Morgunblaðið - 04.09.1965, Page 14
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardasrur 4. sept. 1965
T4
Maðurinn minn,
HELGI JÓNSSON
Drápuhlíð 3,
lézt að' heimili okkar 2. september sl. — Fyrir mína
hönd, barna okkar og tengdabarna.
Ólöf Jónsdóttir.
Móðir mín,
ANNA SIGMUNDSDÓTTIR
Seyðisfirði
andaðist að heimili sínu á Seyðisfirði fimmtudaginn
2. september sl. — Jarðarförin verður tilkynnt siðar. —
Fvrir hönd vandamanna.
Jónas Jónsson.
Bróðir okkar,
BJARNISTEFÁNSSON
andaðist að heimili sínu Fjölnisvegi 4, 26. ágúst sl. —
Jarðarförin hefur farið fram. — Þökkum innilega sýnda
samúð.
Matthea G. Stefánsdóttir, Helga Stefánsdóttir.
Eiginmaður minn,
JÓN A. ÓLAFSSON
vélstjóri, Holtsgötu 23,
sem lézt 25. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Kópavogs-
kirkju mánudaginn 6. september kl 10,30 f.h. -— .
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm vinsam-
legast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna,
er bent á líknarstofnanir. — Fyrir mína hönd, dætra,
foreldra, systkina og annarra vandamanna.
Sigurlína G. Stefánsdóttir.
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir,
SIGURÐUR GUÐMUNDSSSON
fró Kirkjubóli í Arnarfirði,
sem andaðist í Landsspítalanum sunnudaginn 29. ágúst
sL verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudag-
inn 7. september kl. 1,30 e.h.
Jóna Kr. Símonardóttir, börn og tengdabörn.
Þökkum innlega samúð og hluttekningu við andlát
og jarðarför
JÓNASARJÓNASSONAR
frá Hofdölum.
Dætur, tengdabörn og barnabörn.
Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
GUÐMUNDÍNU KRISTÍNU INGIMUNDARDÓTTUR
Sérstaklega þökkum við forstöðukonu og starfsfólki
Elliheimilis Akraness þeirra hlýju umönnun henni
veitta þann tíma er hún dvaldi þar.
Þórunn Ágústsdóttir, Samúel Guðmundsson,
Þórunn Jóhannesdóttir, Olgeir Gíslason,
Þorgerður Halldórsdóttir, Gísli Jón Gíslason,
Ólafur Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum bæði fjær og nær,
er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðaiför eigin-
manns míns og föður okkar,
STEFÁNS BACHMANNS HALLGRÍMSSONAR
Vilborg Þorvaldsdóttir, Þóra Stefánsdóttir,
Sveinn Viggó Stefánsson, Sússanna Bachmann.
Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og út-
för móður minnar,
MÁLFRÍÐAR HANSDÓTTUR
Narfeyri.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Hjörtur Ogmundsson.
Innilegar þakkir færum við öllum, bæði fjær og nær,
er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför eig-
inkonu minnar, móður, og tengdamóður,
HANSÍNU SIGURÐARDÓTTUR
frá Hnífsdal.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Finnbogason,
Gísli Gíslason, Ingibjörg Eggertsdóttir,
Garðar Sigurgeirsson, Ragnheiður Gísladóttir,
Tómas Sigurðsson, Steinunn Gísladóttir.
Sigurður Sigurðsson og
Sigríður Jóhannesdóftir
SIGURÐUR er fæddur að Fossi
á Skaga, sonUr hinna merku
hjóna Sigríðar Gísladóttur, ætt-
aðri úr Svartárdal í Húnavatns-
sýslu, og Sigurðar Gunnarsson
af Skíðastaðaætt. Hann var eitt
12 barna er þau áttu.
Stórt heimili kallar strax á
fólk til starfs, sonurinn reyndjst
strax drjúgur til starfa og efni-
legt bóndaefni, en jarðir voru þá
ekki lausar til ábúðar eins og nú,
leið hans lá því til Reykjavíkur.
Skagfirðingurinn átti erfitt með
að gleima sveitinni og hestunum.
Átti hann því reiðhesta sér til
indisauka og kunni vel með þá
að fara.
Hér í Reykjavíkurborg varð
ævistarf hans verkstjórn og vöru
afgreiðsla við höfnina, hjá Eim-
skip og síðar Ríkisskip. í starfi
sínu kynntist hann mörgum góð-
um dreng, er kunni að meta góða
fyrirgreiðslu og minnast hans
með hlýhug og þakklæti síðan.
Árið 1916 kvæntist hann konu
sinni, Sigríði Jóhannesdóttur frá
Brekkukoti við Bræðraborgar-
stíg, ágætis konu og að hans
sjálfs sögn, honum fremri á öll-
um sviðum. Þessi hógværa hæfi-
leika kona naut sín bezt á heim-
ili þeirra.
