Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjuctagur 11. maí 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristínsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. FJÁRMÁLA- RÁÐHERRASKIPTI /^urrnar Thoroddsen hefur® ^ nú látið af embætti fjár- málaráðherra, en því starfi hefur hann gegnt síðan Við- reisnarstjórnin var mynduð haustið 1959. Á þessu tímabili hefur undir forustu Gunnars Thoroddsen verið komið á margvíslegum umbótum í fjármálastjórn ríkisins. Fjár- '■ hagsafkoma ríkissjóðs hefur verið góð, lánstraust þjóðar- innar út á við hefur verið endurreist, og margvíslegar breytingar til bóta verið gerð ar á tolla- og skattalöggjöf. Sveitarfélögum hafa verið tryggðir nýir tekjustofnar, uppgjöri ríkisreikninga og út gáfu þeirra verið hraðað að miklum mun og fjárlög jafn- an afgreidd fyrir áramót. Þá hefur og á þessu tímabili í fyrsta skipti verið lagt veru- legt fé til hliðar í fram- kvæmdasjóð ríkisins. Fjármálaráðherrastarfið er eitt hið erfiðasta og annasam- asta í.hverri ríkisstjórn. Gunn ar Thoroddsen hefur gegnt því af miklum dugnaði og ár- . vekni. Magnús Jónsson, sem nú tekur við þessu vandasama starfi, er þekktur að dugnaði og samvizkusemi. Hann starf- aði um árabil í fjármálaráðu- neytinu og hefur auk þess ver ið formaður og framsögumað- ur fjárveitinganefndar Al- þingis. Hann er því mjög vel kunnugur fjárreiðum ríkis- ins og hefur jafnframt aflað sér dýrmætrar reynslu í bankastjórastarfi í Búnaðar- bankanum síðastliðin fjögur ár. Er því óhætt að fullyrða, að vel hafi til tekizt um val á nýjum fjármálaráðherra. Það er vitanlega þýðingar- mikið að glöggur og dugandi maður annizt fjármálastjórn ríkisins. En hitt er ekki síður mikilvægt, að þing og þjóð kunni fótum sínum forráð, og geri ekki óhóflegar kröfur á hendur ríkissjóði og hinu opin bera yfirleitt. Víð íslendingar höfum þá sérstöðu að ein eða tvær kynslóðir verða að fram kvæma það, sem margar kyn- slóðir vinna í öðrum löndum. rVið viljum miklar framfarir og framkvæmdir á skömm- um tíma. En þessi litla þjóð verður eins og aðrar þjóðir að gera sér ljóst, að sá er sann- astur framfaramaður, sem ekki reisir þjóðfélagi sínu hurðarás um öxl, en lítur raun sætt á framkvæmdamöguleik ana á hverjum tíma. ÚTBOÐ VERKLEGRA FRAMKVÆMDA í það hefur oft verið minnzt **■ hér í blaðinu, að æski- legt væri að hið opinbera, ríki og bæjarfélög gerðu meira að því en nú tíðkast að bjóða út ákveðnar verklegar framkvæmdir. Sérstaklega á þetta við um hafnargerðir, vegagerðir, brúarbyggingar og flugvallagerðir. — Útboð slíkra framkvæmda mundi oft og einatt gera þær ódýr- ari og stuðla að auknum hraða í framkvæmdunum. Aðstaða til þess að hafa þennan hátt á er nú miklu betri en áður. Fjöldi einstaklinga, verk- fræðifyrirtækja og ýmis kon- ar samtaka víðs vegar um land, hefur eignazt mikinn kost stórvirkra véla og tækja. Samkeppni er að skapast milli þessara aðila. En undarlegrar tregðu verð ur vart í þessum efnum. Einstakar framkvæmdir hafa að vísu verið boðnar út með góðum árangri. En þetta er alltof fátítt. Sumar ríkisstofn anir standa gegn útboðum framkvæmdanna, og hindra nauðsynlega nýbreytni. Brýna nauðsyn ber til að stefnubreytingu verði á kom- ið í þessum efnum .