Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 11. maí 1965 MORG UN B LAÐIÐ 31 —Albingi Framhald af bls. 8. ^ Gunnar Thoroddsen hóf mál citt með því að þakka Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vinsamleg ummaeli í sinn garð og óskaði jafn- framt hinum nýja fjármála- ráðherra, Magn- úsi Jónssyni, vel farnaðar í starfi. Síðan ræddi : hann, á hvern hátt væri hægt að fá misínun- andi og gjörólík ar útkomur, eftir því, á hvern hátt tölur væru notaðar. Staf- iaði þetta af því, hversu ört verðlag breyttist hér á landi. — Þannig væri bæði hægt að sanna, að skattar sama manns hefðu hækkað og þeir hefðu lækkað, allt eftir því, hvort miðað væri við krónutöluna eina eða hvort höfð væri hliðsjón af breyttu verðlagi. Gunnar Thoroddsen sagði, að það væri reynsla bæði hér og er- Iendis, að almenningur sætti sig miklu betur við óbeina skatta heldur en beinar álögur, sem snara þyrfti út í beinhörðum pen ingum. í nágrannalöndum okkar væru beinir skattar tiltölulega hærri en hérlendis. í þessum efn- um hefðu íslendingar reynt flest- ar leiðir. Um tíma hefði verið einblint á, að ríkissjóður aflaði sér tekna sinna með aðflutnings- gjöldum. í kjölfar þess hefði siglt gífurlegur ólöglegur inn- flutningur, þar sem slíkt var mjög arðvænlegt orðið. Þegar rætt væri um beina skatta bæri einnig að taka tillit til útsvara, en þau væru launafólki miklu þyngri byrði en tekjuskattur sá, sem greiddur væri til ríkisins. í þessum efnum hefðu Alþingi og ríkisstjórn leitazt við að skapa sveitarfélögunum nýja tekju- stofna og nefndi Gunnar þar til landsútsvar, tolla og hluta af söluskatti. Fyrir atbeina núverandi ríkis- stjórnar hefðu útsvarsstigar alls staðar á landinu verið samræmd- ir, en að öðru leyti væri sveitar- félögum í sjálfsvald sett að á- kvarða heildarupphæð útsvara. í>á mundi mjög léttast byrgði sveitarfélaganna, þegar á fót væri komin lánastofnun sveitarfélag- anna, sem fyrirhuguð væri, og mundi gegna því þýðingarmikla hlutverki að fullnægja lánsfjár- þörf þeirra. Síðan skýrði Gunnar Thorodd- sen frá því, að hann hefði falið ráðuneytisstjóra fjármálaráðu- neytisins að kanna og fylgjast með rartjisókn í sambandi við hinn nýja 'Verðmætisaukningarekatt, sem nú væri mjög á dagskrá í Evrópu. Með þeim skatti væri leitast við, að taka skatt af verð- -Figl Framhald af bls. 3 Dr. Figl sat í fangabúðum Þjóðverja mest öll styrjaldar- árin. Hann var fyrst handtek- inn árið 1938, þegar Þjóðverj- ar tóku Austurríki og dvaldist í fangabúðunum í Dachau til ársins 1943. Þá var hann lát- inn laus, en handtekinn ári síðar og sendur til fangabúð- anna í Mauthausen. Þegar Rauði herinn nálgaðist var hann fluttur til Vínarborgar, leiddur þar fyrir dómstól og sat eftir það í dauðaklefa í tvo mánuði. Hann komst hjá aftöku og varð frjáls maður á ný 6. april 1945. Þegar er Dr. Figl var laus úr fangelsi tók hann að vinna að uppbyggingu lands síns. Munaði eitt sinn minnstu, að Rússar tækju hann af lífi. Var hann handtekinn á ferðalagi í Neðra-Austurríki — talinn vera njósnari og stillt upp til aftöku. Vildi honum til lífs, að sovézkan liðsforingja sem þekkti Dr. Figl þegar í stað bar að aftökustaðnum ag fyrir skipaði hann að láta Dr. Figl lausao. mætisaukningunni á hverju fram leiðslustigi fyrir sig, en ekki að- eins síðasta stiginu, smásölu, eins ag hér væri nú gert með sölu- skattinum. Kostir þessa nýja kerfis væru þeir, að ekki yrði um tvísköttun að ræða, allt skatt eftirlit yrði miklu auðveldara og skatturinn innheimtist af þeim sökum miklu betur og í þriðja lagi yrði skatturinn ekki eins til- finnanlegur, er hann dreifðist yf- ir fleiri stig framleiðslunnar. Þegar stjórnarvöldin stæðu frammi fyrir því vandamáli, hvað æskilegt væri að framkvæma í þjóðfélaginu, yrðu þau ávallt að taka tillit til þess, hvað unnt væri að gera og síðan yrði að ákveða, í