Morgunblaðið - 27.06.1965, Side 17
[ Sunnudagur 27. júní 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
Heimsókn Brosios
og Moorers
Brosio, framkvæmdastjóri At-
lantshafsbandalagsins, dvaldi hér
þrjá daga fyrri hluta vikunnar í
opinberri heimsókn. Brosio er
einn þeirra, sem menn hvarvetna
veita athygli. Hann er maður hár
vexti með skarpa andlitsdrætti
og alvarlegur á svip við fyrstu
sýn. í viðræðum lifnar hins veg-
ar yfir andlitinu, enda er maður-
inn skrafhreyfinn, hefur víða
komið, margt reynt og segir vel
frá. Staða hans er nú einhver hin
þýðingarmesta og er það dóm-
bærra mat, að hann sé frábær-
lega vel til hennar hæfur. Svo
vildi til, að síðasta dvalardag
Brosios hér kom hingað einnig
Moorer, flotaforingi, yfirmaður
allra varna bandalagsins á At-1
Forsetinn og Moorer flotaforingi í skrifstofu forsetans í Alþingishúsinu: (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm)
REYKJAVIKURBREF
Laugard. 26. júní
lantshafinu. Moorer er alveg ný-
kominn í stöðu sína og er óvenju-
lega ungur, rétt 53 ára, í svo við-
urhlutamiklu starfi. En hann hef-
ur þegar margháttaða reynslu og
er augljóslega miklum hæfileik-
um búinn.
Ákvarðanir beggja þessara
manna geta haft mikla þýðingu
fyrir ísland og er því fengur að
heimsókn þeirra, þótt skamman
tíma stæði. Margföld reynsla er
fyrir því, að útlendingar skilja
mun betur aðstæður hér og ým-
islega sérstöðu okkar, ef þeir
hafa hingað komið, þótt í snöggri
ferð sé. Þeir leysa og úr marg-
háttuðum spurningum, bæði
þeirra valdamanna, sem þeir eiga
formlegar viðræður við, og blaða
manna og annarra, sem þeir hitta
á almennum mannfundum.
Á að hætta því, sem
vel hefur reynzt?
Ekki er óéðlilegt, að menn velti
því fyrir sér, hvort batnandi horf
ur í alþjóðamálum leiði til þess,
•ð hér sé síður þörf á vörnum
en áður. Er þá fyrst að íhuga,
hvort um raunverulegan bata sé
•ð ræða. Á því leikur enn mikill
vafi. Margt bendir raunar til
þess, að þróunin í Rússlandi
gangi í rétta átt. En enn heldur
Sovétstjórnin fast við sínar
kommúnísku kenningar. Þær
kreddur móta allar meginákvarð-
•nir. Eftir þeim kokkabókum er
varanlegur friður milli komm-
únista og annarra óhugsandi.
Jafnvel þótt minna mark sé
tekið á bókstafstrúnni en áður'
•f ýmsum valdamönnum, þá vita
•ngir hversu fastir núverandi
valdamenn eru raunverulega í
•essi, né heldur hvort endanleg
völd, eru fremui; hjá flokksvél-
inni eða hernum. Það eitt er víst,
•ð þau eru ekki hjá almenningi,
■em verður enn að una þeim vald
boðum, er stjórnarherrarnir
beita. Mjög er og óvíst, að ósam-
komulagið milli Kínakomma og
Sovétstjórnarinnar horfi í frið-,
•rátt. Þótt í smærri stíl sé, þá er
lærdómsríkt að athuga, hvernig
klofningur í kommúnistaflokkn-
«im hérlendis hefur á þessu sumri
torveldað 'eðlilega samninga um
kaupgjaldsmál.
Úrslitum ræður, að ef friðvæn-
legar horfir en áður, þá er það
einkum að þakka vörnum og sam
tökum aðildarríkja Atlaiitshafs-
bandalagsins. Fráleitt væri að
•laka til á því, sem vel hefur
reynzt.