Það skipt- ir meginmáli að opinberar framkvæmdir séu unnar fljótt og vel og með eins hagkvæm- um hætti og frekast er kostur. Þjóðin verður að hagnýta verkmenntun sína og véla- kost eftir fremsta megni. Það er hagsmunamál alþjóðar. TEKST AÐ TRYGGJA VINNUFRID ? CJú spurning er um þessar ^ mundir efst í hugum flestra íslendinga, hvort tak- ast muni að tryggja vinnu- frið upp úr næstu mánaða- mótum. Það er ekki ofmælt, að samkomulaginu í fyrrasum ar um vinnufrið til eins árs hafi verið fagnað af öllum al- menningi. íslendingar eru orðnir þreyttir á verkföllum og vinnudeilum, Verkföll eru orðin úrelt tæki í nútíma kjarabótabaráttu. Þau hafa á síðustu árum bakað launþeg- um meira tjón en ávinning. Árangur í Evrópu - en ókyrrt j í öðrum heimshlutum IUanlio Brosio ræðir um réð- herrafund IMATO, sem hefst í Lundúinuvn í deg. VORFUNDUR ráðherra Atl- antshafsrikjanna hefst í Lund únum í dag og mun standá í 3 daga. Áður en framkvæmda stjóri bandaiagsins, ítalinn ManlLo Brosia, hélt til fundarins, ræddi hann við fréttamenn í París — ogr lýsti þá m.a. eftirfarandi viðhorf- um: Á dagskrá okkar að þessu sinni er ekkert óvenjulegra mála- og er það staðfesting þess, að engir meiriháttar at- burðir hafa gerzt í samskipt- um okkar við Sovétveldið sfð ustu 6 miánuði. Þetta tiltölulega kyrrláta á stand er án efa sprottið af til- vist og áhrifamætti banda- lags Atlantshafsríikjanna. Ég segi „tiltölulega“ aif ásettu róði, því að truflun Sovétríkj anna á samgöngufrelsinu till Berlínar fyrir mánuði var skýr áminning um, hve lítið þarf til að raska þessari kyrrð. Ef við tökum með í reikn- inginn þann töluver'ða vöxt, sem orðið hefur á samskipt- um einstakra ríkja í okkar hópi við Sovétríkin og Austur Evrópu yfirleitt, þá mundi ég jafnvel vilja segja, að sam- skiptum austurs og yesturs hefði þokað svolítið í rétta átt. Þetta á að nokkru leyti rætur að rekja til þess, að Sovétríkin hafa af ástæðum sem varða þau sjálf — sýnzt vilja halda vi'ð stefnu sína um friðsamlega sambúð við Evrópu- og Ameríku-ríkin. Einnig kemur þarna til áfram haldandi áhugi Austur-Evrópu þjóðanna á að styrkja og auka athafnafrelsi sitt, sem þó er enn mjög takmarkað af veldi Sovétríkjanna og hugmynda- fræði kommúnismans. Samskiptin miilli Sovétríkj- anna og hinna þýzku sam- herja okkar hafa þó ekki batnað. Og mér er óþarft að minna á, að Þýzkalands- vandamálið er prófsteinninn í samskiptum austurs og vest- urs. Það hljómar nokkúð undar lega, en velgengni Atlantsihafs bandalagsins í Evrópu hefur jafnvel leitt af sér nokkur þeirra vandamála, sem við eigum nú við að etja. Só öflugi varnargarður, sem við höfum sfðan 1949 komið upp, til þess að bera af okkur ógn- andi flóð sovézkrar útþenslu- stefnu, hefur vakið öryggistil- finningu með þjóðum banda- lagsins. Og hún kefur vakið þá skoðun, að minna sé í húfi en áður — og því sé hægt að leggja sig minna fram í viðræðum og vi'ðleitni til að ná takmarki bandalagsins. Við þessa þróun er ekkert að athuga, meðan við höifum hugfast, að fyrir handan varn argarðinn eru flóðin enn við lýði — og að vi'ð verðum að halda stíflunni í góðu lagi. Mótvægi hins tiltölulega kyrrláta ástands í Evrópu er sú staðreynd, að ekkert lát hefur orðið á aðgerðum kommúnista hvarvetna ann- ars staðar í heiminum. Og hvað svo sem segja má um samkeppni hinna tveggja meginsfcefna kommúnismans, þá beinast sameiginleg átök