Morgunblaðið - 29.08.1965, Page 16

Morgunblaðið - 29.08.1965, Page 16
MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 29 ágúst 1965 16 (Jtgefandi: Hf. Árvakur, Heykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. Sjö mílna stígvélin Emanuel Ungaro, aðstoðar- maður Courreges, heldur sína fyrstu tízkusýningu í ár. „Ég hafði einsett mér að heimurinn skyldi fá að vita hver ég væri, þegar ég yrði þrítugur. Og nú er tím- inn kominn“. hann er rætt. Mondrian, Miró, Le Corbusier, eru honum töm orð á tungu. En er hann átti að velja sér ævistarf, kaus hann að læra til verkfræð- ings og þegar hann var orðinn tuttugu og átta ára gamall réði hann fyrir heilli verk- fræðiskrifstofu með fimmtíu manna starfsliði. En þá hvarf hann allt í einu frá öllu sam- an og gerðist aðstoðarmaður Balenciaga og vann hjá hon- um í heilan áratug unz hann DOMSTÓLAR í undanförnum árum hafa nokkrar skipulagsbreyt- ingar verið gerðar á dómara- embsettum höfuðborgarinnar. Hafa þessar breytingar yfir leitt mælzt vel fyrir og þótt vera til bóta. Þá hefur em- bætti saksóknara ríkisins ver- ið stofnað og er það eðlilegra, að hið opinbera ákæruvald sé í höndum slíks embættis- manns en dómsmálaráðherra. En þrátt fyrir þær skipu- lagsbreytingar, sem gerðar hafa verið á dómaraembætt- um virðist þó, sem vinnu- brögð dómstóla okkar hafi ekki verið færð nægilega mik ið í nútímahorf og þar af leið- andi gengur starfsemi dóm- stólanna mjög hægt. En það má hins vegar ljóst vera, að eitthvað er í ólagi, þegar mála rekstur tekur nokkur ár. Þessi seinagangur á dóms- uppkvaðningu hjá dómsstól- um okkar getur stafað af ýms- um ástæðum. Ef til vill er skortur á starfsfólki við dóm- araembættin í landinu, þótt slíkt geti varla verið sökum of lítils framboðs af löglærð- um mönnum en hitt er lík- legra, að dómarar fá ekki fulltrúa til starfa sökum lé- legra launakjara. Þetta getur verið ein ástæðan fyrir því hve seint gengur að afgreiða mál hjá íslenzkum dómstól- um. Önnur ástæðan getur ver ið sú, að dómarar okkar hafi ekki tileinkað sér hin ný- tízkulegustu vinnubrögð í starfi sínu og notfæri sér ekki margs konar skrifstofutækni, sem rutt hefur sér til rúms á síðastliðnum árum. En hvað það er sem veldur, eiga þeir sem við dómaraembættin starfa, auðveldast með að segja til um sjálfir, en um hitt hljóta allir að vera sam- mála, að það getur ekki geng- Ið til lengdar að bíða verði eftir afgreiðslu mála við dóm stóla okkar svo árum skipti. Væntanlega taka bæði dómarar og lögmenn f þessar ábendingar til at- hugunar og ánægjulegt væri, ef nú yrðu gerðar ráðstafan- ir til þess, að dómstólar okk- ar verði fljótvirkari en þeir hafa verið um nokkurra ára skeið. BJÖRGUNAR- STARF ¥¥ið hörmulega sjóslys, sem varð þegar vélbáturinn Þorbjörn fórst og með honum fimm menn og björgunarað- aðgerðir í sambandi við þetta slys hafa vakið menn til um- hugsunar um, hvort skipulag þeirra aðila, sem annast eiga slíka björgunarstarfsemi sé í fullkomnu lagi og því haldið nægilega vel við. Við íslendingar eigum mik ið undir sjónum og sjórinn hefur tekið sitt af þessari þjóð. — Vegna þeirra þeirra mörgu mannslífa, sem týnzt hafa í stöðugri baráttu okkar við hafið verða allar aðstæður til björgunar í landi að vera í fullkomnu lagi og þeir, sem að þeim málum starfa, verða jafnan að vera vakandi fyrir öllum breyting- um, sem kunna að verða og gæta þess að engin björgun- artæki verði úrelt, heldur verði þau jafna" í fullkomnu lagi og nothæf, þegar á þarf að halda. Sjóprófum er enn ekki lok- ið vegna Þorbjarnarslysins og því skal ekkert fullyrt um það enn, hversu þessum mál- um hefur verið háttað í sam- mörgu mannslífa, sem týnzt hafa í stöðugri baráttu bandi við það en þó er ekki hægt að daufheyrast við þeim röddum, sem heyrzt hafa um að skipulag björgunaraðila hafi ekki verið í fullkomnu lagi. Væntanlega verður þessi hörmulegi atburður til þess að strangara eftirlit verður haft með skipulagi björgun- araðila og björgunartækjum um land allt. STRANGT EFTIR- LIT MEÐ FLUGI A ð undanförnu hafa ítrekað- ** ar fregnir borizt af slys- um, sem orðið hafa vegna þess, að litlum flugvélum hef- ur hlekkzt á. í fæstum til- vikum hefur mannslíf týnzt af þessum sökum en þó hefur hurð oft skollið nærri hæl- um. Svo virðist, sem fátt sé auð- veldara