Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 11. maí 1965 Þórarinn Stefánsson á Húsavík Minning ÞÓRARINTST Stefánsson bóksali og fyrrum hreppstjóri á Húsavík andaðist á Landakotsspítala hinn 3. þ.m. á 87. aldursári. Minningar athöfn fór fram um hann í Hall- grímskirkju hinn 7. þ.m. að við- stöddu fjölmenni og útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag. Þórarinn var fæddur að Grá- síðu í Kelduhverfi 17. september 1878. Var hann elstur 12 barna þeirra Stefán Erlendssonar tré- smiðs og bónda og konu hans Margrétar Þórarinsdóttur, sem bjuggu að Grásíðu og síðar í Ól- afsgerði í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu. Verður nánar sagt frá foreldrum Þórarins og ætt þeirra síðar í grein þessarL Systkini Þórarins voru: Björg f. 1880, d. 1808. Ógift Kári f. 1882, d. 1835. Kvæntur Sigrúnu Grímsdóttur frá Garði í Kelduhverfi, systur séra Sveins Víkings. Erlendur bóndi f. 1885, d. 1054. Ókvæntur. Árni trésmiður f. 1886, d. 1965. Ókvæntur. Fjóla matreiðslukennari og skólastjóri. Fóstursystir Bene- dikts Sveinssonar skjalavarðar og þeirra bræðra. Fyrri kona Daníels Fjeldsteds læknis. D. 1949. Sigríður f. 1888. Giftist Jóhannesi bónda Þórarinssyni í Garði. Hún er enn á lífi og býr á Húsavík, en maður hennar andaðist í fyrra. Guðbjörg er andaðist 2 ára. Bagi f. 1893. Leiktjaldasmiður Þjóðleikhússins. Kvæntur Sigur- veigu Einarsdóttir frá Garði í Kelduhverfi, systurdóttur séra Sveins Víkings. Von, stúlka sem andaðist á 1. ári. Kristjana f. 1896. Giftist Þór- • arni Haraldssyni frá Austur- Görðum, bónda í Laufási í Keldu hverfi. D. 1938. Björn Gunnlaugur bilstjóri f. 1898. Kvæntur Vilborgu Þórarins dóttur frá Kílarkoti systur Sveins málara. ★ ★ ★ Þórarinn Stefánsson kvæntist Sigríði Ingvarsdóttur blikksmiðs á ísafirði Vigfússonar árið 1916. Eignuðust þau fjögur börn Ingv- ar, Stefán, Margréti og stúlku- barn, sem andaðist nýfætt. Margréti dóttur sína misstu þau 13 ára, hina mestu efnis- stúlku. Ingvar er kennari við Gagnfræðaskólann á Húsavík kvæntur Björgu Friðriksdóttur, prófasts Friðrikssonar. Stefán tré smíðameistari á Húsavík er kvæntur Aðalheiði Gunnarsdótt- ur. Fóstursonur þeirra Sigríðar er Hermann systursonur hennar Jónsson viðskiptafræðingur, sem nú er skrifstofustjóri hjá Verð- lagseftirlitinu, kvæntur Dag- björtu Eiríksdóttur frá Eskifirði. Frú Sigríður veitti lengi for- stöðu ljósmyndastofu þeirra hjóna. Þórarinn átti oft við veik- indi að striða og nokkrum vikum fyrir andlát sitt datt hann og lærbrotnaði. Var frú Sigríður manni sínum stoð og stytta alla tíð og sam- hent honum í gestrisni og vin- samlegu viðmótL Á áttræðisafmæli Þórarins rit- aði Snæbjörn Jónsson rithöfund- ur itarlega grein um hann í dag- blaðið Vísi og á 85 ára afmælinu ritaði Bjarni Benediktsson um hann grein í Morgunblaðið. Vísa ég til þessara greina um nánari fróðleik um Þórarinn og ætt hans. ★ ★ ★ Maður var nefndur Magnús Eiríksson, bryti að Hólum í Hjaltadal. Afabróðir hans var Þorsteinn Eiríksson