Morgunblaðið - 04.09.1965, Qupperneq 13
13
taugardagur 4. sept. 1965 MORGUNBLAÐID
i
„Ærið er bratt við Ólafsfjörð,
ógurieg klettahöllinn;
teygist hinn myrki múli fram,
minnist við boóaföllinn . . .“
SNJ’ÓR í fjöllum við Eyja-
fjörð. Síðustu 'hríðarélin gefa
Ólafsfjarðarmúla sitt undir
hvorn í vonzfku sinni að s'kiln-
aði áður en jþau verða að hopa
út í hafsaugað fyrir sunnan-
golunni. Höfuðdagsrumban er
gengin yfir og spáð er ljúfum
laufvind'um.
Á að giaka 13 kim utan við
Dalví'k n-em ég staðar við skilti
á vegarbrúninni. Þar stendur
skýrum stöfum, að öll uim-
ferða lengra út í Múlann s-é
bönhuð vegna slysaihættu.
Þarna skildi ég bílinn, eftir,
enda er vegurinn utan við
óslitið leðjusvað og ófær öll-
um farartætkjum nema jepp-
um og öðrum öélugum bílum.
Ég hafði fengið leyfi verk-
stjóra.ns til að skreppa út í
Stykki gegn loforði um að
fara gætilega. i>egar þangað
kom, Skildi ég, að umferðar-
bannið var ekki sett að ástæðu
lausu. 20 metra hár bergvegg-
urinn ofan við vegarsneiðing-
Jón Bjarnason, ýtustjóri á
vegaremia. Séð niður í Ólafs-
fjörð.
inn var löðrandi í hálfiausum
og hættulegum steinum a£
öllum stærðum, allt frá hnefa-
stórum steinvölum upp í
heljarstór björg, sem rnola
myndi hvern þann 'haus, sem
undir yrði.
Tólfmenningarnir, sem
vinna við að mylja bergið í
Múlanum, kalla ekki allt
ömmu sína. f>ó urðu þeir að
hætta um stund á fimmtu-
daiginn af því að ekki sást leng
ur út úr au'gum fyrir snjó-
kornu. Enn er snjór á vegar-
stæðinu og mifcil fönn ofar í
fjaUinu.
Við Jón Bjarnason í Hátúni
gengum í matartímanuim út
fyrir Stykkið, en þangað eru
þeir komnir lengst Dalví'kur-
megin. Hann trítlaði blístr-
andi og léttilega með hendiur
í vösum eftir losaralegum
steinnibbum og rnjúkum
mosatóm utan í snarbrattri
hlíðinni eftir að ýtuslóðinni
sleppti, nam st'aðar á dálítilli
nöif og beið eftir mér, sem
kom skríðandi á fjórum fótum
á eftir eins og bundur, laf-
hræddiur og skjáifandi, gat
hvergi fundið trausta fótfestu
og því síður handfestu. Mér
fannst fjalilið vera að hvolfast
fram yfir sig og taka að hring
snúast um leið með vaxandi
hraða. Fyrir neðan mig var
200 metra hengiflug ofan í
sjó og ofan við mig eittihvað
annað eins þverhnípi. Hnén
voru að bila og jafnvægis-
skynið var orðið óvirkt. Ég
hélt ég slyppi aldirei lifandi
úr þessum voðalega stað.
Og hérna segja þeir, að
göimul kerling hafi gengið alta
leið til Ólafsfjarðar og prjón-
að sokik á leiðinni! í>að er víst
langt siðan. Hún hlýtur að
hafa verið orðin sjónlaus og
elliær, kerlingarhróið, og
ekkert vitað hvað hún var að
rangia.
En bölvuð skömm er þetta.
Þú ert varla aumari en kerl-
ingin með prjónana. Berðu
þig nú að herða upp hugann,
drengur minn. f»ú sleppur
jafnlifandi og aðrir. Gættu
þess bara að líta ekki ofan
fyrir. Hailtu þér svo fast í
þetta grjótrusl og vittu hvar
þú stíg'ur fætinum! — Með
þessum fortölum yfir sjélfum
mér tókst mér að rifa mig út
á nöfina til Jóns og nú sáum
við ofan í byggð i ólafsfirði.