fyrir unga menn en að læra á flugvél og fá rétt- indi til þess að fljúga litlum flugvélum án farþega. Flug- skólar eru hér starfandi og mun aðsókn að • þeim vera mikil. En flugskólárnir verða að gæta þess, að ábyrgð þeirra er rík og þeir hljóta að gæta þess, að þeir sem út- skrifast með flugmannspróf frá þeim séu búnir þeim eig- inleikum, sem krefjast verð- ur til þess að menn fái rétt til að fljúga flugvélum. Og í þeim efnum dugir ekki hæfn in ein til þess að stjórna lítilli flugvél. Hér á landi er veður fljótt að breytast og landið fjöllótt og hrikalegt. Reynd- ir menn segja, að til flugs yfir íslandi sé ekki nægilegt að kunna að stjórna flugvél, heldur verði menn að þekkja landið vel. Hinir ungu menn, sem „ÞAU eru hvít og harla snotur og minna töluvert á stígvél Hermesar eða Merk- úrs, sendiboða guðanna hjá Grikkjum og Rómverjum, og stúlkan sem ber þau virðist líka líða áfram eins og hún færi í skýjum. Mér þykja þau samf ekki falleg, ég vildi heldur sjá meira af fótlgegj- um stúlkunnar. Þó get ég ekki að því gert að mér verð- ur starsýnt á þau. Ég hef ekki fyrr augum litið sjö mílna stígvél eins og þau gerð ust í ævintýrunum í gamla daga. Það er nefnilega þess- um hvítu stígvélum að þakka að André Courreges hefur tek izt að klífa hina bröttu tinda André Courreges er í sumar fríi, löngu sumarfríi suður við Miðjarðarhafið. skemmri tíma en flestum öðr- um“. Svo mæltist frönskum fréttamanni, sem horfði á síð ustu tízkusýningu Courreges. André Courreges hélt fyrstu tízkusýningu sína árið 1962 og varð þá á svipstundu frægur maður. Nú er svo komið að út um allan heim kannast menn við nafnið Courreges og eftirlíkingar af stígvélunum hans og sér- kennilegum klæðnaði sjást nú á götum heimsborganna bæði austan hafs og vestan. Þess vegna vekur það enn meiri furðu, að maðurinn skuli rétt nýverið hafa lýst því yfir að hann hafi ekki hugsað sér að halda nema tízkusýningu í ár og kannski ekki næsta ár heldur. „Ég vil fá tíma til að hugsa mig um“ segir Courre- ges. „Mér hefur alltaf fundizt að mesti vandinn væri ekki að komast upp á tindinn, held ur hitt, hvað taki þá við. Það er ekki svo ýkja erfitt að verða dúx í sínum bekk, en hvað á maður svo að gera?“ í æsku vildi Courreges verða málari eða arkitekt og enn hefur hann mikinn áhuga á hvorttveggja, eins og ber- lega kemur í ljós þegar við stjórna smáflugvélum þeim sem hér eru til, verða að iðka þetta starf með því hug- arfari, að sökum veðra og vinda og erfiðs lands þarf mikla aðgæzlu og varkárni setti á stofn sitt eigið tízku- hús fyrir þremur árum. Það varð uppi fótur og fit í tízkuheiminum er Courreges kom fram með sína skoðun á tízkunni. Sýningarstúikurn- *' ar hans gengu ekki á háhæl- uðum skóm eins og venjan bauð, þær íklæddust lágum hvítum stígvélum, Courreges- stígvélunum frægu, kjólarnir hans minntu á flatarmáls- teikningar, oftast trapezulaga og náðu ekki niður á hné, mjallhvítir endrum og eins með einhverjum skærum lit- blettum, eins og á „pop art“ listaverki. „Það þarf að koma af stað byltingu í tízkunni á borð við þá sem varð í málaralistinni upp úr 1920“, segir Cour- reges. „Konurnar klæða sig enn í dag eins og ömmur þeirra og langömmur gerðu um aldamótin, eintómum óþarfa, alls staðar verða fyrir manni pífur og blúndur og spennur og hnappar og krók- ar og lykkjur — og svo er þess þvingandi undirfatnaður þeirra og þessir fáránlegu háu hælar.“ Og kvenfólkið er líka maigt á móti Courreges og vill halda í pífurnar sínar og blúndurnar og krókapörin og sokkabandabeltin og brjóstahaldarana. En Cour- reges er viss í sinni sök. „Sannið þið til“ segir hann „eftir tuttugu ár verða brjóstahaldarar ámóta hlægi- legir forngripir og lífsstykkin Framh. á bls. 8 Þegar Courreges kom fram mcð stígvélin sín og hvítu stuttu kjólana varð mörgum á að brosa. En Courreges er handviss um að svona muni konur klæðast er fram í sæki. til þess að stjórna flugvélum án þess að óhöpp verði. Hin tíðu flugslys á smá- flugvélum að undanförnu benda til þess að eitthvað skorti á í þessum efnum og er því nauðsynlegt, að flug- málayfirvöld geri þær ráð- stafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að ítrustu var- kárni verði beitt í meðferð smáflugvéla, sem annarra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.