Morgunblaðið - 12.03.1965, Síða 24
24
MORCUNBLAÐIÐ
Fostu&agur 12. marz 1965
T
Victoria Holt
Höfðingjasetrið
Bíddu andartak — ég ætla rétt að bregða mér hér tem r"<*
stela blómi handa mcknmu gömlu.
— Ég hef lofað þeim. Ég sagði
Hetty það. Hann hefði gifzt þér
í staðinn fyrir að drepa þig, en
svo var hún, skilurðu . . hún
kom út úr veggnum og hún gerði
þér illt og ég varð til þess að
hleypa henni út. Hún er vond . . .
hún ætti að fara inn í múrinn
aftur. En kærðu þig ekki. Þú
færð frið.
— Reuben, sagði ég veiklu-
lega. — Nú verð ég að fara.
— Þú ferð þangað sem þú átt
að vera. Ég fer með þig þangað.
— Hvar er það?
Hann teygði andlitið næstum
framan í mig og rak upp þennan
hræðilega hlátur, sem mundi
fylgja mér það sem eftir væri
ævinnar. — Þú veizt góða mín.
Þú veizt það mætavel.
— Reuben, sagði ég. — Þú
varst áður búinn að elta mig hing
að í kofann, var það ekki?
— Já, já, en þú læstir þig
inni. En það hefði ekki þýtt neitt
ef ég hefði verið tilbúinn. En
nú er ég tilbúinn. . .
— Tilbúinn til hvers?
— Og aftur fyllti þessi sami
hlátur kofann.
— Slepptu mér, Reuben- bað
ég.
— Já, ég skal sleppa þér, fína
frú, sleppa þér þangað sem þú
átt heima. Og það er ekki á
þessari jörðu. Ég ætla að setja
þig þangað sem þú varst þegar
ég ónáðaði þig.
Hlustaðu á mig, Reuben. Þú
hefur misskilið þetta allt. Þú
sást engan í múrnum. Þú ímynd-
aðir þér það bara út af þessum
sögum . . . hún var okkur ekkert
viðkomandi.
— Ég sleppti þér út. Það var
hræðilegt að gera það. Athugaðu
hvað þú gerðir henni Hettey okk-
ar. Nú hef ég litla hreiðrið þitt,
sem bíður eftir þér. Og þar skal
fara vel um þig og þá geturðu
engum gert mein framar . . . og
ég get sagt Hetty, hvað ég hef
gert.
— Hetty er dauð. Þú getur
ekkert sagt henni.
Ég hopaði á hæl frá honum
og yzt út í stofuna, en þar var
engin undankomuleið. Hann hélt
áfram að tauta um dauðu systur-
ina sína, brosti enn og nálgaðist
mig stöðugt. Sterku hendurnar
seildust eftir mér. Ég fann þær
um kverkarnar á mér . . kreista
úr mér lífið.
Það var kalda næturloftið, sem
lífgaði mig aftur. Mér var flökurt
og ég var veik og með verk í
hálsinum. Limirnir voru stirðir
og ég átti bágt með að ná and-
anum. Ég gat ekkert séð því að
ég var sveipuð einhverjum poka-
druslum, en ég vissi, að það var
verið að að bera mig eitthvað
burt. Ég reyndi að hreyfa hand-
leggina, en gat ekki og brátt fann
ég, að þeir voru bundnir á bak
aftur.
Ég var rígbundinn og ósjálf-
bjarga, rétt eins og skepna, sem
verið er að fara með í sláturhús-
ið. Og ég skynjaði með hryllingi,
hvert Reuben var að fara með
mig. í brjálsemi sinni hafði hann
gert eina persónu út úr mér og
nunnunni, sem var múruð inni
í vegginn og hann hafði fundið.
Fyrir honum var ég Sjöunda
Mærin úr Larnstonklaustrinu.
