Morgunblaðið - 30.07.1965, Side 12

Morgunblaðið - 30.07.1965, Side 12
12 MORCUNBLAÐIÐ E Föstudagur 30. jiftí 1965 títgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sxmi 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. MYNDASTYTTA AF ÓLAFI THORS Cvo sem kunnugt er hefur ^ miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins samþykkt að gang- ast fyrir fjársöfnun meðal Sjálfstæðismanna um land allt til þess að reisa mynda styttu af Ólafi Thors. Samþykkt miðstjórnar er í samræmi við svohljóðandi á- lyktun, sem 16. landsfundur ' Sjálfstæðisflokksins gerði: „Landsfundurinn skorar á Sjálfstæðismenn um land allt að sameinast um að heiðra minningu Ólafs Thors með því, að gerð verði mynda- stytta af honum og henni val- inn viðeigandi staður og fel- ur fundurinn miðstjórn að beita sér fyrir framkvæmd- um“. í samræmi við þessa álykt- un stendur nú yfir um land allt fjársöfnun í þessu skyni, og hafa stjórnir flokksfélaga Sjálfstæðisflokksins forgöngu um fjársöfnun meðal félags- manna sinna. Á fjársöfnun- inni að ljúka um miðjan ágústmánuð. Með gerð myndastyttu af Ólafi Thors, sem reist verður ’ á viðeigandi stað, er minningu hins mikla stjórnmálaleið- toga og flokksforingja verð- ugur sómi sýndur. Sjálfstæðismenn um land allt taka nú höndum saman um að heiðra minningu Ólafs Thors, með þeim myndarbrag, sem sæmir. SXATTSKRAIN í DAG ¥ dag verður skattskráin lögð fram í Reykjavík og ef að líkum lætur verða skattarnir mjög til umræðu næstu daga manna í milli. Menn bera sig saman við félaga sína á sama vinnustað og velta því fyrir sér, af hverju þessi eða hinn greiði svo háa eða lága skatta. Síðustu árin hafa skattarnir vakið meiri athygli og verið ræddir meir en oft áður, og er það vel. Skattgreiðendur verða að gera sér grein fyrir, að þegar kröfur eru gerðar á hendur ríki eða bæjarfélög- um um aukin fjárútlát er um leið verið að krefjast hárra opinberra gjalda. Ríki og sveitárfélög hafa ekki aðrar tekjur en þær, sem þegnarnir leggja þeim til í skattgreiðsl- um. Þess vegna er nauðsyn- legt, að það almenningsálit skapist, að kröfur um auknar fjárgreiðslur til ýmissa þarfa af hálfu hins opinbera eru ekkert annað en kröfur um 4>- eyðslu á peningum skattgreið enda sjálfra. Það á að fara varlega með almannafé og ekki eyða því í óþarfa. Þegar menn líta á heildar- tölu opinberra gjalda, sem þeim er gert að greiða nú, er nauðsynlegt að haft sé í huga, að á gjaldheimtuseðilinn eru nú færð öll opinber gjöld, þ. á m. öll tryggingargjöld. Þessi breyting var gerð, þeg- ar Gjaldheimtan var sett á stofn, en þá var innheimta allra opinberra gjalda færð á einn stað, í sparnaðarskyni. Áður fengu skattgreiðendur tilkynningar um greiðslu hinna opinberu gjalda sitt í hverju lagi, en nú er þetta allt fært á einn seðil og þess vegna var ekki óeðlilegt þótt ýmsum kæmi heildarupphæð- in á óvart, þegar þessi breyt- ing komst í framkvæmd í fyrsta skipti, þar sem þeir höfðu ef til vill ekki hirt um að leggja saman niðurstöðu- tölu hinna mörgu innheimtu- seðla áður. Það er auðvitað öllum kunn ugt, að útgjöld vegna al- mannatrygginga hafa aukizt verulega síðustu árin. Allir eru sammála um, að við þurf- um að hafa hér fullkomið tryggingakerfi, annað sæmir ekki okkar þjóð. En jafnframt verða skattgreiðendur að gera sér grein fyrir, að þeir sjálfir standa undir þessum auknu tryggingum með skattgreiðsl- um. Almannatryggingar og fjölskyldubætur eru einungis tilfærsla fjár úr einum vasa í annan, ásamt kostnaði