Morgunblaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 31
f, Sunnycfagur Í7. ,júní 1-965
MORGUNBLAÐIÐ
31
hæ.ttu ,upa stun$arsaki.r ea j}í|i
til lengdar. . i
Hin raunverulga deila
milli Riisslands og Kina
S. Veldur Kina samt ekki Rúss
um verulegum áhyggjum nú?
Sv. Jú/vissulega.
Eftii' dauða Stálins kofhilst
Kínverjar að raun um, að þeir
/voru í sterkri aðstÖðu, sökum
þess áð Rússar virtust ekki geta
fundið sér leiðtoiga. Kínverjar
vildu, að þéirra maður hefði
vöidin í Moskvu, án þéss að sæ-
ist, að svþ væri. Nú, þeir kusu að
veita Krúsjeff stuðning sinn.
Þegar þeir komust að raun um,
'áð þeir héfðu farið villur vegar,
hvað Krúsjeff snerti, urðu þeir
fnjög reiðir. Það höfðu áður verið
fyrir hendi olík sj'ónarmið um að-
férðir við að koma á heimsbylt-
’ irigu. En hin raunverulega dejla
miíli Kína og Rússlands kom upp
þegar Rússar létu undan í'Kúbu-
deiíunni 1962. Mín skoðun er sú,
að Krúsjeíf hafi verið að reyna
að koma á með Kúþudeilunni
nýrri stórveldaráðstefnu, sem
gengi lengra en Yaltaráðstefnan
og þar sem hann fengi .Vestur-
veldin til þess að láta undan,
hvað snerti afvopnun og Þýzka-
land. Honum mistókst þetta herfi-
ldga.
Þeir vesalings menn, sem
skipa hina núverandi samvirku
forystu — Brezhnev, Kosygin
o.s.frv. álitu m.a., að með því að
losa sig við Krúsjeff, myndu þeir
geta bætt sambandið við Kín-
verja. Þeir skildu það ekki, að
þeir settu sig í aðstöðu, þar sem
þeir urðu að lúta fyrir Kínverj-
um.
1 nóvember s.l., þegar Chou
En-lai fór til Moskvu, þá fór
hann sem sigurvegari til þess að
segja fyrir um skilmála. Setjið
yður í aðstöðu Brezhnevs og
Kosygins. Þeir gátu ekki gengið
að skilmálum Kínverja og samt
skildu þeir, að einingu kommún-
istaríkjanna var aðeins hægt að
varðveita með því að ganga að
þessum skilmálum.
Það sem verra var, var það. að
Norður-Vietnam beið til 6. jan-
úar með að endurgjalda nýjárs-
kveðjurnar frá Moskvu — aug-
ljóst dæmi um minkandi álit
Sovétríkjanna.
í marz urðu síðan hinar marg-
umtöluðu mótmælaaðgerðir Kín-
verja í Moskvu, þar sem stúdent-
ar réðust á rússnesku lögregl-
una. Þar við bættust vonbrigðin
með ráðstefnu hinna 25 komm-
únistaflokka, sem voru í raun
xéttri aðeins 19.
Loks reyndist þessi samvirka
forysta ófær um að fylgja eftir
neinni samfylgjandi stefnu í
Vietnam.
Hið mikla frumkvæði Sovét-
ríkjanna í heiminum sem hófst
1959—60, er á enda. Því er lokið.
Síðasta tækifæri þeirra var
Castro. Nú er hér um að ræða
vesæla menn, sem hafa það mörg
vandamál að fást við — hið
fyrsta þeirra, hverjir skyldu taka
við af Krúsjeff — áð þeir eru
fcjélparvana.
Ég er sannfærður Um, að öll
þessi vandamál og mistök —
fceima og á alþjóðavettvangi —
muni ýta undir hina komandi
-þyltingu.
Kvöldþfonusta matvöru-
verzlana hefst á morgun
LOKIÐ er við að skipuleggja
kvöldþjónustu matvöruverzlana í
Reykjavík og hefst hún á morg-
un, en samkomulag náðist mn
þetta umdeilda atríði milli Verzl
unarmannafélags Reykjavíkur og
Kauprhannasamtakanna og
KRON 3 mar2"'í vetur. Að kvöld
þjónustunni standa 120 matvöru
verzlanir, sem skipt er í 6 hópa
eftir tegundum verzlunar og
stærðar íbúðarhverfanna. í ÖH-
um bórgarhverfum v'erða ophar
búðir til kl. 9 að ’kvöldi frá mánu
de'gi til sunnudags. Hinir 6 yérzl
anahópar inna kvöldþjónustu af
hendi.tiLskiptis frá mánudegi tii
föstudags, eina viku í senn. Nöfn
þeirra verziana, sem opnár' verða
hverju sinni, verða auglýst í blöð
úm og í öðrum verzlunúm, sem
kvöldþjónustu veita.