Við höfðum stanzað. Pokarnir
voru teknir utan af mér og ég
hctrfði upp á stjörnurnar. Það var
þá nótt og ég vissi, hvar ég var,
því að nú gat ég séð garðinn með
eins og hann hafði verið þegar
veggjunum í kring og múrinn . .
við vorum þar öll þennan dag,
Mellyora, Justin, Johnny, Kim
og ég. Og nú var ég þar ein . . .
ein með brjáluðum manni!
Ég heyrði hann hlæja lágt,
þennan ægilega hlátur, sem
mundi fylgja mér það sem eftir
væri. Hann dró mig fast upp að
38
veggnum. Það var gat á honum,
eins og verið hafði í fyrra skipt-
ið. Hann hafði opnað það aftur.
Ég gat heyrt erfiðan andardrátt
hans, þegar hann tróð mér inn
í gatið.
Reuben, andvarpaði ég. Nei, í
guðs bænum ekki. . . .
— Ég var hræddur um, að þú
værir dáin, sagði hann. — Það
hefði ekki verið rétt. Ég er fegn-
astur, að þú skulir vera lifandi
enn!
Ég reyndi að tala og biðja hann
og reyndi að æpa. Aumur háls-
inn á mér var eins og lokaður
og þó að ég beitti öllum mínum
viljakrafti, gat ég engu hljóði
upp komið.
Þarna var ég komin, og stóð
inni í veggnum, alveg eins og
ég hafði staðið forðum, þegar
við vorum öll börn. Reuben sást
ekki nema eins og svartur
skuggi. Ég sá múrsteininn í hend-
inni á honum og ég vissi alveg
hvað hann ætlaði að fara að gera.
Um leið og leið yfir mig, datt
mér snöggvast í hug: — Allt sem
ég hef gert, hefur leitt mig hing-
að, alveg eins og það, sem hún
gerði, kom henni hingað. Við
höfðum gengið sömu brautina, en
ég hafði ekki vitað af því. Ég
hélt, að líftið gæti orðið eins og
ég sjálf vildi . 4 . og líklega hefur
hún hugsað eins. .
Ekki veit ég hve lengi ég hef
verið þarna meðvitundarlaus. En
gegn um einhverja þoku ofsjána
og sársauka heyrði ég rödd, elsk-
aða rödd, sem tautaði: — Ker-
ensa!
Sterkir armar hófu mig á loft,
varlega og blíðlega. — Veslings,
veslings Kerensa!
Það var Kim, sem hafði fundið
mig. Kim, sem hafði bjargað
mér./Kim, sem var að bera mig
úr myrkri og dauða inn í Klaustr
ið.
Ég lá veik í nokkrar vikur.
Ég var látin vera í Klaustrinu,
og Mellyora kom þangað til að
hjúkra mér
Eina nóttína vaknaði ég upp
af þessari venjuiegu martröð,
þegar ég þóttist lokuð inni í múrn
um og grét í örmum hennar.
— Mellyora, sagði ég. Ég verð-
skulda að deyja fyrir allar synd-
ir mínar.
— Þei, þei! Þetta máttu ekki
vera að hugsa um.
— Ég ég hef syndgað. Og engu
minna en nunnan forðum. Hún
sveik loforð sín og ég mín. Ég
sveik vináttulofoi'ðin, Mellyora.
— Þig hefur verið að dreyma,
sagði hún blíðlega. — Það er
engin ástæða til að hræðast.
— Stundum finnst mér hann
Reuben vera hér inni og ég reyni
að æpa upp, en enginn heyrir til
mín.
— Það er búið að flytja Reu-
ben til Bodmin-vitfirringahælis-
ins.
— Hvernig sótð á því, að Kim
skyldi minna mig og bjarga mér?
— Hann hafði séð, að eitthvað
hafði verið hreyft við múrnum.
Hann minntist á þetta við Reu-
ben, sem sagði, að hann hefði
hrunið aftur. . En Kim gat ekki
skilið, hvernig á því gæti staðið,
þegar gert hefði verið við hann
fyrir nokkrum árum . . . já, þú
manst, þegar við vorum krakkar.