— Blessaður vertu, ég var
engu burðugri, þegar ég kom
hingað fyrst, segir Jón, — og
þeir hafa ekki allir verið boru
brattir, verkfræðingarnir sem
hingað hafa komið. Svo venst
maður þessu og veit ekki leng
ur annað en maður standi á
jafnsléttu. Eg hef oft séð
Drang sigla undir ýtutönnina
hjá mér hérna fyrir neðan.
— En grjótflugið?
— Það er alltaf eitthvað að
hrynja hérna úr brúninni og
fjalilinu. Ýtustjóri fékk um
daginn á sig stein, sem lenti
utan í lærinu á honum, reif
þrennar buxur og marði hann
svo, að hann hefur verið frá
verkum síðan. Síðast í morg-
un braut steinn framrúðuna
á ýtunni, sem ég stjórna.
Verst er grjóthrunið í rign-
ingum og leysingum. Annars
hafa engin veruleg slys orðið.
Svo stigur Jón upp í ýtuna
og fer að ryðja árangri síð-
ustu sprengingar fram úr
sneiðingnum í Flaginu. Taug-
arnar eru í góðu jafnvægi í
manninum þeim. Stórgrýtið
fleygðist með óhugnanlegu
glamri og gný ofan stand-
brattar skriðurnar í sjó fram.
Við og við heyrðist rísl i smá
steinum, sem eru á leið niðub
úr hömrunum fýrir ofan og
skella niður á vegarstæðið.
En það er aldrei að vita, hve
stórir þessir steinar eru eða
hvar þeir koma niður.
>eir eru nú að koma úr
mat, hinir, og með þeim
Sveinn Brynjólfsson, verk-
stjóri. Allir eru með stál-
hjálma á höfði. Fimm hverfa
út sneiðinginn og einn þeirra
heldur á trékassa með sprengi
efni eins og ungbarni í fang-
inu. Tveir verða eftir hjá stóra
bornum, sem er í sambandi
víð geysiöfluga loftþjöppu, og
taka að bora holur fyrir
sprengiefni ofan við Flagið en
þar þarf vegurinn enn að
lækka á parti um 2 metra. —
Borinn er kraftmikill og hrað
virkur og . er ekki svipstund
að spinna sig nokkra metra
niður í bergið.
— Springur bergið vel,
Svéinn? — spyr ég verkstjór-
ann.
— Það er nú misjafnt. Við
höfum notað Kjarnaáburð dá-
lítið, og hann hefur gefið nokk
uð góðan árangur og er miklu
ódýrari, en gefur verri raun
í mjög sprungnu og lausu
bergi, vill leita meira út i
sprungurnar.
— Hvernig sækist verkið
annars?
Sveinn Brynjólfsson,
verkstjóri.
— Svona eftir áætlun. Við
eigum eftir 200—250 metra til
þess að endarnir nái saman,
en það er líka unnið Ólafs-
fjarðarmegin. Svo er verið að
brúa Brimnesá í Ólafsfirði. Eg
vona, að við getum tengt veg-
inn í haust. Annars verður
harin ekki opnaður til umferð
ar gtrax, það er svp margt eft
ir að gera, áður en það verð-
ur, þó ekki væri nema að bera
ofan i.
Sv. P.
(*■
Sementsverksmiðjan
byggir stóran leðjugeymi
Akraniesi, 1. septerniber.
NÚ ER verið að steypa risavax-
inn leðjugeymi í Sementsverk-
•miðjunini, 4500 rúmmetra að
®tærð, 25 m. í þvermál og 10 m.