Eftirtaldar 20 verzlanir hafa
opið til 'kl, 9 þessa viku: ,
Verzl. Páls Hallbjörnssonar,
- Leifsgötu 32.
Matvörumiðstöðin, Laugalæk 2.
Kjartansbúð, Efstasundi 27.'
M.R.-búðin, Laugavegi 24,
Verzl. Gúðjóns Guðmundssonar,
Kárastíg 1.
Verzl.'Fjölnisvegi 2.
Reynisbúð, Bræðraborgarst. 43.
Verzl. Björns Jónssonar,
Vesturgötu 28.
Verzl. Brekka, Ásvallagötu 1.
Kjötborg h.f. Búðargérði 10.
Vérzt Áxeis Sigurgeirssönár;
Barmahlíð 8.
Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2.
Barónsbúð, Hverfisgötu 98.
Verzl. Vísir, Laugavegi 1.
Verzl. Geislinn, Brékkústíg -1
Skúlaskeið h.f. Skúlagötu 54.
Silli og Valdi', Háteigsvegi 2. •
Nýbúð, Hörpugötu 13.
Silli og Valdi, 'Laugavegi 43.
Kron, Laugávegr.
f ágústmáhuði hæstkomandi mu
upp tveimur eldflaugum frá Sk
Staður: 63°28’7 n.br., 19°26’8 y.lg.
Meðfytgjandi kort sýnir svæði
eldflaugarinnar munu koma nið I.
að skip séu ekki á því svæði, se j
verður. — Nánari atriði verða til i
ur en eldflaugunum verður skot
nu franskir vísindamenn skjóta
ógasandi á suðurströnd Islands.
Skotstefna 160° réttvísaudi.
þau, sem fyrsta' og annað þrep
ur á. Varðskip munu gæta þess
m nær er landinu, þegar’ skotið
kynnt sjófarendum skömmu áð-
ið á loft.
“Pólarnir“
hverfa
U N NI Ð _er að því um þessar
mundir að rífa „Pólana“ við
Flugvallarbraut, sem reistir voru
eftir fyrri heimsstyrjöldina sem
bráðabirgðaskýli fyrir húsnæðis-
laust fólk á vegum Reykjavíkur-
bæjar og hafa þjónað því hlut-
verki siðan.
í fyrstu var ekki ætlunin, að
„Pólarnir" stæðu lengi, en raunin
varð sú að bæta þurfti við þá á
kreppuárunum. Voru þarna um
tíma í tveimur húsum 48 íbúðir,
1 herbergi og eldhús hver. Síðar
var annað húsið rifið og íbúðirn-
ar í hinu stærra stækkaðar, sum-
ar urðu 3 herbergi og eldhús,
þannig að á síðustu árum voru í
„Pólunum“ 15 íbúðir.
Síðasta ár hafa íbúðirnar í „Pól
unum“ smám saman verið losað-
ar og fluttu hinir síðustu út í
maí. Var þá niðurrif þeirra boðið
út af Innkaupastofnun Reykjavík
urborgar og verkið hafið að
fengu tilboði. Umsamið er, að
verkinu ljúki nú um mánaða-
mótin.
*
Agætar undir-
tektir á
Snæfellsnesi
Stykkishólmi, 26. júní.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur undan-
farna daga sýnt á Snæfellsnesi
sjónleikinn „Hver er hræddur
við Virginiu Wolf“ við. ágætar
undirtektir og hefur hvarvetna
v-erið húsfyllir, þar sém leikflokk
urinn hefur komið. I gærkvöldi
hélt flokkurinn áleiðis til Vest-
fjarða.
Kjötbirgðir á ýmsum
stöðum úti á landi
Nokkuð af kjöti kom til
Reykjavíkur nú fyrir helgina og
munu flestar kjötbúðir hafa haft
dilkakjöt til sölu. Kjötbirgðir
eru úti á landi svo sem frá hef-
ur verið skýrt, en fyrsta júní
voru skv. skýrslu Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins 2030 tonn
af kjöti af dilkum og fullorðnu
í landinu.