hvaða röð ætti að fram- kvæma hlutina. Ekki mætti í þess um efnum ganga lengra en at- vinnuvegirnir þyldu; fram- kvæmdirnar ættu að byjggjast á bjargi en ekki á sandi. Halldór E. S'gurðsson fyrri ræðumaður framsóknar í síðari :M umferð sagði að fjárlög hefðu fjórfaldast í stjórnartíð núv. ríkisstjórnar. Hann ræddi um ofsköttun, sem stafaði af þvi að fé væri fryst í Seðla- bankanum og greiosluaigangur væri á ríkis- sjóði. Hann sagði að stefna ríkis- stjórnarinnar væri rotin og af henni stafaði óstjórn sú er ríkti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ingvar Gíslason var annar ræðurmaSur framsóknar og sagði hann að ríkisstjórnin væri fálmandi í gerðum sínum og henni hefði mistekizt hrapa- lega. Hjá ríkis- stjórninni ríkti skilningsleysi á eðli og þörfum íslenzkra atvinnuvega. Iðnaður- inn, og þá einkum verksmiðju- iðnaðurinn, væri illa á vegi staddur og illa að honum búið af hálfu ríkisvatdsins. Væri ekki annað sjáanlegt en stefnan myndi t.d. koma iðnverksmiðjum Akureyrar á vonarvöl. Hann sagði að lokum að ríkis- stjórnin lafði af þrjósku einni saman og ætti að segja af sér. Jón Þorsteinsson svaraði mörg um atriðum í ræðum stjórnar- andstæðinga. — Hann kvað aðal ágreininginn vera í því fólg- inn, að ríkis- stjórnin vildi ekki ráðast í meiri framkv. en unnt væri að afla fjár til með skynsam- legum hætti; hún treysti sér ekki til þess að eyða fé án þess að afla þess. Ef allar tillögur Framsóknarmanna um aukin út gjöld ríkissjóðs og skattalækkan ir hefðu verið teknar til greina, mundi nú skorta á aðra þús. millj. kr. til að fjárlög væru hallalaus, en Framsóknarmenn hefðu ekki bent á neina tekjustofna til þess að jafna þennan mismun. Jón Þorstéinsson kvað stjórnar andstæðinga helzt telja núver- andi ríkisstjórn tvennt til lasts. í fyrsta lagi hefði verðbólgan magnast í stjórnartíð hennar. í því sambandi hefði Eysteinn Jónsson talað um „risaskref“, o.g ,,íslandsmet“. Þeir Framsóknar- menn skyldu þó minnast þess, áð í tið núverandi ríkisstjórnar hefði verðbólgan mest vaxið um 16%, en árið 1950 hefði hún vax- ið um röskilega 40%, en þá hefðu Framsóknarmenn sjálfir verið að ilar að ríkisstjórninni. Og hefðu ti'llögur Framsóknarmanna náð fram a'ð ganga, hefðu þær leitt til stórauikinnar verðbólgu, frá því sem nú er. Síðan rakti Jón feril Komm- únistaflokksins, Sósíalisitaflokks- ins og Alþýðubandalagsins, sem átt hefðu hvert á sínum tíma að vera hinn eini sanni verkalýðs- flokkur í Landinu og sýndi fram á takmarkalausa Rússaþjónkun þeirra alla tíð undir forystu Moskvu-ikommúnista. —Hersýningar Framh. af bls. 1 ríkjunum hefðu lítið lært af fortíðinni, og ætti þetta sérstak- lega við um leiðtogana í Banda- ríkjunum. í AP-frétt frá Moskvu á sunnu- dag segir frá móttöku, sem þar var haldin til að minnast 20 ára friðardagsins. Þar voru allir helztu leiðtogar Sovétríkjanna mættir, þeirra á meðal Brezhnev, Kosygin og Anastas Mikoyan, forseti. En Nikita Krúsjeff, fyrr- um forsætisráðherra og flokks- leiðtogi, kom þar hvergi nærri. Segir AP fréttastofan að Brezh- nev hafi leikið á als oddi og einna helzt minnt á framkomu Krús- jeffs fyrirrennara síns. Hann gekk um meðal gestanna hurt frá lífvörðum sínum ásamt Kosygin og Mikoyan og heilsaði ýmist með handbandi eða kossi. Suma karlmennina tók hann i fangið og heilsaði með kossi á kinn að rúss- neskum hætti. Og sumar konurn- ar fengu kossa, sem frekar líkt- ust þeim, sem tiðkast í Holly- wood. Ein kona, sem frekar var í feitara lagi, greip hönd Brezhnevs og kyssti á hana. Leiðtoginn varð eitt bros, dró konuna að sér og kyssti hana tvo kossa. Þá bar að eldri mann með heiðursmerkið „Hetja Sovétríkjanna" í barmin- um. Þegar Brezhnev sá heiðurs- merkið greip hann manninn í fangið og kyssti hann beint á munninn. Loks segir AP frá því að ein- hver hafi rétt Brezhnev túlípana blómvönd. Skömmu