Morgunblaðið - 29.08.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNSLAÐID Sunnudagur 29. ágúst 1965 Eláb&rm sma og seiiivaxin Húsavík, 27. ágúst. BLÁBERJASPRETTA á þessu sumri mun teljast fremur góð, én þó eru þau frekar smá og sein- þroska. Töluvert hefur verið tínt og í hretinu undanfarna daga hafa ber ékki skemmzt hér, enda fylgdu því óveðri engin naetux- frost. Um krækiberjasprettu er minna vitað, því hér er ekki venja að tína krækiber fyrr en komið er fram í september. Bílsiys í Banda- ríkjunum Vinton Louisiana, 23. ágúst, AP. ELLEFU manns léiu lífið í bílslysi skömmu fyrir mið nætti í gær, er árekstur varð milli flutningavagns og lang- ferðabifreiðar rétt utan við Vin- ton. Ríkislögreglumenn frá Texas og Lousiana komu fyrstir á vettvang og hófu björgunar- störf. Dr. Bjami Helgason Svavar Gests leggur niður hljómsveitina og vendir sínu kvæ&i í kross Þeir, sem fara í Súlnasal- inn í þaust og vetur, munu ekki sjá Svavar Gests á hljómsveitarpallinum og dansa við undirleik hinnar vinsælu hljómsveitar hans, því nú ber engm hljómsveit nafn Svavars Gests. Hann hefur lagt hana niður og hef- ur sagt skiiið við hljómsveit- arstarfið eftir 20 ára dygga þjónustu. Þetta þykja að vonum stór tíðindi, því fáir hafa aflað sér jafnmikílla vinsælda í skemmtanalífinu á undan- förnum árum og Svavar Gests. Þann 15. ágúst lék hann með hljómsveit sinni á héraðsmóti Sj ál fstæððsmanna að Kirkjubæjarklaustri og að því loknu þakkaði hann fé- lögum sínum samveruna og hélt heimleiðis glaður í bragði. Mörgum finnst e.t.v. undar legt, að maður, sem áunnið hefur sér jafnmiklar vinsæld- ir og Svavar Gests, yfirgefi skyndilega starfssvið sitt á bezta aldri — og þess vegna spurðum við Svavar um á- stæðuna, þegar Mbl. átti tal við hann í gær: — Það er alllangt síðan ég fór að líta í kring um mig, eins og sagt er — og leita að nýju starfi. Ég var orð- inn hálfþreyttur á hljóm- sveitarstarfinu, búinn að vera við þetta síðan ég var strák- ur, fyrst tvö ár í hljómsveit hjá öðrum, þá nýkominn frá tveggja ára hljómlistamámi í Bandaríkjunum. Síðan sextán ár með eigin hljómsveit. Öll kvöld að beiman, mikill er- ill, aldrei stundlegur friður. — Og hvaða starf fannstu svo? — Ja, ég vár einna helzt að hugsa um að gerast far- maður. Góðar tekjur, góð frí í landi. Stundum. — Þú hefur e.t.v. kynnzt f armennskúnni ? — Ekki nútíma far- mennsku. En þegar ég var strákur var ég líka að hugsa um að gerast farmaður, fór á Súðinni eina ferð kring um land. Þetta var hraðferð, tók ekki nema 30 daga og ég hætti að kasta upp eftir 31 dag. — En nú eru komnar sjóveikipillur. — Já, þessvegna hætti ég við að gerast farmaður í ann- að sinn og — í alvöru talað — ég ætla að helga mig hljómplötu-útgáfu. Ég hef að undanförnu gefið út plötur, hef kallað þær SG-hljómplöt- ur, og ég hef trú á að það geti nægt mér í framtíðinni ef ég held vel á spilunum. — Hefur hljómplötusala aukizt það mikið hér á landi að jrægt sé að lifa á slikri út gáfu? —Hljómplötusala hefur aukizt mjög mikið. En hvort hægt er að lifa á hljómplötu- útgáfu — ja, það fer auð- vitað eftir því hvað út er gefið. Það er ekki hægt að selja hvaða hljómplötu sem er, en ég hef margt á prjón- unum og ég er að vona að næstu plöturnar gangi jafn- vel og þær 12, sem ég hef þegar gefið út. Næstu daga sendi ég t.d. frá mér plötu með 6 lögum úr Járnhausn- um. — En hvemig hefur þér Svavar Gests. þótt hljómsveitarstarfið? —- í rauninni hefur mér alltaf þótt það skemmtilegt, enda þótt ég væri orðinn þreyttur á því. Sennilega er það vegna þess, að ég tek allt mjög alvarlega, sem ég tek mér fyrir hendur. Legg Framhald á bls. 11. IMýr héraðsSæknir ÍSLEIFUÍt Halldórsson hefur verið skipaður héraðslæknir í Hvolshéraði frá 1. september. Merkilegt erindi dr. B;arna Helgasonar á skógræktarfundi ■ gær Blönduósi 28. ágúst. AÐFUNDUR Skógræktarfélags- ins hélt áfram hér í dag. Hófst