En hvar var það kjöt? Sam-
kvæmt skýrslu sem Framleiðslu
ráðið hefur sént frá sér, voru
427,7 tonn í Reykjavík (en það
mun að mestu uppurið, notað
allan júnímánuð). Úti á landi
lágu yfir 100 tonn á þessum
stöðum: Akureyri 142,3 tonn,
128,8 tonn á Kópaskeri, 122,9
tonn á Húsavik, 122,1 tönn í
Borgarnesi, 115,7 tonn á Sauð-
árkróki, 103,8 tonn á Reyðar-
firði. Á stærstu síldarstöðunum
lá ekki mikið kjöt, á Raufar-
höfn 24 tonn og Siglufirði 4,2
tonn. Seyðisfjörður og Norðfjörð
ur er ekki á skýrslunni, en á
Þórshöfn voru 45, tonn, Vopna-
firði 29,9 tonn, Borgarfirði eystri
57,3 tonn, Eskifirði 10 tonn, Fá-
skrúðsfirði 22,4 tonn og Breið-
dalsvík 23,5 tonn. Af öðrum stöð
um sem áttu mikið kjöt má
nefna Hvammstanga með 65,7
tonn, Hofsós með 46,4 tonn, Dal
vík með 58,8 tonn, Svalbarðs-
eyri með 43,3 tonn. Sauðfjár-
slátrun var minni sl. haust, skv.
sömu skýrslu, fengust 10152
tonn af kjöti á móti 11 151 ha-ust
ið 1963. Og kjötneyzlan í land-
inu meiri til 1. júní eða 5990
tonn á móti 5526 tonnum fram
til 1. júní.
Stimplun frímerkja í
Surtsey veldur deilum
í GÆR var N-átt hér á Lægðin og regnsvæðið viö
landi, 3-4 stiga hiti á lág- Hvarf er á hreyfingu NA og
lendi fyrir norðan en um 10 ætti að valda suðlægri átt
stiga hiti á Súðurströndinni. um vestanvert landið í dag.
SVO virðist, sem nokkrar deil
ur muni rísa vegna ferðar Páls
Helgasonar í Surtsey fyrir fáum
dögum, þar sem hann stimplaði
4500 umslög á útgáfudegi nýrra
Surtseyjarfrímerkja. Surtseyjar-
félagið hefur nú kært Pál fyrir
för sína í eyjuna og krafizt þess,
að hagnaður af sölu fyrsta dags
umslaganna verði gerður upp-
tækur, þar sem ólieimilt sé að
fara út í Surtsey án þess að hafa
til þess leyfi. Páll telur hins veg
ar, að Vestmannaeyjakaupstaður
eigi allar eyjamar, og því hafi
Náttúruverndarráð enga heimild
til þess að banna mönnum ferðir
í þær, sízt þar sem ekki hefur
verið haft um það samráð við
bæjarstjóm Vestmannaeyja. Páll
lætur vel af sölu frímerkjanna
og segir þau hafa fjórfaldast í
verði þegar á fyrsta degi. í til-
efni af þessu átti Mbl. tal af Ey-
þóri Einarssyni grasafræðing og
Páli Helgasyni, þar sem þeir
skýra sjónarmið sín í þessu máli
Eyþór Einarsson sagði, að
Su-rtsey væri friðlýsé og að Surts
eyjarfélagimu hefði verið fadið að
ha-fa eftirlit méð henni. Stjórn
félagsins vildi fylgjast með,
hverjir færu út í eyjuna og reyna
að koma í veg fyrir, að líf bær-
ist þangað með mömn-um. Leyfi
mætti veita til að fara út í Surts-
ey, en þá yrðu menn að fylgja
ákveðnum varúðarreglum.
„Menn, sem fara þangað án þess
að spyrja kóng eða prest, vita
ekki einu sinni hverjar þær regl
ur eru“, saigði Eyþór. „Það er
ekki hægt að lába óátalið, ef
menn fara í Surtsey án þess að
hafa til þess leyfi. Slíkt mundi
skapa hættulegt fordæmi. Erlend
ir vísindamenn hafa lagt fram
bæði vinnu og fé til þess að unnt
verði að vinna að rannsóknium
þarna, sem geta orðið eimstakar
í sinni röð, en slíkar rannsóknir
eru beimlínis háðar því, að Surts
ey sé sem allra minnst snortin af
mönnum.