— Já, ég man það vel. Við
vorum þar öll saman. ...
— Svo komst þú ekki heim,
og ég fór auðvitað til Kims . . .
auðvitað.
— Já, sagði ég hægt, — auð-
vitað _fórstu til Kims.
— Ég vissi, að þú hafðir farið
í kofann, svo að við fórum fyrst
þangað. Hann var ekki læstur
og hurðin stóð meira að segja
upp á gátt. Þá varð Kim hrædd-
ur. Hann minntist þess, að Reu-
ben hafði talað eitthvað einkenni
lega við hann um Hetty. Hann
gat sér þess til, að eitthvað væri
að, og víð gætum orðið einhvers
vísari með því að athuga múrinn.
Og svo var guði fyrir að þakka,
að við komum áður en það var
orðið um seinan.
Ég fór að hugsa um allt, sem
ég ætti Kim að þakka . . . Senni-
lega líf Jóa og áreiðanlega ham-
ingju hans . . mitt líf og ham'-
ingju mína framvegis. Bráðum
verðum við saman, hugsaði ég,
og allt sem á undan er gengið
verður gleymt.
— Ég vaknaði aftur um nótt-
ina, kjökrandi. Mig hafði dreymt,
að ég stæði á tröppunum, ásamt
Mellyoru og hún rétti leikfangs-
fílinn að mér. Ég þóttist segja:
— Það var hann, sem varð
Judith að fjörtjóni. Nú ertu
frjáls, Mellyora, frjáls að eiga
hann Justin.
Ég hrökk upp og sá, að Melly-
ora stóð hjá mér. — Það er allt
í lagi, sagði hún, — þetta var
ekki annað en Ijótur draúmur.
— Það var kafli úr fortíðinni,
Mellyora. — Þú veizt ekki sann-
leikann í-málinu. Ég hef verið
vond.
— Svona máttu ekki tala, Ker
ensa.
— Ég hef gert þér rangt til
og ég verð að segja þér frá því.
Ég ætia að segja þér frá, þegar
hún Judith dó. Þetta var ekki
eins og fólk hélt. Ég veit, hvernig
hún dó. En ég þagði þegar ég
hefði átt að tala. Ég eyðilagði
lífið fyrir þér, Mellyora.
— Hvað ertu að segja? sagði
hún og starði á mig.
— Hlustaðu á mig, sagði ég í
örvæntingu minni. — Manstu
eftir Nelly . . . fílnum, sem hann
Carlyon hafði fyrir leikfang?
Hún varð óróleg á svipinn. Það
var greinilegt, að hún hélt mig
vera með óráði.
— Manstu það? nauðaði ég.
— Já, auðvitað. Hann er enn
til hérná.
— Judith datt um hann. Rifan,
sem þú gerðir við . . . það var
eftir skóhælinn hennar. Fíllinn
lá á stigagatinu og hún datt um
hann. Ég faldi fílinn fyrst um
sinn, af því að ég vildi ekki láta
kenna Carlyon um slysið . . . og
. . og seinna vegna þess að ég
hélt, að ef það sannaðist hafa
verið tilviljun, mundi Justin
aldrei fara að heiman. Þá hefði
hann gifzt þér. Og þú hefðir eign
azt son, sem hefði erft allt ■— allt
sem ég var að sækjast eftir
handa Carlyou.
Það varð þögn í herberginu,
svo að ekkert heyrðist nema tifið
í klukkunni.
— Heyrðirðu til mín, Melly-
ora?
— Já, svaraði hún lágt.
— Og hatarðu mig ekki fyrir
að eyðileggja líf þitt? spurði ég.
Hún þagði um stund og ég
hugsaði: Ég er búinn að missa
MeHyora. Fyrst ömmu og svo
Mellyoru.
— Þetta er svo langt um liðið,
sagði hún.
