Morgunblaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 23. júní 1965 Þakka hjartanlega félagssystrum í Verkakvennafélagi Keflavikur og Njarðvikur fyrir veglegt og fjölmennt samsæti vegna sextugsafmælis míns og höfðinglegar gjafir. — Alúðarþakkir til allra er heimsóttu mig og sendu mér árnaðaróskir. Vilborg Auðunsdóttir, Keflavík. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON húsasmíðameistari, lézt að heimili sínu Brávallagötu 40, mánudaginn 21. júní. Jóhanna L. Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi ÁSGEIR G. STEFÁNSSON framkvæmdastjóri, Hafnarfirði, lézt 22. þessa mánaðar. Sólveig Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ARNGRÍMUR ÓLAFSSON prentari, Langholtsvegi 91, sem lézt 17. júní í Borgarsjúkrahúsinu verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju á morgun 24. þ.m. kl. 3 e.h. Vandamenn. Jarðarför mannsins míns og sonar okkar JÓHANNS SIGURJÓNSSONAR verzlunarmanns, fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 24. júní kl. 1,30 eftir hádegi. Ólafía Á. Sveinsdóttir, Sigríður og Sigurjón Hallbjörnsson. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa ANTONS ÖLAFSSONAR Sörlaskjóli 58, fer fram frá Neskirkju, fimmtudaginn 24. júní kl. 10,30 f. h. — Athöfninni verður útvarpað. Valgerður Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. Minningarathöfn um föður minn og tengdaföður JÓN JÓNSSON frá vestri Garðsauka, sem lézt að Elliheimilinu Grund 16. þ.m. fer fram í kirkju Óháða safnaðarins fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 10,30.----Jarðarförin fer fram laugardaginn 26. þ.m. kl. 14 frá Breiðabólstað í Fljótshlíð. Ingileif Jónsdóttir, Hilmar Vigfússon. Minningarathöfn um dóttur okkar ÖGLU SVEINBJÖRNSDÓTTUR fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 24. júní kl. 3 eftir hádegi. Rannveig Helgadóttir, Sveinbjörn Egilsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát •g jarðarför SKÚLA HJARTARSONAR Strandgötu 21, Patreksfirði. Hjörtur Skúlason, Jónína Ingvarsdóttir, Guðbrandur Skúlason, Elsa H. Þórarinsdóttir. Sigurður Skúlason, Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar ÞÓRDÍSAR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR Elsa Benediktsdóttir, Marinó Sigurðsson. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður okkar BJÖRNS GUNNLAUGSSONAR Laugavegi 48. Kristinn Rogstad, Gunnlaugur B. Björnsson, Guðmundur Á. Björnsson. Oeirðir í Algeirsborg tví- vegis á sóiarhring — Lögreglu og herliði beitt gegn stubningsmönnum Ben Bella — Allt á huldu um verustað hans, og örlög hans sÖgð mál byltingarráðsins Algeirsborg og París, 21. júní. — (NTB-AP) — TIL óeirða kom í Algeirsborg bæði á sunnudagskvöld og í dag vegna byltingarinnar þar í landi. Á sunnudagskvöld fóru mörg hundruð stúdentar og ungmenni í mótmæla- göngu um götur Algeirsborg- ar og hrópuðu vígorðin „Ben Bella lengi lifi“ og „Ben Bella aftur til valda.“ Síðdeg- is í gær hættu útvarpsstöðvar í Alsír fyrirvaralaust og skyndilega sendingum, og spurðist brátt að til óeirða hefði aftur dregið á götum borgarinnar. Fóru stúdentar þá enn um og hrópuðu slag- orð til stuðnings Ben Bella, sem steypt hefur verið af stóli sem forseta Alsír. I dag gerðist það í fyrsta sinn frá því að byltingin varð í land- inu, að herliði var beitt til að bæla niður óeirðirnar. Kairóblaðið A1 Ahram hefur skýrt frá því að í kjölfar bylting arinnar hafi siglt handtökur í stórum stíl í Alsír. M.a. herma góðar heimildir í Algeirsborg að forseti þjóðþingsins, Ben Alla, hafi verið handtekinn í gær, en hann var dyggur stuðningsmað- ur Ben Bella. Síðari fregnir hermdu, að Ben Alla væri ekki lengur á lífi. Óeirðirnar í Algeirsborg hóf- ust eftir myrkur í gær. Um tíma voru um 400 ungmenni saman komin á aðalgötum borgarinnar. Var þeim dreift af lögreglu, en þá söfnuðust ungmennin saman í minni hópa og héldu áfram upp teknum hætti. Ekki er vitað hvort handtökur átti sér stað vegna mótmælaaðgerða þessara, og herinn mun ekki hafa skipt sér af málum í gær. Haft er eftir leiðtoga stúdenta að þeir muni ekki sætta sig við einveldi í Alsír á svipuðum grund velli og veldi Franeo’s á SpánL SímasambarwJið milli Algeirs- borgar og Parísar var rofið í gær rétt eftir að franskur frétta- ritari hafði komið fyrstu fregn- um um óeirðirnar símleiðis til Parísar. Liggur því ekki fyrir í smáatriðum hvað raunverulega gerðist í borginnL Fyrrnefnt blað í Kairó, A1 Ahram, segir að byltingin, sem gerð var í Alsír á laugardag, hafi kostað a.m.k. eitt mannslíf. Segir blaðið að víða, t.d. í Oran og Konstantine, hafi