Við höfum ekki neitað neimum
um að fara út í Surtsey sem sótt
hefur um formlegt leyfi. Við vilj
um ekki banna mannafer’ðir í
Surtsey til þess að amast við ein
um eða neinum, heldur eingömgu
af því að það er nauðsynlegt
vegna vísindalegra rannsókna.
Við viljum, að fólk hjálpi okkur
við þetta og skilji afstöðu okkar.
Það er ekki.aðieims um áð ræða
mannaferðir út í Surtsey, heldur
er einnig nauðsynlegt að bátar
fleygi ekki drasli í nánd við eyj-
una,“
Páll Helgason sagði: „f aug-
lýsingunni í útvarpinu- tók ég það
fram, að frímerkin væru stimpil-
uð í pósthúsinu í Vestmanna-
eyjum á útgáfudag. Síðan fór ég
með frímerkin á fyrsta dags um-
slögunum til Surtseyjar við
þriðja mann þar sem ég var í
firnim og hálfan klukkuitíma að
stimpla þau. Ég undirbjó þetta
eins vel og mér var unrnt og naut
meðal annars aðstoðar lögfræð-
imgs. Krafa Surtseyjarfélagsins
um að frímerkin eða gróði af
sölu þeirra verði gerð upptækt,
finnst mér hlægileg. Ég veit ekki
betur en að Vestmtnnaeyjakaup-
staður hafi á sínum tíma keypt
allar eyjarnar og greitt fyrir þær
uppsett verð. Vestmannaeyjar
eru frjósamar eins og Eyjaskeggj
ar sjálfir og hafa nú getið af sér
afkvæmi, Surtsey. Finnst mér að
sú gamda regla eigi um það að
gilda, að afkvæmi fylgir í Surts
ey, hefði það auðvitað átt að
hafa samráð við bæjarstjóra Vest
mannaeyja, en það hefur ekki
verið gent. Þegar vísindamenn
eru að fara út í eyj-una, fylgir
þeim oft hópur af útlendingum.
og alis konar flökkulýð, sem
þangað á ekkert erindi. Því þyk-
ir Vestmannaeyingum það hart
að vera bannað að fara út í
eyjuna. Frímerkið hef ég keypt
-á löglegan hátt af pósthúsinu í
Vestmannaeyjum, og þótt Surts
eyjarfélagið hafi kannski ein-
hver völd, tel ég fráleitt að það
g-eti svipt menn þeim eignum,
sem þeir hafa keypt á löglegan
hátt.
Um stimplun frímerkjan-na er
það að segja, að ég yar búinn að
undi-rbúa það mál mjög lengi
og leggja í það mikinn kostnað.
Eg óttaðist, að Surtseyjarfélagi-mu
mundi jafnvel hugkvæmasit að
gera þetta, en þá hefði ég auð-
vitað ekki getað haft nema ta-p
a-f alil-ri minni fyrirhöfn. Ýmsir
höfðu ráðið mér eindregið frá
þessu, og óg vissi að póststjórn-
in í. Reykjavík hafði megnustu
vantrú á þessu. Raunin varð hins
vegar sú, að allt seldist upp á
ein-um degi og strax á öðruan
degi var farið áð bjóða eigendum
fyrsta dags umslaga frá mér fjór
falt verð fyrir þau.“
129 hvalir
AKRANESI, 26. júní.
129 hvalir eru veiddir af hval-
veiðiflotanum á þessari hvala-
vertíð núna á slaginu kl. 11.35
í morgun. Það er tveimur fleira
en á sama tíma í fyrra. Lang-
reyður er yfirgnæfandi þeirra
hvalategunda, sem veiðzt hafa í
ár. Framkvæmdastjóri hv.alstöðv
arinnar er Loftur Bjarnason.
Bruni ■
svefnherbergi
UM kl. 5.30 í fyrri nótt var
slökkviliðið kvatt að húsinu nr.
72 við Miklubraut. Þar var
eldur laus í einu svefnherbérgi
hússins. Brann legubekkur, og
rúmfataskápur og gólfteppi
sviðnuðu. Slökkviliðinu tókst
þegar að ráða niðurlög-um elds-
ins. Ekki er kunnugt um elds-
upptök.