við millifærsluna. Tryggingakerfið er nú orð- ið svo víðtækt og mikið fé skattgreiðenda, sem um það fer, að nauðsynlegt er, að fylgst verði vandlega með því og lagfæringar gerðar, eft ir því sem ástæða þykir til. Mörgum finnst fjölskyldubæt ur vera komnar út í nokkrar öfgar hér á landi og ekki sé ástæða til að greiða f jölskyldu bætur, mörgum þehn, sem til- tölulega háar tekjur hafa. Um slík mál og önnur á- þekk þurfa að fara fram al- mennar umræður og stöðug endurskoðun á kerfinu. Þótt Reykvíkingum kunni að þykja útsvör sín nokkuð há, munu þeir þó allir sam- mála um, að þeir sjá mikið gert fyrir sitt fé. Um það bera vitni hinar myndarlegu fram- kvæmdir á vegum borgarinn- ar, gatnagerð, hitaveita o. m. fl. Þegar svo er, greiða menn frekar sín gjöld án alltof mik- illar óánægju. Þegar skattgreiðendur ÉhvrJ&k ^í.V UTAN ÚR HEIMI Þessi vél, Boeing 707 frá Continental Airlines, var að koma inn til lendingar á flugvellinum í Kansas City, í rigningarsudda, sem gerði flugbrautirnar glerhálar, rann til í bleytunni og stakkst á varnargarð einn við enda flugbrautarinnar af svo miklu afli að hún skókst í sund- ur og fór í þrennt. Svo gæfusamlega tókst þó til, að enginn maður beið þarna bana og aðeins fjórir farþeganna meiddust lítillega. Aðalsmenn sýna hallir sínar - FYRIR PENINGA Fyrir 3-5 shillinga getur skemmtiferðafólk fengið að skoða bústaði ýmsra helztu að- alsaetta Englands, sem dauðleg Sjö milljón borgandi gestir í ar verur fengu ekki að stíga yfir þröskuldinn á fyrrum, nema í þeim væri „blátt blóð“. Kringum 800 aðalsmenn selja nú aðgang að „stately ho'mes“ sínum og síðasta ár voru seld- ir 7 milljón aðgöngumiðar sam tals. Það er einkum 6 hallir, sem aðsókn er að. Woburn Abbey, eign hertog- ans af Bedford er þeirra fræg- xist. Þangað komu 500.000 gest- ir í fyrra og borguðu 108.000 sterlingspund, enda auglýsir hertoginn óspart og hefur sýn- ingar“ hvern einasta dag árs- ins, eins og Windmill-leikhús- ið í London. Jafnvel á jóladag- inn. Hertoginn hefur uppgötv- að, að gestina langar til að sjá hann sjálfan, ekki síðxir en höllina, og þessvegna stendur hann oft við minjagripasöluna skrifar nafn sitt fyrir rithanda safnara og leyfir að láta ljós- mynda sig. — En ýmsu aðals- fólki finnst hann gera stétt- inni skömm með þessari kaup- mennsku. John, 13. hertogi af Bedford, svarar því til, að þetta sé eina ráðið til að bjarga sér, og dugir þó varla til. Hann fékk 108.000 í aðgangseyri í fyrra, en það kostar 120.000 pund að eiga höllina, þaraf 60.000 pund í viðhald. Og hann er staðráðinn í að halda áfram uppteknum hætti. Burghley House lét William Cecil byggja 1575, hægri hönd Elísabetar drottningar, sem gerði hann að 1. jarli af Burgh ley. Þar eru 240 herbergi og feiknastór garður í kring, þar sem jarlinn gat veitt rádýr sér til gamans. Og í höllinni eru 700 málverk frá fyrri tím- um, en tvær stofurnar heita kynna sér skatta sína í dag og næstu daga, er hyggilegt, að þeir hafi í huga þau atriði, sem hér hafa verið nefnd og jafnframt það, að allar kröfur um f járgreiðslur á hendur op- inberum aðilum eru ekkert annað en kröfur um iiár- greiðslur úr þeirra eiítin vasa. „Himnaríki“ og „Helviti". Þeg- ar Hermann Göring skipulagði flugárisrnar á England sumar- ið 1940 uppálagði hann flug- mönnuxxi, að granda ekki Burghley House. „Þegar Þýzka land hefur unnið stríðið og ég verð Gauleiter Englands, ætla ég að búa þar!