Alþýðublaðið - 16.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu, Síml 988. Auglýsingum sé skiiað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. bent á það, að með sparsemi mundi auðvelt að knýja þá sem vörur eiga til þess að setja þær niður. Þar með er augljóslega gefið I skyn, að of mikið sé lagt á vörurnar. En því ræðst blaðið ekki beint að þessum óþarfagems- um? Því kveður það ekki upp úr méð það, að hér sé orsök, eigi alllítil, til dýrtíðarinnar ? Kemur það of nærri tilfinninganæmasta bletti stuðningsmanna þess — buddunni? Hvað stoðar þó það kasti hnútum að útiendum okkr- urum, þegar þeir innlendu eru látnir .í friðil Það er vitanlegt, að aukin fram- leiðsla getur að nokkuru leyti bætt ur dýrtíðinni. En svo bezt, að framleiddar séu vörur, sem nauð- synlegar eru og skifulag sé á framleiðslunni. Þetta hafa sumir erlendir kaupsýslumenn séð, þó Mgbl. og þess nótar vilji ékki heyra á það minst, Með því að hætta að nota óþarfa, svo sem: allskon- ar sæigæti, tóbak o. s. frv., mætti knýja þá, sem hann búa til, til þess að bréyta um »búskapar«- hætti. Knýja þá til að framieiða eitthvað nytsamt. En þar um ráða verkamennirnir engu, meðan þeir ekki eru svo þroskaðir að sjá, að þeirra er valdið, að þeir geta ef þeir vilja haft vit fyrir auðugri stéttunum. Hér að ofan hefir verið bent á það, hverjir geti sparað. Og þarf ekki að endurtaka það. Vonandi hafa orð Mgbl. áhrif á þá, þrátt fyrir öll hvatningarorð þess, — sem virðast hálf hjáróma — um það, að sækja allskonar skemíanir, er auglýstar eru í því. Þess má og geta, að þó sparað sé, þá batna kjör alþýðunnar ekki þar við, nema svo framarlega, að hún njóti góðs af sparnaðinum — að auðmennirnir dragi iítið eitt úr gróða sínum og bætti því við •sultarlaun alþýðunnrr. Þá er fyrst hægt að segja, að til einhvers gagns sé sparað. Kauphœkkun getur pví orðið til sparnaðar. Að þessu sinni mun Morgun- blaðið, með lymsku sinni og ill- mælgi í garð verkamanna, ekki geta komið fram sínu máli, því hér eiga því betri menn um að fjalla, enda samningar gildandi, eins og áður er sagt, sem engum mun detta í hug að rjúfa. Kvásir. frá Danmörku. Kolabirgðir í Danmörku. National Tidende segir að kola- innflutningur frá Bretlandi og Ameríku hafi nú upp á síðkastið ekki aukist að óskum, eða eins og þarf. Á sama tíma hefir allur kolainnflutningur frá Þýzkalandi stöðvast, og eru þá kolavandræði fyrirsjáanleg í Danmörku. Fiugferðir milli Danraerkur og Englands. Ymsar enskar flugvélar hafa farið frá London um Holiand og Þýzkaland til Danmerkur nu und- anfarið. Og nú hinn 13. þ. m. lögðu tvær flugvélar danska hers- ins af stað tii Englands. Stýrir löjtnant Lictenberg annari vélinni, en iöjtnant Just Rasmussen hinni. Einn sjóliðsforingi er farþegi á hvorri vél. Búist var við að flug- urnar kæmu tii Englands 14. þ. m. Danskur málari í Englandi. Edvard Saltoft, danskur málari, sem á stríðs- og stjórnarbylingar- árunum hefir dvalið í Rússlandi og þar meðal annars afkastað mikiu fyrir „Rauða krossinn", hefir nýlega haft myndasýningu í London, á jmyndum gerðum í Rússlandi. Hafa þær vakið mikla eítirtekt, og munu sýndar vfðar í brezkum bæjum og síðan sendar til New-York, Washington, San Francisco og annara amerískra bæja. Myndirnar eru þegar allar seldar. Mk. Sigríður kom í gær af færafiski eftir rúmlega hálfsmán- aðar útivist. Hafði ágætann afla. gorgarastyrjölð i €nglanði? Allsherjaverkfall yfírvofandi. Khöfn, 15. júlf. Símað er frá London að verka- mannasambandsþingið enska, hafi ákveðið allsherjarverkfail, ef her- inn verði ekki kvaddur heim frá írlandi. €r!enð simskeyti. Khöfn, 15. júií. Pjóðrerjar láta undan. Sfmað frá Spa, að Þjóðverjar hafi látið undan í kolamáiin vegnsi þess, að bandamenn hafi hótað.. að senda her til Rúhrhéraðsins. Samningar framlengðir. Símað er frá London, að ensk- japanski samningurinn verði fram- Ifengdur um eitt ár að minst kosti>. Samningar strandaðir. Frá Helsingfors er sfmað, ad Rússar hafi slitið friðarsamninga- gerðinni við Finna í Dorpat. Paderenski fyrv. forsætisráðherri Póiverja er kominn til Spa. Ekki aðgerðarlausar þar. Sá atburður gerðist f Washing- ton íyrir nokkru, að alimargar konur héldu fund á flötunum fyrir framan stjórnarbyggingar ríkisins. Voru ræður fluttar og skorað á stjóraina að taka í taumana vegna ástandsins á írlandi. Var farið fram á að Bandaríkin viðurkendu þjóðfrelsi íra. Fundinum sleit með því að brezka flaggið var borið þar á bál, til andmæia gegn að- förum Breta í írlandi. Eigi skifti lögreglan sér neitt af fundi þessum eða því sem fram fór. En strax og stjórnin varð áskynja hvað gerst hafði, sendi hún afsökun sfna til sendiherra Breta, og kvaðst mundi láta rannsaka þetta og láta gera tilhlýðilega afsökun til stjórn- arinnar brezku fyrir tiltektir kvenn- anna. (Hkr.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.