Alþýðublaðið - 16.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ H.L Eiprt ÖIési ræður nokkrar stúlkur til síldarvinnu á Reykjarfirði næst komandi síldarútgerðartímabil. — Upplýsingar því viðvíkjandi á skrifstofu félagsins á Vesturgötu 5. Reykjavík 12. júlí 1920. H.f. Eg-gert Ólafsson. &ZoRRrir meitti gaía nú Jangið vcgavinnu um noRRurn íima. *§Cpplýsingar i áRaíéaRúsi ríRisins. Botnvörpungurinn ,Rán‘ fer norður til Siglufjarðar Laugard. 17. þ. m. Farþegar, sem enn eigí hafa fengið farseðla, vitji þeirira á Lindargötu 25 kl. 5—8 síðdegis f dag (Föstudag). Sig-urjón Ólafsson. Koli konangur. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). Oft og mörgum sinnum hafði tiún heyrt, að konur af lægri stétt- um væru siðlausar, og hún var ekki svo grunnhyggin að halda, að ungir ríkismenn Iifðu eins og dýrðlingar. Ung stúlka eins og Mary Burke, sem var hraust og heilbrigð, og tilfinninganæm, og óánægð með hlutskifti sitt í lífinu — og á hinn bóginn maður með menning og þekking Halls. Auð- vitað hlaut hún að verða ástfangin af honum. Hún myndi reyna að vinna hann frá vinum hans, frá þeim heimi, sem hann tilheyrði, frá því lífi í „lukkunnar velstandi", sem beið hans. Og hún hlaut að hafa vald, sem Jessie virtist enn þá ægilegra, vngna þess að hún þekti ekkert til þess. Skyldi það vera svo sterkt, að óhreinn kjóll, snarpar hendur og slitnir skór hefðu engin áhrif? Hún leit á Hall. Hann var ein- tóm einlægnin og göfugmenskan. Nei, það var ómögulegt að álíta það, að hann hefði fallið fyrir þess konar freistingu! Þá hefði hann líka aldrei farið hingað með hana, þar sem hann gat átt von á, að hún hitti þessa stúlku. En það líktist honum, öðrum eins hugsjónamanni, að gera þessa stúlku að fyrirmynd, að kalla hana hispurslausa, blátt áfram og írygglyBda, hún væri lasta og lýta laus. Og vel gat verið, að freistingin væri til, en að hann væri ekki enn þá orðin hennar vís. Já, Jessie var komin á hinu rétta augnablikil Og hún skyldi bjarga honum — hún hafði tæki, sem voru sniðugri, en þau, sem önnur eins kolahéraðskvensnipt þekti! Því Jessie efaðist aldrei um það, að hún væri himnaríki og Rauða Mary víti. XXIV. . Jessie dróg- sig Iítið eitt í hlé og sagði rólega: „Hallur, viltu finna mig hingað?" Hann gekk til hennar, og hún beið þangað til hann var kominn fast að henni, þá sagði hún lágt: „Hefurðu gleymt því, að þú þarft að fylgja mér aftur til lest- arinnar?" „Geturðu ekki komið með okk- ur nokkrar mínútur?" sagði hann í bænarróm. „Eg get ómögulega staðið í þeim þrengslum", svaraði hún, og alt í einu brýndi hún raustina, og tár komu fram í dökku augun: „Þú veist það líka vel Hallur, að eg þoli ekki þá óttalegu sjón og hræðilegu ópl" Jú, hann vissi það, og hann blygðaðist sín fyrir alt, sem hann þegar hafði Ieitt yfir hana. Hún hallaði sér upp að honum, grát- andi og titrandi, og horfði á hann með tárvotum augunum, Ijómandi af ást. Hún riðaði lítið eitt, og hann greip hana í faðm sér. Og fyrir augum þessa fólks lofaði hún honum að faðma sig að sér, meðan hún hvíslaði að honum ástarorðum. Hingað til hafði hún verið mjög treg, hin reynda móð- ir hennar vakti vandlega yfir henni. Hún hafði aldrei sýnt honum hin minstu bllðuatlot, að fyrra bragði. En nú gerði hún það, og varð bæði sæl og sigurglöð, er hún fanrt, að hann endurgalt þau. Enn þá var hann hennar — og þetta fóik hérna átti að fá að vita það, og „hún" skyldi vita það! Tómar kjöttunnur kaupir Kaup- félag Reykjavíkur (Gamla bank- anum). Verzlunin „Hlíf" á Hverfisgötu 56 A, sími 503 selur: Ágætar kartöflur í sekkjum og lausri vigt, dósamjólk á i,oo, steikarafeitina ágætu og leðurskæði. niðurrist. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðrikssen. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.