Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 3
^ Þriðjudagur 11. maí 1965 MOVGUNBLAÐIÐ Fyrrum kanzlari Austurríkis dr. LeopoSd Figl látinn • Dr. Leopold Figl, fyrrum kanzlari Austurríkis, lézt á sunnudagsmorgun, 62 ára að aldri. Hafði hann fengið in- flúcnzu um miðjan sl. mánuð og eftir útihátíðahöldin 26. april sl. í tilefni þess, að 20 ár voru þá liðin frá því Aust- urjiki lýsti yfir sjálfstæði sínu, fékk hann slæma lungna bólgu. Einnig hafði Dr. Figl um nokkurt skeið verið hald- inn kransæðastíflu og krabba- meini í nýrum. Til stóð, að Dr. Figl tæki mikinn þátt í há- tíðahöldunum um helgina í tilefni af uppgjöf Þjóðverja. » Dr. Deopold Figl varð fyrsti kanzlari Austurríkis eftir heimsstyrjöldina síðari og var það talið honum hvað mest að þakka að Austurríki endur- heimti sjálfstæði sitt og hélzt óskipt. Þegar hann tók við eftir kosningarnar í nóvemiber 1945 var landinu skipt í fjögux hernámssvæði Bandamanna. Hann varð leiðtogi samsteypu- stjómar, er að stóðu íhalds- sami þjóðarflokkurinn, sem Gunnfríður Rögnvaldsdóttir og Jónas Eyvindsson. DEMANTSBRtíÐKAUP varð Figl forseti Þjóðarráðs hann tilheyrði, og Sósíal-demó kratar. Þegar hann lét af em- bætti kanzlara árið 1953 og varð utailríkisráðherra, hafði lýðræði verið tryggt í landinu oig efnahag þess komið á góð- an kjöl. Tveim árum síðar vartS Figl einn af austurrísku stjórnar- nefndar'mönnunum, sem fengu loks loforð Sovétstjórnarinnar um að fallast á friðarsamninga við Austurríki og skrifaði hann undir þá 15. maí 1955 ásamt þeim Molotov, John Foster Dulles, " Harold Mac millan og Afttonie Pinet. Síðar sama ár lýsti Austurriki yfir hlutleysisstefnu. Eftir stjórnarskiptin 1959 Austurríkis en 1962 dró hann sig í hlé og gerðist ríkisstjóri í Neðra-Austurríki. Framhald á bls. 31 Þytur íékk 3 flugvélor í gær HINN 11. maí 1906 fór fram hjónavdgsla í Bárunni, uppi. Séra Friðrik Friðriksson gaf þar sam- an í heilagt hjónaband ungfrú Gunnfríði Bögnvaldsdóttur og Jónas Eyvindsson. f>au voru bæði nýlega orðin 21 árs. Um 50 gestir samiglöddust hinum ungu og glæsilegu hjónum og óskuðu þekn hamingju, „Báran“ var þá eitt helzta samkomuhús bæjarins, þótt vegg ir væru þar eigi skrautiegir né glæstar súilur e'ða háir speglar, evo sem nú þykir svo sj'álfsagt í Reykjavílk, að varia er eftir tek- ið. En innan veggja Bórunnar ríkti sú gleði og bjartsýni þetta kvöld, sem engin umgjörð önnur fær fremur fram kallað. Veiting- ! arnar voru kaffi og kökur með, og kampavín væri ekki í dag betur þegið. Ráði máttur óska og bæna einihverju um framtíð xnanna, þá hefur sá kraftur ver- ið óvenjumikill á þessari hátíðar stund, því að hann hefur dug- éð í 60 ár og er ríkjandi afl enn þann dag í dag. Meiginskilyrði allrar gæfu búa í manninum sjálfum, og það voru ánægð og hamingjusöm hjón, sem hófu búskap sinn í 25 fermetra herbergi að Vitastíg 9. Veraldar- auður var enginn annar en rúm, borð og 4 stólar og svo einn servantur, sem enn er til. En þó voru efnin mikil, þau sjálf. Eiginmaðurinn’ ungi átti vinnu- fúsar hendur og eiginlleikana 6amvizkusemi, kjark og heiðar- leik, og eiginkonan þá kosti bezta, er prýða mega hiúsfreyju og móður, og þá um fram allt það lundaríar, sem er í ætt við birtu og yl, — sem gléður og eefar og þekkir þau markmið ein. Bæði eru þau komin af mann- kostafólki. Gunnfríður er dóttir Rögnvaldar Jlónissonar, útrvegs- bónda á Skálatanga á Akranesi, og seinni konu hans, Arnbjargar Jónsdóttur. Jónas er slíkur Reyk víkingur, að hann er fæddur að Lindargötu 10, en móðir hans í Þingholtunum, María Ólafsdótt- ir. Fa'ðir