— Já,' en þú hefðir getað átt
hann Justin. Þú hefðir getað orð
ið hefðarfrúin í Klaustrinu. Þú
hefðir getað eignazt börn, hefði
ég ekki gert þetta. Ó, Mellyora,
hvað _þú hlýtur að hata mig.
— Ég gæti aldrei hatað þig,
Kerensa. Auk þess. . . .
— Ó, þú ert svo góð . . alltof
góð. Ég hata þessi gæði þín,
Mellyora. Þau gera þig svo veik-
geðja. Ég yrði hrifnari af þér
ef þú þytir upp í vonzku við mig!
— Já, en það gæti ég ekki gert
núna. Þetta var rangt af þér. Og
það var illa gert. En það er nú
umliðið. Og nú get ég ekki ann-
að en þakkað þér, Kerensa. Því
að ég er fegin, að þú fórst að
eins og þú gerðir.
— Fegin? Fegin að hafa misst
manninn, sem þú elskaðir? sagði
ég steinhissa. — Fegin að eiga
að verða einmana alla ævi?
— Ef til vill hef ég aldrei
elskað Justin. Og ég er ekki eins
veikgeðja og þú heldur mig vera.
Ef ég hefði elskað hann, hefði
ég aldrei sleppt honum. Og ef
hann hefði elskað mig, hefði
hann aldrei farið að heiman.
Justin elskaði einveruna. Nú er
hann hamingjusamari en nokkru
sinni áður. Og það er ég líka.
Það hefði verið slæmur misskiln
ingur ef við hefðum farið að eig-
ast. Og þú hefur forðað okkur
frá því, Kerensa. Á fölskum for-
sendum að vísu . . . en þú bjarg-
aðir okkur nú samt. Og ég er
fegin, að mér var bjargað . . . Ég
hefði aldrei getað höndlað svona
hamingju, ef ekki þú hefðir ver-
ið. Og það ættirðu alltaf að
muna.
— Þú ert að reyna að hugga
mig Mellyqra, eins og alltaf áður.
En það er bara ekki hægt að
hugga mig eins og krakka.
— Ég ætlaði nú ekki að segja
þér það, heldur bíða með það
þangað til þú værir orðin frísk-
ari. En þá höldum við líka veizlul
— Af hvaða tilefni?
— Ég vissi það undir eins og
hann kom heim. Og hann vissi
það líka. Og það var aðalástæðan
til þess, að hann langaði að koma
heim aftur.
— Hvert?
— Kim, auðvitað, sagði Melly-
ora. — Hann er búinn að biðja
mín. Ó, Kerensa, hvað lífið get-
ur verið dásamlegt! Nú skilurðu,
hversvegna ég get verið þér þakk
lát en ekki reið.
— Þú . . . og Kim . . . nei, það
getur ekki verið.
Hún hló. — Þú hefur verið að
sýta, allan þennan tíma, og hugs-
að um Justin. En það er nú um-
liðið, Kerensa. Og það, sem liðið
er, skiptir ekki máli lengur,
heldur það, sem framundan er.
Skilurðu það ekki?
Ég hallaði mér út af og lokaði
augunum. Jú, hvort ég skildi
það- Ég sá dramana mína alla
farna út um þúfur. Zg hafði ekk-
ert af fortíðinni lært. Og nú
horfði ég inn í framtíðina, þar
sem ekkert var nema svarta-
myrkur, rétt eins og í múrnum,
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, simi
51247.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunbl.aðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
landi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allan Ey jaf jörð
og víðar.
KALLI KUREKI
— -K— ~Xr ~
Teiknari: J. MORA
Atshez/ff newt's
S/SNAL, THEOL-T/MEZ
WH/2LS, DZAWS, ANO
F/eesf
.Urn leið og lögreglustjórinn gefur merkið, snýr Skröggur sér við, dreg-
ur upp byasuna og hleypir af.“ /
„Þetta ætti að duga.“
Kalli slær til með byssuskeptinu.