Morgunblaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. júní 1965 22 þús. fonn salt- fisks flutt út sl. ár AÐALFUNDUR Sölusambands Ssl. fiskframleiðenda var haldinn J>ann 18. þ.m. — Að venju sótti fundinn fjöldi saltfiskframleið- «nda víðs vegar að af landinu, «en félagsmenn S.Í.F. eru talsvert ■á þriðja hundrað. Á árinu 1964 flutti S.Í.F. út 21.724 tonn af blautsöltuðum fiski og 1.044 tonn af þurrkuðum saltfiski. Aðal markaðslöndin voru Brazilía, Bretland, Grikk- land, Ítalía, Portúgal og Spánn. Sala þessa árs framleiðslu hefur gengið mjög vel og er það af vertíðarframleiðslunni, sem flutt verður úr landi blautsaltað þeg- ar selt og verður afskipunum lokið um næstu mánaðamót. Hægt hefði verið að selja veru- lega meira magn af blautsöltuð- um fiski síðastliðið ár og á þessu ári, ef birgðir hefðu verið fyrir hendi. Veruleg verðhækkun varð á saltfiski árið 1964 og talsverð hækkun aftur í ár. Fundurinn ræddi ýmis hagsmunamál salt- fiskframleiðenda og var eftirfar- andi ályktun um markaðsmál samþykkt einróma: GuSmundur Hulidórsson lútinn 1 FVRRADAG andaðist Guð- xnundur Halldórsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna, að heimili sínu í Reykjavík. Dánarorsökin var hjartabilun. Guðmundur var 61 árs að aldri. Guðmundur Halldórsson var ættaður frá Gröf í Miklaholts- Guðmundur Halidórsson hreppi, en fluttist til Reykja- víkur 26 ára að aldri til húsa- smíðanáms. Hann starfaði lengí hjá Byggingafélaginu Brú og varð síðar framkvæmdastjóri þess. Guðmundur var fyrsti for- maður Meistarafélags húsasmiða og í stjórn Iðnráðs Reykjavík- ur. Hann var í stjórn Landssam- bands iðnaðarmann frá 1952 og forseti sambandsins frá 1960. „Aðalfundur S.Í.F., haldinn í Reykjavík þann 18. júní 1965, ítrekar fyrri sam/þykktir um skaðsemi þess, að margir útflytj endur í hverri grein, fari með íslenzk markaðsmál erlendis og varar við þeirri þróun. Það er álit fundarins, að markaðsmálum og hagsmunum fiskframleiðenda sé bezt borgið með því að sala fiskafurða sé í höndum sölufélaga framleið- enda og að það sé til skaða fyrir framleiðendur i heild að veita öðrum aðilum en S.Í.F. leyfi til útflutnings á saltfiski“. Einnig samþykkti fundurinn eftirfarandi áskorun til ríkis- stjórnarinnar um línuveiðar: „Aðalfundur S.Í.F., haldinn í Reykjavík 8. júní 1965, beinir þeim eindregnu tilmælum til hins opinbera, að gerðar verði hverjar þær nauðsynlegar ráð- stafanir, sem þarf til að tryggja rekstursgrundvöll þeirrar útgerð ar, sem stunda vill línuveiðar“. Á fundinum voru eftrtaldir menn kosnir í stjórn S.Í.F.: Bjarni V. Magnússon, frkv.stj. Hafsteinn Bergþórsson, frkv.stj. Loftur Bjarnason, útg.m. Margeir Jónsson, útg.m. Pétur Renediktsson, bankastj. Sighvatur Bjarnason, útg.m. Tómas Þorvaldsson, útg.m. Richard Thors forstjóri, sem verið hefur formaður samtak- anna um langt skeið og einn af fyrstu stofnendum S.Í.F. gaf nú ekki kost á sér til endurkjörs. Þakkaði fundurinn honum langt og vel unnið starf í þágu S.Í.F. Ákveðið var á fundinum að gefa kr. 100 þús. til Sambands hjarta- og æðasjúkdómavarna- félagsins. Á fundi stjórnar S.