á Stóru- brekku í Fljótum, sem Stóru- brekkuætt er talin frá. Voru þeir frændur afkomendur Jóns biskups Arasonar. Um 1740 fluttist Magn- ús bryti frá Hólum austur að Fagranesi á Langanesströnd. Var það um sama leyti og Ludvik Harboe síðar Sjá- landsbiskup, sendimaður Kristj- áns konungs sjötta bolaði Sigurði Vigfússyni síðar sýslu- manni í Dalasýslu frá rektors- störfum að Hólum. Að undirlagi Harbœs gaf konungur út hús- agatilskipunina alræmdu árið 1746, þar sem fslendingum var bannað að lesa sögur að viðlögð- um gapastokk og hliðstæð fyrir- mæli sett um dans og vikivaka, sem tókst að útrýma hér á landi með tilskipun þessari. Sonur Magnúsar bryta var Páll, fæddur að Hólum um 1730, bóndi að Gunnarsstöðum í Þistilfirði, d. 1781. Kona hans var Ingileif Ólafsdóttir, af nafnkunnum ætt- um austfirzkum. Sonur þeirra var Gottskálk hreppstjóri að Fjöllum í Kelduhverfi, fæddur 1766, d. 1838. Frá Gottskálki og konu hans, Guðlaugu dóttur Þorkels hrepp- stjóra í Nýjabæ Þorkelssonar, er komin Gottskálksætt, en hún er mjög fjölmenn, endá var þeim Gottskálki og Guðlaugu 14 barna auðið. Yngstur barna þeirra hjóna var Erlendur, afi Þórarins Stefánsson ar, bóksala. Bjó hann fyrst í Austur-Görðum, síðar í Garði og síðast að Ási í Kelduhverfi. Hann var lengi sýslunefndarmaður og sat á Alþingi sem fulltrúi Norður Þingeyinga árin 1869 og 1871. Erlendur var fæddur 1818 og dá- inn 1894. Fyrri kona hans var Sigríður Finnbogadóttir frá Langavatni. Áttu þau 14 börn og komust 8 þeirra til fullorðinsára. Erlendur missti konu sína árið 1873 og kvæntist aftur árið eftir Þorbjörgu Guðmun. ,’óttur frá Grásíðu og eignuðust þau 4 börn, en af þeim komust ekki, nema tvö til fullorðinsára. Erlendur í Ási var spekingur að viti og ágætlega hagmæltur. Þeir frændur Þórarinn Stefánsson og Valdimar Erlendsson læknir gáfu árið 1916 út „Vísur og kviðlinga" Erlends Gottskálkssonar. Stefán faðir Þórarins bóksala var meðal fyrri konu barna Erlends, en Valdimar læknir í Fredrikshavn annað systkinanna, sem upp kom ust af síðara hjónabandi Erlends. Sveinn Víkingur Magnússon, söðlasmiður og gestgjafi á Húsa- vík, afi minn, og Stefán faðir Þórarins voru bræðrasynir, * en Margrét móðir Þórarins og Sveinn voru þremenningar. Hólm fríður móðursystir Þórarins var móðir Árna Óla blaðamanns og þeirra systkina, en Pálína móður- systir hans stjúpmóðir Inigibjarg- ar Benediktsdóttur píanóleikara og söngkennara í Hafnarfirði. ★ ★ ★ Stefán var fæddur í Garði í Kelduhvrfi 5. nóv. 1854 og andað- ist 22. janúar 1908. Kona Stefáns var Margrét f. 30. nóv. 1855, d. 2.sept.l938, Þórarinsdóttir frá Grá síðu Þórarinssonar og var Þórar- inn á Grásíðu bróðir Sveins Þór- arinssonar, amtskrifara, föður Jóns (Nonna) rithöfundarins heimsfræga. Amma Margrétar var Björg skáldkona Sveinsdóttir, systir Guðnýjar móður Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds. Stefáni var svo lýst, að hann væri „smiður ágætur, svo að allt léki í höndum hans, hvaða smíða efni sem hann veldi sér, hagorð- ur vel, fluggáfaður og orðhepp- inn, manna glaðastur heim að sækja.