Furðulegt tilskrif
Á meðan Brosio dvaldist hér,
aendu Samtök hernámsandstæð-
inga — Campaign against milit-
•ry bases in Iceland — Reykja-
vík, Iceland — eins og þetta fólk
kallar sig — honum -bréf, sem er
turöulegur samsetningur. Þar
segir m.a., að aðild íslands að At-
lantshafsbandalaginu hafi sætt
sterkri andstöðu meirihluta þjóð-
arinnar. Þessu er blákalt haldið
fram, þó að þrír þingflokkar, sem
hlotið hafa 80—85% fylgi meðal
kjósenda þjóðarinnar ,hafi fyrir
hverjar kosningar hátt á annan
áratug lýst fylgi sínu við aðild
að bandalaginu. Sumir þeirra,
sem telja þátttöku í bandalaginu
sjálfsagða, eru að vísu á móti
vörnum í landinu eins og stend-
ur. En þegar á reyndi gugnuðu
jafnvel kommúnistar í vinstri
stjórninni á því að heimta varn-
árleysi landsins síðari hluta árs
1956, og féllust á að vörnum
skyldi haldið áfram eins og ekk-
ert heíði í skorizt, þrátt fyrir
samþykktina alræmdu í marz
það ár og yfirlýsingarnar í sam-
bandi við myndun vinstri stjórn-
arinnar.
íslendingar vilja
varnir
Eftirminnilegt er einnig, að í
kosningunum 1956 unnu Sjálf-
stæðismenn verulega á meðal
kjósenda og hélt Tíminn því eft-
ir á fram, að sá ávinningur væri
ekki sízt vegna þess, að ýmsir
á suðvesturlandi vildu ekki að
landið yrði várnarlaust. í þeim
landshluta þekkja menn af eðli-
legum ástæðum bezt til varnar-
stöðvanna og er þess vegna mest
að marka dóm kjósenda þar í
þeim efnum.
í hinu hlálega bréfi er vitnað
til þess, að meirihluti kjósenda
í mörgum kjördæmum hafi
skrifað undir áskorun m.a. um
það að hverfa úr Atlantshafs-
bandalaginu. Sjálfir vita Undir-
skrifendur bréfsins þó gjörla, að
áskriftir þessar voru fengnar á
röngum forsendum og mistókust
í heild svo herfilega, að forgöngu
menn þeirra hafa lágt um þær
hér innanlands.
Þá endurtaka þessir rithöfund-
ar, að því er virðist án þess að
biygðast sín, þau ósannindi, að
Bandarikin hafi leitað eftir stöðv
Um í Hvalfirði fyrir „atomac sub-
marins". Ekki er von að herferð
byggð á slíkum marghröktum
ósannindum sé líkleg til sigurs.
Moorer flotaforingi upplýsti á
blaðamannafundi, að sú aðstaða,
sem nú er ráðgerð í Hvalfirði,
miðar að því að endurnýja olíu-
birgðastöð og koma henni í sam-
rærni við kröfur tímans. Slík
birgðastöð og legufæri eru nauð-
synleg í baráttunni við kafbáta,
sem mundu reyna að komast út á
Atlantshafið . beggja vegna við
ísland, ef til ófriðar kæmi og er
of seint að gera slíkar ráðstaf-
anir eftir að ógæfan er skollin á.
Allt veltur á hinu, að viðbún-
aður sé slikur, að árásaraðtli láti
ekki verða úr sínum Ijótu áform-
um.
Neita að tala
frið
um
Hvaðan helzt sé hætta á árás,
sést glögglega af undirtektunum
við friðarnefnd brezka samveld-
isins. Kínakommar og skjólstæð-
ingar þeirra í Norður-Víetnam
velja nefndinni hin verstu hæði-
yrði og Sovétstjórnin segist ekk-
ert vilja við hana tala. Ýmsir
ásaka Bandaríkin fyrir íhlutun í
mál Víetnambúa. Slíkar ásakanir
má ekki sízt lesa í blöðum Banda
ríkjamanna sjálfra. Gagnrýnin á
Johnson Bandaríkjaforseta fyrir
óhönduglega meðferð þessara
mála er enn eitt vitni þess, að í
Bandaríkjunum er það frjáls
skoðanamyndun, sem ræður,
gagnstætt því sem gerist í lönd-
unum austan járntjalds.
Johnson segir berum orðum, að
Bandaríkin vilji einmitt hverfa
úr Suður-Víetnam, að því á-
skildu, að trygging fáist fyrir að
árásum úr Norður-Víetnam og
af hálfu Kínakomma linni. Ef
skæruhérnaður og undirróður
verði frelsisást þessa fólks yfir-
sterkari, mundi það ekki einung-
is hafa alvarleg áhrif þar í landi
heldur víðsvegar annars staðar.
Þess vegna vilja kommúnistar
halda glundroðanum við en neita
að tala við þá, sem leita eftir
sættum, þar sem hinir sækjast
einungis eftir sæmilegri trygg-
ingu fyrir friði.
Góðir gestir
Gaman er„að hitta þau hjón,
síra Steingrím Octavius Thor-
láksson og frú Liv konu hans.