hann með því kl. 10 um morg- unninn að dr. Bjarni Helgason flutti mjög fróðlegt og athyglis- vert erindi um jarðveg. Sýndi hann fjölda mynda máli sinu til skýringar. Hákon Bjamason skógræktar- stjóri flutti 'þvínæst erindi um skógrækt á Vestfjöröum. Lýsti hann ferð sínni og Snorra Sig- txfðssonar um Vestfirði nú í sum ar, en þeir heimsóttu flesta þá staði, þar sem unnið er að skóg- rætkt á Vestfjör'ðum. Var akóg- ræktarstjóri bjartsýnn á fram- tíð skógræktarinnar í þessum landshluta. f gær ferðuðust fulltrúar og gestir á aðalfundi Skógræktar- félagsins um Vatnsdal og skoð- uðu þar skógarlundi að Hauka- gili og Hofi. Fundarmenn fengu frábærar móttökur hjá Vatns- dælingum og Skógræktarfélagi Húnvetninga, sem stóð fyrir rausnarlegum veitingum í hin- um nýju og glæsilegu vei'ðihús- um við Þórdísarlund. Einnig voru Þingeyrar heimsóttar og lýsti Jón Pálmason á Þingeyrum hinni merku kirkju staðarins fyrir gestum og sagði sögu henn- ar. Á morgun, sunnudag, mun fara fram stjórnarkosning og tiillögur verða afgreiddar. Fund- inurn mun fjúka um hádegi á sunnudag. mmmm ---_ -- Dómaratríóið í leiknum. í miðið er hinn kunni skojeki dómari R. H. Davidson. Eitt frægasta lið heimsins á Laugardalsvelli í dag I DAG kiukkan fimm er leikur Keflvíkinga og ungversku meistaranna, Ferencvaros, á Laugardalsvelli. Komu ungversku meistaranrta má telja einn stærsta viðburð á knattspyrnusviðinu hérlendes. Liðið er eitt sterkasta og frægasta félagslið heimsins, 7 leikmanna þess hafa leikið í A-landsliði Ungverjalands, 4 í B- landsliði. 4 voru með í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í Chile 1962, og þrír þeirra eru Olympíumeistarar frá Tokíó, en á leikunum þar sigraði landslið Ungverja. morgun, og voru meira að lægja í dag. segja 9 vindstig í Æðey. — Skemmtileg minning. I Ein rósin af mörgum í sigur- ríkri sögu ungverska liðsins Ferencvaros er sigurinn í „borga keppni Evrópu" á s.l. vori. í úr- | slitaleik þeirrar keppni vann Ferencvaros ítalska liðið Juvent- us og hafði áður „slegið út“ | ensku meistarana Manch. United, og þar á undan spánska liðið Bilbao. Undirritaður hafði tækifæri til að sjá leik Ferencvaros og Bilbao í Budapest í maí s.l. og getur fullyrt, að ef Ungverjunum tekst upp, þá verður enginn svikinn sem á Laugardalsvöllinn kemur í dag. Reyndar mætti heldur segja að enginn knattspyrnu- unnandi ætti að láta tækifærið til að sjá slíkt lið sér úr greip- um ganga. Það sem mér er minnisstæðast frá leik Ferencvaros þarna í Budapest er sóknarleikur miðju- tríósins og hraði og leikni Feny- vesar vinstri útherja. Þá gleymist heldur ekki leikur Juhasz mið- varðar né heldur Orosz vinstri framvarðar, því yfirferð þeirra er slík og styrkleiki til varnar og sóknar svo mikill, að unun er á að horfa. En miðjutríóið er skemmtilegt. Leik þess stjórnar miðherjinn, Albert. Hann lætur ekki mikið á sér bera oft langa leikkafla, en þegar hann eygir tækifæri, geysist hann fram með óvenju- legum hraða og hefur svo örugga knattmeðferð á hraðanum, a3 vörn fárra liða fá truflað hann. Oft leikur hann ásamt einum eða tveim samherjum allt frá iðju og komast þeir með ógnarhraða gegnu vörfnina og í skotstöðu. Gerist þetta svo snöggt, að marg ir átti sig ekki á hlutunum. En mistakist upphlaupið, fer Albert hægt til baka — svo hægt, að hann var í þessum umrædda leik nokkrum sinnum í rangstöðu þegar félagar hans höfðu hafið næsta upphlaup. Leiknum lyktaði með 3—0 sigrl Ferencvaros. Var mikil barátta i leiknum fyrst, en þó voru Ung verjarnir allan tímann betri. Það er einstakt tækifæri að fá slíkt lið hingað til lands og yrði erfitt eða næstum útilokað nema í tilefni af slíkri keppni, sem leikur liðanna tveggja í dag er liður í. Keflvíkingar hafa enga sigur- möguleika, en þeir hafa tækifæri ti lað veita áhorfendum leik, sem iengi mun í minnum hafður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.