hans var Eyvindur Ey- vindsson, sjómaður, ættaður úr Grímsnesinu. Jónas á ekki dugn- að sinn langt að sækja, því að einnig móðir hans vann hörðum höndum fyrir heimilinu og lét sig ekki muna að bera kolapoka á Eyrinni. Þó heilsaðist henni vel, varð nær 86 ára gömul, en faðir hans varð 84 ára gamall. Jónas hefur þjóna'ð Reykja- yík á næsta einstæðan hátt. í 50 ár vann hann að þvi að koma á sem beztu sambandi milli Reykvíkinga. Hann var fyrsti ís- lendingurinn, sem ráðinn var til Bæjarsímans, 1904, og vann þar sem verkstjóri og yfirverkstjóri í hálfa öld. En í áratugi vann hann önnur störf að venjulegum og löngum vinnudegi loknum við símalagningar. Þannig vann hann j á hverju kvöldi í 15 ár í Gamila Bíó, er það var í Fjalaklettinum, ; sem dyravörður og lengi jafn- framt sem „mótoristi“ Og síðan urðu raflagnir hans aukavinna. 1 Hann gerði allt, sem í hans valdi stóð, til að skapa fjölskyldu sinni sem bezt lífsskilyrði. Hann byggði 3 hús, gott, betra og bezt. Og fallegt er heiimili þeirra hjóna að Sjafnargötu 7, þar sem þau hafa búið síðan 1931, og vel eru þau að því komin. Þótt sorgin hafi einnig sótt þau heim, því að báða drengina sína misstu þau unga, þá láta þau nú til baka með þakkHátum huga í návist tveggja umhygigjusamra dætra sinna og tengdasona. Þær óskir og vonir, sem fylltu hugi manna í Bárunni fyrir 60 árum, þær bergmála í hjörtum þeirra, sem samgleðjast þeim í dag. Sveinn Ásgeirsson. í GÆR komu til Reykjavikur méð ms Selfossi þrjár nýjar flug vélar til Flugskóians Þyts. Sam- setning vélanna hófst þegar í gær. Hór er um að ræða nýjar flugvélar, allar af árgerðinni 1965, tvær Cessna Skyhawk (fjög urra sæta) og eina Cessna 150 (tveiggja sæta). Flugskólinn Þyt- ur á von á einni enn af gerðinni Sinueldar við Hafnarfjörð ATlLMIKiLIR sinueldar urðu í námundá við Hafnarfjörð á mánu dag. Fyrsti eldurinn varð við Óbrynnishóla, austan Krísuvíkur- vegar, og er talið, að hann hafi kviknað af mannavöldum. Annan kveiktu böm við Skála berg í Garðahreppi og hinn þriðja kveiktu börn einnig. Var hann við Álfaskeið, og brann þar m.a. kofi. Þórhallur Tryggvason setfur hankastj. Bunaðarbanka * Bslands Þórhallur Tryggvason. ÞÓRHALLUR TRYGGVAiSON, skrifstofustjóri Búna'ðarbanka íslands, hefur verið settur banka stjóri við bankann í sitað Magn- úsar Jónssonar, sem hefur verið skipaður fjármálaráðtherra. Þóihallur Tryggvason er fædd- ur í Reykjavík 21. maí árið 1917, sonur Tryggva Þórhallssonar o@ konu hans, önnu Klemenzdóttur. Þórhallur hefur starfað í Búnað- arbanka íslands um langt ára- bdJ og verið skrifstofustjóri bank ans um 20 ára skeið. Cessna 160. Nýju flugvélarnar verða notaðar til kennslu og leiguflugs. Bílvelta við Foss- vogskirkjugarð Á MÁNUDAGSKVÖLD vaít fólksbifreið út af veginum og of- an í skurð við Fossvogskirkju- garð. Ökumaður var einn í bíln- um og meiddist hann ékkert, en bíllinn kom niður á þakið og skemmdist töluvert. Bílstjórinn var að fara fram úr öðrum bíl og mun hafa ekið of hratt, svo að hann missti alla stjórn á farar- tæki sínu. Endurkjörinn formaður LÍV. 5. ÞINGI Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna lauk á Selfossi á sunnudagskvöld. Sverr ir Hermannson var endurkjörinn formaður og með honum í fram- kvæmdastjórn eftirtaldir menn: Björgúlfur Sigurðsson, Björn Þórhallsson, Hannes Þ. Sigurðs- son, Óskar Jónsson, Ragnar Guð- mundsson, Sigurður Sturluson, Sæmundur Gíslason og Örlygur Geirsson. Nánar verður sagt frá þinginu og ályktunum þess síðar. ti mbúðakössu m stolið UMBÚÐAKÖSSUM, að verð- mæti 7000 krónur, hefur verið