Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 11. maí 1965 MORGUN B LAÐIÐ 17 Fr Axel Jónsson alþvn. Kdpavogskaupstaður 10 ára ÞANN 11. maí 1965 voru stað- íest lög um kaupeteðarréttindi Kópavogs. Þessa atburðar er minnst í Kópavagi sem þýðingar mesta skrefsins, sem stigið hefur verið í hinni stuttu sögu þétt- býiis þar. 1946 varð Kópavogur sérstakur hreppur, en hafði til þess tíma verið hluti af Sel- tjarnarneshreppi. Þá voru íbúar fctreppsins taep 1200. Hafði fjölgað stöðugt í byggðinni frá 1943, en 1940 voru íbúar á þessu svæði aðeins um 200. Eftir að Kópa- vogur varð sérstakur hreppur, jókst fólksfjölgunin enn meir; 1955 er íbúatalan um 3800. Þá er Kópavogur orðinn meira en tvisvar sinnum fjölmennari en sá hreppur sem næst kom að íbúatölu. Þá var og séð hvert stefndi með vaxandi byggð og að með svipaðri þróun næstu ár yrði komin þarna fjölmenn Ibyggð. Það er því eðlilegt og sjálf sagt að sveitarfélagið sjálft fylgd ist með í þeirri þróun, sem þarna átti sér stað. Stjórnarháttum hreppsfélaganna er eðlilega snið- inn annar stakkur heldur en kaupstaðanna. Löggjöf um bæjar stjórn er víðtækarí og ákveðnari, en um hreppsnefndir og einnig tekur ríkið á sig aðrar og meiri skyldur um þjónustur við kaup- staðina. Allt er þettg eðlilegt og auðskilið vandamál þéttbýlisins eru með nokkrum öðrum hætti en hinar dreifðu byggðir. Fáir staðir sem fengið hafa kaupstaða réttir.di, hafa því haft til þess meiri rétt en Kópavogshreppur hafði þegar þar voru hátt á 4. þúsund íbúar. Og eins og það var talið eðlilegt að Kópavogur yrði sérstakt hreppsfélag 1948 var það ekki síður sjálfsagt að þessi byggð fengi kaupstaðaréttindi 1955. Því var það að áhugi manna vaknaði fyrir því í Kópa vogi að þetta skref væri stigið. Þeir Jósafat J. Líndal fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Hannes Jónsson fulltrúi Framsóknarfl. í hreppsnefnd Kópavogshrepps, báru því fram tillögu í hrepps- nefndinni um að leitað yrði til féíagsmálaráðuneytisins um að það beitti sér fyrir því að byggð- in fengi kaupstaðarréttindi. Þessi tillaga fékk ekki hljómgrunn hjá meirihluta hreppsnefndar, og í rökstuðningi sínum gegn tillög- unni taldi meirihlutinn að af stofnun kaupstaðar mundi að- eins leiða aukin útgjöld fyrir sveitarfélagið, en engar teljandi réttarbætur eða bætta aðstöðu fyrir ibúa þess. Það kom þó greinilega fram að meirihluti hreppsbúa vildi að þetta eðlilega og sjálfsagða skref væri stigið Afmælisfundir i Kópavogi 1 DAG kl. 5 minnist Kópavogs- kaupstaður 10 ára afmælis síns með afmælisfundi í bæjarstjórn og er allum að sjálfsögðu frjáls aðgangur. Um kvöldið verður afmælisihátíð í aðalsal Félags- heimilisins. Þar flytur ræðu for- seti bæjarstjórnax, Þormöður Fálsson, en einnig verður kór- söngur undir stjórn Jóns S. Jónssonar. Ingvar Jónasson leik- ur á fiðlu með undirleik Guðrún- ar Kristinsdióttur og Þorsteinn Ö. Stephensen* * les ljóð eftir skáld í Kopavogi. —□— Miinchen, 10. maí NTB. • KVIKMYNDALEIKAR- NIR, Sophia Loren, Rock Hudsoa og Pierre Brice voru um helgina sæmd „Rambi“ kvikmyndaverðlaununum v- þýzku sem vinslustu eriendu i leikarar ársins 19ö/ og nú hygg ég að þeir séu fáir sem telja að það hafi verið mis- ráðið. Um stofnun kaupstaðarins urðu harðar deilur í Kópavogi og rek ég ekki gang málsins þar frekar, en vilji meirihluta íbú- anna náði fram að ganga. Nú 10 árum seinna standa svo ýmsir íþeirra manna sem í upphafi börð ust gegn kaupstaðamálinu og töldu það hinn mesta háska fyrir Kópavog, fyrir víðtækum hátíðar höldum í bænum vegna þessa þýðingarmesta áfanga í sögu staðarins. Ólafur Thors þáverandi for- sætisráðherra; Steingrímur Stein þórsson félagsmálaráðherra og Emil Jónsson, þingmaður Hafn- firðinga, fluttu málið á Allþingi og hafði Ólafur Thors framsögu um það og taldi