Í.F. þann 19. þ.m. var Tómas Þorvaldsson útgerðarmaður í Grindavík kos- inn formaður; Pétur Benedikts- son bankastj. varaformaður og Hafsteinn Bergþórsson, frkv.stj. ritari. Vilja selja F.I. þotu FULLTRÚAR frá British Air- cr.aft Corporation hafa undan- farna daga verið hér á ferð þeirra erinda að kynna fyrir forráða- mönnum Flugfélags íslands nýja fiugvélategund, B. A. C. 111 þotu, sem nýlega hefur verið tekin í notkun. Vilj.a Bretarnir selja F.í. slíka flugvél, en málið er á um- ræðustigi og því ekkert vitað um árangur kynningarinnar. B.A.C. 111 er þota með tvo Rolls Royce hreyfla aftan á. Hún tekur 70 til 80 farþega, vegur 37 tonn og flýgur með 805 km. Svava Jakobsdóttir Tólf konur — smásögur eftir Svövu Jakobsd. KOMIN er út hjá Almenna bóka félaginu bókin „12 konur“ eftir Svövu Jakobsdóttur. Er þetta fyrsta bók Svövu, en eftir hana hafa áður birzt smásögur í tíma- ritum og blöðum. Eins og nafn bókarinnar ber með sér er hér um að ræða sögu safn, frásagnir af tólf nútíma- konum og vandamáliim þeirra, og í sumum tilfellum barna þeirra. Bókin er því skrifuð af konu um konur. Sögurnar ger- ast sín í hverju umhverfi, og þótt þær s.éu ekki efnislega sam stæðar mynda þær þó innbyrðis einskonar heild. Svava Jakobsdóttir hefur lagt stund á bókmenntanám í Banda- ríkjunum og Englandi. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. hraða á klst. B.A.C. 111 er um þriðjungi ódýrari en DC-9, sem er af svipaðri stærð og gerð. Þot an var fyrst notuð til farþega- flugs hinn 8. apríl s.l., en siðan hafa um 70 slíkar vélar verið seldar bandarískum og evrópsk- um 'flugfélögum. Tveir menn frá B.A.C. komu hingað til lands sömu erinda fyr ir nokkrum vikum og aðrir þrír hafa verið hér undanfarna daga. Einn þeirra héit heimleiðis í gær en von var á tveimur nýjum í gærkvöldi. Uppboð á Patreksfirði Patreksfirði, 22. júní. UPPBOÐ var haldið í Síldar- og fiskimjölsverksmiðju dánarbús Þorbjarnar Áskelssonar og hrað- frystihúsi sama eiganda á sýslu- skrifstofunni í dag kl. 2. Voru bæði fyrirtækin lögð Landsbank anum út fyrir samtals 18,7 millj. króna. Veðskuldirnar, sem hvíldu á fyrirtækjunum, munu hafa num- ið um 39,5 milljónum króna. Trausti. Ekkert sam- komulag Neskauipstað, 22. júní í DAG var haldinn f.undur með aitvinnurekendium og verka lýðsfélaginu hér á Neskaupsitað, en ekkert samjkomuíag varð með atvinnurekendum, hvort þeir þeir semdu við verkalýðsfélagi'ð á grundvelli þess texta, sem fé- laigið 'hefur auiglýst. Unnið er hér en ekki hefur enn reynit á taxt- ann, þar sem laun hafa ekki ver- ið boTguð út. síðan hann var auig lýstur. — Ásgeir. Vinnuveúfendur o g Vinnumálcasam- band SÍS viðurkenna ekki „taxf ann" I MORGUNBLAÐINU í dag birtist tilkynning frá Vinnuveit- endasambandi íslands, þar sem bann er lagt við því að ráða fólk til starfa á öðrum kjörum en þeim, sem gert er ráð fyrir í samkomulagimi sem gert var fyrir Norður- og Austurland 7. júní s.l. og gildir þetta um þá staði er auglýst hafa önnur kjör en