Morgunblaðið - 30.07.1965, Síða 10

Morgunblaðið - 30.07.1965, Síða 10
10 MORGUN&IAQIÐ TOstudagur 30. JÆlí 196 í sjó og sól í sumri VIÐ HITTUM að máli fyrir nokkuð löngu, Bjarn- fríði Einarsdóttur, í tilefni þess, að við höfðum frétt um starf hennar, sem forstöðu- konu barnaheimilis í Viðey fyrir mörgum árum. Viðey þekkja allir Reykvík- ingar, sumir aðeins vegna þess, að þeir sjá þetta djásn Sundanna á sumarkvöldum baðaða í kvöldskininu, aðrir vegna þess, að þeir þekkja sögu þessarar fornfrægu eyj- ar, og enn aðrir þekkja hana af eigin raun. Bjarnfríður, sem er lærð ljósmóðir og hjúkrunarkona, vann í Viðey merkilegt starf, og þegar hvert barnaheimilið rís af öðru hér í höfuðborg- inni og næsta nágrenni, er hollt að minnast brautryðjend anna, þeirra, sem í árdaga slíkrar starfrækslu, lögðu nótt við dag, til að skapa ungvið- inu í borginni við Sundin bláu, æskilegan sumardvalarstað, og oft á tíðum án launa. — Hvernig datt yður, fröken Bjarnfríður, í hug að stofn- setja barnaheimili í Viðey? spyrjum við. — Jú, svarar Bjarnfríður. Ég hafði áður um 10 ára skeið unnið við barnaheimili. Marg- ar ágætar konur höfðu áður sinnt því máli, og má m.a. minnast tveggja þeirra: Þuríð- ar Sigurðardóttur, sem lengi rak barnaheimili við Kapla- skjólsveg, og Margrétar Ras- muss, þeirrar mikilhæfu og hámenntuðu konu í sinni grein, en á hennar heimili voru blind börn og heyrnar- laus, sem að einhverju leyti þörfnuðust hjálpar við nám. Margrét hefur hlotið að vera langt á undan sinni samtíð. Ég starfaði um árabil við barnaheimilið ' Grænuborg, sem var mest verk þeirra heiðursmanná, Steingríms Ara sonar og ísaks Jónssonar. Man ég sérstaklega eftir Stein- Bjarnfríður Einarsdóttir segir irá barnaheimili i Viðey narnaheimilið í Viðey. grími, sem sá um fjármálin. Hann gekk eftir því, að þeir feður, sem gátu greitt meðlag, gerðu það, en ef þá vantaði vinnu, þá var hann vís til að útvega þeim hana, og ef veik- indi steðjuðu að, og mjög bág- ar reyndust heimilisástæður, þá kom Sumargj öf til hjálpar. Hitt er jafnvíst og umtals- vert, að margar mæður fóru með börn sín í sumarbústað, hver út af fyrir sig. Reyndist það oft farsælt og er auðvitað bezta lausnin. Feðurnir komu þangað um helgar til að fá sér góðan mat og umgangast fjpl- skyldu sína, og þeir hagsýnu tóku með sér mat til vikunnar, en hinir borðuðu á matsölu- stöðum eins og gengur. Oft fóru líka mæður og stundum hjón með börn sín í kaupavinnu, svo að haldizt gætu tengslin við sveit og gróð ur náttúru, og ýmsir ræktuðu bæði við hús sín og sumarbú- staði. Tildrögin til þess, að ég fór að hafa sumardvalarheimili Börnin leika sér í sjónum. fyrir börn, voru eiginlega þau, að mér fannst, að ég hefði starfað svo mikið við slíkt, að ég hefði reynslu til að reka slíkt heimili. Og svo datt mér einu sinni í hug að taka mér sumarfrí! Til þess að vera ekki ein, tók ég með mér nokkur börn. Fékk ég mér þá hús í Viðey til umráða, en þá voru nokkur hús í austurenda hennar, og fleira fólk var þar, en á sjálfu búinu. Ég auglýsti í Morgunblaðinu fáum orðum um þetta, og sím- inn þagnaði ekki hjá mér þann daginn. Þeir voru marg- ir, sem vildu trúa mér fyrir börnum sínum. Ég skipulagði heimili þetta sem nokkurskonar baðstað eða hressingarhæli. Allir aðstand- endur greiddu gjöld fyrir börn sín sjálfir. Ég hafði áður unnið í Kaupmannahöfn að uppeldi barna, en Danir eru hámenntuð þjóð á því sviði, og forystumenn þeirra fóru oft utan til að