stófnun kaup- staðar í Kópavogi eðlilega rétt- lætiskröfu íbúa þar. Á Al'þingi börðust kommúnist- ar gegn því að Kópavogur fengi kaupstaðarréttindi og sumir þing manna sem töluðu, töldu að það væri enginn grundvöllur fyrir sjálfstæðu sveitarfélagi í Kópa- vogi og af stofnun kaupstaðar mundi leiða óbærilegan kostnað fyrir íbúana og veruleg útgjöld fyrir ríkið. Einn þingmaður taldi að kaupstaðarstofnunin leiddi það af sér, að þar kæmi bæjar- stjóri ásamt skrifstofufólki; það kæmi bæjarfógeti og lögreglulið og jafnvel bæjarverkfræðingur. Ég hygg að mikið af því sem þá var sagt gegn framgangi máls ins sé nú talið að betur hefði verið ósagt. En hvað um það, í deilum er stundum gengið of langt. Menn get greint á um það hvort kaupstaðarstofnunin ætti að ske það árið eða þetta næsta, en um það, að þéttbýlið í Kópa- vogi ætti sömu réttindi og önnur þéttbýli og íbúar þess hliðstæðar kröfur sem aðrir þéttbýlisbúar, þurfti ekki að deila, það var sjálfsagt. Því sem haldið var fram um getuleysi sveitarfélags- ins ,sem sjálfstæðs aðila lýsti vanmati á staðreyndum og van- trú á því dugnaðarfólki sem var að byggja þennan bæ upp. Um það, hvort að Kópavour hafi þá átt að sameinast Reykja- vík þá eða síðar, var og verður ávallt nokkuð skiptar skoðanir, bæði meðal Reykvíkinga og Kópavogsbúa. Þá má vissulega með nokkrum rétti segja að þegar Kópavogur var gerður að sjálfstæðu hrepps félagi 1948, hefði verið eðlilegt að sameina byggðina Reykjavík, en það voru víst ekki uppi marg ar raddir um það þá. Á sama hátt má segja, að sameining hafi verið eðlileg 1956 þegar kaup- staðarstofnunin átti sér stað, og þannig mun verða framvegis, að sitt geti sýnzt hverjum um það mál. Það sem skiptir höfuðmáli fyrir Kópavog, er að gott sam- band sé milli þessara sveitarfé- laga, við fáum mikla þjónustu frá Reykjavíkurborg, svo sem í sambandi við vatn. rafmagn og slökkvilið, svo aðeins fátt sé nefnt. Borgarstjóri og borgar- stjórn Reykjavíkur hafa sýnt okk ur Kópavogsbúum mikla vin- semd og veitt okkur í vaxandi mæli margþætta aðstoð. Þetta ber að þakka og vonandi eykst þessi ágæta samvinna sveitarfé- laganna. Því er oft haldið fram að Kópavogur sé atvinnulega of háð ur Reykjavík. Víst er það rétt, að ennþá er ekki atvinna í Kópa vogi nema fyrir brot af vinnandi fólki og mest er sótt til Reykja- víkur. Við erum vissulega þakk- látið fyrir að íbúar okkar skuli eiga þessa kost. Ég tel það einnig mikilvægt fyrir Reýkjavik að eiga þess kost að fá starfskrafta fiá okkar bæ. Eins og nú er, er íþetta ábyggilega hagur beggja. Atvinnuleg uppbygging Kópa- vogs er hafin pg mun fara ört Axel Jónsson. vaxandi á næstu árum. Ég ætla ekki hér að rekja sögu okkar kaupstaðar. Hún hefur einkennzt af því að einstaklingar hafa ver- ið að koma sér upp húsnæði til íbúðar. Sveitarfélagið hefur leitast við að veita þá þjónustu sem brýn- ust er. Okkur skortir eðlilega margt ! þeim efnum, þar verð- ur ekki allt gert í einu, og eðli- legt er að menn greini á um það sem gert er í Kópavogi eins og annars staðar. Framundan eru stór verkefni sem bæjarfélagið verður að hrinda í framkv. og varðar þar miklu að skipulega hefur verið að því staðið. Skóla- byggingar hafa verið og verða stór liður í þeim framkvæmdum. Því að Kópavour hefur hæstu hlutfallstölu barna og unglinga allra staða í landinu. Meðalald- ur Kópavogsbúa er aðeins 23 ár. Kópavogur hlýtur eðlilega að bera mjög einkenni þess hve ör þróunin hefur verið í uppbygg- ingú þar og hve víða af landinu íbúarnir eru komnir. Það munu vera fá sveitarfélög sem ekki ein hverjir hafa flutt frá til Kópa- vogs. Nú þegar við Kópavogsbúar minnumst þess að 10 ár eru lið- in frá stofnun kaupstaðarins, þá er íbúatalan komin yfir 8500 manns. Ef litið er yfir hina stuttu sögu þéttbýlis í Kópavogi, þá sést að þar