“ sagði Göring. • Það er David, 6. markgreifi af Exeter, sem á höllina nú. Fyrrverandi gullmedalíumaður Olympsleikanna í grindahlaupi núverandi formaður alþjóða- ráðs frjálsra íþrótta og líkleg- ur til að verða eftirmaður Av- ery Brundage sem formaður Olympsráðsins. Hann hefur varið öllum íþróttaverðlaunum sínum og drjúgum skildingi að auki til þess að hressa höllina við, og fær nú þrivsar sinnum 45.000 shill- inga árlega í inngangseyri frá forvitnu ferðafólki. En hann auglýsir ekki eins og hertoginn af Bedford. í minjagripasöl- unni fæst ekkert nema póst- kort, eldspýtur og minnisbæk- ur — og „gestaþraut" — lit- prentuð mynd af málverki Ver rios af „Himnaríki“, í ótal smá- bitum til að setja saman. Chatsworth House er í Dev- onshire og eigandi þess er Andrew, 11. hertogi af Dev- onshire, einn mesti jarðeig- andi í Englandi, milljónaeig- andi, fyrrv. ráðherra, slyng- ur kaupsýs 1 umaður og ráðu- nautur konunga og stjórnar- herra. Hann heldur uppi mik- illi risnu og meðal gesta hans eru Bob Kennedy, Shastri for- sætisráðherra Indlands og shah inn af Persíu. Víðlent skóga- flæmi er kringum höllina og þar á Margaret Englandsprins- essa sumarhús og situr þar og prjónar meðan bóndi hennar Tony Armstrong Jones er á rjúpnaveiðuim í skóginum. En í Chatsworth House fæst ekki keyptur gripur til minja þó gull væri í boði. Og þar fæst ekki keyptur tebolli og því síðux póstkort með mynd af 11. hertoganum. Og hann er alls ekki til sýnis þarna, eins og Bedford, því að lengst af sumrinu býr hann i London. —- Samt koma fleiri gestir til Ohatsworth en í nokkra höll aðra. Að vísu ekki nema 250.000 skemmtiferðalangar, en þarna eru haldnar kaupstefn- ur, sýningar og ýmsar hátíðar, sem um hálf milljón gesta sæk ir. í Beaulieu House er meiri gestrisni en annarsstaðar, þvl að þar fær fólk að fara ókeyp- is inn í hallargarðana, og þar er ekki tekið stöðugjald af bíl- um. Eigandi hallarinnar er Henry, 3 barón Montagu af Beaulieu. Aðgangseyri greiða þeir, sem koma inn í höllina, en þangað fara fæstir til að sjá salina og gamla list. Það er ákveðin álma í höllinni sem gestirnir vilja koma inn í. Þar er „bílasafnið", sem nú er orð- ið svo frægt, að allir vilja sjá það, sem þekkja bíl frá mykju- kerru. Þegar höllin var fyrst opnuð almenningi bar lítið á þessu safni, en í fyrra komu þangað 468.000 manns. Og safu það sem baróninn á af allskon- ar gömlum bílskrjóðum er orð- ið heimsfrægt. CHatsworth House er í Dev- hafa ekkert á móti því að aka fólki til Beaulieu. Þeir fá enska hálfkrónu í lófann þeg- ar þeir koma og svo ókeypis máltíð og hafa sérstaka stefu til afnota, þar sem þeir geta hvílt sig og jafnvel fengið sér blund, meðan farþegarnir eru að skoða höllina og umhverfið og eyða peningum. Húsbóndinn á Ragley Hall heitir Hugh og er 8. mark- greifi af Hertford. Við hátíð- leg tækifæri skrýðist hann her melinskikkju, en þegar hana tekur á móti skemmtiferða- fólki er hann í boldangsibrók- um og duggarapeysu. En hann hefur orðið þess var, að ýms- um gestum þykir þetta óvið- eigandi fatnaður aðalsmönnunv. Sjötta frægasta „skemmti- ferðahöllin“ heitir Longleat og er skammt fyrir utan Bath, hinn fræga baðstað við Erm- arsund. Það er Henry, 6. mark- greifi af Bath sem á Langleat. Hann segir að það kosti sig 1500 sterlingspund á ári að halda höllinni við. En þangað koma 140.000 gestir á ári. t fyrra skiluðu náðhúsin í höll- inni honum 400 punda tekjum — allt í eintómum penny- hlunkum, því að það voru sjálf salar sem önnuðust inniheimt- unal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.