á hæð. Verksimiðjan á fjóra
geyma fyrir, sem hiver fyrir sig
taka 400 rúmmetra að leðj'U, og
hráefnið úr þeim endist til
tveggja sólaihringa bræðslu í
einu. Hve mikið mannvirki nýi
geymirinn verður, sésf bezt á
því, að hanin tekur nærri því
þrisvar sinnum leðjuimagn geym-
•rina fjögurra, sem fyrir eru. f
honium verður miklu hæigara að
hræra saman hráefnunum, sem
•ementið er búið til úr, blandað
30% vatni en i gömllu geymun-
um, og þeissi sementsleðja endist
tti ; brennrilu í emuin ofni' í tíu
daga og nægir sem leðjuforða-
búr, þótt öðrum brennsluofni
yrði bætt við. Búið er að steypa
umdirstöður stóra geymisins, sem
steyptur verður í Skriðmótum.
Notuð er forspyrnt steinsteypa,
ékikert steypustyrktarjárn en í
þess stað stálvír lagður í steyp-
una í sérstökum hólkum, og þeg-
ar steypan er hörð orðin að
ákveðnu marki er strekt á vírn-
uim. Þetta er í fyrsta skipti sem
hyggt er úr forspyrntri steypu á
iandi hér. Hún er stórum sterk-
ari en venjuleg steypa. Veitir
ðklki af, því eðlisþungi leðjunnar
er óhemju mikill, og þó er for-
spyrnta steypan aðeins 22 cm.
á þyk'tot. Semenits'veiksmiðjan
nýbuir verikfræðil'egrar aðstoðar
Aáoienina byggingarfélagsins og
tvoggja til þrigigja sérfræðinga
dansks verkfræðifirma, sem
reynslu hefir um forspyrnta
steinsteypu. — Oddur.
Nánisstyrkir
Kvenstúdenta-
félap;siiis
KVENSTÚDBNTAFÉLAG ís-
lands hefur nýlega vei'tt náms-
styrki, að upphæð kr. 60.000.00,
sem skiptast þannig:
Guðfinna Ragnarsdóittir, kr.
20,000.00 til náms í jarðfræði.
Þorgerður Ingólfsdóttir, kr.
20,000.00, til náms í tónivísindum.
Blín Ólafsdóttir, kr. 10,000.00,
til náms í lífefnafræði.
María Þorgeirsdóttir, kr.
10,000.00, til félagsráðgjafanáms.
(Frébtatiikynning frá Kven-
stúdentafélagi íslandis).
BRIDGE
VETRARSTARFSEMI Tafl- og
bridgeklúbbsins mun- hefjast að
þessu sinni 13. sept. Spilað verð-
ur á mánudögum í hinum mjög
vitslegu húsakynnum Lindarbæ,
byrjað verður á tvímennings-
keppni.
Lögð verður á það mikil á-
herzla að aðstoða og leiðbeina
byrjendum og þeim, sem minna
eru keppnisvanir. Þá er einnig í
athugun að fá góðan bridgespil-
ara til að annast kennslu ef næg
þátttaka fæst. Ákveðið ér að
íjúka eftirtöldum keppnum fyr-
ir áramót: tvímenningskepprii,
sveitahraðkeppni, ’ barómetirs-
keppni og firmakeppni.
Á fjölmennum aðalfundi
klúbbsins, sem haldinn var fyr-
ir nókkrú, kom fram mikili á-
hugi fyrir þvi að efla húsabygg-
ingarsjóð klúbbsins, svo að
draumar allra bridgespilara um,
að geta spilað í eigin húsnæði
mætti rætast sem fyrst.
Þá er í undirbúningi stofnun
sjóðs, sem á að vera til styrktár
þeim klúbbmeðlimum, sem fara
vildu í keppnisferðalag, hvort
sem væri innan lands eða utan.
Áhugi var mikill fyrir því að
koma á keppnum við önnur fé-
lög minnst einu sinni á ári við
hvert félag.
Stjórn T.B.K. er nú þannig
skipuð:
Form.: Björn Benediktsson,
póstmaður.
Ritari: Bernhard Guðmundss-
son, verkstjóri.
Gjaldkeri: Haraldur Snorrason,
málarameistari.
Aðrir í stjórn og varastjóm
éru: Hákon Þorkelsson, Ólafur
Ingvarsson, Ingólfur Böðvarsson,
Torfi Ásgeirsson, Tryggvi Gísla-
son, Zophonías Benediktsson.