nema og mennta sig betur. Sígildar reglur hafa alltaf verið til um þetta efni. Iðkuð var rósemi hjá Forn-Grikkj- um ,og hún varð eins og berg- mál, þegar kristnin fór yfir lönd og álfur. Guð er alls stað- ar nálægur og sér til þín, barn ið mitt, segir góð móðir. Aðrir telja það þvingun, þegar alltaf er fylgzt með börnunum. En þetta er ein- mitt þvert á móti. Börnum er það ómetanlegur andlegur stuðningur, ef þau vita, að allt af er fylgzt með þeim, og þá venjast þau á að gæta sín og vanda allt sitt dagfar. Mér reyndist ekki erfitt að fást við börnin í Viðey. Við höfðum alltaf næg verkefni, án þess þó, að börnin hefðu nokkur sérstök leikföng. Þau fundu strax, hvar leita skyldi leikfanga, ef þeim var aðeins bent á þetta einu sinni. Gnægð er leikfanga í náttúr- unni sjálfri á íslandi. Ég hafði auðvitað aldrei augun af börnunum, svona í fjarlægð, til þess að vera_ til taks, ef eitthvað slettist upp á vinskapinn milli þeirra, sem þó sjaldan var. Var ég enda svo einstaklega heppin, að til mín réðist ung stúlka, 15 ára, vel andlega þroskuð og sérlega viss og á- reiðanleg, svo að ég fann fljótt að ég gat treyst henni full- komlega. Þess utan gladdi það mig, hvel vel hún var að sér 1 sundi og hafði þar í tekið háa og góða einkunn. Við stunduðum mikið sjó- og sólböð, en sjálf var ég þó skussi í rnndi. Svamlaði þó alltaf með. Nóg vár að gera hjá börnunum að tína fallegar skeljar og kuðunga, að ó- gleymdum steinunum. Sjórinn bar alltaf á land gnægð af nýju í stað þess, sem tekið var. Uppi á eyjunni undu fuglar með hreiðrin sín, svo til á leik svæðinu. Þá var stiklað á tán- um til að fuglinn flygi ekki upp. Hægt var að sjá ungana á öllum aldri. Auk þess byggðu börnin í sandinum hús að hvers og eins geðþótta. Þannig liðu allii dagarnir. f vondum veðrum saumuðu stúlkurnar á dúkkur sínar. Drengirnir * gölluðu sig og hlupu um kring með flugvél- ar sínar, sem þeir smíðuðu sjálfir úr rekavið með einum nagla. Gerðu þannig vængi og belg með tveimur spýtum. Nokkur hávaði fylgdi þessum leik útifyrir. Börnin í Viðey voru frá þriggja ára til tíu. Fyrst hafði ég 10, svo 20 og síðan 30. Ég var éinstaklega heppin með hjálparstúlkur. Þær voru allar indælar. Bjarnfríður Einarsdóttir. Við fórum alltaf snemma á fætur. Ég tók börnin inn kl. 6 og síðan var matazt kl. 7. í háttinn fóru þau kl. 8. Síðan skiptumst við á að lesa fyrir þau, og kl. 10 voru þau öli sofnuð. Ég færði mig úr Viðey að Ásum í Gnúpverjahreppi síð- asta sumarið. Stríðið var byrj- að, og kominn uggur í fólk um, að það myndi teygja anga sína hingað, eins og varð. — Rauði krossinn dreif nú stóra hópa af börnum upp í sveit, og víst hefur Rauði krossinn þá verið miklu fátækari heldur en nú, þvi að ekki fékk ég greitt að fullu fyrir börnin. sem voru á hans vegum, fyrr en undir jól, upp í fæðið. Engin af okkur stúlkunum reiknuðum okkur kaup. Hvort ég hef getað miðlað þeim nokkru af þekkingu minni. verður tíminn einn að svara. — Svona hefurðu þá, Bjarn- fríður, starfrækt einn yndis- legan sumardvalarskóla í Við- ey á sínum tíma. — Já, mér var þetta ljúft, og mættu margir af því læra. — Okkur finnst, að þú hafir verið meira en spönn á undan þinni samtíð, og mættu fleiri í fótspor þin feta. Fr. S. Börnin í sólbaði í Viðey. TLM, nýtt fyiirtæki er veitt nlla fyrirgreiðslu ó sviði auglýsinga FYRIR skömmu var stofnað hér nýtt fyrirtæki, TLM, en það er stofnað af þremur fyrirtækjum og dregur nafn sitt af upphafs- stöfum