“ Svo hefur sagt mér Björn Kristjánsson, fyrrum alþingis- maður, sem ættaður er frá Vík- ingavatni, að kvæðalögin al- kunnu „Nú er hlátur nývakinn" og „Komir þú á Grænlands- grund“ hafi oft verið sungin í Kelduhverfi á æskuárum hans með sama kveðandi og nú. Var fyrra lagið kennt við Erlend Gottskálksson og nefnt Erlendar- lag, en hið síðara, að hann minn- ir, eignað Stefáni Erlendssyni, þótt það sé nú lítt eða ekki breytt, talið samið af Sigfúsi Ein arssynL tónskáldi, sem skrásetti lagið löngu seinna. Telur Björn, að Stefán hafi verið skemmtilegasti maður, sem hann hafi kynnst á sinni löngu ævi og kveðst aldrei hafa sakn- að nokkurs manns eins mikið og Stefáns, er hann lézt. Þegar séra Bjarni Þorsteinsson, tónskáld, tók að safna íslenzkum þjóðlögum og ýmsum fróðleik um fomíslenzk hljóðfæri, þar á meðal fiðlur, sem leikið hafi ver ið á fyrir dansi og víkivökum, hafði þessari fornu íþrótt. verið útrýmt svo gersamlega, að menn gátu alls engar upplýsingar gef- ið um það, hvernig fiðluspili hefði verið háttað, nema í einni sveit í Þingeyjarsýslu. „Mesta hjálp í þessu efni“ segir séra Bjarni, „veitti sér trésmiður Stefán Erlendsson í Ólafsgerði í Kelduhverfi-------smíðaði hann fyrri mig sýnishorn af fiðlu og gaf mér ýmsar mikilvægar upp- lýsingar um þetta hljóðfæri og aðferðina við að spila á það“ — sbr. íslenzk þjóðlöig, bls. 68-73. Það var forn trú, að álfar og ýmsar hollvættir sæktu mjög þar að, sem fiðla var leikin. Þótt Stefán Erlendsson væri slíkur listamaður, sem Bjarni tónskáld greinir svo rækilega frá. var hann bláfátækur eins og flestir íslendingar í þá daga. Margrét kona hans veiktist af þungum og langvarandi sjúk- dómL Tvö af hinum stóra og mannvænlega barnalhópi þeirra Stefáns þau Þórarinn og Fjóia voru tekin til fósturs af nánum æittingjum. Þórarinn af afa sín- um og ömmu, Þórarni og Guð- björgu Guðmundsdóttur á Grá- síðu, tveggja ára gamall. Fósturforeldarar Fjólu voru afi minn og amma, þau Sveinn Magnússon og Kristjana Sigurð- ardóttir, ljósmóðir á Húsavík. Amma Þórarins anda'ðist er hann var 13 ára, en hann dvald- ist hjá afa sínum til 17 ára ald- urs. ★ ★ ★ f júní 1896 tók Þórarinn sér far með norsku strandferðaskipi til Seyðisfjarðar. Pór hann þang að í atvinnuleit því að tali'ð var, að þar mætti fá hærra kaup en annarsstaðar á landinu. Þegar Þórarinn fór að heiman var í fullu gildi lýsing Einarj Benediktssonar á högum þjóðar- innar og hvatning í Ijóðabréfi til Þingvallafundarins árið 1888: Vér höfum land og 6ðal fyrlr augum, útsogið, kvalið, dautt úr öllum taugum. Vér horfum á þá eymd og óláns hann, sem crlend fávizka og harðstjórn vana. Og þó að hörkur, hungursneyð og stríð, þótt hundrað plágur dyndu yflr landið, guðs gjöf, hjá hlekknum, voru hel og hríð. Oss var ei neitt eins banvænt ein* og bandið. — Það hvilir skuggi yfir fólksins anda, alinn af þeim, sem oss i ljósi sfanda. Vér búum yfir námum gulls