Það duldist engum sem kynnt-
ust Sigríði, konu hans, að hún
var búin meiri búskaparhæfileik-
um en fólk er flest, og vökul
móðuraugu fylgdust vel með, að
allir á heimilinu væru hreinir,
saddir og ánægðir.
Þessi lífsheppni Sigurðar varð
til þess, að hann átti fallegt heim
ili, sem var eðli hans og upp-
vexti samkvæmt, þar sem gest-
risni, greiðasemi og lúð var í
hávegum höfð.
Þar gátu ungir og gamlir notið
þess bezta, sem heimiii getur
veitt, allir jafn velkomnir í mat
og kaffi. í frístundum var tekið
lagið með orgelspili, söngogdansú
Slíkar dvalarstundir með hjón-
um þessum og börnum verður
mörgum gesti kær ylur í minn-
ingunum um þau, sem seint
gleymist.
Börn þeirra eru sjö: Bryndís,
Bergljót, Guðbjörg, Erla, Aðal-
heiður, Berta og Jóhannes, bú-
sett í Reykjavík, nema Guðbjörg
í USA.
Þau áttu þrjár fósturdætur,
Jóhönnu, búsett í Kópavogi,
Bryndísi, í Reykjavík, og Hildi,
búsett í USA.
Að endingu óska allir börnum
og barnabörnum þessara mætu
hjóna góðs gengis og greiða göt-
una fram eftir veg.
Sig. Sig.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vínáttu á sextíu
ára afmæli mínu.
Anna Matthíasdóttir.
Hjartanlega þakka ég öllum nær og fjær, sem minnt-
ust mín með hugljúfri vinsemd, gjöfum og góðum ósk
um á áttatíu ára afmæli mínu 28. ágúst sl. —
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Björnsdóttir, Stykkishólmi.
Hjartanlega þakka ég öllum skyldum og vandalausum
er sýndu mér vinsemd með gjöfum og skeytum á 80
ára afmæli mínu 29. ágúst sl. — Lifið heil.
Hanries Júlíusson, Laugalæk 1.
Þakkir sendi ég öllum skyldum og vandalausum,
sem minntust mín á sjötugs afmæli mínu 1. ágúst sl.
Sigfús Á. Guðnason.
Öllum þeim er glöddu mig' á mínu 85 ára afmæli
sendi ég mínar ástarkveðjur og þakklæti.
María R. Ólafsdótti..
Kæru frændur og vinir, hjartans þakkir fyrir allar
gjafir og gleði, sem þið veittuð mér á níræðisafmæli
mínu, 18. ágúst sl. — Guð blessi ykkur öll. —
Kær kveðja.
Kristín Njarðvík.
Stúlka
óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. — Upplýs-
ingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr.
Mbl. fyrir 7. þ.m. merkt: „Skóverzlun — 6396“.
Hef opnaö
lækningastofu á Háteigsvegi 1. —
Sími 103-80. — Viðtalstími kl. 1—2 alla
virka daga. — Símaviðtalstími kl. 12—1
í heimasíma 37207.
Þorgeir Gestsson, læknir.
Afgreiðslumaður
Viljum ráða nú þegar karlmann vanan afgreiðslu-
störfum í matvöruverzlun. — Þarf að hafa bílpróf.
Mikil vinna. Hátt kaup. Upplýsingar á skrifstofu
vorri.
Kaupfélag Hafnfirðinga
Strahdgötu 28. — Simi 50-224.
Aðalfundur Fél.
ísl. leikrita-
liöfunda
AÐALFUNDUR Félags íslenzkra
leikritahöfunda . var haldinn 31.
maí sl. Félagið var stofnað hinn
15. nóvember 1964 og í skýrslu
stjórnarinnar fyrir þetta fyrsta
starfstímabil félagsins, var þess
getið, að félagið væri komið í
samband við félög leikritahöf-
unda á hinum Norðurlöndunum,
og hefðu þau heitið samvinnu og
stuðningi í sameiginlegum hags-
muna- og menningarmálum. Full
trúi frá _ félaginu hefur setið
fundi í Islandsdeild Alþjóðlega
leikhúsdagsins og mun félagið
væntanlegh gerast aðili að þeirri
stofnun. — Rætt var um hags-
munamál og réttindi leikritahöf-
unda og hafinn undirbúningur að
samningum fyrir félagsins hönd
við leikhús og Ríkisútvarpið.
Nefnd var kosin til þess að at-
huga vissa þætti í leikhúsrekstri
hérlendis. Fulltrúi félagsins við
samningagerðir og lögfræðilegur
ráðunautur er Jón Arnalds, hér-
aðsdómslögmaður. — Stjórnin
var öll endurkjörin og skipa
hana: Gunnar M. Magnúss for-
maður, Jökull Jakobsson ritari og
Oddur Björnsson gjaldkeri. End-
urskoðendur voru einnig endur-
kjörnir: Sigurður Róbertsson og
Erlingur E. Halldórsson.