stolið af baklóð við Bolholt 4. Hér var um kassa að ræða, sem endursenda þurfti til útlanda. — Kassarnir voru merktir B%P Reykjavík, flestir um 2ja metra langir. Þeir, sem gætu gefið upp- lýsingar um hvarf kassanna, eru vinsamlega beðnir að láta lög- regluna vita eða hringja í síma 36920. STAKSTEIiVAR Sameining sveitarfélaga Æ of tar ber nú á góma nauðsyn þess að sameina lítil sveitarfélög í stærri og þar með sterkari heild^ ir. Páll Guðmundsson, bóndi að Gilsárstekk í Breiðdal, ræðir" þessi mál nokkuð í Þór, blaðl Sjálfstæðismanna á Austurlandi. Páll segir m.a.: „Frá minum bæjardyrum séð er þetta jafnsjálfsagt og stækkun kjördæmanna var á sínum tíma, og hníga að þvi mjög hin somu rök, sem ekki er ástæða til aS taka hér fram. Það er orðin barnaleg fásinna að viðhalda þessum sveitarfélaga fjölda, sem mörg hver eru orðin svo fámenn, að ekki verður skip- að þar í hin lögboðnu embætU nema raða öllu á sömu mennina, og við þessi „embætti" er svu nánast ekkert að starfa, bæði vegrna fólksfæðarinar og algers getuleysis. Það er kominn meir en timi t3f að breyta þessu, og ekki ábyrgðar laust að draga það lengi úr þessn, m.a. vegna þess að vanmáttug sveitarfélög ráðast í fjárfrekar framkvæmdir, sem á næstunni eru algerlega vonlaus fyrirtæki, og má þar benda á félagsheimili, skóla, kirkjur o.fl. Ennfremur byggir ríkið embættismannabú- staði, sem enga framtið eiga og drabbast niður. Batnandi samgöngumöguleikar og gjörbreytt félagsmálagjöggjöf gerir þessa breytingu sjálfsagða. Lágmarkstala íbúa í byggðaheild væri 4—5 hundruð, og víða er aðstaða til að þessar heildir væra miklu fjölmennari. Æskilegast væri að sýslunefndir eða svo- nefnd fjórðungsþing hefðu fonv göngu um þessa nauðsynlegu Dreytingu, en ef dráttur verður enn á, að tillögur komi úr liinum dreifðu byggðum, þá verður Samb. ísl. sveitarfélaga og félags- málaráðuneytið að koma málinn áleiðis til Alþingis". •* Fjármálastjórnin Vísir ræðir nokkuð um fjár- malastjórnina undanfarin ár i sambandi við ráðherraskiptin í ríkisstjórninni. Blaðið segir ™...» >,AHt fram til þess að við- reisnarstjórnin tók við völdum var ríkisbúskapurinn iðulega rekinn með h’alla. 1 þessu efni varð stefnubreyting eftir að við- reisnarstjórnin tók við völdum og hafa fjárlög jafnan verið afgreidd hallalaus undanfarin ár. Ábyrgð- ir ríkissjóðs voru í hinu mesta ófremdarástandi við upphaf þessa tímabils, og varð ríkissjóður einr- att að greiða tugi og jafnvel hundrað milljónir í vanskila- skuldir lántakenda. Á þessu var * gerð gagnger breyting í fjármála- ráðherratíð Gunnars Thoroddsen, þannig að áfallnar ríkisábyrgðir hafa minnkað. Mörg önnur atriði mætti hér nefna varðandi um- bætur til hins betra í fjármálum ríkisins, víðtækar tollalækkanir, bætt skipulag á fjármálum sveit- arfélaga og svo mætti lengi telja. AHgóður mælikvarði á fjár- málastjórn hvers ríkis er það traust, sem erlendis er borið til endurgreiðsluhæfni ríkisins í lánamálum og gjaldmiðils þess. Það traust var vart finnanlegt, þegar núverandi ríkisstjóm tók við völdum. í átta ár hafði AI- þjóðabankinn ekki talið ísland lánhæft ríki og enginn banki er- lendis fékkst til að taka við ís- lenzku krónunni úr hendi is- lenzkra ferðamanna. Með nýrri fjármalastefnu varð á þessu gjör- breyting. Lán til hitaveitunnar fékkst strax frá bankanum árið 1961 og nú er í fyrsta sinn, ára- tugum saman, unnt að skipta ís- lenzku krónunni í erlendum bönkum. Traustið á gjaldmiðlin- um og fjármálastjórn ríkisina befur ótvírætt verið endurvakið".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.