þeirra, en fyrirtækin eru Teiknistofan s.f., prentmótagerð- in Litróf og Myndprent s.f. Á fundi er forráðamenn fyrirtækis- ins héldu með fréttamönnum í gær, skýrðu þeir frá því, að til- gangurinn með stofnun fyrirtæk isins væri að veita fyrirtækjun- um og stofnunum hverskonar fyrirgreiðslu og tæknilegar ráð- leggingar á sviði auglýsinga og útbreiðslu. Aftur á móti myndi hver ein- stök deild fyrirtækisins að sjálf- sögðu taka við verkefnum á sínu •viði, án tillits til hvar verkið yrði að öðru leyti fullunnið. T.d. myndi teiknistofan geta tekið að sér teiknivinnu án þess að prentmótagerð eða prentun yrði framkvæmd hjá TLM: Sömuleið is yrði hægt að fá gerð mynda- mót eins og verið hefur án þess að prentun yrði unnin hjá TLM. Þeir sögðu að helzta nýjungin með tilkomu TLM væri hins vegar sú, auk tækninýjunga, að fyrirtækið myndi einig taka að sér ákveðfð verkefni og vinna þau að öllu leyti, allt frá því að viðskiftavinurinn kæmi nýjung | um sínum á framfæri þar til hann tæki við verkefninu aftur fullunnu. Það væri álit þeirra, er bezt þekktu til, að trygging fyrir jákvæðum árangri, væri einmitt fólgin í því, að hægt væri að gera verkefninu skil á einum og sama staðnum. Þannig ynnist einnig dýrmætur tími, sem, að öðrum kosti færi í tafsamar febðir milli ótengdra fyrirtækja i og ýmissa borgarhluta. Sambæri- j leg þjónusta væri fyrir hendi í öllum nágrannlöndum og þætti ó- | missandi fyrir vezlunar- og fram leiðslufyrirtæki. Því næst lýstu þeir fyrirtækj- unum þremur nokkuð, sem nú hefðu myndað TLM. Þeir kváðu teiknistofuna vera búna nýjum áhöldum og væri m.a. að undir búa þjónustu varðandi hið vænt- anlega sjónvarp. Fyrirtækið hefði fest kaup á ljóssetningar- vél, sem setti texta á filmur jafnt sem pappír, og myndi vera fyrsta tækið sinnar tegundar hér á landi. Vonir stæðu til að hægt ybði að nota sömu vinnuteikn- ingar og ýmiss önnur gögn fyrir « , sjonvarpið, sem notaðar væru til venjulegra auglýsinga, en af því væri augljóst hagræði. Litróf kváðu þeir vera eina fullkomnustu prentmótagerð hér á landi og hefði hún starfað á þriðja tug ára. Hefði prentmóta- gerðin nú yfir að ráða nýtízku vélum, sem flestar væru 4—5 ára gamlar, þ.á.m. væri ein eins árs gömul Klinch-myndavél, sem tæki allt að 80x80 cm. myndir, auk tveggja annara myndavéla. Myndprent væri nýstofnaS fyrirtæki og hefði yfir að ráða, auk smærri tækja, stærstu gerð af Heidelberg-presu, sem ætluð er væri fyrir vandasöm lista- verkefni. Þeir sögðu að lokum að aug- lýsinga- og útbreiðslustarfsemi hefði aukizt mikið í seinni tíð hér á landi og myndi án efa aukast enn meir í íramtíðinni samhlíða fullkomnari sölutækni. Fyrirtækjum í þessari grein hefðl fjölgað að sama skapi enda hefðu margir kaupsýslumenn og forstöðumenn framleiðslufyrir- tækja látið í Ijós óskir um að hér yrði komið á fót sérhæfðu fyrirtæki, sem hægt væri að snúa sér til með alla þætti aug- lýsinga og útbrei'ðslustarfa. Með stofnun TLM væri reynt að koma til móts við þessar óskir og von- uðust forráðamenn þess til að geta orðið íslenzkri verzlun og framleiðslufyrirtækjum að sem mestu liði, og að hægt yrði að auka þjónustu og þróa hinar tæknilegu greinar þar til unnt ybði að veita sambærilega þjón- ustu og bezt þekktist erlendis. Forstjóri TLM er Eymundur Magnússon en framkvæmdastjór- ar eru þeir Bragi Hinriksson og Örlygur Háldánarson. Fyrirtækið ar til húsa í Skipholti 35.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.