í
í því að fá Friðrik Ólafsson á
sinn fund og á hann miklar þakk-
ir skilið.
(Ljósm. Árni Lárusson).
U N G T par kom nýléga að
máli við síðuna og sagði sínar
farir ekki sléttar af viðskipt-
um við veitingahúsið Glaumi-
bæ. Sl. laugardagskvöld hugð-
ist fyrrnefnt par fara og
skemmta sér við dans í Glaum
bæ, en aldurstakmark er þar
yfirleitt 18 ár, að því er síð-
an fékk staðfestingu á hjá
húsinu, sem hefur vínveitinga
leyfi eins og almenningi er
mjög svo kunnugt. Við inn-
göngudyr var gestum gert
skylt að sýna vegabréf til stað-
festingar aldurs, sem gekk
snuðrulaust fyrir sig. Er inn
var komið tókst herranum
eftir nokkra erfiðismuni að
ná í borð hjá einum þjónin-
um. En þegar fyrst skyldu
pantaðar á borðið tvær gos-
drykkjaflöskur á kr. 25 flask-
an en ekki áfengi eins og
þjónninn virtist telja sig eiga
heimtingu á, kom heldur en
ekki babb í bátinn og bað
hann þau að hafa sig á brott
frá borðinu, sem hann sagði
upptekið þrátt fyrir að þau
hefðu fengið borðið að þvi er
virtist á meðan áfengissölu-
möguleikinn var með í spilinu.
Parið hrökklaðist frá borðinu
yfir sig undrandi á hegðun
„þjónsins** og tókst ekkl að
fá borð fyrr en seinna um
kvöldið og á öðrum stað í hús-
inu. En þá tók ekki betra við
og var sama upp á teningnum,
og þeim tjáð að þau gætu
haft sig á brott frá borðinu
hið skjótasta ef engin áfeng-
iskaup yrðu höfð í frammi af
þeirra hálfu. — Þarf því les-
endum síðunnar ekki að
undra þó parið hafi horfið á
brott og muni ekki gera sér
tíðförult í þetta „villta vest-
ur“ höfuðborgarinnar.
(Sjá rammargein annars
staðar á síðunni).
Launþegaklúbbur ungra Sjálfst-manna
hefur starfsemi sína á ný - Leiðbeinandi
verður Pétur Sigurðsson alþm. Birgir
K£aran ræðir um kommúnism. á 1- f undi
U M svipað leyti á síðasta ári hóf
starfsemi sína Launþegaklúbbur
Heimdallar og samanstóð starf-
semi hans af 5 fundum og 2
kynnisferðum fram til vors. Sl.
haust voru síðan aftur haldnir
fundir og nú n.k. miðvikudags-
kvöld hefst starfsemin á ný með
því að Birgir Kjaran hagfræð-
ingur mun ræða við þátttakendur
klúbbsins um kommúnismann.
Þessi fyrsti fundur klúbbsins að
þessu sinni verður settur af for-
manni Heimdallar, Styrmi Gunn-
arssyni en leiðbeinandi og stjórn-
andi klúbbsins verður Pétur Sig-
urðsson, alþm. Sem fyrr byggist
starfsemin upp á fyrirlestrum,
umræðum, fyrirspurnum, kvik-
myndasýningum, kynnisferðum o.
fl. Sem fyrr er sagt mun Birgir
Kjaran' verða frummælandi á
fyrsta fundinum en í lok þess
fundar verða sýndar kvikmyndir.
Fundirnir verða haldnir vikulega
á miðvikud. og á öðrum fund-
inum mun Birgir fsl. Gunnars-
son, borgarráðsmaður, fyrrv. for-
maður Heimdallar fræða þátttak-
endur um ræðumennsku og Pét-
ur Sigurðsson, stjórnandi klúbbs-
ins útskýra uppbyggingu ræðu.
f lok þessa fundar verður sýnd
kvikmynd með ræðum nokkurra
frægra stjórnmálaskörunga. —
Þriðja atriðið í starfsemi klúbbs-
ins verður kynnisferð í húsa-
kynni borgarstjórnar Reykjavík-
ur en þar mun borgarstjórinn,
Geir Hallgrímsson, ræða við
þátttakendur. Á fjórða fundin-
um mun Magnús Óskarsson,
hæstaréttarlögmaður útskýrm
helztu atriði fundarreglna auk
þess sem hann mun gera nokkur
skil misbeitingu kommúnista í
verkalýðshreyfingunni á því
sviðl.
Á þessum fundi munu þátt-
takendur einnig fá ýmiss prent-
uð gögn um fundarreglur, sena
fyrir liggja, auk þess sem þátt-
takendur geta fengið á meðan
starfsemin stendur yfir margs
konar bækur, bæklinga og fleira
er að innlendum og erlendum
stjórnmálum lúta. Hvað áfram-
haldandi starfsemi snertir verð-
ur hún ákveðin í' samráði viS
þátttakendur, hvort sem un
verður að ræða fyrirlestra elleg-
ar þó frekast málfundi Loka-'
Framhald á bls. 18
Pétur
Birgir
Birgir IsL
Geir
Magnúa