hefur miklu verið áorkað. Með þetta í huga og að hér er ungt, tápmikið fólk, þá getum við Kópavogsbúar horft bjart- sýnir fram á leið í öruggri trú á auknar framfarir í okkar ungu byggð. Um leið og ég þakka öll um þeim sem átt hafa hlut að uppbyggingu hér á liðnum árum og alveg sérstaklega þeim sem stóðu að því að byggð okkar fékk kaupstaðarréttindi, þá óska ég íbúum Kópavogs allra heilla í áframhaldandi uppbyggingar- starfL Eifiðor samgöngur á sjó við Blönduós Blönduósi, 10. maí. MS. STAPAFELL kom hingað í morgun með olíu, og hafði þá ekki komið skip til Blönduóss síð an 17. niara. Milli 200 og 300 tonnum af fóðurvörum, sem áttu að koma hingað með ms. Jökulfelli, var skipað upp í Hvalfirði og flutt á bílum þaðan. Um 100.000 lítrar af olíu til ESSO hafa verið flutt- ir frá Borgarnesi til Blönduóss, og var fyrsta ferðin farin 30. marz. Olíuskip hefur ekki kom- ið hingað síðan í febrúar, þar til nú. A.m.k. fjórar ferðir strand- ferðaskipa hafa fallið niður vegna íssins, auk ferða flutninga skipa með fóðurvöru og áburð. Talsvert magn af tilbúnum á- burði kom hingað eftir áramótin, en enn vantar rúm 500 tonn, þ.á. m. allan fosfatáburðinn. — B. B. Sinfóníuhlfáan- sveitin leikur í Lindarbæ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands efnir til sérstæðra tónleika í Lindarbæ miðvikud. 12. þ.m. og verður þar flutt tónlist samin fyrir litla hljómsveit eða hljóð- færaflokka. Tónleikar þessir eru ekki meðal reglulegra tónleika hljómsveitarinnar og gilda því ekki áskriftarskírteini að þeim. Fyrst verður flutt svíta nr. 2 í h moll eftri Bach samin fyrir flautu og strengi. Einleikari á flautu verður Averil Williams. Þá verða leiknir dansar eftir griska tónskáldið Nicos Skal- kotas. Hljómsveitin mun leika 5 gríska dansa fyrir strengja- hljómsveit. Næst verður svo flutt tónlíst úr óperunni „Góði dátinn Svæk“ eftir Kurka. Tónlist úr þessari óperu flutur blásarasveitin. Tónleikunum lýkur með sin- fóníu nr. 29 í A dúr K. 201 eftir Mozart, sem hann samdi í Salz- burg aðeins 18 ára að aldri og er talin meðal yndislegustu sinfónía hans. Dregið í 5 fl. í gær í GÆR var dregið í 5. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2.100 vinningar áð fjáuhæð 3.920.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200.000 krónur, kom á heilmiða númer 51.939. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboðinu í Stykkis- hólmi. 100.000 krónur komu einnig á heilmiða númer 33,751 sem báð- ir voru seldir í umiboðinu í Kefla vík. 10.000 krónur komu á eftir- talin númer; 244 2230 7260 7810 7894 10552 13777 14420 14652 16999 18037 21082 25075 28955 29962 35346 36361 37175 41186 43641 45991 48142 50849 52562 52673 59968. Bukavo, Kongo, 10. maí AP„ • í DAG áttu að hefjast kosningar í konungsríkinu Burundi. Skyldi velja menn til fulltrúadeildar þingsins, en siðar verða kosningar til öldungadeildarinnar. Fjöldi flokka býður fram að þessu sinni, en í kosningunum 1961 fór UPRONA — flokkurinn með sigur af hólmi. Kosning- unum lýkur sennilega á mið- vikudagskvöld. Mynd þessi var tekin á 25 ára afiriælisfagnaði Reykvík- ingafélagsins er haldinn var á Hótel Borg á sunnudagskvöld og sýnir stjórn og varastjórn félagsins. — Standandi frá vinstri; Jón B. Jónsson, Sig- urður Einarsson, Guðrúu Árnadóttir, Friðrik Magnús- son, Vilhjálmur Þ. Gislason, Magnús Guðbrandsson, Gunn- ar Einarsson, Meyvant Sig- urðsson, Magnús Þorsteinsson. Sitjandi fyrir miðju er for- seti félagsins, séra Bjarni Jónsson. Fagnaður þessi var fjölsóttur og meðal gesta voru Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra og frú, Geir Hall- grímsson og frú og forsetí bæjarstjórnar, frú Auður Auð- uns. Veizlustjóri var Vil- hjálmur Þ. Gi.sIa.son. (Ljósm. Bjarnleifur.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.