byltingarmönn um verið veitt öflugt viðnám. Segir blaðið að símasambandið hafi verið rofið strax og frétta- ritari þess í Alsír vék að þessu máli er hann símaði fréttir sínar. Annar Kairóblað, A1 Akhbar, segir, að Ben Bella sé nú í haldi í flotastöð rétt fyrir utan Algeirs borg. Segir blaðið að Ben Bella hafi enga mótspyrnu veitt er hann var handtekinn, og að hann hafi skipað lífvörðum sínum að skjóta ekki á uppreisnarmenn. Hin nýja stjórn Alsír hélt fund seint í gærkvöldi, og gaf hinn nýi valdhafi, Houari Boume- dienne, ofursti, skýrslu úm ástandið í landinu, að því er hin opinbera fréttastofa Alsír, APS, segir. Stjórnin beindi þeim tilmælum til þjóðarinnar, að sýna af sér árvekni og ábyrgðartilfinningu. Skipað var í ráðherraembætti á fundi þessum. Ahmed Mede- hgri var skipaður innanríkis- og fjármálaráðherra; trúarmálaráð- herrann Redjini Haddam, var skipaður starfandi félagsmálaráð herra, og kennslumálaráðherr- ann, Belkacem Cheriff, var skip aður upplýsingamálráðherra. Abdelhamid Boussouf, sem var einn leiðtogi frelsishreyfingarinn ar í Alsír og hermálaráðherra fyrri stjórnar, sagði í viðtali í Genf í gær, að hann bæri fyllsta traust til Boumedienne ofursta. Sagði Boussouf að ástæðan til byltingarinnar hefði fyrst og frenxst vfrið sú, að Ben Bella hafi óskað að „taka einkaleyfi á völdunum til þess að fá fram persónuleg áhugamál". Boussouf kvaðst sannfærður um að Boume dienne mundi ekki misnota völd sín. Siðdegis í dag brutust enn út óeirðir í Algeirsborg, og voru þar enn á ferð stúdentar, sem mótmæltu því, að Ben Bella hafi verið steypt af stóli. Söfnuðust stúdentarnir, bæði piltar og stúlk ur, saman í miðborginni og hróp uðu „Yah-hyah (lengi lifi) Ben Bella“ og „Vive Ben Bella“. Lögreglan kom til skjalanna og var hún þessu sinni studd her- mönnum, sem komu í fjórum jeppum. Þetta var í fyrsta sinn, sem herliði er beitt síðan Ben Bella var velt úr sessi á laugar- dag. Það voru einvörðungu lög- reglumenn, sem dreifðu stúdent unum er til mótmælaaðgerðanna kom í gær. Hópur ungra Múhameðstrúar- kvenna, með blæju fyrir andlitL tóku þátt í mótmælaaðgerðunum í dag. Hermenn handtóku nokkra stúdenta, en aðrir hrópuðu víg- Orð til stuðnings Ben Bella um leið og þeir flýðu undan hermörm unum. Óeirðirnar brutust út um kl. 13 að íslenzkum tíma. Hins vegar hefur verið að heita algjört fréttabann af opinberri hálfu i Alsír frá því á mánudagsmorg- un. Fyrstu fregnir af óeirðunum í dag sögðu að 200—300 stúdent ar hafi hafið aðgérðirnar, en fleiri hafi síðan bætzt í hópinn. Þar kom að mikill liðsauki lög reglumanna var sendur til gatna miðborgarinnar, og fjölmennt lið úr öryggislöreglu Alsír, ANS, kom akandi í stórum herbílum. ANS mennirnir, sem vopnaðir voru handvélbyssum, tóku sér stöðu umhverfis stúdentahverfi borgarinnar. Verzlunum var lokað í um- ræddu hverfi, sökum þess að kaupmenn vildu vernda eigur sínar ef illa skyldi fara. Þrátt fyrir að skothvellir hafl. heyrzt, er talið að um aðvörunar skot hafi verið að ræða, og ekk- ert benti til þess að vopnaðir árekstrar hafi átt sér stað milli liðssveita Boumedienne og stuðn ingsmanna Ben Bella. Kl. 17,30 að isl. tíma- var enn óvenju margt um manninn á göt um Algeirsborgar, en mannfjöld inn var tiltölulega rólegur að sjá. Fréttamenn hafa átt erfiða daga í Algeirsborg, og ekki feng ið að senda nákvæmar fregnir af neinu, sem þar hefur gerzt eða er að gerazt, þannig að fregn ir eru mjög ónákvæmar af at- burðum. í samtali, sem franskur útvarps maður átti við Bouteflika, utan- ríkisráðherra byltingarstjórnar- innar, sagði ráðherrann að örlög Ben Bella væri mál byltingar- ráðsins eins. Ráðið mundi ákveða hvað gera ætti. Bouteflika bætti því við að ekki mætti blanda vandamáli eins manns saman við örlög landsins alls. „Allir Alsír- búar vita hvað þeir hafa þurft að þola öll þessi ár“, sagði hann. Bouteflika sagði einnig, að ráð- stefna utanríkisráðherra Afríku- og Asíuríkja mundi fara fram eins og ráðgert hafði verið í Algeirsborg. M ANDSPYRNUHREYFING? Margt er nú talið benda til þess að ýmis öfl í Alsír vinni að því að koma á fót andspyrnu- hreyfingu til þess að reyna að velta byltingarstjórninni. Margir aðilar í Algeirsborg hafa skýrt frá því að þeir hafi fengið sím- leiðis boðskap frá ónefndum mönnum þar sem þeir hafi verið beðnir að mæta á ákveðnum stöð um til mótmælaaðgerða. Margir erlendir blaðamenn hafa einnig fengið „nafnlaus símtöl“, þar sem sagt hefur verið að í upp- siglingu sé þjóðleg nefnd til að sameina og skipuleggja and- spyrnuhreyfinuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.