í því samkomulagi felst. Þá hefur Vinnumálasamband Sam- vinnumanna sent verkalýðsfélög unum á Vopnafirði, Norðfirði og Breiðdalsvík, skeyti fyrir hönd kaupfélaganna á þessum stöðum, þar sem skýrt er tekið fram, að Vinmimálasambandið geti ekki viðurkennt hinn auglýsta „taxta“ verkalýðsfélaganna á þessum stöðum, að því leyti, sem hann sé óhagstæðari vinnuveitendum en samkomulagið frá 7. júní s.l. Tilkynning Vinnuveitendasam bands íslands er svohljóðandL. „Að gefnu tilefni tilkynnir Vinnuveitendasamband íslands að félagsmönnum þess er bannað að ráða til sín fólk á öðrum kjör um. en um var samið milli vinnu veitenda og verkalýðsfélaganna á Norður- og Austurlandi 7. júní s.l. Gildir þetta um þá staði er auglýst hafa önnur kjör en í þeim samningi felast“. Skeyti það er Vinnumálasam- band samvinnufélaganna sendi Verkalýðsfélögunum á Vopna- firði, Neskaupstað og Breiðdals- vík, fyrir hönd kaupfélaganna á þessum stöðum var efnislega á þá leið, að Vinnumálasamband sam- vinnuféiaganna væri aðili að samkomulagi því, sem gert var fyrir milligöngu sáttasemjara 7. júní s.l. og sáttasemjari hafi fengið þá kjaradeilu til meðferð ar skv. tilmælum beggja aðila. Þar sem kjaradeilan sé enn ekki til lykta leidd varðandi þessi félög, sé hún ennþá til meðferð ar hjá sáttasemjara. Að svo vöxnu máli geti Vinnu málasambandið því ekki viður- kennt taxta þessara verkalýðsfé- laga, að því leyti sem hann sé vinnuveitendum óhagstæðari en samkomulagið sem gert var 7. júni sX Síldveið- in treg SÍLDVEIÐI var treg í gær. 14 bátar fengu um 6000 tunnur 100 til 105 mílur NA af Raufarhöfn og komu flest skipin þangað með afla sinn inn í gær. Hin efstix voru með innan við 1000 tunnur. Var þar saltað á hverju plani og útlit fyrir vinnu fram á nótt. Síldarleitarskipið Hafþór til- kynnti um kl. 8 í gærkveldi, að það hefði fundið allmikla rauð- átu (30 til 67 millilítra) á svæði nokkru vestan við veiðisvæðið i gær. Þykir mörgum það spá held ur góðu um veiði, þar sem síld- in kynni að leita þangað og verða þar ekki eins stygg og hún hefur verið að undanförnu. Austan kaldi var á miðunum I gær og útlit fyrir rigningu og kuldagjóstur áfram í dag. Ásgeir G. Stefánsson. Ásgeir G. Steíónsson látinn ÁSGEIR Stefánsson, fyrrverandi forstjóri í Hafnarfirði, lézt i gær. Hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Ásgeir var fæddur í Hafnar- firði 28. marz 1890 og bjó þar alla ævi. Hann lauk sveinsprófi í trésmíði, stundaði um hríð fram haldsnám í Þýzkalandi og hóf síð an starf sem byggingameistari í Hafnarfirði og víðar um land. Hann var forstjóri Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar frá upphafi 1931 og til 1954. Jafnframt var hann um tíma í bæjarstjórn og stofn- aði ýms útgerðarfélög í Hafnar- firði og veitti þeim forstöðu. Ás- geir var um árabil í stjórn Eim- skipafélags íslands, eða til ársins 1963 og var í orðunefnd frá 1961 til 1963. Asgeir G. Stefánsson lætur eft ir sig eiginkonu, Sólveigu Björns dóttur, og 3 uppkomin börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.