seinna stóð Brezhnev andspænis tveimur þjónustustúlkum, og rétti þeim hvorri sinn túlipanann. En hann kyssti þær ekki. Það hefði Krús- jeff gert. í móttöku þessari flutti Brezh- nev ávarp, og hét þá meðal ann- ars aukinni aðstoð Sovétríkjanna við Norður Vietnam ef þess væri óskað. Hersýningin i Austur-Berlín fór fram á laugardag, en á sunnu dag lagði yíirmaður sovézka hers ins i Austur-Þýzkalandi, Koshe- voi hershöfðingi, blómvönd að styrjaldarminnisvarða Sovétríkj- anna í Vestur-Berlín. Sendiherr- ar Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands í Bonn sendu sam- hljóða mótmæli til sendiherra Sovétrikjanna í Austur-Berlín vegna hersýningarinnar. Segja þeir það freklegt brot á fjór- veldasamningum um Berlín að heimila austur-þýzkum sveitum þátttöku í hersýningunni. Einnig segja þeir að Rússar hafi stuðlað að því að auka spennuna í borg- inni með því að senda eldflaug- ar á hersýninguna. í fjórveldasamningnum um stöðu Berlínar er tekið fram að þar megi enginn þýzkur her vera. Hafa Rússar virt þetta á- kvæði að vettugi og jafnan tek- ið þátt í sameiginlegum hersýn- ingum með Austur-Þjóðverjum 1. maí. Hafa Vesturveldin árlega mótmælt þessum aðgerðum, en Rússar aldrei tekið mótmælin til greina. AKRANESI, 10. maí. 2.826 tunnur af síld bárust hingað um helgina. í fyrrinótt fékk vb. Haraldur 1915 tunnur og Höfrungur III. 270. Sl. nótt veiddi Höfrungur II. 600 tunn- ur síldar og Haraldur 40. Hollenzk dugga, Edho, liggur við hafnargarðinn og lestar frosna síld. — íþróttir Framhald af bls. 30 ákveðnari, og komust í 2-0, í byrj un síðari hálfleiks. Virtust leik- menn Fram þá átta siig og voru mun ákveðnari og tókst að jafna. Mörk Þróttar skoraði Haukur (annað úr víti), en mörk Fram þeir Hreinn og Hallgrímur. Næsti leikur’fer fram í kvöld og mætast þá Þróttur og Viking- ur. — Tilkynning forsætisráðherra Framhald af bls. 32 að bjóða hann velkominn til síns vandasama starfs jafnframt því sem ég þakka fyrrverandi hæst- virtum fjármálaráðherra, Gunn- ari Thoroddsen, fyrir hans frá- bæra starf í ríkisstjórninni, ágætt samstarf við okkur, sem með hon- um höfum unnið, og persónulega fyrir okkar langa samstarf í stjórnmálum og að öðrum efnum. Gunnar Thoroddsen hefur nú set- ið á Alþingi lengst af .allt frá því 1934. Ég hygg, að hann hafi ver- iS kosinn á þing yngri en nokk- ur annar, og þó að hann sé en* á bezta aldri, á hann að baki sér lenigri þingferil en flestir, sem fc þingi hafa setið, og veit ég, að allir alþingismenn taka undir með mér, þegar ég þakka honum hans ágætu störf á þingi og við óskum honum gæfu og gengic í framtíðinni.“ Bstl brennur KL. 23 í gærkvöldi kviknaði 1 sendiferðabíl á Hraunsholti í nám unda . við Sápuverksmiðjuna Frigg. Bíllinn brann allmikið, og mun allt að því ónýtur. balastore Balastore gluggatjöldin gefa heimilinu vistlegan blæ. Balastore gluggatjöldin vernda húsgögnin og veita þægilega birtu. Mjög auðvelt er að hreinsa Balastore gluggatjöldin, að- eins þurrkuð með klút eða bursta. Vegna lögunar gluggatjald- ÚTSÖLUSTAÐIR: Keflavík: Akranes: Hafnarf jörður: V estmannaey jar: Siglufjörður: Borgarnes: Akureyri: Húsavík: Reykjavík: anna sezt mjög lítiS ryk á þau. Balastore eru tilbúin til notkunar fyrir hvaða glugga sem er. Þau eru fyrirliggjandi í 23 stærðum frá 45—265 cm. og allt að 200 cm. á hæð. Vinsældir Balastore fara vaxandi. Verð Balastore gluggatjald- anna er ótrúlega lágt. Stapafell h.f. Gler og Málning s.f. Sófinn h.f., Álfafelli. Húsgagnavl. Marinós Guðm. Haukur Jónasson. Kaupfélag Borgfirðinga. Arnór Karlsson. Skóbúð Húsavíkur. KRISTJl 8IGGEIR880H H.F. Laugavegi 13. — Simar 13879 og 17172. Símanúmerið er 13645 Bólstrun Kristjáns Sigurjónssonar Klapparstíg 37. — FLÍSALÍlVf er ódýrt og auðvelt í notkun. Fæst í flestum byggingavöruverzlunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.