og gjalda, við grafin hreysi, djúpt i skorti alla. 1 sæ og landi liggur sæld og auður við lýðsins fætur, ræntur eða dauður. Vér krefjumst eins — svo allir megi skilja, — að ekkert hindri mátt vorn eða vilja til þess að bæta bölvum vorrar móður, með blessun frjálsrar iðju og þjóðar starfs, að þurrka burtu þrældómsmark vora arfs, að þurrka burtu spor vors „góða bróður." Hvert bam vors lands skal vinna al því verki. ★ ★ ★ Þórarinn hugðist fá fyrir- greiðslu hjá frænda sínum, Guö- mundi Magnússyni prentara blaðsins Austra, sem þá var gef- ið út á Vestdalseyri við Seyðis- fjörð. Þeir Þórarinn og Guð- mundur voru þremenningar. Var Gottskálk á Fjöllum langafi þeirra. Þegar Þórarinn kom út á Vestdalseyri greip hann í tómt, Framhald á bls. 8 • HÚS EYÐILÖGÐ! Móðir skrifar: „Kæri Velvakandi. Blöðin hafa getið þess áð undanfömu, að börn og óvitar hafi náðizt inn í gömul, mannlaus hús og eyðilaggt þar meira eða minna. Mér kemur ekki til hugar að mæla þessu bót, en leyfi mér þó að fullyrða, að börnin hafi alls ekki gert sér grein fyrir því, hve alvarlegt málið er, þau hafi verið að skemma verðmæti í eigu annarra. Ég segi „verð- mæti“, en er það þó réttnefni? Hve mikil verðmæti eru fólgin í gömlum, vanbyggðum hús- hjöllum, sem eru svo illa á sig komnir að eigendurnir sjá sér ekki fært að búa í þeim sjálfir eða leigja þá öðrum? Ég hef staðið í þeirri mein- ingu, að ekkert væri þó auð- veldara en leigja íbúðir hér í bænum. Óljósan grun hef ég um, að verðmætin í þessum húsum sér harla lítil. Hver og einn getur sagt sér það sjálfur. En það er önnur hlið á þessu máli. Bera eigendurnir enga ábyrgð á því, að láta „hjalla“ þessa standa mannlausa árum saman og grotna niður? Vel getur verið að hverjum og ein- um sé í sjálfvald sett, hvað hann gerir við eigur sínar, en ber hann enga ábyrgð gagn- vart nágrönnum sínum? Aliir vita, hve börn sækja á slíka staði, það er erfitt að hamla gegn því. En þessir „leikvellir'1 eru ekki hættulausir og for- eldrum til hins mesta ama. Athafnaþrá barnanna fær þar mjög óæskilega útrás svo ekki sé meira sagt, auk þess sem glerbrot, járnarusl og annað slíkt getur verið þeim stór- hættulegt. Ég vil hér með skora á borgaryfirvöldin, að skylda eigendur slíkra „húsa" að fjar- lægja þau hið bráðasta eða ganga þannig frá þeim, að þau geti ekki orðið börnunum freisting til mannskemmandi iðju. Þá vil ég að lókum skora á menn, sem eru með hús í bygg- ingu, að sjá svo um að börn geti ekki farið þar inn, prílað þar um allt, farið sjálfum sér að voða og kannski skemmt eitthvað. Það hefur sýnt sig að ekki er nóg að foreldrarnir banni bömum sínum að vera á slikum stöðum, þeir sem bjóða hættunni heim, hljóta að bera einhverja ábyrgð, ef illa tekst til“. Þetta voru orð móðuriimar, og ættu viðkpmandi aðilar að taka þau til athugunar. rrf Alltaf eykst úrvalið. Nú bjóð- um vér einnig rafhlöður fyrir leifturljós, segulbönd, smá- mótora o. fl. BRÆÐURNIR ORMSSON hJf. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.