Með réttu er talað um móður-
málið. Enda er sú skýring gef-
in á því, hversu lengi islenzka
hefur haldizt meðal innflytjenda
héðan til Vesturheims, að mæð-
urnar hafi talað hana við börn
sín. Síra Steingrímur Octavius
er hins vegar fæddur af norsk
talandi móður í Vesturheimi, þó
að faðir hans væri borinn hér.
Sjálfur hefur hann ekki komið til
íslands nema einu sinni áður, fyr-
ir 34 árum, þá rúmlega fertugur
í stutta heimsókn, og dvelst hér
nú einungis nokkrar vikur. Fyrri
kona hans var enskumælandi og
dvöldust þau í Japan í h.u.b. 25
ára skeið og voru börn þeirra
fædd austur þar. Engu að síður
taJar síra Steingrímur Octavius
íslenzku reiprennandi og hefur
lifandi áhuga á velferð lands og
þjóðar. Frú Liv, sem hér dvelst
nú með manni sínum, er e.t.v.
nokkru seinmæltari á íslenzkuna
en talar hana með enn hreinni
málblæ. Hún er að vísu uppalin
hér á landi, lengst af í Reykja-
vík, en átti norska móður og
sænskan föður, og hefur nú ekki
komið til landsinS í 50 ár. Hér er
þess þó að gæta, að fyrri maður
hennar var af íslenzku bergi
brotinn. Tryggð þessara góðu
hjóna við íslenzka menningu er
með afbrigðum og alúð sú, sem
þau sýna íslenzkum ferðalöng-
um í San Francisco og námsfólki
þar er löngum viðbrugðið.
Sterkir ættstofnar
David östlund og fólk hans var
hér alþekkt um og upp úr alda-
mótunum. Östlund var mælsku-
maður mikill, ákafur flytjandi
bindindis, boðskapar Aðventista,
athafnamikill í bókaútgáfu og
blaða, rak hér prentsmiðju og
gaf m.a. út ljóðmæli Matthíasar
Jochumssonar, enda var Matt-
hías heimagangur hjá Östlunds-
fólki, þegar hann dvaldi hér
syðra. En fjölskylda Östlunds
ílentist hér ekki og hefði mátt
ætla, að tengsl hennar við fsland
rofnuðu við brottflutninginn, en
öll munu þau systkini ætíð hafa
haldið tryggð við landið.
Faðir síra Steingríms Octavius-
ar, síra Steingrímur eldri, var
einn af áhrifamestu kennimönn-
um meðal Vestur-fslendinga um
sina daga, en þó fyrst prestur
meðal Norðmanna, enda hafði
hann lært guðfræði í Osló eða
Kristianíu, eins og bærinn hét þá,
og kvæntist þar mikilhæfri konu
af þekktri ætt þar í landi. Á
engan er hallað, þó að sagt sé,
að Steingrímur Octavius og syst-
kini hans séu í allra fremsta hóp
Vestur-íslendinga. Þrátt fyrir sitt
norska móðerni hafa þau öll
hneigzt að samgangi við íslend-
inga. Systursynir hans hafa dval-
ið við nám hérlendis og bræður
hans eru meðal ötulustu forystu-
manna í samtökum Vestur-íslend
inga. Þeirra kunnastur er
dr. P. H. Th. Thorláksson,
sem hefur stofnað hina frægu
klinik eða heilsuverndarstöð
í Winnipeg, þar sem meira en
60: læknar vinna undir hans
stjórn að sjúkdómsgreiningu og
ráðleggingum. Sú stofnun er ekki
einungis stolt Vestur-íslendinga
heldur allra Winnipegbúa og
raunar Manitobamanna. Einn
bróðurinn, Hálfdán, er eða var
til skamms tíma framkvæmda-
stjóri Hudson Bay Company, eins
stærsta verzlunarfyrirtækis í
Kanada, yfir starfsemi þess í
vesturhluta Kanada. Erm er einn
þeirra bræðra nafntogaður lækn-
ir í Seattle í Bandaríkjunum. Það
eru afrek slíkra manna, sém hafa
gert að verkum, að það þykir nú
sæmdarheiti í Kanada að vera af
íslenzkum ættum.