þeirra beggja að því loka- marki a'ð ráða niðurlögum hins frjálsa heims. Að öllu afchuguðu er því við erfið vandamál að glíma. Á ég þar við ástandið í Viet- Nam, Malaysiu og nálægari Austurlöndum, svo að einung- is hin þýðingarmestu séu nefnd. Fyrir okkur er spurningin sú, hvernig bregðast eigi við mikilvægum, stundum afger- andi, vi'ðburðum í heimsihlut- um, þar sem bandalagið er ekki skuldlbundið til að lóta að sér kveða — en þar sem víðtæk áfoyrgð hvílir á ein- stökum meðlimum þess. Manlio Brosio M.ö.o. þá verður bandalag- | ið að koma sér niður á, I hvernig unnt sé a'ð treysta þá \ hlið starfseminnar, sem fólg- I in er í því að bandalagsríkin | hafa samráð sín í millli um § einstakar aðgerðir á sviði al- | heimsstjórnmála, enda þótt \ þær falli utanvið sj'álft at- \ hafnasvið bandalagsins, eins f og hér er um að ræða. Einnig I verður bandalagið að vega og | meta, hva'ða áhrif þróunin | hefur á stefnu bandalagsins, i einingu aðildarríkjanna og f samstöðu. Á Lundúna-fundinum munu i ráðherrarnir því víkja - að \ nokkrum þessara atriða í í ræðum sínum. Þar munura \ við enn einu sinni njóta hag- | ræðis þess 9tjórnmálasam- \ starfs, sem gerir Atlantsihafs- i bandalaeirm og ríkjum þess | kleift, að flá á nokkrum i klukkustundum næstum full- f komna mynd af afsböðu og | viðlhorfum 15 ríkisstjórna. I Þa'ð má því vera lýðnum ljóst, | að þarna verður um mjög | fróðlegan fund að ræða, þar I sem litið verður vítt yfir og I vænta má varanlegra á/hrifa. = taka víxlsporin. Aðalatriðir er að þróunin haldi áfram, ac launþegar verði þátttakendur í framleiðsluaukningunni frá ári til árs, en að grundvöllur efnahagslxfsins og fram- UoojUlicti AiixGfJ.Il, Stílíl dL uer til grundvallar þegar nú er á ný gengið til samninga um kaup og kjör. Flugsýn fékk isýja vél Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur lagt höfuðáherzlu á að fá þjóðinni afkastamikil og full- komin framleiðslutæki til þess að auka arðinn af starfi hennar. Af því hefur leitt stór bætt lífskjör allra íslendinga á síðustu áratugum. Aukin framleiðsla hefur gert kaup- hækkanir mögulegar. Því mið ur hafa íslendingar ekki á- vallt gætt þess að miða kröf- ur sínar á hendur bjargræðis- vegunum við raunverulega getu þeirra. Þess vegna hefur verðbólga íeikið hér lausum hala og gengi íslenzkrar krónu hvað eftir annað verið fellt. En við höfum nú lært það mikið af reynslunni, að ó- þarfi ætti að vera að endur- FLUGVÉL sú af gerðinni De- Haviland Heron, sem Flugsýn h.f. keypti nýlega, var afhent félag- inu s.l. laugardag í London. Er búist við að hún leggi strax af stað heimleiðis. Þetta er fjögra hreyfla flug- vél með sætum fyrir 15 farþega, verður hún notuð á leiðinni Nes kaupstaður—Rvík, og leysir hún af Béeehcraft-flugvélina, sem hef ur verið notuð undanfarið. Um þessar mundir er Flugsýn h.f. 5 ára. Félagið annast áætl- unarflug á leiðinni Norðfjörður —Rvík. Hefur flug þetta gengið vel. Hafa verið fluttar ysfir 80 lestir af varningi auk farþega. — Gert er ráð fyrir því sem næst daglegum ferðum eftir 1. júní. Síðastliðið ár voru flugvélar fé lagsins rúmlega 4000 klst. á lofti, farin voru 28 sjúkraflug oft við erfiðar aðstæður, en Beechcraft flugvélin, sem er búin afísunar- tækjum, fór erfiðustu flugin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.