Einkabókasafn
forseta
Fyrir skemmstu var á það
minnzt í Reykjavíkurbréfi,
hvernig ýmiss konar misskilnjng-
ur rótfestist í hugum mánna og
hvað erfitt virðist að fá þá til
að átta sig á hinu rétta. Eitt er
það, sem margtr halda eins og
m.a. hefur kcwnið fram í- blöðum,
að í bígerð sé að koma upp miklu
bókasafni á Bessastöðum, sem
verði svo kostnaðarsamt, að það
verði til hindrunar nauðsynlegri
menningarframkvæmdum. Sann-
leikurinn er sá, að skömmu eftir
að herra Ásgeir Ásgeirsson flutti
til Bessastaða hafði hann eða frú
Dóra heitin orð á því í gamni og
alvöru við þingmenn, að þeir
skyldu heita á forsetasetrið um
að koma þar upp bókastofu næst
þegar góð síldveiði kæmi, en hún
hafði þá, eins og menn muna,
brugðizt árum saman. Forseta-
hjónin gátu sem sé, þegar þau
settust. að á Bessastöðum, hvergi
komið fyrir því bókasafni, sem
forsetinn smám saman hafði við-
að að sér. Bækur hans urðu að
vera á tætingi um húsið. Eðlilegt
var að við þetta yrði ekki unað
til lengdar, og þegar síldveiðin
jókst, þá minntust menn hinna
gömlu gamanorða og létu verða
úr því að koma upp sómasam-
legri bókastofu. Allir, sem hana
sjá, ljúka upp einum munni um,
að af henni er hin mesta húsabót,
ekki einungis til bókageymslu,
heldur og til gestamóttöku. Þarna
hefur herra Ásgeir Ásgeirsson
komið fyrir sínu einkabókasafni,
sem engu fé hefur verið varið
til úr ríkissjóði, né heldur er ráð-
gert að verja þaðan um sinn til
bókakaupa fyrir staðinn. Annað
mál er, að einhverjir munu nú
þegar hafa gefið nokkuð af bók-
um og hugsað sér að gera slíkt'
síðar, til þess að þarna komist
upp vísir að æskilegu handbóka-
safni fyrir forseta íslands. Út-
gjöld vegna þessara umbóta á
húsakostinum eru að sjálfsögðu
í samræmi við verðlag nú en eru
sannarlega ekki teljandi eftir.
Vilja hafa það, sem
rangt er
Vonandi hætta menn nú að
býsnast yfir kostnaðinum af
þessu bókasafni. Er þó um suma
svo að sjá, að þeir kjósi heldur
að hafa það, sem rangt er en
rétt. Enn stagast Tíminn t.d. á
misskilningi Alþýðublaðsins um
fyrirkomulag Landsfunda Sjálf-
stæðisflokksins, og lætur eins og
missögn Alþýðublaðsins, sem þeg
ar hefur verið hnekkt, sé heilag-
ur sannleiki.
Þá er talað um það sem eins
konar þjóðarhneisu, að fslend-
ingar skuli hafa leitað láns til
Vestfjarðaáætlunar úr viðréisnar-
sjóði Evrópu. Þar er þó einungis
um venjulega lánsútvegun að
ræða og allir aðilar vissu gjörla
um það, hvernig láninu skyldi
varið. Aðstæður í hverju landi
um sig eru auðvitað ólíkar að
nokkru eins og gengur. Erfitt
verður að telja mörgum trú um,
að það sé íslandi til skammar að
fá lán hjá stofnun, sem bæði
Þjóðverjar og ítalir háfa talið Ser
sæma að leita til!
Út yfir tekur um öfugsnúning-
inn, þegar Þjóðviljinn ásakar for-
sætisráðherra fyrir, að hann hafi
ekki viljað allsherjarsamninga ura
kaupgjaldsmál, sem verkalýðs-
hreyfingin hafi verið fús til. Eng-
inn hefur verið þess fremur
hvetjandi en Bjarni Benediktsson
að slíkir samningar væru gerðir
með svipuðum hætti og þó hetzt
nokkru fastbundnari en júnísam--
kpmulagið í fyrra. Þær hugmynd
ir hafa því miður strandað á öðr-
um. Ætti engum fremur en Þjóð-
viljanum að vera kunnugt um,
hverjir þar hafa ráðið mestu.
Þjóðviljinn hefur nú vikum ef
ekki mánuðum saman sjálfur
skrifað eindregið á móti því, ekki
einungis að allsherjarsapaningar
væru gerðir, heldur að nokkrir
samningar um kaupgjaldsmál
væru gerðir í milli vérkalýðs-
hreyfingarinnar og atvinnurek-
énda að þessu sinni. í þessu lýsir
sér hið megnasta vantraust á for-
ystu verkalýðsfélaganna, það van
traust á rætur sínar að rekja til
hins mikla klöfnings og óvildar,
sem nú ræður innan raða komm-
únistadeildarinnar hér.